Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
Starfsmenn
Heilsubælisins í
Gervahverfi
reyndu að
rugla kynni
skemmtunar-
innar í ríminu.
Háskólabíó var
þéttsetíð á
sunnudaginn.
„Okkur leist mjög vel á þetta hlutaskiptakerfi. Það vita það allir
að gamla bónuskerfið er handónýtt og hefði átt að vera búið að leggja
það niður fyrir löngu sfðan, en það hefur ekki verið samkomulag um
hvað ættí að koma í staðinn. Þess vegna eru þessar breytingar á Vest-
fjörðum gleðiefni," sagði Guðrún Ólafssdóttir, formaður Verkakvenna-
félags Keflavíkur og Njarðvíkur er Morgunblaðið innti hana eftir hvern-
ig henni hefði litíst á hlutaskiptakerfið ( frystihúsum, sem ákveðið var
að taka upp í kjarasamningunum á Vestfjörðum í síðasta mánuði.
Morgunblaðið/Þorkell
Vel heppnuð fjölskyldu-
hátíð Slysavarnarfélagsins
- sagði Hannes Hafstein forstjóri
Slysavarnarfélag Islands efndi
tíl fjölskylduhátiðar i Há-
skólabíói á sunnudaginn í tilefni
af sextíu ára afmæli félagsins,
þann 29. janúar síðastliðinn.
Gríniðjan skipulagði fjölbreytta
skemmtidagskrá sem hlaut góð-
ar undirtektír gesta.
Skemmtunin hófst klukkan tvö
eftir hádegi og stóð í tvo tíma.
Margir þekktustu söngvarar og
grínleikarar landsins komu fram
ásamt dönsurum, töframönnum og
hljórhsveitum. Að sögn Hannesar
Hafstein forstjóra Slysavamarfé-
lagsins tókst skemmtunin með
ágætum og góð stemmning ríkti í
húsinu.
Gestir á fjölskylduhátíðinni voru
á milli átta og niu hundruð og yngri
kynlsóðin sparaði ekki hlátrasköllin.
í hléi var boðið upp á veitingar,
„kók og prins".
Fulltrúar verkalýðsfélagana á
Suðumesjum, auk eins fulltrúa
vinnuveitenda voru á ísafirði í
síðustu viku í þeim tilgangi að kynna
sér hlutaskiptakerfíð. Auk Guðrúnar
fóru fímm trúnaðarmenn úr frysti-
húsunum á Suðumesjum, starfsmað-
ur Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og formaður verkalýðs-
félagsins í Sandgerði í ferðina. Guð-
rún sagði að þau hefðu verið dálítið
efíns áður en þau fóru en það hefði
breytst. „Við töluðum við mikið af
starfsfólki og það virtust allir vera
ánægðir með breytingamar. Meðal
annars ræddum við við konur, sem
sögðust hafa verið mjög á móti
þessu, en væru nú mjög ánægðar.
Það er ekki eins mikið álag og fólk
er einhvem vegin afslappaðra, auk
þess sem kerfíð jafnar laun fólks“.
Því miður hefði ekki verið fært
til Flateyrar, þar sem mest reynsla
væri komin á hlutaskiptakerfíð, en
þau hefðu til dæmis heimsótt Norð-
urtangan, íshúsfélag ísfírðinga og
frystihúsið í Hnífsdal. Frá því í fyrra
hefði starfsfólki í íshúsfélaginu verið
greiddur hæsti nýtingarbónus og það
hefði haldið að það myndi lækka í
launum við upptöku hlutaskiptakerf-
isins. Raunin hefði hins vegar orðið
sú að það hefði hækkað. Það hefði
verið að fá niðurstöður frá fyrsta
deginum, sem hlutaskiptakerfíð gilti,
og það hefði hækkað um 13 krónur
á bónustíman frá því sem verið hefði
samkvæmt fyrra kerfínu.
Guðrún sagði að þetta sparaði
einnig fyrir atvinnurekendur, því
gamla einstaklingsbónuskerfið hefði
kostað mikið, bæði hvað útreikning
varðaði og mannskap. Nú væri hægt
að koma þessum útreikningum fyrir
á einu blaði, auk þess sem fólk færi
á milli starfa og hjálpaði til. „Þetta
byggist allt á samvinnu og mér
fannst vera létt yfír fólkinu og það
hjálpast að. Ég sá einn karlmann
pakka í fímm pund og honum fórst
það bara mjög vel úr hendi. Ég hef
aldrei orðið vitni að þessu fyrr, enda
held ég að karlmenn hafí verið svolí-
tið feimnir við þetta."
Hún sagðist einnig hafa talað við
skoðunarkonur. Þær hefðu ekki
fundið neina galla og komið að borð-
unum til þess að hjálpa til, því nú
væri ekki skrifað frá hveiju borði
og allir væru að safna í sameiginleg-
an pott. „Fimm konur og einn karl-
maður, sem öll vinna í físki, fóru
með okkur vestur, og þeim leist öll-
um mjög vel á það sem við sáum.
Það var svo einkennilegt að enginn
af þeim sem við hittum mælti á
móti þessu nýja kerfí," sagði Guð-
rún.
Hún sagðist hafa mikla trú á því
að hægt væri að taka upp hluta-
skiptakerfi í frystihúsum á Suður-
AFLAFRETTIR
15 15 W A »5
Luxemborg
HELGARPAKKI
fyrir aðeins
19.600 kr.*
V °9
SUPERPAKKI
á aðeins
20.010 kr*
Flogið með Flugleiðum
og gist á hinu frábæra
HOTEL
PULLMAN
(áður Holiday Inn).
Nú er upplagt að skella
sér til Luxemborgar og
njóta lífsins.
Nánari upplýsingar um
HELGARPAKKA og
SÚPERPAKKA færðu
hjá söluskrifstofum
Flugleiða,
umboðsmönnum og
ferðaskrifstofum.
* gildirtil 31/3 1988
FLUGLEIÐIR
TRAUSTIR BÍLAR
ÁGÓÐUM KJÖRUM
Keflavík:
Risaskíp
íhofnimu
Keflavík.
STÆRSTA skip sem komið hefur
tíl Keflavíkur kom hingað á laug-
ardaginn. Skipið, sem heitír Baltíc
Trader og er frá Panama, er 146
metra langt, breidd þess er 23
metrar og risti það tæpa 10 metra
þegar það lagðist að hafnargarð-
inum. Baltic Trader var að koma
með 17 þúsund tonn af salti frá
Spáni og var 9 þúsund tonnum
landað í Keflavík um helgina.
Dráttarbátur úr Reykjavík aðstoð-
aði við að koma Baltic Trader að
bryggju og sagði Ibsen Angantýsson
hafíisögumaður að vel hefði gengið
að leggja skipinu að þrátt fyrir stærð
þess.
Keflavík og Hafnarfjörður eru
helstu saltgeymsluhafnir landsins og
fór Baltic Trader til Hafnaríjarðar í
gærkvöldi með afganginn af saltinu,
en skipið gat ekki siglt inn í Hafnar-
flarðarhöfn fulllestað. Vel gekk að
losa úr skipinu og var 4.636 tonnum
lestað á laugardag og hefur ekki
verið lestað jafnmiklu magni á einum
degi í Keflavík.
- BB
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Baltic Trader frá Panama, stærsta skip sem komið hefur til Keflavík-
ur, við hafnargarðinn á laugardag í þann mund sem lestun var að
hefjast. Stefni þess stóð 20 metra útfyrir hafnargarðinn.
Þorlákshöfn:
Erufsinnað
bregðast?
Þorlákshöfn.
í SÍÐÚSTU viku lönduðu 24 bát-
ar alls um 350 tonnum sem skipt-
ist þannig: 16 netabátar voru
með 242 tonn, 4 dragnótabátar
voru með 96 tonn, 2 línubátar
með 5 tonn og 2 trollbátar með
6 tonn.
Þrír afíahæstu bátarnir í vikunni
voru Jóhann Gíslason ÁR 42 með
43 tonn á netum, Höfrungur III
ÁR 250 með 40 tonn á netum og
Þorleifur Guðjónsson ÁR 350 með
36 tonn í dragnót.
Ásgeir Benediktsson á hafnar-
voginni sagði það greinilegt að nú
vantaði ufsann sem vanur væri að
skila sér á þessum tíma.
- JHS
Keflavík:
Skagaröst KE var aflahæst
Keflavfk.
AFLI Keflavikurbáta var
þokkalegur í síðustu viku, en
Sandgerði:
Ágætur afli hjá minni
bátum í Sandgerði
Keflavfk.
AFLI minni línubátanna, sem eru
um 12 tonn, var ágætur f sfðustu
viku þrátt fyrir nokkuð erfiða tíð.
Sóley KE var aflahæst með 17,6
tonn f 5 róðrum, Máni HF var með
16,3 tonn, Bjarni KE var með 15,6
tonn og Tjaldanes var með 15,1
tonn.
Mummi GK sem er á línu var afla-
hæstur af stóru bátunum, hann var
með 32,2 tonn, Una í Garði var með
29,4 tonn og Víðir II var með 28
tonn.
Afli netabátanna var fremur treg-
ur, Amey KE var með 30,4 tonn og
síðan kom Hólmsteinn með 8,4 tonn.
- BB
nokkuð misjafn og fengu sum-
ir lítið sem ekkert. Skagaröst
KE sem er á netum var með
mestan afla 48,1 tonn. Skaga-
röst landaði 18,9 tonnum í
Sandgerði og var því með 67
tonn eftir vikuna. Uppistaðan
í aflanum var ufsi. Stafnes
KE sem einnig er á netum
landaði 25 tonnum í Keflavík
og 22,5 tonnum f Sandgerði
og var með 47,5 tonn eftir
vikuna. Afli annarra netabáta
var ákaflega tregur.
Eldeyjar-Boði KE var aflahæsti
línubáturinn, hann var með 29,6
tonn í þrem róðrum. Albert Ólafs-
son KE var með 26,7 tonn og
Búrfell KE var með 18,7
einnig í þrem róðrum.
tonn
Afli snurvoðabátanna var ekki
mikill og slæmt veður á þeirra
slóðum nær alla vikuna. Amar
KE var með 9,2 tonn og Farsæll
GK var með 6,9 tonn.
Stafnes KE var með mestan
afla í janúar, 154,5 tonn, Happa-
sæll KE var með 97,5 tonn og
Þuríður Halldórsdóttir var með
90,5 tonn. Aflinn í janúar var
1.178,2 tonn í 209 róðrum, en á
sama tíma í fyrra höfðu bátamir
farið í 168 róðra og fengið 1.139,6
tonn. /
- BB
Anægja með hlutaskiptakerfið hjá sendinefnd
verkalýðsfélagana af Suðurnesjum:
„Sá einn karlmann
pakka í fimm pund“
- segir Guðrún Olafsdóttir formaður Verka-
kvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur