Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 Svenska Dagbladet/Thomas Oneborg Fundur formanna norrænna hægri flokka Fundur formanna norrænna hægri flokka var haldinn í Stokkhólmi í gær. Fundinn sóttu: Ing- var Melin, formaður hægrideildar sænska þjóð- arflokksins i Finnlandi, Illkka Suominen, form- aður finnska hægri flokksins og iðnaðarráð- herra, Knut Östergáard, formaður þingflokks danska íhaldsflokksins, en Poul SchlUter forsæt- isráðherra var kallaður til skyndifundar vegna væntanlegs leiðtogafundar EB-landanna, Carl Bildt, formaður sænska hægri flokksins, sem var gestgjafi og stjórnandi fundarins, Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfslæðisflokksins, Jogvan Sundstein fra Færeyjum og Jan P. Syse formað- ur norska hægriflokksins. Bandaríkin: Endumýjun kjarna- vopna í V-Evrópu hefur forgang - segirFrank Carlucci varnar- málaráðherra Washington, Reuter. FRANK Carlucci, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjastjórn teldi brýnt að skammdræg kjarn- orkuflUgskeyti í Vestur-Evrópu yrðu endurnýjuð. Carlucci átti í. siðustu viku viðræður við nokkra ráðamenn í ríkjum Vest- ur-Evrópu og sagði hann að fram hefði komið skilningur á mikilvægi þess að endurnýja þennan hluta kjarnorkuheraf- lans, sem afvopnunarsáttmálinn sem undirritaður var í Was- hington á siðasta ári tekur ekki til. Carlucci sagði Bandaríkjastjórn leggja höfuðáherslu á að skam- dræg kjamorkuflugskeyti í Vest- Ekkert lát á óeirðum á herteknu svæðunum: Ekki færri en 50 Palestínu- menn hafa fallið í átökunum Hermenn misþyrma ungmennum á Gaza-svæðinu Jerúsalem, Reuter. ÍSRAELSKIR hermenn börðu 15 ára gamlan Palestinumann til bana um helgina og hafa ekki færri en 50 Palestínumenn týnt lifi i óeirðum á hernumdu svæð- unum í ísrael undanfama tvo mánuði. Átök bmtust út víða á herteknu svæðunum i gær og særðust að minnsta kosti sex Palestínumenn i þeim þar af tveir unglingar. Þrír Palestínumenn féllu fyrir byssukúlum ísraelskra hermanna á sunnudag. Að sögn talsmanns Palestínu- hjálpar Sameinuðu þjóðanna hand- tóku ísraleskir hermenn hinn 15 ára gamla Iyad Mohammed Agel á sunnudag á heimili hans í Bureij- flóttamannabúðunum á Gaza- svæðinu. Hann fannst meðvitundar- laus af völdum barsmíða skammt þar frá og lést í sjúkrahúsi skömmu síðar. Að sögn sjónarvotta drógu hermenn einnig 18 ára gamlan frænda Mohammeds Agels á brott og handleggsbrutu hann. Annar 15 ára gamall Palestfnumaður lést í sjúkrahúsi á sunnudag af völdum heilablæðingar. Að sögn lækna hafði honumm einnig verið mis- þyrmt en því neita talsmenn hers- ins. Drengurinn var borinn til grafar í gær og grýttu syrgjendumir ísra- elska hermenn sem hófu skothríð á fólkið. Að sögn Bemhards Mills, forstöðumanns Flótamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna til handa Pa- lestínumönnum á Gaza-svæðinu, særðust tveir Palestínumenn, 11 ára gömul stúlka og 15 ára gamall drengur. Óeirðir bmtust út í Nuseir- at-flóttamannabúðunum á Gaza og vom ijórir Palestínumenn særðir skotsárum, að sögn talsmanns ísra- elshers. Yitzhak Rabin, vamarmálaráð- herra ísraels, fyrirskipaði hermönn- um í síðasta mánuði að beita barsmíðum gegn Palestínumönnum í stað skotfæra. Undanfama viku hafa hermenn hins vegar beitt skot- vopnum í auknum mæli. Þrír Palestínumenn féllu og ekki færri en 13 særðust á sunnudag í óeirðum á herteknu svæðunum. Mennimir þrír féllu átökum í þorp- inu Beit Ummar á vesturbakkanum og tíu ára gömul stúlka, sem særst hafði á föstudag, lést af völdum skotsára. ur-Evrópu yrðu endurnýjuð. NATO-ríkin ráða nú yfir 88 banda- rískum flugskeytum af gerðinni Lance, sem draga innan við 500 kílómetra, og eru komin til ára sinna. Sáttmálinn sem þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi undirrituðu í Washington kveður á um að uppræta beri allar kjam- orkueldflaugar á landi sem draga 500 til 5.000 kílómetra. Fram kom í máli Carluccis að Bandaríkja- menn hefðu enn ekki ákveðið hvaða eldflaugar kæmu í stað Lan- ce-flauganna en hins vegar sagði hann að endumýjun vígvallar- vopna með kjamahleðslum væri þegar hafin. ■ Carlucci sagði að endurnýjun þessi væri ekki tengd samningnum um upprætingu meðal- og skamm- drægra kjamorkueldflauga. Sagði hann samninginn ekki taka til þessa vopnabúnaðar og því væri endumýjun þessa hluta kjarnorku- heraflans leyfíleg. Bandaríski vamarmálaráðherr- ann kvaðst ekki hafa orðið var við það í viðræðum við Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, að hann væri andvígur því að flug- skeyti í Vestur-Evrópu yrðu end- umýjuð. Að undanfömu hefur ver- ið fullyrt að ágreiningur sé uppi innan NATO, einkum milli Banda- ríkjamanna og Vestur-Þjóðveija, um áætlanir þessar. Vestur-Þjóð- veijar eru sagðir vilja að hafnar verði umræður um fækkun skammdrægra kjamorkuflug- skeyta og að þær verði tengdar samningaviðræðum um niðurskurð hins hefðbundna herafla. Talið er að Sovétmenn eigi um 1.400 slík flugskeyti og sérfræðingar Atl- antshafsbandalagsins segja þá einnig njóta umtalsverðra yfir- burða á sviði hins hefðbundna vígbúnaðar. Sovéskir embættis- menn hafa lýst yfír því að frekari afvopnunarviðræðum sé stefnt í voða ákveði NATO-ríkin að koma upp nýjum skammdrægum vopn- um í Vestur-Evrópu. Sprengju varpað á mótmælagöngn í Nicaragua: Sex fórust í árásinni Reuter Ættingjar syrgja grafar í þorpinu var einn þriggja 18 ára gamalan Palestínumann sem borinn var til Beit Ummar á vesturbakkanum í gær. Pilturinn manna sem féllu i átökum á sunnudag. Managua, Reuter. SEX manns fórust og þrettán særðust þegar sprengju var varpað á hóp þátttakenda í mót- mælagöngu gegn kontra-skæru- liðum í bænum Wiwili á laugar- dag. Talsmaður vamamálaráðuneytis Nicaragua sagði í gær að „gagn- byltingarsinnar" hefðu varpað sprengju á hóp hundruða manna sem hefðu verið að mótmæla árás- um uppreisnarmanna að undan- fömu. Hann sagði ennfremur að þrír hinna látnu og fjórir hinna særðu hefðu verið yngri en sex ára. 155 láta lífið í skriðuf öllum Petropolis í Brasilíu. Reuter. ÞEGAR hafa 155 manns farist í flóðum og skriðuföllum i bænum Petropolis, sem er 150.000 manna bær, i grennd við Rio de Janeiro i Brasiliu. Fjölda fólks er enn saknað. Fyrsta skríðan féll á föstudag en alls hafa fallið sex skriður síðan. Flestar skriðumar féllu í bænum Petropolis en einnig féllu skriður í Rio de Janeiro. Talsmaður bæjar- yfírvalda f Petropolis, Jose Amaral, sagði að þegar hefðu fundist 128 lík og margra væri enn saknað. Að sögn yfírvalda í Rio de Janeiro hafa Iík 27 fundist þar. Miklar rigningar vom á þessum slóðum í síðustu viku og hefur regn- ið síðustu daga mælst 29 cm (290 mm). Skriðuföllin fylgdu í kjölfar rigninganna. Skriðuföllin i Brasilíu sem urðu vegna mikilla vatna- vaxta hafa kostað 155 manns lífið. :A -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.