Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 27 Konuraar sem lögfðu leið sina til ísafjarðar að kynna sér hlutaskipta- kerfið. Þær heita: Elín Ingólfsdóttir, Guðriður Elíasdóttir,' Guðrún Emilsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Svan- hildur Benediktsdóttir. Á fundi með Pétri Sigurðssyni, forseta Alþýðusambands Vestfjarða. nesjum án mikils undirbúnings. „Þeir eru búnir að þaulhugsa þetta fyrir vestan og ég get ekki séð ann- að en það sé hægt að taka þetta hlutaskiptakerfi beint upp. Önnur verkalýðsfélög ættu að kynna sér þetta kerfi rækilega og henda gamla bónuskerfinu. Það er mín skoðun. Það hafa margir sett út á kerfið, án þess að hafa kynnt sér það.“ Hún sagði að það hefði einnig vakið athygli þeirra hvað frystihúsin fyrir vestan væri glæsileg, bæði hvað varðaði aðbúnað starfsfólks og tækjakost. Það væri til fyrirmyndar. „Ég hefði viljað byija á að senda atvinnurekendur héðan af Suður- nesjum vestur til þess að kynna sér þetta,“ sagði Guðrún Ólafsdóttir að lokum. Grindavík: Tíu tonn af ufsa í eina trossu Grindavík. HÓPSNES GK var aflahæst Grindavíkurbáta í síðustu viku með 31,5 tonn í þrem róðrum. Þar af voru 10 tonn af ufsa í eina trossu sl. laugardag en alls 20 tonn í öllum róðrinum. Ufs- inn sem fékkst í þessum róðri var mjög vænn og hrogninn- byijuð að skríða. Alls er 21 bátur byrjaður á net- um frá Grindavík og vegna lélegs afla reru bátamir annan hvem dag. Að meðaltali vom þeir með 4-5 tonn í róðri en róðurinn hjá Hópsnesi sem fyrr er getið var alger undantekning. Tólf bátar stunda iínu frá Grindavík en þeim fer fækkandi þar sem venjan er að skipta yfír á net upp úr miðjum febrúar. Veðráttan var heldur skárri í síðustu viku og gátu línubátar róið daglega en aflabrögð voru léleg. Hæstur eftir vikuna var Sig- urþór GK með 19,7 tonn í sex róðrum. Lítið .barst af loðnu vegna brælu í síðustu viku en Grindvík- ingur GK landaði 146 tonnum og Víkurbergið GK 242 tonnum og notuðu þeir tækifærið til að skipta um næpur þar sem loðnan veiðist hér eftir á grynnra vatni. — Kr.Ben. Höfn: Gæftaleysi á miðum Sex bátar eru byrjaðir á netaveiðum Höfn, Horaafirði. GÆFTALEYSI var á miðum Hornafjarðarbáta í síðustu viku, og reru flestir einu sinni en mest þrisvar. Sex bátar eru byijaðir á netum og fékk Vísir SF 64 29,9 tonn í þremur róð- rum. Kaupfélagið tók á móti 219,8 tonnum úr 36 sjóferðum. Hæstur línubáta var Freyr SF 20 með 15,8 tonn. Freyr landar bæði hjá Skinney hf. og KASK. Æskan SF 140 kom með 12,3 tonn til KASK. Mestan afla frá áramótum hefur Steinunn SF 10 fengið éða 81,7 tonn og Freyr SF 20 með 80,3 tonn. B/v Þórhallur Daníelsson landaði 88,8 tonnum. Afli frá ára- mótum er 574, 2 tonn, en var 879,3 tonn á sama tíma í fyrra. Fiskimjölsverksmiðrja Homa- fjarðar fékk 643,1 tonn af Gísla Ama og 604,4 af Húnaröst. Báðir lönduðu fyrrihluta vikunnar, en lágu í höfn fram á sunnudag. Skinney hf. fékk 23,1 tonn af Skinney SF 30, mest langlúru. Þá lönduðu Steinunn og Freyr 14,1 tonni af þorski, en Skinney hf. er nú byrjuð að salta. - JGG Opið bréf til Magn- úsar L. Sveinssonar Hr. Magnús L. Sveins- son formaður Verslunar- mannafélags Reykjavík- ur. Starfsmenn Flugleiða ráku upp stór augu þegar þeir lásu frétt á baksíðu Morgunblaðsins sunnu- Slökkvilið Hafnarfjarðar: 150 útköll árið 1987 SLÖKKVILIÐ Hafnarfjarðar sinnti 150 útköllum árið 1987 og voru 96 þeirra vegna elds. Helmingur útkallanna eða 46 voru vegna elds í rusli, sinu og mosa. Umdæmi Slökkviliðs Hafnar- fjarðar er auk Hafnarfjarðar, Garðabær og Bessastaðahreppur. Komu 105 útköll frá Hafnarfirði, 29 útköll frá Garðabæ og 16 útköll frá Bessastaðahrepp og utan þétt- býlis. í frétt frá Slökkviliði Hafnar- fjarðar kemur fram að á síðasta ári hafí verið gerð breyting á slökkviliðinu og brunavörðum Qölg- að f fasta liðinu. Slökkviliðið sér einnig um sjúkra- flutninga fyrir svæðið og voru 1364 flutningar árið 1987. Af þeim voru 242 bráðaflutningar vegna slysa og annarra áfalla. meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 daginn 7. febrúar, þar sem þú staðfestir að Verzlunarmannafé- lag Reykjavíkur ásamt fleirum standi í samningaviðræðum við Lion Air í Lúxemborg um leiguflug fyrir allt að 2.500 manns milli ís- lands og Lúxemborgar. Að okkar mati er hér um að ræða mjög grófa aðför að hags- munum þeirra rúmlega 500 starfs- manna Flugieiða sem eru félagar í VR og þeirra ijölmörgu þar til viðbótar sem greiða í lífeyrissjóð Verzlunarmannafélagsins. Við sjáum ekki ástæðu til að taka þátt í félagsskap sem beinlín- is vinnur gegn hagsmunum okkar. Ef þessi áform verða að veruleika og VR tekur þátt í að skerða tekju- möguleika okkar, þá er kominn tími til að þeir starfsmenn Flug- leiða sem eru í VR og greiða stórfé í félagsgjöld á ári, stofni sitt eigið stéttarfélag og yfirgefi Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur fyrir fullt og allt eins og margoft hefur kom- ið til tals áður. Má þar jafnvel hugsa sér að starfsmenn Flugleiða og aðrir aðilar sem starfa að ferða- málum á íslandi stæðu saman að stofnun slíks stéttarfélags. Stjórn Starfsmannafélags Flugleiða. Niðurhengd loft. T-prófílar og loftaplötur. Mismunandi stærðir og gerðir. Uppsett sýnishorn í sýningasal okkar. ÍSLENZKA VERZLUMARFELAGIÐ HF UMBOÐS- & HEILDVERZLUN Bíldshöfða 16, sími 687550. Plostkdssar ogskúffur Fyrir skrúfur, rær og aðra smáhluti. Einnig vagnarog verkfærastatíf. Hentugt á verkstæðum og vörugeymslum. Ávallt fyrirliggjandi. Leitiö upplýsinga. UMBOOS OG HEILOVERSLUN BILDSHOFÐA 16 SIMI 6724 44 * Venjulegir ofnar * Handklæðaslár ‘Tauþurrkarar ©HF.OFNASMIBJAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7 S: 21220 Allt í röð og reglu - án þess að vaska upp! Komdu kaffistofunni á hreint. Duni kaffibarinn sparar þér bæði tíma og fyrirhöfn. Getur staðið á borði eða hangið uppá vegg. En það besta er: Ekkert uppvask. FAIMIMIR HF Bíldshöfða 14 s: 67 2511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.