Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 29 Asakanir á hendur Kurt Waldheim, forseta Austurríkis: Tæp tvö ár frá því Waldheim var bendlaður við stríðsglæpi Vín, Reuter. TÆP tvö ár eru liðin frá því að deilur blossuðu upp um fortíð Kurts Waldheims, fyrrum aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Wald- heim tók við embætti forseta Austurríkis í júní árið 1986 og höfðu þá þegar komið fram ásakanir um að hann hefði átt þátt í striðsglæpum nasista á árum síðari heimsstyijaldarinnar. Hér á eftir fer yfirlit yfir það helsta sem gerst hefur í máli þessu. 3. mars 1986. Austurríska vikuri- tið Profil birtir afrit af skírteini sem sagt er vera flokksskírteini Waldheims. Waldheim neitar að hafa verið félagi í flokki nasista. Vikuritið segir einnig að Wald- heim hafi gegnt herþjónustu á Balkan-skaga á árunum 1942-til 1945 en áður hafði Waldheim sagt að hann hefði verið við nám í Vín á þeim árum. 4. mars Bandaríska dagblaðið The New York Times bendlar Waldheim við stríðsglæpi gegn júgólsavneskum frelsissveitum og segir hann einnig hafa átt þátt í fjöldaflutningum gyðinga úr landi. 22. mars Heimsráð gyðinga til- kynnnir að samkvæmt banda- rískum skjölum sé Waldheim eftir- lýstur í Júgóslavíu vegna stríðsglæpa, meðal annars vegna morðs. 4. apríl ísraelar krefjast þess að fá aðgang að skjölum varðandi Waldheim frá Stríðsglæpanefnd Sameinuðu þjóðanna, sem lögð hefur verið niður. 8. maí Waldheim ber sigur úr býtum í fyrstu lotu forsetakosn- inganna í Austurríki og hlýtur 49,64 prósent atkvæða. Javier Perez de Cuellar, sem tók við embætti aðalritara Sam- einuðu þjóðanna af Waldheim, skýrir frá því að skjöl varðandi fortíð Waldheims hafi ekki ver- ið rannsökuð er hann varð aðal- ritari samtakanna árið 1972. 22. maí Dómsmálaráðherra ísra- els segir Ísraela búa yfir nægum sönnunargögnum til að draga Waldheim fyrir rétt fyrir stríðsglæpi. 8. júní Waldheim sigrar Kurt Steyrer, frambjóðanda sósíalista í seinni lotu forsetakosninganna. 9. júní ísraelar kalla heim sendi- herra sinn í Austurríki. 8. júlí Waldheim sver embættiseið forseta Austurríkis. 27. apríl 1987. Bandaríkjamenn setja Waldheim á lista yfír þá útlendinga sem ekki eru taldir æskilegir í Bandaríkjunum. Sagt er að þetta sé gert vegna grun- semda um að Waldheim hafi átt þátt í flutningum á óbreyttum borgurum í vinnubúðir í Þýska- landi, áróðri gegn gyðingum, flutningum á fólki í útrýmingar- búðir, hefndaraðgerðum gegn óbreyttum borgurum o.fl. 30. apríl. Alois Mock, utanríkis- ráðherra Austurríkis, segir ákvörðun Bandaríkjamanna „óskiljanlega" og segir hana skaða utanríkisstefnu Austurrík- is. 19. maí Waldheim viðurkennir að hann hafi brugðist „ranglega við“ hluta ásakananna en ítrekar að hann hafi ekki átt hlutdeild í stríðsglæpum. 27. júní. Vínardeild Sósíalista- flokksins hvetur Waldheim til að segja af sér. 1. sept. Aljþóðleg nefnd sagn- fræðinga hefur rannsókn á fortíð Waldheims samkvæmt beiðni austurrísku ríkisstjómarinnar. 4. des. Waldheim segist bíða nið- urstöðunnar og ítrekar að hann hyggist ekki segja af ser. 6. des. Helmut Zilk, borgarstjóri Vínar, segir að Waldheim muni ef til vill ekki sjálfur fá ráðið því hvort hann sitji áfram á forseta- stóli verði niðurstöður sagnfræð- inganefndarinnar ekki til þess að hreinsa mannorð hans. 24. des. Karl Bíecha, innanríkis- ráðherra Austurríkis, hvetur Waldheim til að segja af sér. 2. feb. 1988. Vestur-þýska vikuri- tið Der Spiegel birtir afrit af skeyti sem blaðið segir að Wald- Kurt Waldheim, forseti Aust- urríkis. heim hafí sent til að afla heimild- ar til -að flytja rúmlega 4.000 Júgóslava úr landi. 4. feb. Waldheim segir að skeytið nægi ekki til þess að sanna á hann stríðsglæpi þó það kunni að vera ófalsað. 6. feb. Jean Vanwelkenhuyzen, sem situr í sagnfræðinganefnd- inni, fínnur skjöl sem hann segir að auki til muna mikilvægi skeyt- isins sem Der Spiegel birti. Waldheim var tannhjól í stríðsvél þýska hersins Vín, frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladains. ÞUNGU fargi var létt af sagnfræðingunum sjö sem rannsökuðu aðgerðir Kurts Waldheims, forseta Austurríkis, í heimsstyrjöld- inni síðari í gær. Þeir afhentu ríkisstjórninni skýrslu sína og buðu nánustu aðstoðarmönnum sínum út að borða. „Þetta var áhugavert verkefni að takast á við,“ sagði einn þeirra, „en gífur- Ieg vinna.“ Formaður nefndarinnar mun væntanlega halda blaða- mannafund í dag en nokkrir nefndarmanna héldu þegar heim í morgun. . —— — AVKA . • 1 Ígí '4 . . ; • • Y ''■'''N.. ■—" Skeytið sem Der Spiegel birti og segir sanna að Waldheim hafi gefið fyrirskipun um að rúmlega 4.000 Júgóslavar skyldu fluttir úr landi. Nefndin var sett á fót fyrir tæpu hálfu ári og átti að ganga úr skugga um í eitt skipti fyrir öll hvort Waldheim hefði verið viðriðinn eða framið stríðsglæpi í heimsstyijöldinni síðari. Ekkert hefur fundist sem sannar að hann hafí framið glæpi en allt bendir til að hann hafí vitað meira um þá en hann hefur viljað vera láta og verið „lítið tannhjól í vél sem gerði glæpina mögulega", eins og einn nefndarmanna komst að orði í samtali við Morgunblaðið. Sagnfræðingar frá sex löndum áttu sæti í nefndinni. Þeir skrifuðu hver sinn kafla á sínu sérsviði. Skýrslan er 200 síður og sögð gagnrýna forsetann harðlega fyrir að hafa leynt umheiminn þátttöku sinni í starfí þýska hersins. Hann var lágt settur fulltrúi í herstjórn- um hersins í Júgóslavíu og Grikk- landi en sat fundi þar sem fjallað var um brottflutning gyðinga og aftökur liðsmanna víkingasveita •bandamanna. Undirmenn Wald- heims yfírheyrðu þá áður en þeir voru teknir af lífi að fyrirskipan Hitlers. Upplýsingaöflun var í verkahring Waldheims. Hann fylgdist með stöðunni á sviði stjómmála og hermála og gerði grein fyrir henni á fundum í her- stjóminni. Þannig gat hann haft óbein áhrif á ákvarðanatökur yfir- manna sinna. Sjálfur segist hann aðeins hafa merkt stöðuna inn á landakort og verið túlkur. Nefndinni tókst ekki að finna júgóslavneskt skjal sem vestur- þýska vikutímaritið Der Spiegel birti í síðustu viku. Þar er Wald- heim nefndur í sambandi við flutn- ing flóttamanna í fangabúðir. Þetta skjal olli miklu fjaðrafoki alla síðustu viku. Enn er ekki ljóst hvort það var falsað eða ekki. Nefndin telur skjalið ekki skipta höfuðmáli. En hún tekur fram í skýrslunni að niðurstaðan sé byggð á upplýsingum sem komu fram fyrir 8. febrúar. Austurríska ríkisstjómin fól Svisslendingnum Hans Rudolf Kurz að sjá um samsetningu og starf nefndarinnar. Hann fékk sex sagnfræðinga til liðs við sig. Tveir þeirra, Fleming og Wallach, em gyðingar; Belgíumaðurinn Van Velkenhuyzen hefur reynslu af að búa á hemumdu svæði Þjóð- veija og Bandaríkjamaðurinn Collins var herforingi í Víetnam. Sagnfræðingamir em allir virtir fræðimenn, hver á sínu sviði, og tókust á við verkefnið af mikilli alvöm. Þeir sömdu lokaniðurstöð- una sameiginlega og nokkur ágreiningur er sagður hafa verið um hversu harðorðir í garð „Wald- heims“, eins og forsetinn er nefndur í skýrslunni, þeir ættu að vera. En í samtölum við nokkra þeirra um helgina kom fram að þeir em allir sannfærðir um að maðurinn er lygari. „Það er hald- in lygakeppni í borginni Namur á hveiju ári,“ sagði einn þeirra. „Waldheim myndi vera í sérflokki ef hann tæki þátt í henni.“ Haítí: Manigat tekur við f orsetaembætti Port-Au-Prince, Reuter. LESLIE Manigat tók við for- setaembætti á Haítí á sunnu- dag. I ávarpi sem hann flutti við embættistökúna fór hann þess á leit við Bandaríkjastjórn að fjárstuðningur við Haítí yrði aukinn. Manigat er stjómmálafræðing- ur að mennt og dvaldi í útlegð í 25 ár. Hann tók við embætti á sunnudag en þá vom liðin tvö ár frá því Jean-Claude Duvalier flúði frá Haítí eftir 30 ára einræði Duvalier-fjölskyldunnar. Flest erlend ríki hunsuðu emb- ættistökuna og sendu ekki fulltrúa til að vera við athöfnina. Varafor- seti Dóminíkanska lýðveldisins, Carlos Morales Troncoso, var háttsettasti þjóðarleiðtoginn sem var viðstaddur embættistökuna. Fyrir hönd Bandaríkjanna var sendiherrann í Port-Au-Prince, Bmnson McKinley. Ástæða þess að erlend ríki létu hjá líða að senda fulltrúa var að flest ríki draga í efa réttmæti kosninganna á Haítí þar sem Manigat var kjörinn for- seti. Kosningarnar á Haítí fóm fram 17. janúar síðastliðinn, fjórir stjórnmaálamenn hættu við að gefa kostá sér í forsetaembættið vegna laga sem sett vóm um framkvæmd kosninganna í des- ember á síðasta ári, þar var her- Reuter Leslie Manigat forseti Haítí. mönnum heimilað að vera inní kjörklefum meðan atkvæða- greiðsla fer fram og lýðræði við kosningar skert á ýmsan annan hátt. Að sögn erlendra frétta- manna og sendimanna var kjör- gengi undir 20% og því hæpið að Manigat geti talist leiðtogi þjóðar- innar. Manigat notaði tækifærið við embættistökuna til að biðja erlend ríki um aðstoð. „Við viljum teng- ast vináttuböndum við allar þjóð- ir, einnig. voldugu granna okkar í norðri," sagði Manigut í raeðu sinni við embættistökuna. Átti hann þar við Bandaríkjamenn sem hafa skert framlög til Haítí mikið. flD PIOIMEER HUÓMTÆKI Concorde á nýju meti frá New York til London Lundúnum. Reuter. CONCORDE-þota brezka flug- félagsins British Airways sló í gær eigið hraðamet á leiðinni frá New York til Lundúnum um 59 sekúndur, sem þykir mikið þegar þessi flugvél á í hlut.. Þotan var tvær klukkustundir, fimmtíu og fimm mínútur og 15 sekúndur frá New York til Lund- úna. Að sögn talsmanns British Airways var hagstæður byr á leið- inni. Áskriftarsiminn er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.