Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
Stöðugt ísrek að landinu
„HELSTU breyting'ar sem hafa
orðið á stöðu hafsísmála síðan á
miðvikudag eru þær að nú er
hafísinn að fara inn í Austur-
íslandsstrauminn norðaustur af
Langanesi og þar með fer hann
að reka suður með Austfjörðum
og norðanáttin virðist ætla að
REKSTRAR AFG AN GUR varð
hjá Áburðarverksmiðju ríkisins í
Gufunesi á síðastliðnu ári, annað
árið í röð, en á árunum þar á
undan var rekstrarhalli hjá verk-
smiðjunni. Rekstrarafgangurinn
í fyrra var 30 milljónir kr., en 5
milljónir árið 1986.
halda áfram að minnsta kosti til
þriðjudags og það er ískyggilegt
útUt því meginjaðar íssins færist
stöðugt nær landinu og stakir
jakar eru farnir að taka land,“
sagði Þór Jakobsson veðurfræð-
ingur á Veðurstofunni í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Hákon Bjömsson framkvæmda-
stjóri sagði að heildartekjur á
síðasta ári hefðu verið 815 milljónir
kr. Áætluð sala á áburði í vor er
53.800 tonn, sem er 3.200 tonnum
minna en á síðasta ári þegar verk-
smiðjan seldi um 57 þúsund tonn
af áburði.
Þór sagði að samkvæmt veður-
skeytum frá Sauðanesi sæjust til
dæmis ísspangir reka í stefnu aust-
ur vestur á hraðferð að landi út af
Siglufirði, en snjókoma og élja-
gangur er á öllu norðursvæðinu og
því erfitt að átta sig á stöðunni.
Þó sagði Þór að ljóst væri að ís
væri landfastur við Melrakkasléttu,
en hins vegar væri óvíst hvort sigl-
ingaleiðin væri fær, en nær engin
umferð skipa var á svæðinu í gær
að sögn Þórs og ekkert skip í vand-
ræðum vegna íssins.
Engir borgarísjakar eru á reki,
enda um að ræða lagís frá því í
vetur og einhvetjar ísspangir eru
nýlega til komnar. Það var óhemju-
mikill ís við Scoresbysund og Jan
Mayen í vetur og lægðin sem sett-
ist þar að fyrir skömmu hefur blás-
ið ísnum suður á bóginn, en annar
eins ís hefur ekkert verið við landið
síðan 1979. Þór kvað það ljóst, þó
skyggni hefði ekki boðið upp á ná-
kvæma skoðun, að það væri veru-
legur ís á öllu svæðinu og því mið-
ur myndi staðan ekki batna á með-
an norðanáttin réði ferðinni.
Áburðarverksmiðjan í Gufunesi:
Rekstrar afgang-
ur 30 milljónir kr
VEÐURHORFUR í DAG, 13.2.88
YFIRLIT f g»r: Skammt út af Austfjörðum er 900 mb smálægfi
sem þokast noröur og önnur álíka djúp milli (slands og Jan May-
en. Yfir Grænlandi er 1018 mb hæð, en mjög vaxandi 977 mb
lægð um 700 km suður af Dyrhólaey sem hreyfist norð-norð- aust-
ur. Heldur dregur úr frosti á morgun austan til á landinu.
SPÁ: Noröan- og norð-austanátt um land allt, víða hvassviðri eða
stormar, einkum síðdegis. Snjókoma og skafrenningur, en él norö-
antil á Vestfjöröum og á annesjum norðanlands. Á Suð-vestur- og
Vesturlandi verður úrkomulaust að mestu.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðanátt og frost um
land allt. Éljagangur norðanlands, en úrkomulítiö syðra.
TÁKN:
Q - Heiðskírt
Léttskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r / /
/ / / / Rigning
/ r r
* / *
/ * / # Slydda
/ * /
* # * '
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
V Skúrir
*
V E1
— Poka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur
[~<^ Þrumuveður
xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma " httl veöur Akureyri +10 úrkoma Reykjavlk +6 úrkoma
Ðergen 2 hilfskýjað
Helslnkl 0 snjóól
Jan Mayen +3 snjókoma
Kaupmannah. 4 skýjað
Narssarsauaq vantar
Nuuk vantar
0*16 +2 þokuruðnlngur
Stokkhólmur 4 skýjað
Þórshöfn 3 haglél
Algarve 15 hétfakýjað
Amsterdam 6 skúr
Aþena vantar
Barcelona 14 léttskýjað
Barlln 6 skýjað
Chicago +17 halðskfrt
Feneyjar 6 rlgnlng
Frankfurt 3 rlgnlng
Glasgow 2 úrkoma
Hamborg 6 akýjað
Las Palmas 20 léttskýjað
London 6 léttskýjað
Los Angeles 16 heiðsklrt
Lúxemborg 2 slydda
Madrfd 10 léttskýjað
Malaga 16 skýjaö
Mallorca 14 léttskýjað
Montreal vantar
NewYork 2 rignlng
Parft 6 skýjað
Róm 13 alskýjað
Vln 6 skýjað
Waahington . 3 þokumóða
Winnipeg vantar
Valencia 16 léttskýjeð
í fjörunni neðan við Ferstiklu
Kvíaeldi í Hvalfirði:
Morgunblaðið/Rax
Náði litlu af laxi
og engu af silungi
MIKIL afföll urðu á eldisfiski
Vífils Búasonar á Ferstiklu í
frostakaflanum, sem nú stend-
ur yfir. Hann dró kvíamar upp
að landi til að slátra úr þeim,
en náði litlu af laxi og engu af
regnbogasilungi.
Vífill var með tvær kvíar úti á
Hvalfírðinum, í annarri var lax,
en regnbogasilungur í hinni. Gat
hafði komið á nótina í silungsk-
vínni og úr henni fékkst því ekk-
ert. “Þetta er tilfínnanlegt tjón,“
sagði Vífill í samtali við Morgun-
blaðið. „Við höfum lifað óþurrkas-
umur af áður. Frostavetur eru
sambærileg fyrirbrigði og við lif-
um þá af líka,“ sagði Vífíll.
Lögreglan í Hafnarfirði:
Lögreglumenn telja
ráðuneytið breyta
vinnuskýrslum
„VIÐ höfum rekið okkur oft á,
að vinnuskýrslum lögreglu-
manna er breytt af starfsmanni
dómsmálaráðuneytisins og þann-
ig hafa menn fengið greidd lægri
laun en þeim ber,“ sagði Gissur
Guðmundsson, formaður Lög-
reglufélags Hafnarfjarðar. Lög-
reglumenn þar í bæ hafa nú beð-
ið lögmann um aðstoð í máli
þessu.
Málið snýst um það, að lögreglu-
menn telja að vinnuskýrslum þeirra,
sem undirritaðar eru af yfirmönn-
um, sé breytt af starfsmanni dóms-
málaráðuneytisins. „Við erum sein-
þreyttir til vandræða, en þetta hefu-
ir komið fyrir áður og er ekki bund-
ið við lögreglumenn í Hafnarfirði,“
sagði Gissur. „Eftir áramót kom-
umst við að því að sérstakt álag
fyrir vinnu á stórhátíðum hafði ver-
ið skert og þeir sem voru frá vinnu
vegna veikinda eða slysa fengu
ekki greidd þau laun sem þeim
bar. Nú hefur þessi launaútreikn-
ingur verið leiðréttur gagnvart
tveimur lögreglumönnum sem unnu
um hátíðamar, en annað stendur
óbætt. Ég get nefnt sem dæmi, að
einn lögreglumaður hér í bæ virðist
hafa verið á of lágum launum
síðastliðin 10 ár.“
Gissur sagði að vissulega gæti
komið fyrir að skýrslur væra ekki
réttar, en svo virtist sem starfsmað-
ur ráðuneytisins lagfærði þær ein-
göngu ríkinu í hag. „Domsmálaráð-
herra, Jón Sigurðsson, boðaði mig
á sinn fund í gær og ræddi þessi
mál við mig og er ég vongóður um
að þetta verði lagfært," sagði Giss-
ur. „Ráðherra var mjög jákvæður
og vonandi skýrast mál betur þegar
lögfræðingur okkar hefur farið á
fund ráðuneytismanna á mánudag."