Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
25
HÉR ER ÚR-
BÓTA ÞÖRF
eftir Jóhann
Þórðarson
í heilsíðuauglýsingum í dagblöð-
um er varða skil á staðgreiðslu
opinberra gjalda o.fl. segir svo m.a.:
„Ekki er nægjanlegt að greiða
greiðsluna í banka eða póstleggja
hana fyrir eindaga. Greiðslan þarf
að berast skrifstofu innheimtu-
manns í -síðasta lagi á eindaga.
Greiðslur sem berast eftir það munu
sæta dráttarvöxtum."
Fram hefur komið í einhverjum
auglýsingum að innheimtumenn
þeir sem hér er átt við séu sýslu-
menn, bæjarfógetar og gjaldheimt-
ur.
Jóhann Þórðarson
Ljóst er að þessi tilhögun, sem
hér er ákveðin og gerð að tilhlutan
fjármálaráðherra og alþingismanna
okkar, passar á engan hátt fyrir
íslenskar aðstæður.
Við skulum taka dæmi um gjald-
þegn, sem býr norður í Ámeshreppi
í Strandasýslu, en skv. framan-
greindri auglýsingu skal hann koma
með sína skilagrein og greiðslu til
innheimtumanns ríkissjóðs, sem er
á Hólmavík. Hverra kosta á maður
völ „sem hefur að sögn margföld
mannréttindi á við aðra - lands-
menn". Hann kemst ekki landleið-
ina með bifreið nema ef til vill 3
mánuði á ári, samgöngur á sjó geta
verið lokaðar vegna hafíss eða veð-
urs og að auki eru engar samgöng-
ur á sjó á milli þessara staða. Kostn-
aðarins vegna er útilokað fyrir hann
að fara flugleiðis. Þrautalendingin
verður því sú að hann verður að
taka fram skíðin sín og fara þessa
leið yfír fjallvegi um 100 km hvora
leið til að standa fjármálaráðherra
skil á framangreindu. Ef hann
sinnir ekki þessari skyldu sinni
skulu settir á hann dráttarvextir.
Stóðu menu ef til vill betur að vígi .
fyrir nokkrum öldum, þegar skatt-
heimtumenn konungs riðu um hér-
uð til að innheimta fé af landsbúum?
Hvað um gjaldþegm'nn sem býr
i Austur-Barðastrandarsýslu? Á
hann að fara til Patreksfjrðar með
sína skilagrein um 200 km vega-
lengd? Hvað um þá sem búa inn í
ísafjarðardjúpi og búa við hálfrar
aldar gamla vegi, sem teppast um
leið og fyrsta snjógusan kemur.
Eiga þeir að fá sér far með Djúp-
bátnum, sem fer tvisvar í viku eða
sjaldnar og veija í þetta þá fjórum
dögum í hveijum mánuði, þ.e. 48
dagsverkum á ári?
Eg hef tekið hér og bent á gjald-
þegna á Vestfjörðum, eins mun þó
vera með aðstæður í öðrum lands-
hlutum. Hvað um íbúa á norðaust-
anverðu landinu? Hvemig verður
með samgöngur þar nú þegar hafís
er að koma að landi eða er þegar
kominn þegar þetta er skrifað?
Er ekki tími til kominn, virðuleg-
ir alþingismenn og aðrir ráðamenn
þessarar þjóðar, að þið gerið ykkur
grein fyrir því að við búum á ís-
landi og við íslenskar aðstæður. Það
er ekki hægt að ákveða það hér I
fjármálaráðuneytinu að samgöngur
hér á landi gangi eftir áætlun, þó
að þær séu mjög mismunandi eftir
landshlutum og þó sérstaklega yfír
vetrartímann. Eg held að ráðamenn
þurfí að setja sig inn f þetta áður
en ákvarðanir em teknar eins og
ég hef bent hér á. Borgaramir þurfa
að geta á viðunandi hátt fylgt þeim
reglum sem settar em, það má
ekki vera ómöguleiki fýrir okkur
að fara eftir þeim.
í raun þurfum við ekki að fara
lengra en í Gjaldheimtuna í
Reykjavík og sjá þá örtröð sem þar
hefur skapast undanfama daga
vegna aukins álags á þá stofnun í
sambandi við þessi skil, en áður
tóku bankamir við stómm hluta
gjaldanna og tóku þar með kúfínn
af þessu álagi.
Áð lokum vil ég taka það fram,
til að forðast misskilning, að ekki
ber að sakast við starfsfólk hinna
ýmsu stofnana varðandi svona at-
riði, það em þingmennirnir okkar
sem bera alla ábyrgðina, þeir setja
reglumar, sem við eigum að fara
eftir, svo og ráðherrar, sem hafa
með málin að gera.
Höfundur er lögfræðingur.
NY HAGSTÆÐ KJOR
á nokkrum notuðum úrvals bflum!!!
Við getum nú boðið
nokkra notaða úrvals
bfla á betra verði og
greiðslukjörum en áð-
ur hefur þekkst
kr. 318.500
Toyota GT Twincam árg. '84
Mazda 323 station árg. '86
Mazda 626 árg. '86
Mazda 323 árg. '82
Mazda 626 Coupe árg. '85
Opið laugardaga frá kl. 1 -5
BILABORG HF.
FOSSHÁLSI 1,S. 68-1299
1 ' • - .
IIIIBWIÍMÍI TT-ii ^SS5Si7yiri~ '''
MAZDA 626 GLX árg. '85 MAZDA 626 GLX árg. '85
MAZDA 323 árg. ’87 MAZDA 323 árg. ’87