Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 64
ÞEGAR MESTÁ REYNIR] EIGNA MIÐLUMN 27711 ÞINCHOLT. SSTRÆTI 3 Svenir Kristinsson, söhistjóri - Þorieífur Guðmundsson, sölum. Þórólfur Halklórsson, lögfr.- Unnsteinn Beck hrl., simi 12320 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 strandaði við Grindavík: mönnum bj arg- að frá borði með bvrlu Grindavík. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Sif, svífur yfir Hrafni Sveinbjamarsyni III á strand- stað á Hópsnesi í fyrrinótt og bjargar skipshöfninni frá borði. Þyrlan fór fjórar ferð- ir; fjórir skipveijar voru flutt- ir í fyrstu ferðinni, þrír í ann- arri og síðan tveir og tveir. Að sögn Páls Halldórssonar flugstjóra þyrlunnar gekk björgunin eins og í sögu. Verð á blendingsskinnum langt undir kostnaðarverði Morgunblaðið/Kr.Ben. Loðskinnauppboð í Kaupmannahöfn: ELLEFU skipveijum af Hrafni Sveinbjarnarsyni III GK 11 var bjarg- að í land með þyrlu Landhelgisgæslimnar eftir að báturinn strandaði í Hópsnesi austan við innsiglinguna til Grindavikur, þegar hann var að koma úr netaróðri í fyrrinótt. Síðdegis í gær var kominn leki að bátnum, en reyna átti að ná honum út á flóðinu í nótt. Slysavamamenn frá slysavama- sveitinni Þorbimi í Grindavík komu á strandstað í fyrrinótt tilbúnir að ná skipverjum í land með fluglínu- .tækjum. Góðar aðstæður á strand- —«<R.að til björgunar með þyrlu voru hins vegar nýttar og tóku slysa- vamamenn því á móti skipveijum í fjörunni jafnharðan sem þeir komu í land. Þyrla vamarliðsins flutti svo fímm menn út í bátinn í hádeginu í gær og þyrla Landhelgisgæzlunn- ar flutti víra og dælur milli varð- skips og Hrafns. Mennimir komu frá borði rétt fyrir kvöldmatinn í gærkvöldi og sagði Bjöm Ingvars- son vélstjóri á Óðni að kominn væri leki að bátnum í fískilestinni. „Báturinn næst út, ég er ekki í nokkrum vafa um það eftir að hafa kannað aðstæður. Spumingin er hins vegar hvort hann skemmist meira _en orðið er,“ sagði Bjöm. Skúli Óskarsson vélstjóri á Hrafni Sveinbjamarsyni III tók í sama streng. „Það bullar inn á einum stað undir styttu en böndin eru heil sitt hvoru megin við og óbeygluð. Eftir því sem mér er sagt þarf að ná bátnum aftur af standinum og á hann þá að fljóta," sagði Skúli. Aðspurður sagðist hann hafa verið sofandi þegar báturinn strandaði og vaknað við skruðning- ana og höggin. „Við vorum allir rólegir og eng- inn meiddist en strákamir voru að störfum á millidekki. Ég fór niður í vél og lest strax á eftir en þá var enginn leki sjáanlegur. Þessi leki sem við fundum nú seinni partinn er nýkominn, enda báturinn verið að nuddast við klöppina í allan dag,“ sagði Skúli. Reyna átti að ná bátnum út í nótt eftir því sem Eiríkur Tómasson framkvæmdastjóri Þorbjöms hf., eiganda Hrafns, sagði gærkvöldi. „Ef þetta happaskip á að skemm- ast þá er betra að það skemmist við að vera dregið út. Ég get ekki horft upp á það grotna niður hér í fjörunni eftir að það hefur þjónað okkur farsællega í 25 ár,“ sagði hann. Kr.Ben. Sá viðtöl og frásagnir á bls. 34 og 35. Sævar Sigurðsson starfsmaður Þorbjamar hf. og slysvarnamaður t.v. fagnar Sigfúsi Traustasyni skipveija af Hrafni Sveinbjamarsyni III eftir að hann bjargaðist í land á strandstað við Grindavik í fyrri- nótt. - segir Jón Ragnar Björnsson, framkvæmdastjóri SKINN af bláfrostref og silfurref lækkuðu enn í verði á loðskinna- uppboði danska loðdýraræktar- sambandsins sem haldið er í Kaupmannahöfn þessa dagana. Blárefaskinn og skuggarefaskinn seldust á rúmar 1.700 krónur stykkið, sem er svipað verð og fengist hefur á uppboðum í vet- ur, miðað við sambærilegt verð. Er það verð langt undir fram- leiðslukostnaði. Rúmlega 9 þús- und íslensk refaskinn vom boðin til kaups á uppboðinu. Einnig er nokkuð af íslenskum minkaskinn- um boðin til kaups en þau verða ekki boðin upp fyrr en um helg- ina. Samkvæmt upplýsingum Jóns Ragnars Bjömssonar, framkvæmda- stjóra Sambands íslenskra loðdýra- ræktenda, voru helstu niðurstöður uppboðs refaskinnanna þessar: Blá- refaskinn seldust að meðaltali á 1.725 kr., og seldust 80% framboð- inna skinna. Þar af var meðalverð íslensku skinnanna 1.714 krónur og seldust 85% þeirra. Skuggarefs- skinnin fóru á 1.765 krónur og seld- ust 88% þeirra, meðalverð íslensku skinnanna var 1.719 krónur. Blá- frostskinnin seldust á 1.875 krónur, og fóru 52% þeirra, en þau íslensku á 1.794 kr. og seldust 66% þeirra. Um 15—20% verðlækkun varð á blá- frostskinnunum. Norsku silfurrefa- skinnin fóru á 4.548 krónur að með- altali og seldust 68% þeirra en það er 7% verðlækkun. Onnur silfur- refaskinn, það er dönsk, sænsk og Ifklega nokkur íslensk, fóru á 3.979 kr. að meðaltali og lækkuðu um 18%. Á þetta uppboð fóru rúmlega 9 þúsund íslensk refaskinn, mest blá- refur, af um 60 þúsund skinnum sem seld verða í Kaupmannahöfn á þessu sölutímabili. Áður var búið að selja eitthvað á annað þúsund refaskinn. Hin skinnin fara á uppboð síðar. Jón Ragnar sagði að nú virtist vera minni verðmunur á milli íslensku blá- og skuggarefaskinnanna og annarra og benti það til að gæðamunurinn hefði minnkað. Hann sagði að búist hefði verið við lækkandi verði á blendings- skinnum vegna þess að framboð þeirra tvöfaldaðist á milli ára, en nú væri verðið orðið allt of lágt og enginn ávinningur að framleiða þau. Nú liggja fyrir bráðabirgðatölur um ásetning minka og refa. Kemur í ljós að refalæðum hefur fækkað um rúmlega 1.500, úr 18 þúsund í 16.500. Aftur á móti heftir fjöldi refalæða meira en tvöfaldast, úr 23 þúsund læðum í 52.500, en afkoman í minkaræktinni hefur verið mun betri en í refaræktinni. Meiri janúarafli en nokkru sinni FISKAFLI landsmanna varð 255.786 tonn í janúar og er það langmesti afli, sem frá upphafi hefur náðst í janúarmánuði. Næstmestur varð aflinn í þessum mánuði árið 1986, 206.605 tonn. Aflinn í janúar í fyrra varð 165.820 tonn, en verkfall sjó- manna var fram eftir þeim mánuði. Aflinn nú er þvi um 90.000 tonnum meiri og liggur munurinn nánast allur í loðnu. Bráðabirgðatölur Fiskifélags Islands um aflann í janúar 1988 ásamt endanlegum tölum frá sama mán- uði síðasta árs liggja nú fyrir. Þorskafli togara jókst um 1.000 tonn, ýsuaflinn nær Q'órfaldaðist og afli af öðrum tegundum er nokk- uð svipaður milli mánaðanna. Heildarafli togara í janúar nú varð 22.035 tonn, en 18.714 í fyrra. Bátaaflinn nú varð 232.727 tonn á móti 146.110 í fyrra. Loðnuafli varð 213.832 tonn, 82.145 lestum meiri en í fyrra. Þorskafli bátanna er svipaður milli ára, ýsuafli einnig, en afli af ufsa nokkru minni. Af síld veiddust nú 4.459 tonn en ekkert í janúar í fyrra. Afli smábáta varð samtals 1.014 tonn í janúar, en var í fyrra 996 tonn. Verkfallið í fyrra hafði ekki áhrif á útgerð smábátanna. Þorskafli nú er 724 tonn en 832 í fyrra. Afli af ýsu hefur rúmlega þrefaldazt, en er svipaður af öðrum tegundum. Þorsk\\eiði ‘ allra skipa nam 23.403 tonnum nú, 22.192 í fyrra, ýsuafli varð 3.312, 1.681 í fyrra, ufsa- afli 2.936, 3.855 í fyrra og karfaafli 2.918, 2.401 í fyrra. Steinbíts- og skarkolaafli hefur rúmlega tvö- faldazt, en grálúðuafli dregizt saman um helming. Metálag á Landsvirkj- unarkerfið ÁLAG á raforkukerfi Lands- virkjunar sl. fimmtudag var meira en áður hefur gerst. Mældist álagið 620 MW og til samanburðar má geta þess að heildar afkastageta kerfisins er 712 MW. Ástæðu hins mikla álags má rekja til undanfarins kuldakasts sem hefur dregið úr afkastagetu vatnsaflsstöðva annarra en Landsvirkjunar, en auk þess er fullur rekstur í stóriðju og raf- hitun með mesta móti. r*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.