Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
37
KAUPIN A SMARAHVAMMSLANDI A KOPAVOGI
Bæjarstjórnin
ánægð með nýju
kaupendurna
Vonbrigði með Samband
íslenskra samvinnufélaga
VEGNA ákvörðunar bæjarstjórnar Kópavogs, um að nýta sér forkaups-
rétt að Smárahvammslandi og gnnga inn í kaupsamning Sambands
íslenskra samvinnufélaga ásamt fimm öðrum fyrirtælgum, leitaði Morg-
unblaðið álits fulltrúa stjórnmálaflokkanna í bæjarstjórn Kópavogs.
Nefndu óljóst öll
Sambandsfyrirtækin
„Ég er ánægður með þessi skipti
en ég varð fyrir ákaflega miklum
vonbrigðum með Sambandið," sagði
Skúli Sigurgrímsson, fulltrúi Fram-
sóknarflokksins. „Þegar við hittum
þá fyrst í haust töíuðu þeir óljóst um
að flytja alla sína starfsemi í Smára-
hvamm. Síðan þegar gengið var eft-
ir skipulagi þá var einungis hægt að
festa hendur á lóð undir stórmarkað
og bensínstöð. Þegar gengið var enn
frekar eftir skipulagi í janúar, bökk-
uðu þeir niður í flmm hektara undir
stórmarkað og töluðu óljóst um að
ef þeir héldu landinu þá mundi það
endast þeim í hálfa til heila öld. Það
mátti skilja á þeim að þeir vildu eiga
þama ónotað land sem þeir gæth
byggt eftir hendinni en það er náttur-
lega ekki það sem þjónar hagsmun-
um bæjarins.
Ég er ánægður með að Bygginga-
vöruverslun Kópavogs skuli vera einn
kaupenda. Þeirra húsnæði er löngu
orðið of lítið og þurfa að geta byggt
sig upp á nýjum stað, en þetta er
fyrirtæki sem byggst hefur upp í
Kópavogi. Hin fyrirtækin hafa sýnt
það og sannað að þeim er treystandi
til að standa við þessa samninga.
Við eigum Iand eftir fyrir Sambandið
fyrir það sem þeir hafa beðið um.
Bærinn fékk fimm hektara út úr
þessum kaupum og síðan eigum við
eitthvað á annaðhundrað hektara
austan við Reylqanesbraut sem ætlað
er undir atvinnustarfsemi. Við höfum
gert þeim grein fyrir því og það er
land sem þeir þurfa ekki að kaupa
heldur geta fengið úthlutað."
Landið verður að byggjast
upp hratt og örugglega
„Ég stóð að þessu ásamt öðrum
bæjarfulltrúum í Kópavogi og auðvit-
að hefði ég ekki gert það nema vegna
þess að ég tel það vera skyldu okkar
að sjá til þess að landsvæði eins og
þetta byggist hratt og örugglega
upp,“ sagði Heimir Pálsson fulltrúi
Alþýðubandalagsins. „Þetta er sér-
lega mikilvægur blettur þar sem
hann hefur mikil áhrif á bygginga-
hraðann í nágrenninu. Við ætlum á
næstu árum að byggja dalinn upp
áfram og ef mikill kraftur er í upp-
byggingu þama þá hefur það áhrif
eins og dæmin sanna. Þetta er ekki
svæði sem við höfum efni á að liggi
óhreyft í mörg ár eða að taki mörg
ár að koma í gagnið. Nú hefðum við
gjaman, eins og við höfum ítrekað,
viljað sjá höfuðstöðvar SÍS koma
þama. en við fengum engin raun-
veruleg svör um hvað þama ætti að
gerast. Því töldum við það einfald-
lega skyldu okkar að grípa inn í og
gera eitthvað í málinu.
Ég er sannfærður um að við emm
að skipta við traust fyrirtæki. Þetta
em fyrirtæki sem hafa staðið sig
mjög vel á undanfömumárum og
engin ástæða til að vantreysta þeim.
Ég vona því að þetta sé af hinu
góða.“
Ánægður með niðurstöðuna
„Ég er ánægður með þessa niður-
stöðu," sagði Richard Björgvinsson
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það lá
fyrir að ekki fékkst nein áætlun frá
Sambandinu um byggingahraða.
Þama höfum við fengið stærri aðila
sem við vonumst eftir að gangi vel.
Eins og í pottinn var búið þá er ég
ánægður með niðustöðuna. Okkar
aðaláhugamál er að landið byggist
og verði nýtt.“
Neistann vantaði
„Ég er mjög svektur yfír þessum
viðbrögðum Sambandsins og að þeir
skuli gugna á þessu þar sem ég hafði
mikinn hug á að þeir kæmu hing-
að,“ sagði Guðmundur Oddsson full-
trúi Alþýðuflokksins. „Hins vegar
vantaði alltaf í þá einhvem neista.
Við fengum aldrei neitt að vita og
það er ástæðan fyrir því hvemig fór.
Eins og aðrir í bæjarstjóminni höfð-
um við það að leiðarljósi að byggja
þetta land upp sem fyrst.
Ég er ákaflega óhress með um-
mæli Guðjóns B.Ólafssonar um að
við höfum komið aftan að þeim, því
hann veit miklu betur. Auðvitað sjá
allir að ekki er nema af hinu góða
að fá starfsemi Sambandsins inn í
sveitarfélagið. Það er engin vonska
í okkur út í þá og ekki hægt að neita
því að þeir hafa auglýst þetta land
vel fyrir bæinn, sem er þakkar vert.
Við skildum aldrei að þeir þyrftu
allan þennan tíma til að ákveða sig.
Þegar þeir sendausíðan bréf 10. fe-
brúar og buðust til að byggja svæðið
upp á fímm ámm, þá var það gert
til að ná betri áróðursstöðu. Það er
eitthvað að gerast hjá Sambandinu
sem ég átta mig ekki á. Við töluðum
aldrei við aðstoðarforstjórann fyrr
en á síðasta degi og honum virtist
koma mjög á óvart hvemig málið
var komið og vera lítið inn í því. Ég
fékk á tilfinninguna að áhuginn vær-
inánast enginn og þá sérstaklega
eftir að ákvörðunin um Kirkjusand
var tekin. Við fengum líka að heyra
það að Sambandið stæði illa.
Eftir á að hyggja sýnist manni að
það sem upp úr standi sé að Sam-
bandið hafi ekki verið farið að hugsa
um sína uppbyggingu. Það kemur
mér á óvart að fyrirtæki ætli að
kaupa land á 117 milljónir án þess
að hugleiða hvað eigi að gera við
það.“
KOPAVOGUR
Fimm aðilar hafa sameinast um kaup
á 33 hekturum úr landi Smárahvamms
eftir að Kópavogsbær ákvað að nýta
forkaupsrétt sinn.
°Sur
Amarnes
REYKJAVÍK
i
^ Seljahverfi
V
GARÐABÆR
hesthúsahverfi
Kópavogs
\
\
Morgunblaöið/ GÓI
\
1 km
Þrjú fyrirtæki samein-
ast um verslunarmiðstöð
FORRÁÐAMENN fyrirtækjanna sem keypt hafa 33 hektara úr landi
Smárahvamms, ásamt Kópavogsbæ, eru sammála um að hefjast
handa við skipulagningu svæðisins hið fyrsta. Þrjú þeirra, Bygginga-
vöruveslun Kópavogs, Ikea og Hagkaup hf. hyggjast reisa sameigin-
lega verslunarmiðstöð á þeim 12 hekturum sem komu í þeirra hlut.
Frjálst framtak mun byggja og selja atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á
16 hekturum og auk þess flytja þangað starfsemi sína.
„Landakaupin eru liður í áfram-
haldandi byggingastarfsemi fyrir-
tækisins og hef ég ákveðnar hug-
myndir um hvað þarna verður
byggt, sem ég mun nú þróa,“ sagði
Magnús Hreggviðsson stjórnar-
formaður Frjáls framtaks. „Undan-
farin 15 ár hef ég verið í bygginga-
starfsemi að hluta. Ég hef aukið
þann þátt og fellt inn í starfsemi
Fijáls framtaks eftir komu mína
þangað 1982. Kaup á helmingi
Smárahvammslands munu auka
byggingastarfsemi Fijáls framtaks
verulega og styrkja þar með starf-
semi fyrirtækisins.
í mínu fyrra starfi, sem rekstrar-
ráðgjafi sá ég það oft þegar fyrir-
tæki voru með einn rekstrarþátt,
mjög stóran eins og tímarita-
útgáfan hefur verið hjá okkur, gat
það fyrr enn seinna leitt til óörygg-
is og oft á tíðum erfíðleika. Það er
nokkuð sem við viljum komast hjá.“
Jón Guðmundsson framkvæmda-
stjóri Byggingavöruverslunar
Kópavogs, sagði að ekki væri end-
anlega búið að ákveða yfir hvaða
starfsemi fyrirtækið byggði á lóð-
inni. „Við vorum búnir að sækja
um lóð þarna áður en Sambandið
kom til,“ sagði Jón. „Ég vil sem
minnst um þetta segja að svo
komnu máli enda er ekki búið að
skipuleggja svæðið en við höfum
kynnt bæjaryfirvöldum okkar hug-
myndir." Byggingavöruverslun
Kópavogs rekur verslanir við Ný-
býlaveg í Kópavogi, við Dalshraun
í Hafnarfirði og í Kringlunni auk
Timbursölu við Skemmuveg.
Lóð Hagkaups og Ikea er sam-
eiginleg með lóð Byggingavöru-
verslunar Kópavogs og sagði Jón
Ásbergsson forstjóri Hagkaups hf..
að ætlunin væri að mynda sameig-
inlega verslunarmiðstöð, fyrirtækj-
anna þriggja með sameiginlegri
nýtingu á bifreiðastæðum.
„Við þurfum að sameina hags-
muni þessara þriggja fyrirtækja og
ná samkomulagi við Frjálst fram-
tak,“ sagði Jón. „Skipulagsvinnan
tekur sinn tíma og má reikna með
að hægt verði að hefjast handa upp
úr miðju ári 1989 en stefnan er að
framkvæmdum og frágangi verði
lokið árið 1995.
Félag heyrnar-
lansra:
Nýtákn-
máls-
orðabók
NÝ táknmálsorðabók er nú
komin út hjá Félagi heyrn-
arlausra. Þetta er þriðja
útgáfa táknmálsbókar,
aukin og endurbætt.
í annarri útgáfu voru alls um
1.300 tákn en sú bók hefur nú
verið uppseld síðustu 6 ár. Sés-
taklega hefur verið hugað að
því að hún henti til kennslu og
sjálfsnáms í táknmáli. í bókinni
er orðalisti yfír öll þau tákn sem
bókin hefur að geyma svo auð-
velt er að fínna það tákn sem
leitað er að hveiju sinni. Táknin
eru teiknuð en viðeigandi örvar
sýna hreyfíngu þá sem nota
skal hveiju sinni.
Félag heymarlausra hvetur
sem flest fyrirtæki til að festa
kaup á bókinni, sérstaklega þau
fyrirtæki sem hafa heyrnar-
lausa eða heymarskerta starfs-
menn í sinni þjónustu.
Þarna verður reist verslun fyrir
Ikea, en verslunin er í leiguhúsnæði
í kjallara í Húsi verzlunarinnar, með
lager á tveimur stöðum. Við ætlum
að byggja yfir alla starfsemina um
7.000 fermetra húsnæði, sem er
ívið stærra en það svæði sem fyrir-
tækið hefur nú yfir að ráða.
Við erum auk þess undir þrýst-
ingi frá forsvarsmönnum Ikea er-
lendis, sem vilja að við förum eftir
þeirra foskrift um það hvemig
verslunin á að vera, það er verslun
og lager með sjálfsafgreiðslu: á
sama stað."
Samkvæmt skipulagi er gert ráð
fyrir bifreiðastæði í kjallara Húss
verzlunarinnar en fengin var und-
anþága frá skipulagsyfirvöldum til
að reka þar verslun um takmarkað-
an tíma.
„Það þarf að sameina lagerinn
hjá Hagkaup, sem nú er á fjórum
stöðum og ætlum við að byggja
7.000 fermetra yfir hann. Þar verða
einnig skrifstofur fyrir þá sem
kaupa inn. Þá er einnig ætlunin að
reisa þama um 3.000 fermetra
verslun eins og við emm með í
Skeifunni, með blönduðum vam-
ingi,“ sagði Jón. „Til að forðast
allan misskilnig þá em gjöld til
bæjarfélaga greidd þar sem versl-
animar em. Það breytti því engu
um hvar Hagkaup greiðir sín gjöld
þó við fæmm með skrifstofurnar í
Krísuvík."
Loðnuveiðin:
Skarðsvík SH
búin með kvóta
LOÐNAN er nú heldur að síga
nær landi og á sú, sem nú er að
veiðast, um eina til tvær vikur í
að verða frystingarhæf. Samn-
ingar um sölu á frystri loðnu og
loðnuhrognum hafa enn ekki
tekizt. Loðnan er fremur óróleg
eftir að hafa farið í gegnum hita-
skilin, en nú er spáð góðu veðri
og vonast menn þá til þess að
afli glæðist að nýju.
Auk þeirra skipa, sem áður er
getið, fór Sigurður RE á fimmtudag
með 700 tonn til Vestmannaeyja
og Helga II RE 200 til Homafjarð-
ar.
Síðdegis í gær höfðu eftirtalin'
skip tilkynnt um afla: Pétur Jónsson
RE 980, Bjarni Ólafsson AK 900
og Hilmir SU 850 til Seyðisfjarðar,
Gísli Ámi RE 640 til Grindavíkur,
Skarðsvík SH 650 á vesturleið og
búin með kvóta, Húnaröst ÁR 500,
Galti ÞH 350 og Guðmundur Ólafur
ÓF 420 til Homafjarðar, Gullberg
VE 400 til EskiQarðar og Huginn
VE 150 til Vestmannaeyja.