Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
61
IÞROTTIR UNGLINGA / SKIÐI
Fer á skíði um hverja helgi
ELÍSABET Marfa Garðars-
dóttir renndi sór fagmann-
lega niður bröttustú brekkur
Bláfjalia og glampaði á skíðin
í upplýstum brekkunum. „Það
er aldeilis að þú ert á glæsi-
legum skíðum,*1 sagði blaða-
maður við hana þegar hún
stansaði með stfl rótt fyrír
framan nefið á honum þar
sem hann lá eftlr eina byltuna
og gat því greint skiðin henn-
ar mjög vel. „Já þetta eru
splunkuný skfði sem óg fókk
í jólagjöfsvaraði hún skelli-
hlæjandi yfir tilburðum blaða-
manns við að reyna að standa
á skíðunum sem hann hafði
leigt sér.
Nýju skíðin hennar Elísabetar
eru þriðju skíðin sem hún
eignast, en hún fór fyrst á skíði
10 ára. Skíðabakteríuna fékk
Beta 12 ára, en þá eignaðist hún
sín fyrstu skíði, en núna er hún
16 að verða 17.
„Ég fer á skíði um hvetja helgi
og stundum líka í miðri viku. Eg
sæki Skálafell og Bláfjöll álíka
mikið. Annars fór ég í Kerlingar-
fjöll í sumar og lærði rosalega
mikið á því. Ég fer sko örugglega
þangað aftur. Maður getur alltaf
lært eitthvað nýtt á skíðum, sama
hvað maður fer oft,“ sagði Elísa-
bet að lokum.
Elfsabet M. Stefénsdóttir
Morgunblaöiö/Vilmar
Erla í glæsilegum plóg.
Erla Svanbjörg:
Dálítið
þreyttí
fótunum
FÁTT ER betra fyrir þá sem eru
að renna sín fyrstu fet á skíðum
en að fá kennslu hjá þeim sem
vel kunna til verka. Þetta sann-
reyndi Erla Svanbjörg Inga-
dóttir þegar hún steig á skíði
í annað skipti á ævinni núna
um daginn. Hún og fleiri félag-
ar hennar úr Unglingaathvarf-
inuvoru í kennslu hjá Örnólfi
Valdimarssyni þegar blaða-
mann bar að. Greinilegt að
krökkunum miðaði vel áfram
því þau voru farin að fara í
byrjendalyftuna og renna sér
með tilþrifum niður brekkuna.
Ekki gat Erla nú neitað því að
hún hafi verið dálítið smeik til
að byija með. „En þegar ég var
byrjuð fannst mér þetta • ekkert
mjög erfitt. Það er erfiðast að
stoppa því maður rennur alltaf
áfram. Eg er búin að læra að fara
í plóginn, beygja og ganga uppí
móti,“ bætti hún við.
Dálítill kuldi var kvöldið sem við-
talið var tekið og var Erla spurð
hvort henni væri ekki kalt. „Bara
aðeins á höndunum. En ég er dá-
lítið þreytt í fótunum og fæ áreiðan-
lega harðsperrur," svaraði Erla.
Þrátt fyrir að vera búin að fá
kennslu færustu manna sagðist
Erla ekki þora að fara strax í stóla-
lyftuna enda er skynsamlegt að
ætla sér ekki um of til að byija með.
Morgunblaöiö/Vilmar
Haukur sposkur á svip ásamt forstöðumanni athvarfsins, Þórunni Óskarsdóttur.
„Meiriháttar
aðveraí
Kerlingarfjöllum“
- segir Haukur Pálsson
„ÞETTA er í fyrsta skipti í vetur
sem ég fer á skíði hérna uppí
Bláfjöllum en ég hef rennt mér
mikið hjá skólanum," sagði
Haukur Pálsson sem var á
skíðum ásamt félögum sínum
úr Unglingaathvarfinu Flúða-
seli þegar blaðamaður kannaði
mannlífið í Bláfjöllum.
Haukur fór síðastliðið sumar
með Unglingaathvarfinu í
skíðaskólann í Kerlingarfjöllum og
sagðist hann hafa verið þar í fjóra
■■■ daga og lært allt
Vilmar sem hann kann á
Pétursson skíði þar. Þessu átti
skrífar blaðamaður erfítt
með að trúa því
Haukur virtist svo sannarlega hafa
lengri en fjögurra daga skiða-
reynslu þar sem hann brunaði á
ógnarhraða niður brekkumar af
miklu öiyggi.
„Það var meiriháttar í Kerlingar-
ijöllum, skemmtilegast var náttúr-
lega að læra að skíða þó að það
væri nú dálitið erfitt að læra að
taka beygjur. Samt var nú erfí&sst
að standa á fótunum," sagði Hauk-
ur geislandi af ánægju. „Á hveiju
kvöldi voru haldnar kvöldvökur sem
nemendur skíðaskólans skiptust á
að stjóma. Eftir kvöldvökumar var
siðan ball og léku skíðakennaramir
undir dansi. Þetta var meiriháttar,"
hélt hann áfram.
Krakkamir í athvarfinu söfnúðu sér
fyrir þessari Kerlingaifyallaferð
með blómasölu og fleiru. Núna eru
þau á fullu að safna sér fyrir ferð
í sumar og sagði Haukur að þau
stefndu á að fara til útlanda. „Við
ætlum að gefa út blað til að safna
pening fyrir þá ferð,“ sagði Haukur
að lokum.
Anna Kristín Gunnarsdóttir:
Hrædd um að
detta á hausinn
Fékk skíði
i jolagjof
- segirlngólfur
HANN Ingólfur Snævarr Finn-
bogason er ekki með öllu
ókunnugur brekkunum í Blá-
fjöllum því hann rennir sér nið-
ur þær um hverja helgi þegar
veður og færi leyfa. Þetta hefur
hann gert í fimm ár. Þegar
blaðamaður hitti Ingólf var
hann með félögum sínum úr
Unglingaathvarfinu á skíðum
og leiddist greinilega ekki.
Þrátt fyrir-að Ingólfur stundi
skíðin svona mikið hefur hann
aldrei æft íþróttina með neinu fé-
lagi. „Ég hef bara ekki tíma til
þess því vikan er alveg fullbókuð
hjá mér. Ég stefni samt á að kom-
ast á grunnskólamótið sem verður
haldið á öskudaginn. Ef það tekst
ætla ég að keppa í svigi. Ég hef
aldrei keppt á móti þannig að þetta
er spennandi," sagði hann.
En ætli það sé ekki dýrt að fara
jafn oft á skíði og Ingólfur gerir.
Hann var spurður að því.- „Þetta
er dálítið dýrt, ég fer með svona
500 krónur í hvert skipti. Pening-
ana fæ ég með því að bera út Mogg-
ann. Ég tek alltaf með mér nesti
þannig að ég borga bara 5 rútuna
og lyftumar. Skíðin eru náttúrlega
dýr en ég fékk ný og mjög góð
Blizzard-skíði í jólagjöf í fyrra,"
svaraði Ingólfur.
„ÉG LÆRÐI á skíði í sumar í
Kerlingarfjöllum þegar ég fór
þangað með unglingaathvarf-
inu. Mér leist nú ekkert á að
fara á skíði því ég var hrædd
um að detta á hausinn. Ég
datt nú líka á hausinn en samt
gekk vel að læra á skíðin,"
sagði Anna Krístin Gunnars-
dóttir þegar blaðamaður
ræddi við hana.
Anna var greinilega yfir sig
ánægð með veruna í Kerling-
arfjöllum því hún hélt áfram að
ræða um hana. „Þáð var ekki
bara verið á skíðum því á hveiju
kvöldi voru kvöldvökur þar sem
• voru skemmtiatriði, leikir og
svona dót,“ sagði hún. Erfiðast
fannst Önnu að læra að beygja
og sagðist hún hafa dottið nokkr-
MorgunblaðiðA/ilmar
Ingólfur Snævarr.
um sinnum á hausinn við beygju-
tilraunir. „Ég ætla að reyna að
fara á skíði í vetur og mig langar
aftur í Kerlingarfjöll," sagði Anna
að lokum.
Anna Krlstin
„Það skiptir mestu
máli að vera lipui41
- segirJón Hólm Stefánsson
„ÞETTA ER ífyrsta skipti sem
ég fer á skíði síðan ég flutti
suður. Áður átti ég heima á
Akureyri og fór mjög oft á skíði
þar. Það var einhvern veginn
miklu þægilegra að komast á
skíði fyrir norðan því þar er
allt miklu einfaldara í sniðum.
Ég var farinn að sakna þess
að vera á skíðum þannig að
það er góð tilfinning að renna
sér aftur niður brekkurnar,"
sagði hinn kraftalegi Jón Hólm
Stefánsson þegar hann var
tekinn tali í brekkum Bláfjalla.
Jón sagðist hafa selt svigskíðin
sín þegar hann flutti suður og
keypt sér hljómflutningstæki í stað-
inn. „Ég sé nú dálítið eftir svigskíð-
. Vilmar
Er það ekki svona sem skíðameistar-
amir láta mynda sig eftir velheppnaða
ferð, a.m.k. tekur Jón sig vel út með
skíðin.
Vilmar
Pétursson
skrífar
unum og er að
hugsa um að selja
gönguskíðin mín Qg
fá mér svigskíði. Ég
fæ sennilega skíða-
delluna aftur núna þó að ég sé að-
eins farinn að ryðga í tækninni. Það
er ómögulegt að vera með skíða-
dellu og eiga ekki skíði.
Jón hefur ekki bara áhuga á skíða-
íþróttinni því hann æfir ólympískar
lyftingar þrisvar í viku og er núna
að undirbúa sig undir íslandsmeist-
aramótið. Jón var beðinn að bera
lyftingarnar og skíðin saman. „Báð-
ar greinamar eru skemmtilegar og
mig langar að geta lagt stund á
þær. Á skíðum skiptir mestu máli
að vera lipur en í lyftingum reynir
maður á alla vöðva og þarf að vera
kraftmikill," svaraði hann.