Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
Launamisréttið
í landinu rætt á
opinni ráðstefnu
Forustumenn í þjóð- og verkalýðs
málum í hópi ræðumanna á Selfossi
Selfossi.
OPIN ráðstefna um launamis-
réttið í landinu verður haldin á
Selfossi næstkomandi þriðju-
dag’, 16. febrúar. Meðal ræðu-
manna verður Þorsteinn Páls-
son forsætisráðherra og form-
aður Sjálfstæðisflokksins.
Auk forsætisráðherra munu
flytja ræður á fundinum Ásmundur
Stefánsson forseti Alþýðusam-
bands íslands, Guðmundur J. Guð-
mundsson formaður Verkamanna-
sambands íslands, Friðrik Sophus-
son iðnaðarráðherra og varaform-
aður Sjálfstæðisflokksins, Stella
Steinþórsdóttir verkamaður og rit-
ari Verkalýðsfélags Norðfirðinga,
Geir Grétar Pétursson verkamað-
ur, Þorlákshöfn, Ólafía Guðmunds-
dóttir Ijósmóðir, Selfossi, Þórir
Kjartansson framkvæmdastjóri,
Vík í Mýrdal, og Sigurður Óskars-
son forseti Álþýðusambands Suð-
urlands. Fundarstjóri verður Ámi
Johnsen formaður kjördæ misráðs
sjálfstæðisfélaganna á Suðurlandi
en það er kjördæmisráðið sem efn-
ir til ráðstefnunnar.
Að loknum framsöguræðum
verða almennar umræður og fýrir-
spumir. Á fundinum verður mynd-
aður vinnuhópur til þess að fjalla
um viðfangsefni fundarins á næstu
vikum. í kynningu fundarboðenda
segir: „Launamisréttið í landinu
hefur vakið upp margar spumingar
sem ætla má að fundurinn fjalli
um.“
Ráðstefnan er opin öllum og
hefst klukkan 20.30 í Hótel Sel-
fossi.
Sig. Jóns.
Ljósvakinn:
Operan Don Giovanni
SÉRSTÖK óperukynning verð-
ur í fyrsta sinn á Ljósvakanum
á laugardag kl. 15. Er þessi
dagskrá árangur samvinnu
Ljósvakans við Hewlett Pack-
ard á íslandi.
Umsjónarmaður þessa þáttar
er Óskar Ingólfsson klarínettuleik-
ari. Það er ópera W.A. Mozarts
„Don Giovanni" sem verður kynnt
á laugardaginn en nú eru rétt rúm
tvö hundruð ár frá því óperan var
frumflutt.
Óskar Ingólfsson mun í þætti
sínum rekja söguþráð ópemnnar
milli þess sem hann leikur valda
kafla úr verkinu. Á laugardaginn
er óperan flutt af hljómsveit og
kór Þýsku óperunnar í Berlín und-
ir stjóm Herberts von Karajan.
Einsöngvarar eru Samuel Ramey
í hlutverki Don Giovanni, Paata
Burchuladze sem 11 commentatore,
Anna Tonowa-Sintow sem Donna
Anna, Gösta Winberg sem Don
Ottavio, Agnes Baltsa sem Donna
Elvira, Ferruccio Furlanetto sem
Leperelli, Alexaner Malta sem
Masetto og Kathleen Battle í hlut-
verki Zerlinu. Upptaka þessi er
stafræn.
Leiðrétting
í síðasta viðskiptablaði slæddist
inn villa í frétt um fólk í atvinn-
ulífínu, eiginmaður Helenar M.
Gunnardóttur var sagður Ejnar
Karlsson, en hann heitir Örn
Karlsson. Þá féll niður síðasta
málsgrein um Stefán Baldursson,
en hún átti að vera þannig: „Stef-
án er kvæntur Ingibjörgu
Björgvinsdóttur, hjúkruna-
rfræðingi og eiga þau tvo syni.“
Viðkomandi eru beðnir vel-
virðnigar á þessum mistökum.
Úr Grófinni 1890. Fyrir miðju er hús Björns Kristjánssonar, kaupmanns. Bólvirkið sést vel norðan og
austan við húsið. Vinstra megin á myndinni er Sjóbúð, íbúðarhús Geirs Zoega, kaupmanns og útgerðar-
manns.
Grófin:
Gömlu húsin skoðuð
í SAMVINNU við húseigendur,
íbúa og fyrirtæki gömlu húsanna
i Kvosinni og nágrenni, heldur
Náttúruverndarfélag Suðvestur-
lands áfram að fá sagnfræðinga,
sögufróða menn og arkitekta til
að segja sögu húsanna, sýna það
sem er að sjá í húsunum frá fyrri
tið og geta atburða sem tengjast
þeim. Laugardaginn 13. febrúar
kl. 13.30 mun Júlíana Gottskálks-
dóttir, listfræðingur, sýna og
segja sögu húsanna á Vesturgötu
4 (fólk mæti við Ritfangaverslun
VBK).
Eins og í öðrum vettvangsferðum
NVSV verður reynt að svara spurn-
ingum þátttakenda um efnið og
fróðleik tengdan því, þannig að
þeir komist í snertingu við það sem
Qallað er um hveiju sinni. Ferðirnar
taka um einn til einn og hálfan tíma.
Allir eru velkomnir, hvort sem þeir
eru félagar eða ekki.
Á lóðinni Vesturgötu 4 eru þijú
hús, tvö timburhús við Vesturgötu
og steinhús við Grófína. Þessi hús
tengjast verslunarsögu Reykjavíkur
og reist af íslenskum kaupmönnum
á einu aðalverslunar- og athafna-
svæði í Reykjavík á síðustu öld. Á
sömu slóðum voru hús Geirs Zoéga,
beggja vegna Vesturgötu, Glasgow,
Liverpool og hús Fischers, og
standa mörg þeirra enn.
Elsta húsið á Vesturgötu 4 stend-
%
m
Ný mynd frá sama stað.
ur vestast á lóðinni og er rúmlega
aldargamalt, reist 1882 af Jóni
Steffensen, faktor hjá Fischer.
Nokkrum árum síðar komst húsið
í eigu Bjöms Kristjánssonar, fyrr-
um bankastjóra og ráðherra, og
stofnaði hann þar verslun árið 1888.
Sú verslun, sem er enn í húsinu og
við hann kennd, er því hundrað ára
á þessu ári og er ein af örfáum
verslunum í Reykjavík sem haldið
hafa sinu gamla sniði.
Bjöm lét reisa húsið á horni
Vesturgötu og Grófarinnar rétt fyr-
ir aldamótin, en steinhúsið við Gróf-
ina lét sonur hans, Jón Bjömsson,
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
kaupmaður, byggja árið 1915. Það
var teiknað af Einari Erlendssyni
og er eitt af elstu steinsteyptu hús-
unum í Reykjavík. Það stendur þar
sem áður var flæðarmál og i kjall-
ara þess má sjá leifar af gömlu
bólvirki.
Þessi hús, sem mynda nokkuð
heillega götumynd ásamt húsum
Geirs Zoéga næst fyrir vestan, vom
lengi í eigu fjölskyldu Bjöms Krist-
jánssonar og voru verslanir á neðri
hæð, en íbúðir á efri hæð. Nú eiga
nokkrir aðilar þessi hús og er þar
verslað sem fyrr.
(Frétt frá NVSV.)
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Ungir sjálfstæðismenn
á Vesturlandi
Skemmti- og fræðsluferð til Reykjavikur 13. febrúar.
Dagskrá:
18.00 Stjórnarráöiö skoöaö undir leiösögn Þorsteins Pálssonar.
19.00 Alþingishúsið skoðað undir leiðsögn Friðjóns Þórðarssonar.
20.00 Opið hús i Valhöll. Árni Sigfússon formaður SUS tekur á
móti hópnum.
Þeir félagar sem áhuga hafa á þátttöku vinsamlegast hafiö samband
við formenn i sinum félögum.
Egill, FUS i Mýrarsýslu,
Þór, FUS á Akranesi,
FUS i Snæfells- og Hnappadalssýslu,
FUS i Dalasýslu.
Sjálfstæðiskonur
Sauðárkróki
/
Aðalfundur Sjálfstaeðiskvennafólags Sauðárkróks verður haldinn i
Sæborg sunnudaginn 14. febrúar nk. kl. 14.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
Reykjaneskjördæmi
Fundarboð
Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi boð-
ar hór með til fundar með formönnum fulltrúaráða, formönnum
sjálfstæðisfélaga, flokksráðsmönnum, efstu mönnum á framboös-
lista við siöustu sveitastjórnarkosningar i Reykjanesumdæmi og
frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi við Al-
þingiskosningar 1987.
Fundurinn veröur haldinn í Sjálfstæöishúsinu, Kópavogi, mánudaginn
15. febrúar 1988 kl. 20.00.
Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins mætir á fundinn.
Á dagskrá fundarins verða umræöur um flokksmál og útbreiðslumál
Sjálfstæöisflokksins. Ef aðalfulltruar geta ekki mætt eru það vinsam-
leg tilmæli að varamenn mæti í þeirra stað.
F.h. stjórnar kjördæmisráðs,
Bragi Michaelsson.
Akureyri - Norðurland
Framhaldsskólamenntun
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri stendur fyrir fundaröð
um framhaldsskólamenntunina. Fundirnir eru opnir öllu sjálfstæðis-
fólki í Norðurlandskjördæmi eystra.
Dagskrá:
Þriðjudaginn 16. febrúar i Kaupangi kl. 20.30-22.30.
Viðfangsefni: Tengsl framhaldsskólans við atvinnulífiö.
Frummælendur: Bernharð Haraldsson, skólameistari, Trausti Þor-
steinsson, skólastjóri og Þorsteinn Þorsteinsson, nemi.
Mánudaginn 22. febrúar í Kaupangi kl. 20.30-22.30.
Viðfangsefni: Rekstur og fjármögnun framhaldsskólanna.
Frummælendur: Katrin Eymundsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Husavik
og Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri i menntamálaráöuneytinu.
Þriðjudaginn 1. mars í Kaupangi kl. 20.30-22.30.
Viðfangsefni: Innra starf framhaldsskólans.
Frummælendur: Ingibjörg Elíasdóttir, nemi, Jón Már Héðinsson,
framhaldsskólakennari og Margrét Kristinsdóttir, kennslustjóri.
Föstudaginn 4. mars i Kaupangi kl. 16.00-18.00.
Viöfangsefni: Frumvarp til laga um framhaldsskóla. Álitsgerðir allra
fyrri funda kynntar, ræddar og frágengnar.
Frummælendur: Guðmundur Magnússon, aðstoðarmaður mennta-
málaráðherra og Tómas Ingi Olrich, framhaldsskólakennari.
Árshátíð sjálfstæðismanna verður föstudaginn 4. mars i Svartfugii
kl. 19.00.
Hanastél, veislumatur.
Ávarp: Margrét Kristinsdóttir, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag-
anna á Akureyri.
Hátíðarræða: Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra.
Veislustjóri: Jón Kristinn Sólnes.
Skemmtiatriði og dans.
Miðapantanir á skrifstofunni i Kaupangi alla virka daga frá kl. 16.00-
18.00.
Laugardaginn 5. mars mun menntamálaráðherra boða tiTðpins fund-
ar um framhaldsskólann. Verður hann nánar auglýstur síðar.
Stjórnin.