Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 Launamisréttið í landinu rætt á opinni ráðstefnu Forustumenn í þjóð- og verkalýðs málum í hópi ræðumanna á Selfossi Selfossi. OPIN ráðstefna um launamis- réttið í landinu verður haldin á Selfossi næstkomandi þriðju- dag’, 16. febrúar. Meðal ræðu- manna verður Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra og form- aður Sjálfstæðisflokksins. Auk forsætisráðherra munu flytja ræður á fundinum Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusam- bands íslands, Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Verkamanna- sambands íslands, Friðrik Sophus- son iðnaðarráðherra og varaform- aður Sjálfstæðisflokksins, Stella Steinþórsdóttir verkamaður og rit- ari Verkalýðsfélags Norðfirðinga, Geir Grétar Pétursson verkamað- ur, Þorlákshöfn, Ólafía Guðmunds- dóttir Ijósmóðir, Selfossi, Þórir Kjartansson framkvæmdastjóri, Vík í Mýrdal, og Sigurður Óskars- son forseti Álþýðusambands Suð- urlands. Fundarstjóri verður Ámi Johnsen formaður kjördæ misráðs sjálfstæðisfélaganna á Suðurlandi en það er kjördæmisráðið sem efn- ir til ráðstefnunnar. Að loknum framsöguræðum verða almennar umræður og fýrir- spumir. Á fundinum verður mynd- aður vinnuhópur til þess að fjalla um viðfangsefni fundarins á næstu vikum. í kynningu fundarboðenda segir: „Launamisréttið í landinu hefur vakið upp margar spumingar sem ætla má að fundurinn fjalli um.“ Ráðstefnan er opin öllum og hefst klukkan 20.30 í Hótel Sel- fossi. Sig. Jóns. Ljósvakinn: Operan Don Giovanni SÉRSTÖK óperukynning verð- ur í fyrsta sinn á Ljósvakanum á laugardag kl. 15. Er þessi dagskrá árangur samvinnu Ljósvakans við Hewlett Pack- ard á íslandi. Umsjónarmaður þessa þáttar er Óskar Ingólfsson klarínettuleik- ari. Það er ópera W.A. Mozarts „Don Giovanni" sem verður kynnt á laugardaginn en nú eru rétt rúm tvö hundruð ár frá því óperan var frumflutt. Óskar Ingólfsson mun í þætti sínum rekja söguþráð ópemnnar milli þess sem hann leikur valda kafla úr verkinu. Á laugardaginn er óperan flutt af hljómsveit og kór Þýsku óperunnar í Berlín und- ir stjóm Herberts von Karajan. Einsöngvarar eru Samuel Ramey í hlutverki Don Giovanni, Paata Burchuladze sem 11 commentatore, Anna Tonowa-Sintow sem Donna Anna, Gösta Winberg sem Don Ottavio, Agnes Baltsa sem Donna Elvira, Ferruccio Furlanetto sem Leperelli, Alexaner Malta sem Masetto og Kathleen Battle í hlut- verki Zerlinu. Upptaka þessi er stafræn. Leiðrétting í síðasta viðskiptablaði slæddist inn villa í frétt um fólk í atvinn- ulífínu, eiginmaður Helenar M. Gunnardóttur var sagður Ejnar Karlsson, en hann heitir Örn Karlsson. Þá féll niður síðasta málsgrein um Stefán Baldursson, en hún átti að vera þannig: „Stef- án er kvæntur Ingibjörgu Björgvinsdóttur, hjúkruna- rfræðingi og eiga þau tvo syni.“ Viðkomandi eru beðnir vel- virðnigar á þessum mistökum. Úr Grófinni 1890. Fyrir miðju er hús Björns Kristjánssonar, kaupmanns. Bólvirkið sést vel norðan og austan við húsið. Vinstra megin á myndinni er Sjóbúð, íbúðarhús Geirs Zoega, kaupmanns og útgerðar- manns. Grófin: Gömlu húsin skoðuð í SAMVINNU við húseigendur, íbúa og fyrirtæki gömlu húsanna i Kvosinni og nágrenni, heldur Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands áfram að fá sagnfræðinga, sögufróða menn og arkitekta til að segja sögu húsanna, sýna það sem er að sjá í húsunum frá fyrri tið og geta atburða sem tengjast þeim. Laugardaginn 13. febrúar kl. 13.30 mun Júlíana Gottskálks- dóttir, listfræðingur, sýna og segja sögu húsanna á Vesturgötu 4 (fólk mæti við Ritfangaverslun VBK). Eins og í öðrum vettvangsferðum NVSV verður reynt að svara spurn- ingum þátttakenda um efnið og fróðleik tengdan því, þannig að þeir komist í snertingu við það sem Qallað er um hveiju sinni. Ferðirnar taka um einn til einn og hálfan tíma. Allir eru velkomnir, hvort sem þeir eru félagar eða ekki. Á lóðinni Vesturgötu 4 eru þijú hús, tvö timburhús við Vesturgötu og steinhús við Grófína. Þessi hús tengjast verslunarsögu Reykjavíkur og reist af íslenskum kaupmönnum á einu aðalverslunar- og athafna- svæði í Reykjavík á síðustu öld. Á sömu slóðum voru hús Geirs Zoéga, beggja vegna Vesturgötu, Glasgow, Liverpool og hús Fischers, og standa mörg þeirra enn. Elsta húsið á Vesturgötu 4 stend- % m Ný mynd frá sama stað. ur vestast á lóðinni og er rúmlega aldargamalt, reist 1882 af Jóni Steffensen, faktor hjá Fischer. Nokkrum árum síðar komst húsið í eigu Bjöms Kristjánssonar, fyrr- um bankastjóra og ráðherra, og stofnaði hann þar verslun árið 1888. Sú verslun, sem er enn í húsinu og við hann kennd, er því hundrað ára á þessu ári og er ein af örfáum verslunum í Reykjavík sem haldið hafa sinu gamla sniði. Bjöm lét reisa húsið á horni Vesturgötu og Grófarinnar rétt fyr- ir aldamótin, en steinhúsið við Gróf- ina lét sonur hans, Jón Bjömsson, Morgunblaðið/Ámi Sœberg kaupmaður, byggja árið 1915. Það var teiknað af Einari Erlendssyni og er eitt af elstu steinsteyptu hús- unum í Reykjavík. Það stendur þar sem áður var flæðarmál og i kjall- ara þess má sjá leifar af gömlu bólvirki. Þessi hús, sem mynda nokkuð heillega götumynd ásamt húsum Geirs Zoéga næst fyrir vestan, vom lengi í eigu fjölskyldu Bjöms Krist- jánssonar og voru verslanir á neðri hæð, en íbúðir á efri hæð. Nú eiga nokkrir aðilar þessi hús og er þar verslað sem fyrr. (Frétt frá NVSV.) raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Ungir sjálfstæðismenn á Vesturlandi Skemmti- og fræðsluferð til Reykjavikur 13. febrúar. Dagskrá: 18.00 Stjórnarráöiö skoöaö undir leiösögn Þorsteins Pálssonar. 19.00 Alþingishúsið skoðað undir leiðsögn Friðjóns Þórðarssonar. 20.00 Opið hús i Valhöll. Árni Sigfússon formaður SUS tekur á móti hópnum. Þeir félagar sem áhuga hafa á þátttöku vinsamlegast hafiö samband við formenn i sinum félögum. Egill, FUS i Mýrarsýslu, Þór, FUS á Akranesi, FUS i Snæfells- og Hnappadalssýslu, FUS i Dalasýslu. Sjálfstæðiskonur Sauðárkróki / Aðalfundur Sjálfstaeðiskvennafólags Sauðárkróks verður haldinn i Sæborg sunnudaginn 14. febrúar nk. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Reykjaneskjördæmi Fundarboð Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi boð- ar hór með til fundar með formönnum fulltrúaráða, formönnum sjálfstæðisfélaga, flokksráðsmönnum, efstu mönnum á framboös- lista við siöustu sveitastjórnarkosningar i Reykjanesumdæmi og frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi við Al- þingiskosningar 1987. Fundurinn veröur haldinn í Sjálfstæöishúsinu, Kópavogi, mánudaginn 15. febrúar 1988 kl. 20.00. Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins mætir á fundinn. Á dagskrá fundarins verða umræöur um flokksmál og útbreiðslumál Sjálfstæöisflokksins. Ef aðalfulltruar geta ekki mætt eru það vinsam- leg tilmæli að varamenn mæti í þeirra stað. F.h. stjórnar kjördæmisráðs, Bragi Michaelsson. Akureyri - Norðurland Framhaldsskólamenntun Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri stendur fyrir fundaröð um framhaldsskólamenntunina. Fundirnir eru opnir öllu sjálfstæðis- fólki í Norðurlandskjördæmi eystra. Dagskrá: Þriðjudaginn 16. febrúar i Kaupangi kl. 20.30-22.30. Viðfangsefni: Tengsl framhaldsskólans við atvinnulífiö. Frummælendur: Bernharð Haraldsson, skólameistari, Trausti Þor- steinsson, skólastjóri og Þorsteinn Þorsteinsson, nemi. Mánudaginn 22. febrúar í Kaupangi kl. 20.30-22.30. Viðfangsefni: Rekstur og fjármögnun framhaldsskólanna. Frummælendur: Katrin Eymundsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Husavik og Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri i menntamálaráöuneytinu. Þriðjudaginn 1. mars í Kaupangi kl. 20.30-22.30. Viðfangsefni: Innra starf framhaldsskólans. Frummælendur: Ingibjörg Elíasdóttir, nemi, Jón Már Héðinsson, framhaldsskólakennari og Margrét Kristinsdóttir, kennslustjóri. Föstudaginn 4. mars i Kaupangi kl. 16.00-18.00. Viöfangsefni: Frumvarp til laga um framhaldsskóla. Álitsgerðir allra fyrri funda kynntar, ræddar og frágengnar. Frummælendur: Guðmundur Magnússon, aðstoðarmaður mennta- málaráðherra og Tómas Ingi Olrich, framhaldsskólakennari. Árshátíð sjálfstæðismanna verður föstudaginn 4. mars i Svartfugii kl. 19.00. Hanastél, veislumatur. Ávarp: Margrét Kristinsdóttir, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna á Akureyri. Hátíðarræða: Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra. Veislustjóri: Jón Kristinn Sólnes. Skemmtiatriði og dans. Miðapantanir á skrifstofunni i Kaupangi alla virka daga frá kl. 16.00- 18.00. Laugardaginn 5. mars mun menntamálaráðherra boða tiTðpins fund- ar um framhaldsskólann. Verður hann nánar auglýstur síðar. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.