Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
51
Hjónaminning:
Sæmundur Dúason
Guðrún V. Þorláksdóttir
Sæmundur:
Fæddur 10. nóvember 1889
Dáinn 5. febrúar 1988
Guðrún:
Fædd 11. mai 1892
Dáin 13. maí 1980
Aldinn maður sem lifað hefur í
nær heila öld er genginn á vit feðra
sinna. Ung felldu þau hugi saman
í Fljótum Sæmundur Dúason afi
og amma mín, Guðrún Þorláks-
dóttir.
Þau byrjuðu búskap á Krakavöli-
um. Margar sagnir frá búskaparár-
unum þar h'ða í gegnum hugann.
Bærinn sá fremsti í dalnum. Þæg-
indi nútímans ekki fyrir hendi. Alla
aðdrætti þurfti að sækja fótgang-
andi eða á hestum langar leiðir.
Lífsbaráttan hörð, mannlífíð gott.
Fegurð dalsins, blómareiturinn
heima.
Þegar tal berst að lífskjörum
kvenna áður fyrr og nú kemur mér
oft í hug húsfreyjan á þessum bæ
sem langtímum saman var einnig
húsbóndinn meðan eiginmaðurinn
aflaði heimilinu lífsviðurværis.
Hann var fjarri við kennslustörf og
sjósókn, m.a. á hákarlaskipum við
erfíðari aðstæður en hægt var að
hugsa sér.
Amma mín gekk að öllum verk-
um utanhúss, slætti jafnt sem öðr-
um, og meðan bömin voru ung var
ærinn starfi innan dyra. Dagleg
húsverk og þjónusta. Það var
spunnið, prjónað og saumað. Auk
heimilisfólks á Krakavöllum dvöldu
þar einnig böm og unglingar um
lengri eða skemmri tíma. Þannig
að oft var mannmargt á bænum.
Mínar fyrstu minningar um afa
og ömmu em úr Grímsey, en þar
var ég nokkur bemskusumur. Bær-
inn þeira, Sveinagarðar, var torf-
bær og innangengt í ijósið úr
göngunum.
Það er ómetanleg lífsreynsla að
hafa lifað tímana tvenna „í orðsins
fyllstu merkingu". Litlar manneskj-
ur gengu til verka með hinum full-
orðnu, lærðu handtökin. Það vom
brenndar kaffíbaunir og þær malað-
ar í kvöminni. Skilið í skilvindunni,
það var strokkað, kýmar mjólkað-
ar, borið á túnin, rakað, vatn sótt
í bmnninn o.s.frv. Afí var alltaf að
fræða um það sem fyrir augu bar.
Hann kenndi mér á stóm vegg-
klukkuna og hver var það sem byij-
aði að kenna mér esperanto 6 ára
gömlum la mal granda flava —
nema hann afi!
Og amma. Hún kunni Iag á því
að létta lund með brosi og birtu og
stundum með stóram steinarúsínum
og hnausþykkum ijóma í boUa og
svo söng hún hver vill berin blá og
beitilyng á teig. Hún unni því sem
fagurt var, og handlagin var hún
og bjó yfír listrænum hæfíleikum.
Enn minnist ég skreytinganna á
eldhússkápnum á Sveinagörðum.
Sæmundur afí var einn fróðleiks-
fúsasti maður sem ég hefí kynnst
og hann kunni þá list að miðla öðr-
um, sérstakur fræðaþulur. Þvílík
undur og býsn sem hann kunni af
vísum, kvaeðabálkum og rímum.
Hann kenndi nemendum sínum
vísur og söngva þannig að enn er
í minnum haft. Margir nemenda
hans sýndu afa einstaka tryggð og
ræktarsemi gegnum árin.
Með þessum fátæklegu minning-
arbrotum minnist ég afa og ömmu
með þakklæti í huga. Á Akureyri
bjuggu þau hjá dóttur sinni, Mögnu.
Hún hlúði að þeim af slikri um-
hyggju og hlýju að seint verður
fullþakkað.
Ragna Freyja Karlsdóttir
Minning:
Sigríður Þórðardótt-
ir á Hofsstöðum
Fædd 17. september 1891
Dáin 2. febrúar 1988
í dag verður borin til moldar
merkiskonan Sigríður Þórðardóttir,
fyrrverandi húsfreyja á Hofsstöðum
í Miklaholtshreppi.
Sigríður fæddist 17. september
1891 að Álftártungu í Alftanes-
hreppi. Hún var ein af mörgum
bömum hjónanna Sesselju Jóns-
dóttur og Þórðar Pálssonar, sem
lengi bjuggu í Borgarholti í Mikla-
holtshreppi.
Sigríður var tekin í fóstur þegar
hún- var á öðm ári til hjónanna á
Hvítsstöðum í Álftaneshreppi,
þeirra Sveins Helgasonar, hálf-
bróður Þórðar, og Ingibjargar konu
hans. Þar ólst Sigríður upp til 18
ára aldurs. Hvítsstaðaheimilið var
mikið menningarheimilinu. Ljóða-
gerð í heiðri höfð og iðkuð á heimil-
inu. Helgi, síðar prestur í Hvera-
gerði, var einn af sonum Hvíts-
staðahjóna.' Sigríður mótaðist af
heimilisbragnum eins og þau fleiri,
sem þar ólust upp.
Eftir að Sigríður fór frá Hvíts-
stöðum var hún tvö ár við mjólkur-
skólann á Hvítárvöllum undir hand-
leiðslu Hans Grönfeldt. Að því búnu
hvarf hún til foreldra sinna að Borg-
arholti. Þar átti hún heimili í nokk-
ur ár, en á þeim ámm stundaði hún
nám í saumum og fatagerð í Stykk-
ishólmi. Seinna fór hún í ljósmæðra-
nám og var útskrifuð sem ljósmóðir
í mars 1921. Hún starfaði sem ljós-
móðir í Miklaholtshreppi árin
1921—1925 og aftur á ámnum
t
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug viö and-
lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR ÖRNÓLFSDÓTTUR,
Dvalarheimilinu Höföa,
Akranesi.
Arnór Ólafsson,
Kristján Ólafsson, Fjóla Runólfsdóttir,
Gréta Ólafsdóttir, Jón S. Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minningarkort
Minningarkort Félags velunnara Borgarspítal-
ans eru afgreidd á Borgarspítalanum í sima
696510. Gíróseðlar sendir heim ef óskað er.
1938 til ársins 1950. Einnig var
hún ljósmóðir í Eyjarhreppi árin
1939—1942. Sigríður var farsæl við
ljósmóðurstörfin og vinsæl meðal
þeirra kvenna ’sem nutu nær-
gætinnar þjónustu hennar.
Vorið 1925 giftist Sigríður sveit-
unga sínum Eggerti Kjartanssyni.
Eggert var mikill dugnaðarmaður
og öndvegismaður að allri gerð.
Hann ólst að mestu upp á Mið-
hrauni hjá Óla G. Daníelssyni og
Steinunni konu hans. En var þegar
hér var komið sögu orðinn bóndi í
Dalsmynni í Eyjarhreppi. Sigríður
flutti til hans þangað. Þau bjuggu
fyrstu fimm árin í Dalsmynni í sam-
býli við mág Eggerts, Kristján Jóns-
son, og Þorbjörgu konu hans. Þeim
þótti of þröngt um sig þar þegar
bú þeirra stækkaði vegna takmark-
aðra heyskaparmöguleika og fengu
því vorið 1930 ábúð á Gerðubergi,
sem þá eins og nú var í eigu ætt-
menna Thors Jensen. Þar bjuggu
Eggert og Sigríður sem leiguliðar
til vorsins 1942, en þá keyptu þau
jörðina Hofsstaði í Miklaholtshreppi
og bjuggu þar samfellt í 22 ár og
dvöldu þar áfram þar til Eggert
andaðist í ársbyijun 1967. Eftir lát
Eggerts dvaldi Sigríður meðal
bama sinna en mest á Hofsstöðum
hjá syni sínum, Kjartani. En árið
1974 fór hún á Dvalarheimili aldr-
aðra í Borgamesi og var þar alla
tíð þar til hún fór á sjúkrahúsið á
Akranesi 2. þessa mánaðar á 97.
aldursári.
Þau Eggert og Sigríður eignuð-
ust þijú böm. Þau em: Þórdís, bú-
sett í Reykjavík og gift Sigmundi
Guðmundssyni, stýrimanni, Kjart-
an, bóndi á Hofsstöðum, kvæntur
Soffíu Guðjónsdóttur frá Gaul í
Staðarsveit, og Ingibjörg, búsett í
Reykjavík, gift Gísla Gíslasyni, af-
greiðslumanni frá Djúpadal í Gufu-
dalssveit.
Þá ólu þau upp tvö fósturböm,
þau Sigurð Jóhannsson frá Lága-
felli og Áslaugu Guðmundsdóttur.
Hér að framan hefur verið gerð
grein fyrir lífshlaupi Sigríðar. En
það segir ekki nema lítið um kon-
una sjálfa.
Sigríður var vel greind eins og
ættmenn hennar. Hún hafði trausta
skapgerð og myndaði sér sjálfstæð-
ar skoðanir um menn og málefni
og hélt fast við skoðanir sínar. Hún
var myndarleg húsmóðir og hafði
nokkuð meiri þekkingu í ýmsum
efnum þar að lútandi heldur en
ýmsar samtímakonur hennar vegna
þess náms, sem hún hafði notið á
þroskaáram sínum. Á heimili henn-
ar og Eggerts vc n þjóðlegar
dyggðir ræktar. Vinnusemi, hag-
sýni og hverskonar reglusemi sátu
í öndvegi. Heimilið var gestrisið og
þangað var gott að koma og þar
var rætt um vandamál samtímans
af skilningi og hófsemi. Hofsstaða-
heimilið var virkur þátttakandi í
félagsmálum sveitarinnar og lagði
öllum góðum framfaramálum virk-
an stuðning. Böm og unglingar úr
þéttbýli sóttust eftir að dvelja á
heimilinu og það lýsir betur en ann-
að hverrar gerðar húsbændumir og
heimilisfólkið var. Nú er þessi
merka heiðurskona fallin í valinn.
Ljósmóðurstarfíð eins og hún þurfti
að sinna þvi við fæðingu á heimilum
í þröngum húsakynnum við allar
aðstæður ófullkomnar heyrir nú
sögunni til. Hún var ein af þeim
sem síðast sinnti því starfí við þau
skilyrði. Hún vann sín trúnaðarstörf
hljóðlega, án alls yfírlætis, og ávann
sér virðingu og traust fyrir þau á
meðal samferðarmannanna.
Að leiðarlokum þakka ég og. fjöl-
skylda mín Sigríði fyrir trausta vin-
áttu og góða samfylgd og vottum
aðstandendum innilega samúð.
Gunnar Guðbjartsson
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Vissa um fyrirgefningu
Eg er sífellt að segja við sjálfan mig að Guð vilji fyrir-
gefa mér syndir mínar en einhvem veginn tekst mér
ekki að sannfæra mig um að svo sé. Eg þarfnast fyrirgefn-
ingar en eg veit ekki hvemig eg á að höndla hana.
Við þörfnumst öll fyrirgefningar enda höfum við öll syndg-
að gegn Guði, hver sem við erum. Biblían segir: „Ef vér
segjum: „Vér höfum ekki synd,“ þá svíkjum vér sjálfa oss
og sannleikurinn er ekki í oss.“ (1. Jóh. 1,8.)
En hvemig getum við vitað að Guð hafí fyrirgefíð okkur?
Ekki með því einu að vona að það sé satt að hann hafí fyrir-
gefíð eða reyna að sannfæra okkur sjálf um það. Við getum
ekki heldur öðlast vissu um hvort Guð hafí fyrirgefíð eða
ekki með því að athuga tilfínningar okkar og segja sem svo:
Okkur finnst hann hafí fyrirgefíð okkur, þá hlýtur hann að
hafa fyrirgefíð — og gagnstætt ef okkur fínnst það vera á
hinn veginn, þá sé því þannig fariá.
Það er aðeins til einn gmndvöllur eða forsenda fyrirgefning-
arinnar og það er það sem Guð hefur gert fyrir okkur í Jesú
Kristi, einkasyni sínum. Okkur má ljóst vera að við getum
aldrei gert nóg til að vinna hylli Guðs eða fyrirgefningu
hans. Einu gildir hvílíkt gæðafólk við værum, við gætum
aldrei aftnáð saurgun syndarinnar. Það getur Guð einn —
og hann gerði það kleift í Jesú Kristi.
Jesús Kristur kom í þennan heim til að taka í burtu synd-
ir. Það gerði hann með því að deyja í okkar stað á krossinum.
Hann var syndlaus og fullkominn en í kærleika sínum tók
hann þó á sig syndir okkar og þá refsingu sem við áttum
skilið. Við höfðum unnið til þess að deyja en hann dó í okk-
ar stað. Þegar kristinn maður segir. „Hann dó fyrir mig,“ þá
á hann við það sem Kristur gerði fyrir okkur og við gátum
aldrei gert: Hann færði okkur fyrirgefningu.
Komdu með syndir þínar og leggðu þær við krossinn.
Gerðu þér ljóst að Jesús Kristur dó til að taka í burtu þínar
sjmdir. „í honum og fyrir hans blóð eigum vér endurlausnina
og fyrirgefningu afbrota vorra. Svo auðug er náð hans.“
(Efes. 1,7-8.)
f hjálpræðinu er fólgin fyrirgefning, sátt við Guð og eilíft
líf. En þetta hjálpræði er gjöf frá Guði og henni þarf að
veita viðtöku. Ef eg byði þér gjöf yrði hún þá fyrst þín eign
þegar þú réttir fram höndina og tækir við henni. Réttu nú
fram hönd þína, núna, og taktu í trú á móti fyrirgefning-
unni sem er gjöf Guðs. Snúðu þér af heilum huga til Krists.
Láttu hann ríkja í lífi þínu.