Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 Yill Kvennalistinn ekki axla ábyrgð? eftir Solveigii Pétursdóttur Guðrún Agriarsdóttir, einn þing- manna Kvennalistans, ritaði grein í Morgunblaðið hinn 9. febrúar sl., undir fyrirsögninni: „Skilja karlar Tímans kall tímans?" Þar gerir hún m.a. að umræðuefni neikvæð og lítils- virðandi ummæli, sem hún telur Tímamenn hafa viðhaft um Kvenna- listann og þá um leið konur. Nú fer því fjarri, að ég ætli mér að taka upp hanskann fyrir „karlana á Tíman- um“. Ég tel það m.a.s. þarfa áminn- ingu hjá Guðrúnu í hennar lokaorð- um, að réttindabarátta kvenna beinist ekki gegn körlum, heldur miðar hún að betra samfélagi fyrir okkur öll. Hins vegar má þingmaðurinn ekki gleyma því, að það eru til fieiri konur í þessu landi en kjósendur Kvennalist- ans, þrátt fyrir gott fylgi í síðustu skoðanakönnunum. Vafalaust eru á því margar skýringar og má vera að „kvenmannsleysi" hinna „hefð- bundnu" stjómmálaflokka sé þar að nokkru leyti um að kenna. Ég tel þó, að efnahagsaðgerðir ríkisstjómarinnar, þ.m.t. hinn marg- umtalaði „matarskattur“, eigi hér e.t.v. nokkuð stóran hlut að máli. Kvennalistakonur hafa virkað mjög „ábyrgar" í gagnrýni sinni á ríkis- stjómina, sem þær virðast telja sér- staklega óvinveitta tekjulágum og bammörgum flölskyldum. En er þetta rétt? í hveiju felast þær efnahagsráð- stafanir, sem tóku gildi um síðustu áramót? 1. Uppstokkun á tekjum rikis- sjóðs. Dæmi: Hæstu tollar lækka úr 80% í 30%. Tollar á matvörum eru undantekningalítið felldir niður. Und- anþágum á söluskatti er fækkað verulega og leggst hann nú jafnt á allar neysluvömr. Virðisaukaskattur mun a.ö.1. leysa þennan skatt af hólmi um næstu áramót og mun skatt- prósenta þá lækka úr 25% í 22%. Þá mun verðlag almennt lækka um ca. 3%. 2. Niðurgreiðslur og trygginga- bætur. í því skyni að létta byrði bammargra og tekjulágra fjölskyldna var í kjölfar skattkerfísbreytinganna ákveðið að auka niðurgreiðslur á ýmsum helstu neysluvörum heimil- anna (um ca. 1610 millj.) og veija auknu fé til bama- og lífeyrisbóta (ca. 600 millj.). 3. Aðrar ráðstafanir. Hér má nefna til staðgreiðslu tekjuskatts og hækkun skattleysismarka. Ennfrem- ur lengingu fæðingarorlofs og ítar- lega fjölskyldu- og jafnréttisáætlun ríkisstjómarinnar. Fleiri ráðstafanir tóku gildi, en verða ekki tíundaðar hér. Markmið efnahagsaðgerða Við undirbúning skattkerfísbreyt- ingarinnar var miðað við, að hún hefði engin áhrif til hækkunar verð- lags. Það er hins vegar ljóst, að ýmsar vörur, þ.á m. matvörur, hækk- uðu' töluvert í verði. Þar koma til áhrif söluskatts, en áhrif tollalækk- ana, sem eiga að lækka verð veru- lega, taka lengri tíma að koma í ljós. Auk þess að bæta tekjuöflunar- kerfíð, var tilgangur breytinganna sá að efla fjárhag ríkissjóðs og binda enda á skuldasöfnun þar, sem hefur verið viðvarandi í nokkur ár. í fjárlög- um fyrir árið 1988 er enda gert ráð fyrir hallalausum ríkisrekstri. Ég tel mig ekki vera neinn efna- hagssérfræðing, en ég get þó ekki betur séð, en að með þessum aðgerð- um sé reynt að koma til móts við þarfír þeirra fjölskyldna, sem barn- margar eru og tekjulágar, jafnframt því, sem skattkerfíð er gert réttlát- ara. Fyrst og fremst er þó reynt að hyggja að því, að ríkissjóður hafí fé til framkvæmda á næstu árum í stað þess, að allir peningar renni til greiðslu á skuldum hans. Sjálf stæðismenn í ríkisstjórn Þessar aðgerðir eru þó engan veg- inn gagnrýnislausar, ekki síst gagn- vart sjálfstæðismönnum, sem alla tíð hafa verið á móti auknum skattaálög- um. Enda hafa sumir þeirra verið mjög duglegir við að útbreiða þá gagnrýni. Og í sjálfu sér get ég alveg tekið undir þá skoðun að nær hefði verið að draga úr opinberum fram- kvæmdum og reyna þannig að halda auknum álögum í lágmarki. Þar við bætist sú skoðun mín, að ýmsar ákvarðanir orka mjög tvímælis fyrir hinn almenna sjálfstæðismann, eink- um þegar minn flokkur samþykkir Sólveig Pétursdóttir nær hljóðalaust þá umdeildu, en ein- kennandi framsóknarleið að fella framleiðslu svína-, eggja- og kjúkl- ingabænda, undir kvóta. En menn verða bara að átta sig á því, að Sjálf- stæðisflokkurinn, sem missti verulegt fylgi í síðustu kosningum og situr nú í þriggja flokka ríkisstjóm, hefur ein- faldlega ekki þingstyrk til þess að koma öllum markmiðum sínum í framkvæmd. Það getur vel verið pólitískt mat margra, sem til þekkja, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki átt að taka sæti í þessari ríkisstjórn. í þeim tilgangi að reyna að ná upp fyrri styrkleika með því að einbeita sér að „vinsælum" málum, hversu skynsamleg eða óskynsamleg þau svo kynnu að vera hveiju sinni. En það var þó mat forystumanna flokksins, að þeir yrðu að axla þá ábyrgð, sem stjóm landsins er og kallað er eftir í kosningum. Samt sem áður voru fæðingarhríðir þessarar ríkisstjómar erfíðar og langvinnar. Að selja hugsjón sína! „Að selja hugsjón sína er ábyrgðar- leysi," segir Guðrún Agnarsdóttir um ástæðu þess, að þær höfnuðu stjórri- „Barn er ekki tekið með keisaraskurði til þess að flýta fyrir fæðing- unni — þar er farin, ef kostur er, hin hefð- bundna leið, þótt hún geti verið sársaukafull og erfið. Móðir Náttúra hefur sínar leikreglur rétt eins og lýðræðið. Og var ekki öllu fremur það líka ástæðan fyrir, að ekki tókst samkomu- lag um samstarf á sínum tíma, að Kvenna- listinn vildi fara aðrar leiðir t.d. í skattlagn- ingu? Ennfremur, að þær hugsjónir þeirra, sem ekkert viðkoma réttindabaráttu kvenna, svo sem ríkis- forsjá og stóraukin miðstýring í sem f lest- um málum, gátu engan veginn samrýmst stefnu sjálfstæðis- manna, svo ég nefni dæmium minn flokk.“ arþátttöku. Eða eins og hún svarar „karli á Tímanum" í grein sinni: „Svo býsnast hann yfir því, að við skyldum ekki fara í stjóm með einhverjum stjómmálaleiðtogum, sem gengu á eftir okkur með grasið í skónum. Blessaður maðurinn virðist ekki Hver er munurinn á þessum rauðsprettum ? Verðmunurinn Fiskbúðin Hafkaup og Fiskbúðin Ránargötu selja rauðsprettuflök á 220 kr/kg sem er lægsta verð sam- kvæmt nýjustu verðkönnun Verðlagsstofnunar. Dýrust er rauðsprettan hjá fiskbúðinni Sæval eða 360 kr/kg - Pað munar um minna. Vissir þú að verðmunurinn væri svona mikill? Þegar hámarksverð á ýsu og ýsuflökum iækkaði um 8% 29. janúar beindi Verðlagsstofnun því til fisksala, að lækka verð annarra fisktegunda til jafns við lækkun ýsunnar. Af niðurstöðum könnunarinnar, sem gefin var út 11. febrúar, má sjá að margar fiskverslanir hafa sinnt þessum tilmælum. Það sama verður ekki sagt um stórar matvöruverslanir sem halda fiskverðinu uppi. Verðmunur á milli þessara verslana er nokkur t.d. selur Nýi Bær útvötnuð saltfiskfkök á 250 kr/kg á meðan JL- húsið selur sams konar vöru á 418 kr/kg. Það kemur einnig fram að mikill verðmunur mælist á stórlúðu í sneiðum, þar sem lægsta verð er 365 kr/kg og hæsta verð reynist vera 525 kr/kg sem samsvarar 44% verðmun. Þetta eru aðeins örfá dæmi um ótrúlegan verðmun á fiskmeti. Það getur skipt sköpum fyrir fjárhag heimilanna að verslað sé þar sem ódýrast er, og ein forsendan fýrir lágu vöruverði er hið vakandi auga neytandans. VERUM Á VERÐI VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.