Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
NORRÆNT TÆKNIÁR1988 / Umsjón Sigurður H. Richter
Hagvirki — opið hús
Hagvirki hf. verður með opið
hús í tilefni Norræns tækniárs
1988 sunnudaginn 14. febrúar
milli klukkan 13 og 17. Fyrirtækið
er til húsa á Skútahrauni 2, Hafn-
arfirði.
Hagvirki er stærsta verktaka-
fyrirtæki landsins um þessar
mundir, að íslenskum aðalverktök-
um undanskildum. Á launaskrá
síðastliðins árs voru rúmlega 800
manns, en fastráðnir starfsmenn
eru nú á þriðja hundrað. Velta
fyrirtækisins á síðasta ári var skv.
bráðabirgðauppgjöri rúmlega Ú/2
milljarður.
Hagvirki var stofnað árið 1981,
upp úr öðru verktakafyrirtæki,
Hraunvirki, sem hafði starfað um
3ja ára skeið, svo til eingöngu við
virkjanaframkvæmdir á Þjórsár-
og Tungnaársvæðinu. Eigendur
Hagvirkis eru þeir: Aðalsteinn
Hallgrimsson, Gísli Friðjónsson,
Svavar Skúlason og Jóhann G.
Bergþórsson, sem jafnframt er for-
stjóri.
Á þeim sjö árum sem Hagvirki
hefur starfað hafa helstu verkefni
þess verið orkumannvirki, vega-
gerð, gatna- og holræsagerð, auk
almennra byggingaframkvæmda,
sem nú er stærri þáttur í starfsem-
inni en áður var. Fyrirtækið kemur
inn í framkvæmdir á ýmsum stig-
um þeirra, allt frá því að sjá um
einstaka þætti og upp í það að sjá
um alla þætti samkvæmt bindandi
kostnaðaráætlun.
Til þess að geta annast alla
þætti stórframkvæmda, eins og
t.d. gerð Sultartangastíflu, sem
fyrirtækið tók að sér strax á öðru
starfsári sínu, og gerð vegar fyrir
Ólafsvíkurenni, svo að annað dæmi
sé nefnt frá upphafsárunum, þarf
mikinn mannafla og góðan tækja-
kost. Hjá Hagvirki starfar að jafn-
aði fyöldi verk- og tæknifræðinga,
iðnaðarmenn, vélamenn, tækni- og
verkamenn, sem hafa aflað sér
reynslu við margvísleg verkefni.
Margir starfsmanna hafa starfað
allt frá stofnun fyrirtækisins.
Verktakastarfserru hefur ætíð
verið sveiflum háð. í upphafí var
það ætlun eigenda Hagvirkis, að
fyrirtækið yrði alhliða verktakafyr-
irtæki, þó svo að atvikin hafi hag-
að því þannig, að jarðvinnuverk-
efni bæði stór og smá sætu í fyrirr-
úmi fyrstu árin. Fyrir um 2—3
árum dró mjög úr slíkum verkefn-
um og eru hafnarframkvæmdimar
í Helguvík síðasta stóra verkið á
því sviði, sem Hagvirki hefur átt
aðild að, að minnsta kosti í bili,
en framkvæmdir þar eru nú komn-
ar á lokastig. Þess í stað hefur
Hagvirki nú snúið sér í ríkari
mæli en áður að almennum bygg-
ingaframkvæmdum og er nú m.a.
með í smíðum fjölbýlishús í Grafar-
vogi fyrir Byggingarsamvinnufé-
lagið Búseta, fjölbýlishús við Ála-
granda og til nýmæla telst, að fyr-
irtækið festi nýverið kaup á landi
undir tæpar 200 íbúðir af öllum
gerðum á Seltjamamesi, sem
framkvæmdir munu hefjast við
innan skamms.
Síðastliðið haust tók Hagvirki
að sér verk á Grænlandi fyrir
ICECON sem felst í því að smíða
og endurbyggja fískvinnsluhús í
þremur bæjum á Grænlandi, en
því verki lýkur væntanlega nú í
vor. Þá eru samningar í gangi um
byggingu frystihúss í Nuuk.
Sérstakur vinnuflokkur er ann-
ast lagningu slitlags á þjóðvegi
landsins hefur verið starfandi hjá
fyrirtækinu undanfarin 4 ár, og
hafa verið lagðir hátt á þriðja
hundrað km af bundnu slitlagi
víðsvegar um landið.
Innan Hagvirkis er deildaskipt-
ing og heyrir starfsemi 6 deilda
undir forstjóra. Þær em: innkaupa-
deild, fjármála- og skrifstofudeild,
tæknideild, véladeild, jarðvinnu-
deild og byggingadeild, sem nýve-
rið flutti starfsemi sína til
Reykjavíkur, einkum vegna mikilla
verkefna þar um þessar mundir.
Á morgun gefst fólki m.a. kost-
ur á að skoða stórvirkar vinnuvélar
að störfum, einnig verða ýmis tæki
stór og smá til sýnis. Véla- og
trésmíðaverkstæði fyrirtækisins
verða opin og jafnframt verða
sýndar mjmdir frá starfsemi fyrir-
tækisins. Starfsmenn fyrirtækisins
munu verða á staðnum og svara
fyrirspumum.
Boðið verður upp á kaffíveiting-
ar og eitthvað svalandi fyrir böm-
in, sem jafnframt fá endurskins-
merki frá fyrirtækinu.
Rafboði hfVélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar hf.,
Nökkvi hf. og Stálvík hf
,, Skipaverkstöð ‘ ‘ — opið hús
í TILEFNI af Norrænu tækniári
1988 verða fyrirtækin við voginn
með „opið hús“ í húsakynnum
sínum sunnudaginn 14. febrúar
1988 kl. 13.00-17.00.
Við Amarvog í Garðabæ era
fjögur fyrirtæki sem saman
mynda „skipaverkstöð", þ.e. þau
geta veitt alhliða þjónustu við
smiði, endurbætur og viðhald
skipa. Eitt fyrirtækjanna smíðar
skip og setur niður vélar og ann-
an búnað, annað sér um allar inn-
réttingar, það þriðja annast raf-
lagnir og það fjórða smíðar allar
gerðir af vindum. Þessa dagana
er unnið að byggingu dráttar-
brautar og verður hún, þegar hún
kemst í gagnið í vor, sú stærsta
á landinu. Um svipað leyti er
gert ráð fyrir að viðlegukantur-
inn verði fullbúinn, þannig að á
svæðinu verði fullkomin aðstaða
til alhliða þjónustu við skipaút-
gerðir.
Stálvík hf.
Skipasmíðastöðin Stálvík hf. var
stofnuð 1961. Ifyrsta fískiskipið,
Sæhrímnir KE-57, var afhent eig-
anda á árinu 1963 og á því stöðin
25 ára smíðaafmæli á þessu ári.
Stálvík hf. hefur á þessum árum
smíðað fjölda fískiskipa af öllum
stærðum, ailt að 57 m löngum, eins
og Otto N. Þorláksson RE-203, sem
er mikið og gott fískiskip.
í dag er á lokastigi smíði á 39 m
alhliða fiskiskipi sem verður afhent
eiganda sínum, sem er Útgerðarfé-
lagið Jarl hf. í Keflavík, í lok mars.
Vonir standa til að gestum þyki til-
komumikið að sjá nærri fullsmíðað
skip af þessari stærð inni í húsi.
Nökkvihf.
Skipasmíðastöðin Nökkvi hf. var
stofnuð 1960. Fyrirtækið hefur á
þessum árum innréttað á milli 20
og 30 fískiskip og annast viðhald
og endumýjun á mörgum skipum.
Nökkvi hf. hefur eins og önnur
fyrirtæki á svæðinu iagað fram-
leiðslu síná að þörfum og kröfum
íslenskra sjómanna enda þykja inn-
réttingar þeirra hinar vönduðustu
að gerð og frágangi.
Vélaverkstæði Sigurðar
Sveinbjörnssonar hf.
Fyrirtækið var stofíiað í
Reykjavík 1946 en flutti á svæðið
1969, þá í nýtt og fullkomið verk-
stæðishús. Lengi framan af voru
aðalverkefni þess viðhald ýmiss kon-
ar, en á árinu 1955 hóf það fram-
leiðslu á vindum í samvinnu við
norskt fyrirtæki. Síðan þá hefur
fyrirtækið smíðað vindur í um 400
fiskiskip. Fyrirtækið rekur heildsölu
með vörur sem tengjast framleiðslu
þess. Á síðustu 20 árum hefur fyrir-
tækið framleitt flókinn dælubúnað
fyrir hitaveituholur víða um land.
Ekki er vafí á að gestum mun leika
forvitni á að sjá hinn fullkomna
tækjabúnað sem fyrirtækið er búið.
Rafboði hf.
Fyrirtækið var stofnað 1971.
Síðan þá hafa aðalverkefnin verið
raflagnir í skip. Fyrirtækið hefur
sérhæft sig í töflusmíðum fyrir skip
og einnig smíðað annan búnað í
skip, svo sem hleðslutæki, viðvör-
unarkerfí og gangsetningar- og
stjómunarbúnað fyrir umbreyta. Þá
hefur Rafboði hf. smíðað auto-troll-
búnað í 15 togara og er búnaður
þessi hannaður að hluta af Rafboða.
Ffyrirtækið hefur á að skipa reynd-
um tæknifræðingum og rafvirkjum
á sviði skiparafmagns.
Dráttarbraut Stétvfkur hf.
Arnarvogur
Opin hús á simmidaginn
Nú á sunnudaginn milli kl. 13
og 15 eru það annars vegar eitt
stærsta verktakafyrirtæki lands-
ins og hins vegar fyrirtæki í skipa-
smíðaiðnaðinum, sem verða með
Opið hús.
í Hagvirki, á Skútahrauni 2 í
Hafnarfírði, mun fólki m.a. gefast
kostur á að skoða stórvirkar
vinnuvélar að störfum. Einnig
verða sýnd þar margvísleg tæki
stór og smá, svo og véla- og
trésmíðaverkstæðið. Bömunum
verður leyft að setjast undir stýri
á mörgum vinnuvélanna og þeim
gefinn minjagripur um heimsókn-
ina.
í Skipaverkstöðinni við Amar-
vog í Garðabæ gefst fólki m.a.
tækifæri til að fara um borð í og
skoða nýsmíðaðan stóran skuitog-
ara inni í húsi. Einnig verða þar
í gangi stórvirkar vélar á véla-
verkstæði, og margt fleira verður
til sýnis.
Það verður án efa bæði
skemmtilegt og fróðlegt fyrir alla
aldurshópa, að skoða þessi fyrir-
tæki. Veitingar verða á boðstól-
um, bæði kaffí og svaladrykkir,
og starfsmenn munu veita upplýs-
ingar um starfsemi fyrirtækjanna.
■ a ■'«
Stálvík SI-1. Fyrsti skuttogarínn sem smíðaður var á Islandi. Skipið var afhent eigendum 1973,