Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 63 íuérn FOI_K UBRIAN Clough, framkvæmda- stjóri Nottingham Forest er að öllum líkindum út úr myndinni sem næsti þjálfari iandsliðs Wales í knattspymu. Stjóm Nottingham Forest samþykkti á fundi í fyrra- dag að banna honum að þjálfa bæði liðin. Stjómarmenn í knatt- spymusambandi Wales vom engu að síður bjartsýnir og vonuðust til að fá tvö ónafngreind fyrirtæki til að styrkja ráðningu Clough. Hann sagði hinsvegar í viðtali í sjónvarpi í gær: „Ég þyrfti að vera ruglaður til að yfírgefa Forest. Ég var að vísu staðráðinn í að segja upp hjá Forest, en ákvað svo að sofa á því og hef nú ákveðið að fara ekki ef stjómin er því andvíg.“ ■ ERIK Veje Rassmusen er talinn líklegur sem eftirmaður Alfreðs Gíslasonar hjá Essen í v-þýsku Bundesligunni í handknattleik. Erik Veje Rassmusen leikur nú í 2. deild í Danmörku, en lék í nokk- ur ár með Gummersbach áður en Kristján Arason varð löglegur með liðinu. ■ SAMMY Lee, sem er líklega þekktastur sem leikmaður Liver- pool leikur nú með Osasuna í 1. deildinni á Spáni. Hann leikur þó líklega ekki næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Vallodolid. I VIGNIR BaJdursson, knatt- spymumaður, hefur ákveðið að leika með UBK f 2. deild næsta sumar. Vignir lék á síðasta ári með ÍK í 3. deild. Hann lék með UBK 1985. ■ JOHAN Cruyff, fyrrum þjálf- ari Ajax, hefur sagt að ef til vill myndi hann skrifa undir samning sem þjálfari Barcelona í júní. Cru- yff sagði í samtali við spánskt dag- blað að hann myndi eyða næstu mánuðum í að skoða aðstæður hjá Barcelona. „Ef mér fínnst að ég geti unnið gott starf og ef stjóm félagsins samþykkir hugmyndir mínar þá skrifa ég undir samning," sagði Cruyff. Hann sagði að líklega yrði samningurinn til tveggja ára, með hugsanlegri framlenginu ef vel gengur. ■ STÉTTARFÉLAG ítalskra knattspymumarina hefur hætt við mótmæli sem vom fyrirhuguð um helgina vegna kröfu stærri liðanna um þrír erlendir leikmenn megi leika með hveiju liði. Litlu liðin hafa mótmælt þessum hugmyndum á grundvelli jafnréttis og halda því fram að þetta minnki möguleika ungra ítalskra knattspymumanna. Stéttarfélagið ætlaði efna til hálftíma mótmæla á sunnudag, sem hefðu tafíð leiki í 1. deild. Félagið hefur nú hætt við mótmælin vegna þess hve vel samningaviðræður hafa gengið. ■ PETER Angerer verður fánaberi Vestur-þjóðveija á opnun- arhátíð Vetrarólympíuleikanna í Calgary í Kanada í dag. Angerer var ákærður fyrir að hafa neytt steróíða á HM í Ósló 1985 og fékk tæplega árs bann fyrir. Vestur- þýska ólympíunefndin og Angerer hafa hins vegar alltaf sagt að hann hafí neytt steríóðanna án þess að vita af því — sökin hafi verið hjá lækni liðsins. MPORTSMOUTH á nú í mjög al- varlegum ftjárhagsörðugleikum og ef að liðið borgar ekki skuldir sínar innan nokkurra daga verður liðið lýst gjaldþrota. Liðið skuldar nú rúma milljýn punda, um 60 milljón- ir ísl. kr. Ástandið er svo slæmt að stjómarformaðurinn John Deacon hefur þurft að greiða Ieikmönnum laun úr eigin vasa síðustu vikur. ■ ÆFINGAR Þróttar verða samkvæmt stundatöflu f Vogaskóla um helgina. Fyrirhugað handknatt- leiksmót, sem þar átti að vera í dag og á morgun, fellur niður og halda Þróttarar því æfingatímum sfnum. KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN Þórsarar ofurliði bornir í upphafi Valur Inglmundarson var bestur Njarðvfkinga f gærkvöldi og skoraði 24 stig. NJARÐVÍKINGAR gátu leyft sér að láta varaliðið leika bróður- partinn af leiknum gegn Þór f gærkvöldi, svo miklir voru yfir- burðir þeirra. Sturla Örlygsson og Árni Lárusson voru meiddir en það virtist ekki koma að sök. Norðanmenn voru óvenju daufir, þeir voru ofurliði bornir þegar í upphafi og náðu sér aldrei á strik. Leikurinn sem slíkur bauð ekki uppá mikla spennu og var illa leikinn, einstaka sinnum brá fyrir snotrum samleik og þá sérstaklega af hálfu Njarðvfk- Björn inga en þess á milli Blöndal gerðu leikmenn sig skrifar seka um ótrúlegustu mistök. Sem oftar var Valur Ingimundarson bestur hjá Njarðvíkingum. Jóhann Sigurðsson var bestur Þórs- ara í þessum leik, sérstaklega í fyrri UMFN - Þór 91 : 69 íþróttahúsið í Njarðvík, úrvalsdeildin í körfuknattleik föstudaginn 12. febrúar 1988. Gangur leiksins: 2:0, 15:4, 19:14, 34:14, 40:16, 42:23, 46:27, 61:31, 59:37, 65:40, 69:40, 72:46, 79:56, 83:63, 89:65, 91$9. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 24, Hreiðar Hreiðarsson 17, Helgi Rafns- son 13, Teitur örlygsson 11, Friðrik Rúnarsson 7, Friðrik Ragnarsson 6, Ellert Magnússon 5, Jóhann Sigurðs- son 4, ísak Tómasson 4. Stig Þórs: Jóhann Sigurðsson 16, Konráð Óskarsson 13, Jón Héðinsson 12, Eiríkur Sigurðsson 10, Bjami össurarson 10, Bjöm Sveinsson 6, Ágúst Guðmundsson 2. Áhorfendur: 130. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Sigurð- ur Valur Halldórsson höfðu þeir góð tök á leiknum. hálfleik en í þeim síðari sýndi Bjami Össurarson oft góð tilþrif. FRJÁLSÍÞRÓTTIR „Opið bréf“ til íþróttakennara HANDBOLTI Kristján Arason íliði mánaðarins I þriðja sinn Kristján Arason, landsliðsmaður í handknattleik, hefur staðið sig mjög vel með Gummersbach í vetur og til marks um það hefur hann þrisvar verið í liði mánaðar- ins, sem tímaritið Handball Magazin velur. Kristján er eini leik- maður Gummersbach í janúarliðinu, en auk hans eru í því fjórir „nýlið- ar“ og tveir, sem hafa verið valdir einu sinni áður. Liðið er annars þannig: í markinu er Jurgen Brandstaeter, Hofweier, og aðrir leikmenn auk Kristjáns þeir Michael Klemm, Bayer Dormagen, Jovica Elezovic (2), Hofweier, Jöm-Uwe Lommel, Dormagen, Rudi Molitor, Göppingen, og Jochen Fraatz (2), TUSEM Essen. Af gefnu tilefni vil ég biðja fþróttasíðu Morgunblaðsins að birta eftirfarandi bréf til Þráins Hafsteinsonar, kenn- ara við íþróttakennaraskóla íslands: Kæri Þráinn. Vegna ummæla þinna í blaðagrein í gær vil ég taka fram að stjóm Frjálsíþróttasambandsins var ein- huga um ráðningu Guðmundar Karlssonar sem landsþjálfara FRÍ. Ég tel það ósmekklegt af þér að reyna að gera lítið úr hon- um með því að segja að hann hafí hvergi komið nálægt þjálfun. Þú lítur alveg framhjá því að hann er að ljúka ströngu bóklegu og verklegu námi við bezta íþróttahá- skóla heims, hinum sama og menn hafa verið ráðnir beint úr til kenn- arastarfa við íþróttakennaraskól- ann á Laugarvatni. Einnig því að sem keppnismaður hefur hann margra ára reynslu af agaðri þjálfun hjá þjálfumm, sem eru í fremstu röð í Vestur-Þýzkalandi. Þá þætti mér fróðlegt að vita hvað nemendur þínir á ÍKÍ hafa um það að segja að kennari þeirra skuli taka ómenntaðan mann fram yfír tvo íþróttakennara og kjósa hann fremur sem . landsþjálfara. Ég átti von á annarri afstöðu frá háskólamenntuðum íþróttafræð- ingi og kennara við æðstu íþrótta- fræðistofnun íslands. Er von að manni detti í hug að þú takir hvorki starf þitt né stofnun alvar- lega? Fróðlegt væri að vita hvaða skoðun skólastjóri ÍKÍ hefur á þessum meðmælum? Víkjum að ummælum þínum um hinn atvinnulausa brezka þjálfara Bruce Longden, sem þú notar til að gera mig tortryggilegan. Rétt er að við höfum staðreyndir á hreinu, en þær eru þessar. Eigin- kona þín, Þórdís Gísladóttir, hitti Longden á móti í Bretlandi, og við heimkomuna sagði hún fram- kvæmdastjóra FRÍ, að hún hefði rætt um landsþjálfarastarfíð við manninn og lofað honum að FRÍ hefði samband við hann eftir að hún kæmi heim. Nú geng ég út frá því að þinni ágætu konu hafí gengið gott eitt til. Hins vegar ræddi hún við Longden án vitund- ar og vilja stjómar FRÍ. Þegar „skilaboðin" bárust lágu umsóknir um starfíð fyrir hendi og eðlilegt að fjallað yrði um þær fyrst. Ef stjómin hefði ekki treyst sér til að taka neinni þeirra hefði hugs- anlega verið rætt við Longden. Af þeim sökum bað ég fram- kvæmdastjóra FRÍ að bíða með að hringja. Rétt er að taka fram að ársþing FRÍ, sem þú sast, fól stjóminni að ráða þjálfara fyrir 1. febrúar. Var það haft að leiðarljósi. „Skila- boðin" bámst í janúarlok og þarf ekki að tíunda að samningar við Longden hefðu tekið sinn tíma. Þurft hefði að athuga hvort hann treysti sér til að flytjast til Islands og setjast að til nokkurra ára. Ráðning hans hefði orðið langdýr- asta lausnin. Stjóm FRÍ hugðist tjalda lengur en til einnar nætur og því var Guðmundur ráðinn. Ummæli Einars Vilhjálmssonar, mesta afreksmanns fijálsíþrót- tanna undanfarin ár, í sömu blaðagrein eru því ánægjuleg og skoða ég þau sem traustsyfírlýs- ingu við Guðmund. Með kveðju, Ágúst Asgeirsson, formaður FRÍ. SUND Ágætir tímar en engin met ÍSLENSKT sundfólk hefur veriö á faraldsfæti síðustu daga og í gærtók hópur íslenskra keþp- enda þátt f móti í Helsingborg í Svfþjóð. íslendingarnir náðu ágætum tfmum, þrátt fyrir að engin met hafi verið sett. etta eru svipaðir tímar og við er að búast á þessum tíma. Ef eitthvað er þá eru þeir heldur betri en við áttum von á,“ sagði Ingimar Guðmundsson fararstjóri í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þau hafa verið í ströngum æfíng- um og því ekki hvíit mikið fyrir mótið þannig að við bjuggumst ekki við svo miklu." í gær var aðeins keppt í 50 metra skriðsundi og boðsundi. Ingólfur Amarson var fyrstur ís- lendinganna í 50 metra skriðsundi á 25.53 sekúndum, Hannes Már Sigurðsson á 25.71 sekúndu, Ingi Þór Einarsson á 26.86 sekúndum og Eyleifur Johannsson á 26.69. Hannes var svo ekki langt frá því að ná drengjameti í boðsundi. Hann synti fyrsta sprettinn á 26.69 sek- úndum, en var 3/100 frá metinu. í flokki kvenna náði Helga Sigurð- ardóttir besta tímanum, synti á 28.15 sekúndum, Pálína Bjöms- dóttir á 28.47, Heba Friðriksdóttir á 29.10, Þóninn Guðmundsdóttir á 30.53 og Björg Jónsdóttir á 29.67 sekúndum. Tvær síðasttöldu bættu tíma sinn verulega. Karlasveitin náði mjög góðum tíma í 4x50 metra skriðsundi, 1.43,35, en kvennasveitin synti á 1.56,37 sekúndum. íslensku keppenduirinir keppa í dag f lengri greinum, en mótinu lýkur á morgun. Fimleikar—fimleikar Uncjlingamót Fimleikasambands Islands 1988 verður haldið í Laugardalshöll 13. og 14. febrúar. Mótið hefst laugardaginn 13. febrúarkl. 14.30 og helduráfram sunnudaginn 14. febrúarkl. 14.00. Keppt verður eftir íslenska fimleikastiganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.