Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988' 7 Flotgallar sótt- ir með flugvél MIKIL eftirspurn er nú hér á landi eftir svokölluðum flot- vinnugöllum um borð í fiski- skip. Einn innflytjenda á slíkum göllum er umboðs- og heildverzlunin Seifur hf. Eft- irspurn eftir göllunum hjá henni hefur verið slík, að ákveðið var að senda leigu- flugvél til Noregs eftir rúm- lega 150 göllum svo hægt væri að sinna kaupendum. Erling Proppé er sölustjóri hjá Seifi. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrirtækið seldi flotvinnugalla frá Noregi, sem hétu Regatta. Töluverð eftirspurn hefði verið eftir þeim að undanf- örnu, en eftir að Morgunblaðið hefði skýrt frá giftusamlegri björgun tveggja skipverja af Guð- mundi VE, sem hefðu verið í þess- úm göllum, hefði nánast orðið Rétt síma- númer í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær, föstudag, voru rangar upplýsingar frá lögreglu um símanúmer upplýsingaþjónustu vegna nýrra umferðarlaga. Rétt númer er 62-36-35. Lögreglan í Reykjavík byrjar þessa þjónustu á mánudag. Þá er hægt að hringja í ofangreint núm- er frá kl. 14-16 og fá svör við spumingum um ný umferðarlög, sem taka gildi 1. mars. Þessi þjón- usta verður á virkum dögum fram til mánaðamóta. sprenging. Rekja mætti pantanir á að minnsta kosti 200 göllum beint til fréttarinnar. Þó Seifur ætti gallasendingu á leið til lands- ins með skipi, hefði hann ekki séð sér annað fært en að leigja flug- vél til að sækja galla til Alasunds í Noregi. Morgunblaðifl/Svemr Erling Proppé, sölustjóri og Atli Hermannsson, starfsmaður Seifs með einn gallann við fiugvélina, sem var frá leiguflugi Sverris Þóroddssonar. Lánasjóður íslenskra námsmanna: Hætt að draga meðlög frá láni SIGURBJÖRN Magnússon, nýskipaður formaður stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur sent Benedikt Bogasyni formanni Vöku, f.l.s. bréf þess efnis að stjórn sjóðsins hafi tekið þá ákvörðun að frá og með 1. júní n.k. verði hætt að telja meðlög til tekna við útreikning námslána. Tilefni þessa bréfs var fyrirspurn hins síðarnefnda um við- brögð sjóðsstjórnar við þeim tilmælum ráðherra um að þessum reglum yrði breytt. Aðdragandi þessa máls er Sá, að við endurskoðun úthlutunarreglna sjóðsins síðastliðið vor samþykkti meirihluti stjómar sjóðsins þá reglu að bamsmeðlög skyldu tejast til tekna og koma til frádráttar náms- lánum. Þessu mótmæltu fulltrúar námsmanna. Síðastliðið haust samdi Valborg Snævarr, fulltrúi Vöku í Háskóla- ráði greinargerð um þetta mál, þar sem hún færði rök fyrir því að regl- an styddist ekki við lög. Benti hún á að samkvæmt bamalögum og for- dæmi Hæstaréttar teldist meðlag vera eign barns en ekki móður. Full- trúi Stúdentaráðs Háskóla íslands í stjóm LÍN lagði fram greinargerð Valborgar, en niðurstöðu greinar- gerðarinnar var hafnað í stjórn sjóðsins. Að tilhlutan Valborgar var málinu vísað til Lagastofnunar Háskóla Is- lands og 1. desember síðastliðinn skilaði stofnunin áliti sínu. Var álitið samhljóða áliti Valborgar. Álit þetta var kynnt stjóm Lánasjóðsins, en meirihluti hennar var ósammála áliti Lagastofnunar. Námsmenn bmgðu því næst á það ráð að senda Birgi ísleifi Gunnars- syni, menntamálaráðherra álitið og þann 21. desember síðastliðinn seridi ráðherra sjóðsstjórninni bréf, þar sem hann mæltist eindregið til þess að reglunni yrði breytt við næstu endurskoðun úthlutunarreglna Lánasjóðsins. 28. janúar síðastliðinn lögðu full- trúar námsmanna í stjóm LIN fram tillögu til stjómar, þar sem lagt var til að viðkomandi ákvæði í úthlutun- arreglum yrði fellt út, frá og með gildistöku og sú skerðing sem af því hefði hlotist leiðrétt með afturvirk- um hætti. Stjóm sjóðsins felldi þessa tillögu. 4. febrúar síðastliðinn sendi Bene- dikt Bogason formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, stjóm Lánasjóðsins bréf, sem hann kynnti fulltrúum námsmanna í stjórninni. í bréfi þessu var fyrirspum þess efn- is, hver viðbrögð stjómarinnar yrðu við málaleitan ráðherra. Sigurbimi Magnússyni var á stjómarfundi 4. febrúar falið að svara bréfi Bene- dikts. Á síðasta fundi stjómar sjóðsins, síðastliðinn fimmtudag kynnti Sig- urbjöm bréf stjómarinnar til form- anns Vöku. Segir m.a. í bréfinu: „Á fundi stjómar LÍN í dag var tekin sú ákvörðun að hætta að flokka meðlög sem tekjur og tekur sú ákvörðun gildi frá og með 1. júní, er nýjar úthlutunarreglur taka gildi." Segir enn fremur í bréfinu að stjómin standi fast við þá skoðun sína að núgildandi reglansé fullkom- lega lögmæt. I samtali við Morgunblaðið, sagði Valborg Snævarr fulltrúi Vöku í Háskólaráði, að hún fagnaði þessari ákvörðun stjómarinnar, sem vissu- lega væri áfangasigur í þessu máli. „Það er ávallt ánægjulegt að sjá vinnu sína bera árangur og bjóst ég í rauri ekki við annarri niðurstöðu. Með bréfi ráðherra var málið nánast komið í höfn, en með fljófæmisleg- um tillöguflutningi sínum, án sam- starfs við mig, sem hafði unnið máíið efnislega, var stjóm sjóðsins stillt upp við vegg og gert illmögu- legt að samþykkja eitt eða neitt. Við í Vöku vomm ávallt þeirrar skoðunar að þetta mál ætti að vinn- ast í tveimur áföngum. í fyrsta lagi ætti að fá reglunni breytt og síðan að fá fram einhverja afturvirka leið- réttingu. Það mál á nú eftir að kanna og undirbúa og er það von mín að einhver leiðrétting náist, en til þess að það megi takast, verður fulltrúi stúdenta í stjóm Lánasjóðsins að spara allar svívirðingar í garð stjóm- valda, en reyna heldur að ná sam- vinnu," sagði Valborg Snævarr. Metaðsókn í Bandaríkjunum, Metaðsókn í Englandi. Umsagnir fjölmiðla: „Óigandi spennumynd“ „Besti hrollur ársinsu „Rómantískasta mynd ársinsu „Nístandi spennumynd“ „Snjöll og tælandi“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.