Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 Svartahaf: Bandarísk og sovésk herskíp rekast saman Samtökin World Press Photo völdu í gær fréttamynd ársins og fyrir valinu varð mynd Anthony Suau, sem starfar hjá Black Star-ljósmyndaþjónustunni. Myndin var tekin er lögreglan í Suður- Kóreu hugðist sporna við stúdentaóeirðum. ÞÆGILEGAR TÖFFLUR úr mjúku skinni m/skinnklæddu korkinnleggi. Teg.: Clara. Verð kr. 1.190,- Einnig fáanlegar með hælbandi. KRINGW N Domus Medica, Sími 689212. VELTU8UNDI 2, 21212 Austurríki: Fyirum ráðheira deil- ir á sagnf ræðingana Ummæli hans vekja hneykslan Vínarborg. Reuter. KARL Gruber, fyrrum utanríkis- ráðherra Austurríkis, dró í gær i efa að sagnfræðingamir, sem rannsökuðu fortíð Kurts Wald- heims, forseta, hafi starfað að heilindum. Ummæli hans hafa komið af stað nýjum deilum í Austurríki. Gruber sagði að sagnfræðingam- ir hefðu verið óvinir Waldheims. Sá þýzki væri sósíaiisti og hinir af gyðingaættum. Sagnfræðingamir voru frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Sviss, ísrael og Belgíu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að Waldheim Ke'fði " ekki gérst sekur uin stríðsglæpi en verið kunnugt um brottflutning gyðinga í flótta- mannabúðir og aftökur liðsmanna frelsissveita. Waldheim var aðstoð- armaður Grubers, sem var utanrík- isráðherra á ámnum 1945-53. „Ef hann væri neyddur frá völdum myndi hann bjóða sig fram aftur og hljóta endurkjör, ugglaust með meiri mun en í síðustu kosningum," sagði Gmber. Franz Vranitzky, kanzlari, sendi sagnfræðingunum skeyti í gær og bað þá afsökunar á ummælum Gm- bers. Hann sagði þau ekki endur- spégla afstöðu rikisstjómarinnar. Ýmsir þingmenn sögðu ummæli Gmbers skammarleg. Leiðtogar austurrískra gyðinga sögðu að til- raunir Grubers til að gera lítið úr starfi sagnfræðinganna væm hon- um ekki sæmandi. Með yfirlýsing- um sínum væri hann að ala á gyð- ingahatri. I viðtali við austurríska fjölmiðla f gær sagðist Waldheim ekki ætla að segja af sér. Það væri skylda sín að þjóna landi sínu og þjóð. Hann sagðist ekki hafa mótmælt brottflutningi gyðinga og aftökum á liðsmönnum frelsissveita þar sem hann hefði fyrst og fremst hugsað um sitt eigið skinn. „Já, ég játa það að ég vildi lifa stríðið af,“ sagði hann. Reuter Mynd ársins og sagði bandarísku skipin hafa verið á ólöglegri siglingaleið. Hefðu þau neitað að hlíta aðvömn- um sovésku skipanna en ekki var minnst á fullyrðingar Bandaríkja- manna að um viljaverk hefði verið að ræða. Svartahafið er Sovétmönnum sérlega mikilvægt í herfræðilegu tilliti því þaðan liggur leiðin út á Miðjarðarhaf í gegnum Bospoms- sund. Umsvif flota Bandaríkja- manna á þessum slóðum hafa far- ið vaxandi á undanfömum ámm. Herskip Sovétmanna og Banda- ríkjamanna sigla iðulega nærri hvomm öðmm og hafa oft hlotist af því árekstrar. Leiðtogafundur EB-landanna: Aðstæður leiðtoganna heimafyrir víða erfiðar Brussel, frá Kristófer Má Kristóferssyni, ÞÆR ákvarðanir sem leiðtogar Evrópubandalagsins (EB) standa frammi fyrir eru þess eðlis að þær verða ekki teknar af stjórnmála- mönnum með takmarkað umboð eða í kosningabaráttu. Vafalítið hafa erfiðar pólitiskar aðstæður sumra leiðtoganna heimafyrir fréttaritara Morgunblaðsins. töluverð áhrif á möguleika þeirra til árangurs. í Belgíu situr starfsstjóm, sem hefur takmarkað umboð til að skrifa undir samkomulag sem hefur um- talsverðar pólitískar afleiðingar í för með sér. Sama gildir um ítölsku stjómina frá síðasta miðvikudegi. ,Frönsku fulltrúarnir á fundinum, Francois MÍttírrahd og 'J1 Jaeques Chirac, em líklegir keppinautar um forsetaembættið í komandi kosningu þar. Sennilega líta þeir á fundinn sem innlegg í þá baráttu og Ijóst er að báðir kysu þeir að sigra „jámfrúna" frá London á fundinum. Helmut Kohl kanslari V-Þýskalands stendur frammi fyrir tvennum fylkiskosning- um í vor. Annað þessara fylkja, Bad- en-Wiirtenberg, er það eina sem flokkur hans, Kristilegi demókrata- flokkurinn, stjómar einn. Það er honum og flokki hans því mikils virði að halda meirihluta sínum þar, Bad- en-Wurtenberg er dæmigert fyrir þá landbúnaðarstefnu sem Bretar vilja feiga og þess vegna er ekki undar- legt þó Kohl standi fast við hags- muni þessara skjólstæðinga sinna. Skoðanakannanir í fylkinu benda til þess að fylgi flokks hans vélti á nið- urstöðum fundarins í Brussél. Tals- menn bændasamtaka þar fullyrða að það muni hrynja ef Kohl lætur undan Thatcher. Ekki úti um EB Það væri rangt að ætla að úti sé um EB ef ekki næst samkomulag á fundinum. Ráðherrafundir þess éiga sér langa sögu í seinvirkum vinnu- brögðum. Mikilvægar tillögur hafa verið til umfjöllunar á þeim í allt að áratug. Auðvitað verður fjárlaga- kreppan leyst áður en til greiðslu- þrots kemur en það er ljóst að fram- kvæmdastjómin hefur fullan hug á að notfæra sér hana til að knýja leiðtogana til samkomulags til langs tíma um fjárhag bandalagsins. Það má fullyrða að þetta eru ekki kjörað- stæður til að taka ígrundaðar ákvarðanir en ef til vill verður það ekki öðru vísi gert. Um þessar mundir greiðir Evrópu- bandalagið helminginn af öllum kostnaði við landbúnað innan EB á móti aðildarríkjunum. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í byijun febrúar og fjallaði um viðhorf bænda og almennings til landbúnaðarstefn- unnar og útgjalda vegna hennar er meirihluti allra íbúa bandalagsins ánægður með fyrirkomulagið og tel- ur útgjöldin við hæfi. Það er því ekki almenningsálitið sem knýr leið- togana til breytinga á stefnunni heldur miklu fremur sú aðhalds- stefna sem ríkt hefur í fjárlagagerð og ríkisútgjöldum allra vestrænna þjóða á þessum áratug. Það má fullyrða að hugmyndir þeirra frumkvöðla evrópskrar sam- vinnu sem komu á reglulegum fund- um leiðtoga aðildarríkjanna á sínum tíma gengu ekki út á það að leið- togamir kæmu saman til að þrefa um tonn eða prósentustig til eða frá. Það hefur á síðustu árum færst í vöxt að embættismenn og fagráð- herrar hafa vísað alls konar deilu- málum um smáatriði til leiðtoganna. Fundimir sem upphaflega áttu að íjalla um sameiginlega stefnu bandalagsins og taka stórar ákvarð- anir fara æ meira í þref um magntöl- ur af ýmsu tagi. Þessi þróun er ef til vill hættulegust fyrir framtíð Evrópubandalagsins. En jafnvel þó svo að árangurinn í Bmssel verði lítill fá leiðtogamir annað tækifæri í Hannover í júní. Washíngton, Reuter. SOVÉSK og bandarísk herskip rákust tvívegis saman á Svarta- hafi í gær. í tilkynningu frá bandaríska varnarmálaráðu- neytinu sagði að sovésku skipin hefðu siglt viljandi á hin banda- rísku og yrði formlegum mót- mælum komið á framfæri við yfirvöld í Sovétrikjunum. í tilkynningu vamarmálráðu- neytisins sagði að beitiskipið Yorktown og tundurspillirinn Car- on hefðu verið á reglubundinní siglingu innan 12 mílna landhelgi Sovétríkjanna, í samræmi við ákvæði alþjóðalaga þar að lút- andi. Sovésk freigáta af Mirka- gerð hefði siglt á Caron og þrem- ur mínútum síðar hefði önnur so- vésk freigáta _af Krivak-gerð siglt á Yorktown. í bæði skiptin hefði verið um viljaverk að ræða. Banda- rísku skipin hefðu ekki orðið fyrir teljandi tjóni og talið væri að skemmdir á sovésku skipunum væru óverulegar. Atburðir þessir áttu sér stað klukkan 11 í gær- morgun að staðartíma og voru skipin þá stödd um 9 og 11 mílur suður af Krímskaga. Sovéska fréttastofan Tass birti stutta tilkynningu um atburðinn ERLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.