Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 34
34 HRAFN SVEINBJARNARSON III STRANDAÐI VIÐ HOPSNES Utrýming... litsákvæði þess háttar samnings yrðu að vera mjög skýr ætti hann að hljóta staðfestingu öldungadeild- ar Bandaríkjaþings. Sagði hann mikilvægt að viðræðunum væri haldið áfram þó svo enn væri ekki ljóst hvort eftirlitsákvæði Wash- ington-samningsins skiluðu tilætl- uðum árangri. Hann sagði að til leiðtogafundar NATO-ríkjanna í byijun mars væri ekki boðað til að ganga frá samningaumboði fyrir Bandaríkjamenn í START-viðræð- unum, þ.e. um langdræga kjarn- orkuheraflann, heldur til að líta al- mé'nnt fram á veg með tilliti til meginstefnunnar í alþjóða- og af- vopnunarmálum. Gorbatsjov ekki fijáls- hyggjumaður í felum Carrington kvað ógerlegt að segja til um hvort boðaður brott- flutningur innrásarliðsins frá Afg- anistan væri áróðursbragð af hálfu Sovétmanna. „Mér sýnist að breyt- ingarnar séu margar hveijar fyrst og fremst á sviði efnahagsmáia. Gorbatsjov telur að forysta ríkja Vesturlanda, einkum Banda- ríkjanna og Japan, fari sífellt vax- andi. Við þessu vill hann bregðast því haldi þessi þróun áfram verða Sovétríkin eingöngu stórveldi á sviði kjamorkuvígbúnaðar. Ég tel að hann sé að reyna að koma á þeirri skipan mála sem gerir honum • kleift að beina fjármagni, sem runn- ið hefur til vamarmála, til aðkall- andi verkefna heima fyrir. Hins vegar er það fásinna að telja sökum þessa að Gorbatsjov sé ékki komm- únisti heldur einhvers konar fijáls- hyggjumaður í felum sem ætli sér að umbylta allri stefnu Sovétríkj- anna.“ Mikilvægi Islands Carrington var spurður um hem- aðarlegt mikilvægi íslands með til- liti til aukinnar vígvæðingar bæði flughers og flota Sovétmanna á Kóla-skaga og hvort hann teldi sig geta merkt einhverjar breytingar á hlutverki vamarstöðvarinnar í Keflavík í framtíðinni. „Þú átt þá við hvort ég telji að mikilvægi landsins komi til með að aukast. Eg hef ævinlega litið svo á að ísland sé algjörlega lífsnauðsyn- legft fyrir vamir NATO, þannig að ég fæ ekki séð hvemig mikilvægi þess getur í rauninni farið vaxandi! Vígvæðing Sovétmanna á Kóla: skaga sýnir ljóslega hvaða vanda við er að etja hér á norðurslóðum og það er brýnt að við tökum hann til rækilegrar skoðunar. Mér sýnist íslendingar og Norðmenn hafa af þessu vaxandi áhyggjur, en ég tel að ekki beri að taka á þessu sem svæðisbundnum vanda heldur verði að skoða þetta mál í ljósi þess sem er að gerast nú um stundif á sviði afvopnunarmála. En ég tel að við þurfum að fylgjast vel með þróun mála í þessum heimshluta og eink- um og sér í lagi með breytingunum á Yankee-kafbátunum, sem þið minntust á í upphafi.“ Að lokum var vikið að því að Iávarðurinn hygðist nú söðla um og láta til sin taka á vettvangi al- þjóðlegrar listaverkasölu. Hann var jafnframt spurður hvort hann hygð- ist hætta afskiptum af stjórnmál- um. „Já, ég hef nú undanfarin fimm eða sex ár verið formaður fulltrúa- ráðs Victoriu- og Alberts-safnsins í Bretlandi. Mér þótti starfið hjá Christie’s áhugavert verkefni og kem til með að stjórna rekstrinum frá degi til dags. Ég veit raunar ekki hvort ég verð þess umkominn að stjóma daglegum rekstri fyrir- tækisins, en ég verð þá að læra það! Þú spyrð um politík. Hvaða er- indi á maður á mínum aldri í pólitík? Jú, rétt er það, ég held sæti mínu í bresku lávarðadeildinni og get því alitaf farið þangað og látið gamm- inn geisa á þingi, ef mér þykir mik- ið liggja viðl“ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 Morgunblaðið/ Bjami Eiríksson Á strandstað í gær. Varðskipið Óðinn úti fyrir og þyrla frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli setur mann um borð í Hrafn Sveinbjarnarson. Morgunblaðið/Kr. Ben. Pétur Guðjónsson skipstjóri á Hrafni Sveinbjamarsyni III. læti til björgunarmanna, sérstak- lega þyrluáhafnarinnar. Hann sagði að þeir hefðu verið hífðir upp í þyrluna og selfluttir í land, hann og vélstjórinn síðastir, og hefði björgunin gengið mjög vel. Báturinn strandaði rétt fyrir klukkan tvö í fyrrinótt en Pétur taldi að allir skipveijar hefðu verið komnir í land um klukkan 3.45. Pétur sagðist ekki hafa lært að vinna með þyrlumönnum, en séð þá á æfingum. Félagar úr björgunarsveitinni Þorbimi í Grindavík voru kallaðir út um klukkan tvö um nóttina, að sögn Sigmars Eðvarðssonar formanns sveitarinnar. Hann sagði að þeir hefðu strax gert fluglínu- tæki sveitarinnar klár og farið með þau að slysstað. En þannig hefði staðið á að betra hefði verið að nota þyrluna og því hefði hún flutt mennina í land. Sagði Sigmar að um 30 menn úr björgunarsveit- inni hefðu verið ræstir út. - segir Pétur Guðjónsson skipstjóri VIÐ vorum ekki í beinni hættu. Það var ákjósanlegt veður en þetta hefði verið ógurlegt hjá okkur ef veðrið hefði verið verra,“ sagði Pétur Guðjónsson skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni III GK 11 í samtali við Morgunblaðið í fyrrinótt eftir að skipverjar voru komnir í verbúð útgerðarinnar í Grindavík. Hrafn Sveinbjamarson III var á leið til Grindavíkur úr róðri þeg- ar hann strandaði við Hópsnesið, utarlega í Jámgerðarstaðavík, talsvert austan við innsiglinguna, rétt fyrir klukkan tvö í fyrrinótt. Hann var með talsvert af ufsa úr netum sem hann er með á Reykja- nestá. Hann virðist hafa siglt á fullu yfir sker og boða og stöðvað- ist að lokum uppi á rifi. A fjörunni í gærmorgun var hann nánast á þurru. Ekki var í gærdag ljóst með skemmdir á skipinu en unnið var að björgun þess. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru flestir skipveijar við vinnu á milli- dekkinu þegar óhappið varð. Vakt var í stýrishúsinu en skipstjórinn og vélstjórinn sofandi í klefum sínum. Ellefu menn voru um borð: Pét- ur Guðjónsson skipstjóri, Skúli Óskarsson vélstjóri, Styrmir Jó- hannsson, Páll Jóhannsson, Reynir Gestsson, Gunnar Finnbogi Gunn- arsson, Valur Ólafsson, Sigfús Traustason, Eyþór Bjömsson, Ól- afur Rafn Jónsson og Halldór Björgvinsson. Skipveijamir fengu sér hress- ingu í verbúðinni þegar þeir komu til Grindavíkur. Þeir höfðu það allir gott og Pétur skipstjóri sagð- ist vilja koma á framfæri þakk- Morgunblaðið/Kr. Ben. Áhöfn Hrafns Sveinbjarnarsonar III, fyrir utan skipstjórann og vélstjórann, komin í kaffi í verbúð útgerðarinnar í fyrrinótt. í fremstu röð sitja frá vinstri: Eyþór Björnsson, Ólafur Rafn Jónsson og Halldór Björgvinsson. í annarri röð: Valur Ólafsson og Sigfús Traustason, í þriðju röð: Reynir Gestsson og Gunnar Finnbogi Gunnarsson og öftustu röð f.v.: Styrmir Jóhannsson og Páll Jóhannsson. Hefði veríð ógnríegt hjá okkur í veira veðri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.