Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
53
áhættusama útgerð, svo notuð séu
hans eigin orð.
Eyþór naut barna- og unglinga-
fræðslu sem kostur var á þessum
stað og fermdist frá Hofskirkju um
leið og móðir mín, en milli þeirra
var ætíð hin besta vinátta.
Hugur Eyþórs stóð til fleira en
til boða stóð í þessari fámennu
byggð og árið 1926, fór hann alfar-
inn úr heimahúsum, en áður en
hann fór samdi hann um allar skuld-
ir föður síns við Sameinuðu verslun-
ina.
Eyþór fór til Akureyrar og dvaldi
hjá Einari Einarssyni útgerðar-
manni og konu hans, Guðbjörgu
Sigurðardóttur. Þennan vetur lærði
hann reikning og undirstöðuatriði í
siglingarfræði hjá Aðalsteini Magn-
ússyni skipstjóra og ensku hjá
Hannesi O. Bergland.
Veturinn eftir fór hann í Stýri-
mannaskólann í Reykjavík og lauk
skipstjómarprófí um vorið, og var
stýrimaður hjá Barða Barðasyni
skólabróður sínum um sumarið.
Næstu árin var Eyþór mikið við
eigin útgerð og skiptust þá á skin
og skúrir. Ég man að eitt sinn sagði
hann mér af viðskiptum sínum um
sölu á saltfiski um 1930, en þá var
sá fátækastur sem átti mest af
fiski, allt óseljanlegt í kreppunni.
Árið 1936 ræðst hann til bræðr-
anna Gunnlaugs og Ingvars Guð-
jónssona og tekur við aflaskipinu
Bimi EA 396. Sumarvertíðin brást
og útlitið svart, en hann fór með
skipið á reknet um haustið og var
með langmestan afla.
Þetta skip var hann með árið
eftir og þá gekk allt vel. Eyþór sá
mjög eftir því að hætta hjá þeim
bræðmm, en hann tók við aflaskip-
inu Bjarka. A þessum ámm var
hann með eftirsóttustu og afla-
hæstu skipstjómm landsins.
Hann var mörg ár með ms. Rik-
ard frá ísafirði og sigldi öll stríðsár-
in. Eyþór mat mjög þá lífsgleði og
speki sem hann varð aðnjótandi við
kynni sín af athafnamönnunum svo
sem Ingvari Guðjónssyni, Óskari
Halldórssyni, Björgvin Bjamasyni
og Gísla Magnússyni, sem hann
taldi með mestu máttarstólpum
þjóðfélagsins á þessum tíma.
Að njóta samskipta við þessa
menn og fleiri var í hans huga eins
og margra ára háskólanám.
Eyþór var mikill gæfumaður,
hann og skipshöfn hans áttu því
láni að fagna að bjarga þrisvar sinn-
um skipi og skipshöfn.
Eitt sinn strandaði skip hans við
Gjögra en skipshöfnin komst lífs
af, og einu sinni missti hann út
mann af mb. Reyni, en það var
Einar bróðir hans, og bjargaðist
hann.
I lífí hans vom einnig skuggar.
Árið 1945 var hann fluttur úr
brúnni af bv. Sigríði RE á Vífils-
staðahæli þar sem hann var viðloð-
andi næstu misseri, einnig varð
hann að leita lækninga í Noregi við
berklum. Eftir að Eyþór hætti á
sjónum og náði heilsu tók hann til
við síldarsöltun með O. Henriksen,
auk þess sem á hann hlóðust alls-
konar opinber störf. Hann var í
stjóm Bæjarútgerðar Siglufjarðar
og fyrsti framkvæmdastióri hennar
frá 1947-53.
Hann var varamaður í stjóm SR
í mörg ár fyrir Svein Benediktsson,
auk íjölmargra trúnaðarstarfa fyrir
Siglufjarðarkaupstað. Hann beitti
sér fyrir því að fyrsU skuttogarinn
var byggður fyrir Íslendinga, var
það fjölveiðiskipið Siglfírðingur sem
hann átti í félagi við skipstjómar-
mennina Pál Gestsson og Axel
Schiöth og vélstjórana Agnar Þór
Haraldsson og Jóhann Friðleifsson
og Kaupfélag Siglfirðinga. Fylgdist
ég mjög vel með þegar á þessari
framkvæmd stóð, bæði var það að
ég rak þá fyrirtæki sem sá um við-
gerðir á rafbúnaði og fiskleitartækj-
um og Sigurður Sigfússon móður-
bróðir minn var með umboð ásamt
Magnúsi Jenssyni fyrir skipasmíða-
stöðina Ulstein Mek. Verksted í
Noregi. Þannig var Eyþór, vakandi
í starfi, á þessum tíma hafði hann
tekið við umboði fyrir Skeljung hf.
á Siglufírði, sem sá um mikla olíu-
sölu til skipa og á þeim tíma til
húshitunar.
Eyþór var norskur ræðismaður á
Siglufírði og sá hann um fyrir-
greiðslu fyrir útgerðir skipa bæði
frá Noregi og Færeyjum, þar sem
hann átti fjölda vina og kunningja
auk íslenskra útgeðarmanna, sem
fengu hann til þess að leysa úr alls-
konar vandamálum sem upp komu.
Ég man að þegar ég kynntist
honum virtist mér hann alltaf vera
á ferðinni hvort sem var á nóttu
eða degi.
Hann hringdi eða leitaði mann
upp á ólíklegustu tímum og stöðum
ef hann þurfti á aðstoð manns að
halda, gerði miklar kröfur en
greiddi reikninga athugasemda-
laust.
Þannig voru okkar fyrstu kynni
og á þau bar aldrei skugga.
Eftir að ég naut þjónustu hans
með olíuviðskipti til Rafveitu Siglu-
Qarðar voru sömu viðskiptareglur
hafðar: miklar kröfur við erfið skil-
yrði, en reynt að greiða reikninga
á réttum tíma.
Skrifstofa hans var í Útvegs-
bankanum við hlið skrifstofu raf-
veitunnar. Oft kom Eyþór í mola-
sopa og þá voru málin rædd tæpi-
tungulaust.
Þegar Sigurður Finnsson stofn-
aði fyrirtækið Togskip hf. með út-
gerð Dagnýjar og Sigureyjar var
Eyþór með, var hann endurskoð-
andi félagsins og fundarstjóri á
aðalfundum, á ég góðar minningar
um hann sem röggsaman fundar-
stjóra og félaga.
Eyþór mat menn eftir orðheldni
og áreiðanleik í viðskiptum, hann
skildi betur en margur annar vanda-
mál daglegs lífs til lands og sjávarj
og að ekki væru alltaf til reiðu pen-
ingar til greiðslu reikninga á gjald-
daga. í þeirri stöðu vildi hann hvers
manns vanda leysa, en ef menn
fóru á bkk við hann og sögðu hlut-
ina á annan veg en var, voru hinir
sömu ekki hátt skrifaðir.
Eyþór hreifst mjög af samvinnu-
hreyfíngunni og eignaðist fjölda
vina og kunningja sem störfuðu
innan hennar.
Að málum fylgdi hann hinsvegar
Sjálfstæðisflokknum, þótt honum
hafi ekki allt líkað sem forustan
framkvæmdi.
Eyþór sagðist sjálfur blendinn í
stjómmálum og sagðist rekast illa
í flokki, hann trúði á sjálfan sig og
dugnað en taldi jafnframt að stærri
málum yrði best komið í höfn með
samvinnu fleiri aðila eins og hann
sýndi með kaupum á Siglfírðingi.
Hann vildi sjá veg útgerðar og
fiskvinnslu sem mestan og hafði
verulegar áhyggjur af því hvemig
nú er komið fyrir mörgum stærstu
fyrirtælcjum okkar í sjávarútvegi.
Við náðum ekki að ræða það
ástand sem nú er að skapast á
Hofsósi, fæðingarstað hans, en þar
er nú búið að segja upp öllu starfs-
fólki í frystihúsinu og svart útlit
með framtíðina, en mér segir hugur
að hann hefði haft einfaldar skýr-
ingar til lausnar á því máli.
Eitt sinn þegar hann var staddur
í viðræðum við Jón Ámason banka-
stjóra Landsbankans, og erindið var
að fá aukið rekstrarfé til togara
Siglfirðinga sem hann veitti for-
stöðu, en peningar lágu ekki á
lausu, og Eyþór hefur trúlega gert
hvatlega athugasemd um hvar pen-
ingamir væm, gekk þá Jón með
honum út að glugga og benti á íbúð-
arhúsin (steinsteypuna) í Reykjavík
og sagði: Þama geymum við fé
þjóðarinnar. Þetta var á áranum
1947—53, síðan er búið að steypa
mikið en útgerðin og fiskvinnslan
eiga undir högg að sækja eins og
oft áður. Eyþór var einstaklega
vinnusamur, vann hann oft um
helgar á skrifstofu sinni og var þá
að koma öllum málum sem að hon-
um snera á hreint, hann var ein-
stakur skilamaður og þoldi ekki
neinskonar óreiðu.
Hann var vinmargur og vinfastur
og tryggur vinum sínum. Eftir að
Snorri Stefánsson verksmiðjustjóri
missti sjónina, var Eyþór hjá honum
flesta sunnudaga eftir að messu
lauk, og ræddi við Snorra um dæg-
urmálin. Hann var trúaður og
kirkjurækinn, tilfinninganæmur en
með harða skel.
Eyþór kvæntist áirð 1947 Ólöfu
Jónsdóttur Jónassonar bónda á
Kjamá í Eyjafirði. Var hún alin upp
hjá móðurafa sínum.
Þau hófu búskap í Reykjavík en
bjuggu lengst af á Siglufírði. Þau
eignuðust einn dreng sem þau
misstu.
Þau tóku í fóstur á unga aldri
Karólínu Friðrikku Hallgrímsdótt-
ur. Hún er gift Haraldi Ámasyni,
sem unnið hefur með Eyþóri hjá
umboði Skeljungs um árabil. Eiga
þau fimm böm, sem hafa orðið afa
sínum til mikillar gleði í gegnum
árin.
Eftir að Ólöf féll frá árið 1984
átti hann athvarf hjá Karólínu og
Haraldi en hélt sínu heimili áfram.
Siglufjörður hefur misst einn af
sínum dugmestu íbúum, sem sárt
er saknað. Hann var vissulega bú-
inn að skila sínu ævistarfí, sem er
að mínu mati óvenju mikið og
árangursríkt fyrir þjóiðfélagið.
Siglufjörður verður svipmipnf/
eftir.
Ég tel að þessi umskipti verði
honum ekki erfið. Hann mun sigla
að ókunnri strönd eilífðarinnar og
mæta þar ástvinum sínum. Hans
ævistarfi var hér lokið, og fyrir
samfylgdina vil ég þakka.
Við hjónin færam Karólínu og
Haraldi ásamt bömum þeirra og
aðstandenum hugheilar samúðar-
kveðjur á þessari sorgarstundu.
Blessuð veri minnig Eyþórs
Hallssonar. Sverrír Sveinsson.
helgina 13. til 14. febrúar
í Reykjavík og á Akureyri.
Já þaö er rétt, viö höfum loksins fengiö til
kynningar og sölu bílinn sem beðiö hefur
veriö eftir, Lada SAMARA meö nýrri og
stærri vél, 1500. Líttu við um helgina og
reynsluaktu nýjum SAMARA bíl. Lada
SAMARA 1500, 5 gíra verður til sýnis og
sölu að Suðurlandsbraut 14, Reykjavík og
Gránufélagsgötu 47, Akureyri. Sýningin
veröur opin laugardag frá 10 til 17 og
sunnudag frá 13 til 17. Opið verður í Bíla
& vélsleðasölunni þar sem sýndir verða
og seldir notaðir Lada bílar.
Lada er mest seldi bíllinn
ár eftir ár.