Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 Reykvískir nemendur fylgjast með skemmtun TuréU-hjónanna í gær. ChiU og Dan TuréU syngja einn söngva Dans á sviðinu í Háskólabíói. Auðvitað höfum við boðskap en við segjum ekki frá honum - segja Chili og Dan Turéll Á að taka Dan TuréU alvar- lega? Hann lítur út eins og hann vUji það ekki. íklæddur einhvers konar sjakket við hvítar buxur, með stórt bindi um hálsinn, dökk sólgleraugu og svartan harð- kúluhatt, andlitið með svolitlum kímnisvip. Kannski eru gleraug- un til að draga úr glettnisvip augnanna? Þegar hann byijar að tala, fær öU myndin annan svip. Áheyrandinn missir hið ytra form út úr brennividdinni og djúp, róleg röddin beinir athygi- inni að yfirveguðum listamanni, sem hefur vaUð sér leiksvið og kann sína ruUu, veit nákvæmlega Islenski dansflokkurinn frum- sýnir fjögur ballettverk undir samheitinu „Eg þekki þig - þú ekki mig“ á morgun, sunnudag, 14. febrúar. Hollendingurinn John Wisman samdi dansana og setur jafnframt upp sýninguna hér í náinni samvinnu við landa sinn Henk Schut sem er hönnuð- ur sýningarinnar. Þetta er stærsta verkefni Islenska dans- flokksins á leikárinu og ein af áskríftarsýningum leikhúsgesta. John Wisman starfar við Þjóðar- ballettinn í Hollandi sem aðaldans- ari og dansahöfundur. Henk Schut hannar búninga, sviðsmynd og sér um lýsingu, en umgjörðin er mikil- vægur hluti sýningarinnar. Að ioknu myndlistamámi f Hollandi nam Schut leikmynda- og búninga- hönnun við Royal Academy of Dra- matic Art í Lundúnum, þar sem hvað hann er að gera. Við hlið hans situr kona hans og sam- starfsmaður, leikkonan Chili, og skerpir myndina. Við skynjum kannski best lífssýn þeirra hjóna, þegar þau segja okkur nafn dótt- ur sinnar, sem situr þar hjá og litar í bók, hún heitir Lotus eftir „. . . þvi undursamlega og fal- lega kínverska blómi“. Við eram á blaðamannafundi, þar sem Dan Turéll og Chili segja frá sjálfum sér. Tilefnið er heimsókn þeirra hingað til iands í boði Nor- ræna hússins, Háskóla íslands og Háskóiabfós. Þau koma til að vera viðstödd framsýningu bíómyndar- hann hefur starfað síðan sem sjálf- stæður hönnuður við ýmis leikhús. Fyrsta verk sýningarinnar, „Eg er að bíða eftir þér“, samdi Wisman að beiðni hollenska ríkissjónvarps- ins fyrir keppni ungra evrópskra dansara, sem fram fór á Italfu 1985 og sjónvarpað var beint til margra landa. Tóniistin f verkinu er eftir Louis Andriessen. Upphaflega tók annað verkið, „Númer 48“, heilt kvöld í sýningu en íslenskir áhorfendur sjá aðeins brot úr því. Það var samið fyrir dansflokk Krisztina de Chatei og tónlistina samdi John Cage. „Segðu þetta aftur, hærra" nefn- ist þriðja verk sýningarinnar. Það var samið 1984 fyrir hollenska þjóð- arballettinn við 4. kafla „Sinfonia" eftir Luciano Berio. I verkinu dansa Qórar konur og fjórir karlar. Sfðasta verkið er samið sérstak- lega fyrir kvendansarana tíu sem innar sem gerð var eftir fyrstu sakamálasögu Turélls sem heitir Morð í myrkri. í leiðinni flytur Tur- éll fyrirlestra í boði Háskólans, les upp úr verkum sínum í Norræna húsinu og þau hjón flytja skemmti- dagskrá, e.k. kabarettsýningu, í Norræna húsinu annað kvöld. Danni frændi Dan Turéll er fæddur árið 1946. Hann mótast á bítlaáranum, kemur fram á sjónarsviðið 1969 og verður í foiystu fyrir rithöfundum sinnar kynslóðar. Hann skrifar bækur, ljóðabækur, smásögur og loks saka- máiasögur, alls yfir 70 bækur. Hann skrifar einnig dálka í blöð, semur söngva, útvarps- og sjón- skipa Islenska dansflokkinn og þá fjóra karldansara sem taka þátt í sýningunni. Verkið heitir „Loka- skilaboð" og er tónlistin úr þremur verkum eftir Laurie Anderson. Dansarar Isienska dansfiokksins í verkinu „Eg þekki þig - þú ekki mig“ era: Ásta Henriksdóttir, Birg- itte Heide, Guðmunda Jóhannes- dóttir, Guðrún Pálsdóttir, Helena Jóhannsdóttir, Helga Bemhard, Katrín Hali, Lára Stefánsdóttir, Olaffa Bjamleifsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Gestadansarar í sýningunni era Jóhannes Pálsson sem undanfarin ár hefur starfað með The Pennsyl- vania Ballet Company og ferðast um Asíu með kóreönskum dans- flokki, Hollendingurinn Comé du Crocq, Austurríkismaðurinn Hany Hadaya og Bandaríkjamaðurinn Paul Estabrook. varpsþætti og síðustu tvö árin hafa þau hjónin ferðast um með skemmtidagskrá sína og sýnt um alla Danmörku, fyrir dönskum þing- mönnum, heimsótt Belgíu og Græn- land og nú ísland. í Danmörku er Dan Turéll orðinn eins konar goð- sögn um bítlakynslóðina, þekktur sem „Danni frændi“. Morð í myrkri Við spyrjum Dan Turéll fyrst um sakamálasögur hans og kvikmynd- ina eftir þeirri fyrstu, Morð í myrkri. Hanrt segir þetta vera fyrstu myndina sem gerð er eftir sögum hans og hann hafí veitt handrits- höfundum og leikstjóra algjört frelsi við gerð hennar. „Ég hef þegar gert mína kvikmynd, hún er hér,“ segir hann og heldur uppi bókinni. „Mér fínnst hafa tekist vel að koma sögunni á fílmu, hún hefur sitt eig- ið form, bók er bók og kvikmynd er kvikmynd. Þetta er vissulega sérstök tilfínning, maður hefur „búið með“ þessum persónum í 7 til 8 ár og allt í einu era þær fam- ar að „búa með“ öðram! Nú er ver- ið að kvikmynda næstu sögu í bóka- röðinni og undirbúningur hafinn að þeirri þriðju, það lítur út fyrir að bókaröðin komi líka út í kvikmynda- röð,“ segir Dan Turéll og brosir. Hann lýsti síðan sögunum, sem era allar um sömu aðalpersónur, nafnlausa blaðamanninn, lögreglu- foringjann Ehler og lögfræðinginn og vinkonu blaðamannsins, Gitte Bristol. „Þetta era glæpasögur og gerast jrfírleitt í stórborg, þar sem jarðvegurinn er fyrir glæpastarf- semi. Sög^usviðið er oftast Kaup- mannahöfn, sérstakir staðir og umhverfí þar. Ég reyni að nota þetta söguform til þess að rannsaka umhverfíð, kafa ofan í þennan þjóð- félagskima," segir Dan og Chili bætir því við, að myndin Morð í myrkri hafí heppnast vel, fengið gfóða dóma og aðsókn. „Aðalleikar- inn, Michaei Falch, passar vel í hlut- verkið, konur segja hann mjög lag- legan og kynþokkafullan og það er mjög gott,“ segir hún. Skemmtidagfskrá fyrir alla Dan vísar spurningfum um skemmtidagskrá þeirra til konu sinnar, „það er hennar deild,“ segir hann. Chili lýsir þessari uppákomu: „Þetta er ekki eiginleg kabarettsýn- ing, frekar eins konar „standandi rithöfundur", við syngjum ýmis lög við danska texta, við setjum nýja texta við lög frá t.d. Lou Reed og Leonard Cohen. í bland við söngv- ana förum við með ljóð og Dan talar við áheyrendur," segir hún. Þau era spurð um til hverra skemmtidagskráin höfði helst, hvort hún sé bundin ákveðinni kyn- slóð? „Gestir okkar era á öllum aldri, eiginlega frá 15 ára til áttræðs,“ svarar Chili og heldur áfram: „Dan höfðar mjög tii eldri kvenna, þær era hrifnar af honum, eins yngra fólk. Þetta er ekki hreint glens og grín, þótt formið sé slíkt, áhorfend- Morgunblaðið/Þorkell „Danni frændi“, eins og Danir kalla fjöllistamanninn Dan Tur- éll, flytur atriði úr skemmtidag- skrá fyrir reykvíska skólanem- endur i Háskólabíói í gær. ur koma til að hlusta, ekki aðeins til að hlæja." — Hafíð þið þá einhvem sér- stakan boðskap að færa? „Auðvitað höfum við boðskap, en við eram ekki svo vitlaus að «agt frá honum," svarar Dan og líkti þvi við bækur, rómana, þar sem sagt er á kápunni um hvað þær era, „. . . þannig að lesandinn veit nákvæmlega hvemig bókin er og hættir við að lesa hana,“ segir Dan Turéll og brosir kímileitur. Ástar-haturssamband við ísland Að lokum era Turéll-hjónin spurð hinna klassísku spuminga um ís- land. „Ég hef svona einhvers lags ást- ar-haturssamband við ísland," segir Dan, „Ég hef komið hingað áður, ég held fyrir um tíu áram. Það sem mér líkar best er stoltið, hvað sumt við landið og þjóðina er óbreytan- legt. Hitt líkar mér verr, sem er þvermóðskan, ekki þvermóðska ein- staklinga, heldur í uppbyggingu þjóðfélagsins, sem lýtur einhveijum „verður að gera“ og „má ekki gera“ reglum. Svo get ég auðvitað bætt einhveiju við um hreina loftið og náttúrafegurðina," sagði hann og brosti sínu breiðasta. „Hér er allt svo yndislega hreint, t.d. miðað við Kaupmannahöfn," sagði Chili. „Ég naut þess að fá mér morgungöngu í hreina loftinu og dóttirin á öragglega skemmtileg- ar minningar héðan, hún undi sér vel I snjónum, sem hún sér annars svo sjaldan." Að þessum orðum sögðum kveðj- um við þennan merka fjöllistamann, Dan Turéll og Qölskyldu hans, þeirra bíður ströng dagskrá, að kynna verk sín fyrir íslendingum yfír helgina. í dag verða þau viðstödd fram- sýningu myndarinnar Morð í myrkri í Regnboganum kl. 14.00 og á morgun, sunnudag, mun Dan iesa úr verkum sfnum og segja frá sjálf- um sér í Norræna húsinu kl. 17.00. Annað kvöld kl. 20.30 sýna þau hjón síðan kabarett sinn í Norræna húsinu, aðgöngumiðar era seldir á staðnum. ÞJ Morgunblaðið/Bjaraí Úr „Ég þekki þig - þú ekki mig“, sem íslenski dansflokkurinn frumsýnir á sunnudag. Ég þekki þig - þú ekki núg“ Frumsýning hjá íslenska dansflokknum á sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.