Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 FRJALSAR IÞROTTIR „Ég er enginn lygari - segirAndre Raes sem sótti um landsliðsþjálfarstarf hjá FRÍ Andra Raes. „ÉG er enginn lygari. Ég bið þig um að segja öllum á ís- landi þaö,“ sagði Belgíumað- urinn Andre Raes, í samtaii við Morgunblaðið í tilefni fréttar í blaðinu á miðviku- daginn undirfyrirsögninni: Belgíumaður sótti um lands- liðsþjálfarastöðu undir fölsku flaggi. Andre Raes sótti um stöðu landsliðsþjálfara Frjáls- íþróttasambandsins en í ljós kom að upplýsingamar í umsókninni voru ekki réttar, svk. túlkun FRÍ. Skv. þeim upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá FRÍ sagði Raes í umsókn sinni að hann hefði keppt á Ólympíuleikunum, í Miinchen 1972. Raes keppti ekki þar — hann segist hafa verið val- inn en fór ekki. í umsókninni, sem rituð er á ensku, stendur: „I was also selected for the olympic gam- es in Miinchen 1972 at the age of 16.“ Þetta túlkuðu forráða- menn FRÍ þannig að hann hefði keppt í Múnchen. Raes segir hins vegar: „Reglur í Belgíu eru mjög strangar hvað varðar aldur þátt- takenda á Ólympíuleikunum. Belgíumenn senda ekki keppend- ur undir 17 ára og mér var tjáð að ekki yrði gerð undantekning frá þeirri reglu í mínu tilviki, þrátt fyrir að hafa verið valinn. Þess vegna fór ég ekki. En það hefur ætíð skipt mig miklu máli að hafa verið valinn og sagði þess vegna frá því í umsókninni." Annað atriði sem Raes var ósáttur við í fréttinni var, að hann hafi ekki átt Evrópumet unglinga í 400 m hlaupi, eins og hann segir í umsókninni. Einnig sagði í frétt- inni að hann hefði heldur ekki sett belgískt met og var hvort tveggja byggt á upplýsingum belgíska frjálsíþróttasambands- ins. Raes sagðist, í samtali við Morgunblaðið, hafa átt belgíska metið í 400 m hlaupi í a.m.k. 15 ár í ákveðnum unglingaflokki — og besti tími sinn hafi verið besti tími í Evrópu á þeim tíma. Þarna stangast á fullyrðingar hans og belgíska fijálsíþróttasambands- ins. Morgunblaðið hefur á ný leit- að upplýsinga hjá belgíska sam- bandinu en enn ekki fengið svör. Þau verða birt er þau berast blað- inu. VETRAROLYMPIULEIKARNIR I CALGARY Leikarnir settir í Calgary í kvöld Þrír íslenskir keppendur á meðal þátttakenda VETRAROLYMPÍULEIKARNIR hefjast í borginn Calgary í Kanada í dag. Leikarnir veröa settir í kvöld kl. 20 að íslensk- um tíma, en leikunum lýkur sunnudaginn 28. febrúar. I sland sendir þrjá keppendur á leikana. Einar Ólafsson keppir í 15, 30 og 50 km. skíðagöngu, Guð- rún Helga Kristjánsdóttir keppir í svigi og stórsvigi og Daníel Hilm- arsson keppir í svigi, stórsvigi og tvíkeppni. Þjálfari landsliðsins er Helmut Maier frá Austurriki, en Mats Westerlund frá Svíþjóð er þjálfari landsliðsins í göngu. Þetta er í 9. sinn sem Island sendir keppendur á Vetrarólympíuleikana, en það var fyrst gert 1948, en þá fóru leikamir fram í St. Moritz í Sviss. í sunnudagsblaði Morgunblaðsins verða íslensku keppendumir kynnt- ir og þar er einnig að finna dag- skrá mótsins. Vetrarólympfulelkarnlr verða settlr f Calgary f Kanada f dag og sfðan hefst keppni f fshokkf og verður lelklð f þessarl höll. SPÁÐU / LfÐ/N OG SPILADU MEÐ Hægt erað spá í leikina símleiðis og greiða fyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322 LEIKVIKA 24 Leikir 13. febrúar 1988 1 Arsenal - Luton 2 Charlton- Wimbledon 3 Chelsea - Manchester United & 4 Coventry - Sheffield Wed. 5 Newcastlo - Norwich 6 Oxford - Tottenham ISLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. 7 Southampton - Nott'm Forest 8 Watford - Liverpool 9 W. Ham - Portsmouth (sjónv.) 10 Barnsley - Blackburn 11 Leicester - Leeds 12 W.B.A. - Crystal Palace K 1 X 2 ISAKSTUR Kepptá Kjóavöllum á morgun ÆT Amorgun klukkan 13 hefst ísaksturskeppni á Kjóavöllum við Rjúpnahæð og verður keppt í tveimur flokkum. Annars vegar keppa bílar með drif á tveimur hjól- um og hins vegar bílar með drif á fjórum hjólum og skulu bílamir búnir samkvæmt reglum um íslensk umferðarlög. Skráning fer fram astaðnum frá klukkan 12.30 og er öllum heimil þátttaka. Iþróttir helgarinnar Veggtennis A morgun, sunnudag, fer fram þriðja Squashmót vetr- arins á vegum Stjömunnar FM-102,2, Dansstúdíós Sól- eyjar og Veggsports hf. Mótið verður haldið í Veggsport og hefst klukkan 13.15, en þátt- töku skal tilkynna fýrir klukk- an 13 í dag í Veggsport eða Dansstúdíó Sóleyjar. Austur- bakki hf gefur öll verðlaun, sem eru Dunlop-íþróttavömr. Fijálsíþróttir Meistaramót íslands í frjáls- um íþróttum innanhúss fer fram í Laugardalshöll, í Bald- urshaga og_ að Laugarvatni um helgina. í dag kefst keppni klukkan 10 í Laugardalshöll og verður keppt í 800 m hlaupi karla og kvenna, hástökki karla og kúluvarpi karla. Klukkan 14 hefst keppni í 50 m hlaupi karla og kvenna og langstökki karla í Baldurs- haga. A morgun klukkan 10 hefst keppni í Höllinni, klukk- an 14 í Baldurshaga og klukk- an 18 að Laugarvatni. Fimlelkar Unglingamót Fimleikasam- bands Islands verður í Laug- ardalshöll um helgina. Keppni hefst klukkan Í4.30 í dag og klukkan 14 á morgun. Keppt verður í íslenska fimleikastig- anum og er fjöldi keppenda um 200. Karfa Tveir leikir verða í úrvals- deildinni í körfuknattleik um helgina. í dag klukkan 14 leika ÍR og UBK í Seljaskóla, en kiukkan 20 annað kvöld hefst leikur Vals og Hauka í Valshúsinu. Skíði Keppt verður í alpagreinum fullorðinna á Akureyri um helgina, en í Bláfjöllum keppa 15-16 ára unglingar. Þá verð- ur Fjarðargangan á Ólafsfirði. Sund Þriðja Speedo-unglingamótið í sundi verður í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Þátt- takendur eru yfír 500 og hefst keppni klukkan 10 og 16 i dag og á morgun. Júdó Sveitakeppni Júdósambands íslands hefst í íþróttahúsi Kennaraháskóla • íslands klukkan 10 í dag. Glíma Þorramót í glímu hefst klukk- an 14 á morgun í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Á eftir eða klukkan 16.30 hefst á sama stað fyrsta axlataka- mótið og er það opið fyrir alla innan ÍSÍ. Blak Síðustu leikirnir í 1. deild karla og kvenna fara fram í dag, en úrslitakeppnin hefst síðan um næstu helgi. í 1. deild karla leika HSK og KA tvo leiki að Laugarvatni, klukkan 10.30 og 14. í Haga- skóla leika Fram og HK klukkan 13, ÍS og Þróttur, Reykjavík, klukkan 14.15 og Víkingur - Þróttur Nes. klukkan 15.30. í 1. deild kvenna leika KA og Víkingur í Vogaskóla klukkan 9.30 í dag og Víkingur og Þróttur Nes. klukkan 10.45. Annað kvöld klukkan 21 leika síðan Víkingur og HK, en árshátíð blakara verður í kvöld á Hótel Lind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.