Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 Hvers má vænta við sölu frímerkja? 1«14-EIMS«UPAFeiAC ISIANDS-19S4 1014-eiMSKIPAFElA6 ISIANOS-1S64 Efra hægra merkið er í verðskrá sjöfalt dýrara en hvert hinna sök- um prentvillu: -felag í stað -félag, þ.e. án kommu yfir e. Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Á liðnum árum hef ég oft verið spurður um verðmæti frímerkja. Ekki verður því neitað, að þar verð- ur stundum heldur ógreitt um svör. Ekki stafar það sízt af því, að spyij- endur eru þá oft búnir að líta í verðskrár og fá fram við þann sam- anburð tölur, sem í flestum tilvikum eru óraunhæfar, þegar á reynir. Einhvern tímann mun þetta efni hafa verið rætt hér í frímerkja- þætti, en ekki sakar að minnast á það aftur. Það, sem kom mér eink- um af stað í þetta skipti, er grein í nýjasta blaði Landssambands norskra frímerkjasafnara. Hér á eftir leyfí ég mér að rekja efni greinarinnar, enda á hún jafnmikið erindi til almennings hér á landi og í Noregi. Er það ritstjóri blaðsins, Erling Sjong, sem hefur samið hana af gefnu tilefni. Grein þessi nefnist: Vænting og raunveruleiki við sölu. Þar segir í upphafi, að lesandi blaðsins hafi skrifað því og sagt, að hann hafi erft frímerkjasafn og reynt að selja það um hendur frímerkjakaup- manns. Orðrétt segir svo: „Eg reyndi að fá fram verðmæti safns- ins eftir verðskrá og fékk um 30 þúsund krónur (þ.e. um 180 þúsund íslenzkar krónur). En kaupmaður- inn, sem blaðaði í fljótheitum í gegnum fjögur albúmin, sem safnið var í, bauð mér einungis 5 þúsund krónur (þ.e. 30 þúsund íslenzkar krónur)." Síðan spyr erfínginn: „Getur þetta verið rétt? Eru þetta hreinir prettir eða hvað? Ritstjóri blaðsins svarar svo þess- um spumingum og byijar á síðasta atriðinu, þ.e. hvort hér séu ein- hveijir prettir á ferðinni af hálfu kaupmannsins. Hann telur svo tæp- lega geta verið, enda hefði kaup- maðurinn þá ekki boðið svo hátt verð fyrir safnið og hann gerði. Hann segir, að þess konar spurn- ingar komi sí og æ fram, og er það alveg í samræmi við reynslu okkar hér á landi. Erfíngjar, sem sitja uppi með frímerkjasafn eða söfn, sem faðir eða móðir eða afi og amma hafa safnað og skemmt sér við um áratugi, reyna að selja þau, ef enginn í fjölskyldunni hefur áhuga á að halda þeim við. En þá kemur einmitt oft í ljós, að það fæst langt í frá það verð fyrir söfn- in, sem menn höfðu gert sér vonir um. Þessu svarar ritstjórinn á þá leið, að hér séu það einmitt vonir manna um hátt söluverð, sem at- hugavert sé við, en ekki tilboð það, sem menn fá í frímerkin. Hann bendir réttilega á það, að ekki sé alveg öruggt, að safn, sem einhver hefur safnað um árabil, sé nokkurs virði í peningum á fijálsum markaði, þegar á reynir. Hins vegar var það ekki lítils virði fyrir þann, sem hafði safnað því saman. Það er einmitt þetta, sem margir erf- ingjar hafa rekið sig á hér á landi sem annars staðar, og þeim er vart láandi, þótt þeir eigi erfítt með að skilja þennan sannleika eða sætta sig við svo hastarlega reynslu. Sjálfur hef ég nokkra reynslu af að leiðbeina mönnum við að koma frímerkjasöfnum á markað til sölu, og eins hef ég oft verið spurður ráða af lesendum þessara þátta. Og ég sé af þeirri grein, sem ég er hér að vitna í, að vandamálin í þessum efnum eru alls staðar fyrir hendi og í flestum tilvikum hin sömu. En við skulum enn heyra, hvað hinn norski ritstjóri hefur að segja. „Nei, það er ekki auðvelt verk að dæma, hvað fengizt getur fyrir frímerkjasafn við sölu. Margir liðir hafa þar áhrif á: Eru merkin heil, eru þau fallega stimpluð, hafa þau verið vel geymd — eða er á annan hátt eitthvað „sérstakt“ við þau, sem gerir þau eftirsóknarverð?" Þá skiptir það einnig miklu máli, hvort einhveijir safnarar hafi einmitt áhuga á sama sviði og þetta safn nær yfír. Hér er eftirspumin einn liður, sem ræður verðlagi frímerkja- safna. Ef svo skyldi vilja til, að fáir eða jafnvel engir safnarar hafi áhuga á sama söfnunarefni og sá, sem lét eftir sig þetta ákveðna safn, getur orðið erfitt að selja það, og takist það, þá að jafnaði aðeins fyrir hluta af skráðu verði í verðlist- um. Þá skiptir miklu máli, hvort litur frímerkis eða frímerkja hefur haldið sér óbreyttum í tímans rás. Þetta á einkum við eldri frímerki, þar sem litur var viðkvæmur og vildi fölna með árunum. Eins héfur miðjun (centrering) frímerkja áhrif á verðlagningu þeirra. Hér er átt við það, að mynd merkisins sitji þannig, að hvíta röndin utan um hana sé jafnbreið allt í kring. Þann- ig vilja hinir vandlátu helzt hafa frímerkin í söfnum sínum. Þá skipt- ir það máli, hvort frímerkið sé með svokölluðu vatnsmerki eða ekki. Sú var lengi venjan, að hvert frímerki var með vatnsmerki. Svo varð breyting á þessum vatnsmerkjum, og getur verið talsverður munur á verði sama merkis eftir því, hvert vatnsmerkið er í því. Að ég tali svo ekki um, ef vatnsmerkið varð öfugt í merkinu, þ.e. á hvolfí. Þá getur verðmunur oröið geysimikill. Nær- tækasta dæmið í þeim efnum hjá okkur eru frímerkin með mynd af Ásgeiri Ásgeirssyni forseta frá 1973. Samkvæmt lista er munurinn 20 faldur á 13 krónu merkinu og 60 faldur á 15 krónu merkinu, mið- að við merki með réttu vatnsmerki. Allt þetta ber að hafa í huga við verðlagningu frímérkjasafna. Hér verða erfingjar venjulegast að treysta á „sérfræðinga“, því að ekki er á færi annarra en safnara að skera úr mörgum þessara fram- angreindu atriða. Það er því rétt hjá norska ritstjór- anum, þegar hann segir, að sþurn- ingarnar séu margar, sem vakni í þessum efnum og hafa verði í huga við verðlagninguna. Þá bendir hann á, að svokallaða „massavöru" sé ekki hægt að selja öðru vísi en í kííóatali. Hér er átt við venjuleg frímerki, sem menn rífa af bréfum og leggja til hliðar. Orðrétt segir Erling Sjong svo: „Fyrstadagsum- slög og önnur undarlegheit (spiss- fíndigheter) forðast menn oftast eins og pestina." Hér mega lesend- ur minnast þess, sem ég hef áður skrifað um svonefnd fyrstadags- umslög. Þau voru mjög í tízku um nokkurt skeið og það svo, að marg- ir héldu, að þau væru góð íjárfest- ing til seinni ára. Raunin hefur því miður orðið allt önnur, og nú sitja menn uppi með marga kassa fulla af þessum nær óseljanlegu umslög- um. Og ummæli Norðmannsins segja okkur skýrt, að svo sé einnig í heimalandi hans. En síðan ræðir ritstjórinn sér- staklega um þá hlið, sem snýr að frímerkjakaupmanninum. Þau um- mæli hans eiga alls staðar jafn vel við. Hann segir: „Látum einnig þetta vera alveg ljóst: Frímerkja-' kaupmaður kaupir frímerki til þess að selja þau aftur. Hann rekur verzlun. Hann ber útgjöld, sem hann verður að standa skil á, og verður að greiða söluskatt. Og hann verður helzt að bera svo mikið úr býtum við söluna, að hann geti framfleytt sér af henni. Þá verður hann að gera ráð fyrir því við frímerkjakaup, að hluti merkjanna sé í þannig ástandi, að hann geti alls ekki selt þau aftur. En um leið verður hann sjálfur að meta, hvað hann geti fengið fyrir hugsanleg „fágæti“.“ Og ritstjórinn endar umsögn sína eða svar til norska erfíngjans með þessum orðum: „Og á grundvelli þessa og margra ann- arra liða, verður hann (þ.e. kaup- maðurinn) svo að gera seljandanum boð.“ Ég vonast til, að þeir lesendur þessa þáttar, sem standa e.t.v. í svipuðum sporum og hinn norski erfíngi frímerkjasafnsins, geti dreg- ið einhvern lærdóm af því, sem hér hefur verið sagt. Fari svo, er til- gangi þessa þáttar náð. ÁRAMÓTARABB Vetur í borg. Kæru lesehdur. Garðyrkjufélag íslands óskar lesendum Blóms vikunnar alls góðs á nýbyijuðu ári og þakkar kærlega góðar viðtökur á þessum blómapistlum á síðastliðnu ári. Viðbrögð lesenda hafa verið svo uppörvandi að við hyggjumst enn taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í desember. Ég hygg að flestir íslendingar minnist nýliðins árs sem einstak- lega hagstæðs árs fyrir ræktun. Ég veit að þeir sem kunna að fara með tölur og reikna meðaltal fyrir þetta og hitt geta sýnt fram á að sumarið var ekki jafn sólríkt og margir vilja vera láta, en í heild var árið veðursælt um nær allt land, mildur vetur og gott vor, úrkomulítið sumar og milt haust, ef undanskilið er kuldakas tið í byijun október. Já, það er líkast því sem vetur- inn hefði gleymt íslandi. Stjúpur blómstruðu í görðum á Akureyri og víðar um land í desember og sunnan lands voru ýmsir runnar teknir að bæra á sér. Stöku geisla- sópur, sem sneri vel að sólu, lét skína í gul blóm og rósabjálfamir mínir voru teknir að laufgast og komnir með meira en 5 cm ný- vöxt. Bömin voru hnípin yfír snjó- leysinu og gárungamir farnir að tala um græn jól í stað rauðra. En skyndilega vorum við minnt á hnattstöðu Islands. Ekki þurfti lengur að efast um hvaða árstími væri því vetur konungur reið all- hressilega í hlað á Þorláksmessu og síðan hefur verið nær samfellt frost og norðangarri. Já og hafís- inn, landsins fomi fjandi, er orðinn óþægilega nærgöngull við norður- ströndina.. Rósimar mínar laufg- ast ekki lengur en frostrósimar skarta sínu fegursta. Þegar ég var smástelpa var stundum sunginn bragurinn um hana Tótu litli tindilfættu. Ég kunni hann nokkum veginn á mínum sokkabandsárum en man nú aðeins glefsur einar. Ein hend- ingin úr þessum brag er mér þó minnisstæð, en hún var eitthvað á þessa leið: Maður getur alltaf á sig blómum bætt, svaraði hún Tóta litla tindilfætt. Og við sem látum okkur Blóm vikunnar nokkru varða þekkjum svo sannarlega prentsmiðjufjól- umar, blómin hennar Tótu litlu. Þessar ljólur hafa blómstrað allt of vel í garði okkar síðastliðið ár. Það er einkum númeraröðin á þáttunum sem hefur brenglast en stöku sinnum hafa fallið niður nöfn greinahöfunda og það er sýnu verra. Þess vegna hefur það orðið hefð hjá okkur að birta einu sinni á ári heiti greina ársins með réttu númeri og höfundamafni. Þessi listi birtist í síðasta þætti fyrir jól. En það sem helst hann varast vann, varð að koma fyrir hann. Inn í þennan lista slæddist villa sem leiddi til verulegrar skekkju í feðrun greinanna. Krist- inn Guðsteinsson skrifaði grein nr. 69 — Balkönsk skógarsóley. Næstu 5 greinar, sem fjölluðu um ýmsa haustlauka og ræktun þeirra, skrifaði Hafsteinn Hafliða- son, en nafn hans féll því miður niður og því var sem Kristinn ætti alla sex „krógana". Við biðj- um bæði Hafstein og Kristin vel- virðingar á þessum pennaglöpum og vonum að úr pennum þeirra megi enn koma fróðleikur handa lesendum Blóms vikunnar og von- andi verða þeir „krógar“ rétt feðr- aðir. Gott væri að veturinn gengi af prentsmiðjufjólunum dauðum, þótt annar gróður vakni með vor- inu. En er ekki erfítt að þreyja þorrann og góuna fyrir þá sem unna gróðri, hvað er til bragðs fyrir blómavini? Þegar vetrarþokan grá þig vill loka inni svífðu burt og sestu hjá sumargleði þinni. Sannarlega getur veturinn liðið fljótt við ljúfa tilhlökkun og sumir eru jafnvel þegar byijaðir á vor- verkunum. Ymsir þeir sem rækta tómata sér til gamans eiga nú þegar vænar plöntur í uppeldi og trúlega fer að verða tímabært að sá stjúpum og þeim sumarblómum sem þurfa Iengstan vaxtartíma. Og inniblómin sem gleðja okkur yfír veturinn kunna vel að meta áburðargjöf og j^fnvel umpottun þegar daginn tekur að lengja. Við þurfum alls ekki að sitja með hendur í skauti þótt úti sé frost og fíúk. í þessum þætti verður haldið áfram á sömu braut. Hér verður létt rabb og fróðleikur um jurtir, inni og úti, litlar og stórar, ætar og óætar, einærar og fjölærar, tré og runna, arfa og óværu. Þeir lesendur sem vilja gjarnan að fjall- að sé um eitthvert ákveðið efni eru beðnir að hringja í síma 91-27721 eða skrifatil Garðyrkju- félags íslands, box 1461, 121 Reykjavík, og láta vita. Hver veit nema unnt sé að verða við þeim óskum. Sigríður Hjartar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.