Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRUAR 1988 Dagnr 70 ára: Bollur - bollur Markmíðið er að gefa áfram út gott dagblað Einarsbakarí býður glænýjarog gómsætar bollur um helgina. Verið velkomin. Opið laugardaga 8-16, sunnudaga 9-16. Tryggvabraut22, sími 27099. iTS - segir Áskell Þórisson ritstjórí DAGUR, eina dagblaðið utan Reylqavikur, fagnaði 70 ára af- mæli í gær og héldu starfsmenn blaðsins og gestir þeirra, alls 130 manns, upp á timamótin á Hótei KEA í gærkvöldi. Dagur hóf sinn lífsferil 12. febrúar 1918 og hef- ur frá upphafi stutt Framsóknar- flokkinn, segir í ágripi af sögu Dags. Fyrsta blaðið var fjórar síður og á forsíðu nýja blaðsins sagði fyrsti ritstjóri þess, Ingi- mar Jónatansson Eydal, meðal annars: „Þó að Dagur sé nú lítill vexti, þegar hann hefur göngu sína, má þó vel svo fara að á honum sannist það fornkveðna: „Mjór er mikils vísir“.“ Frá upphafi hafa níu menn verið ritstjórar Dags. Nú eru rit- stjórar þeir Áskell Þórisson og Bragi Bergmann, en þeir tóku við ritstjóm blaðsins sl. sumar. Níu ritstjórar Á gamlársdag 1919 tilkynnti ritstjóri blaðsins að einhver frestun yrði á útkomu blaðsins þar sem hann væri að láta af störfum og nýr ritstjóri var þá ekki fenginn. Fresturinn varð tæpir ijórir mánuð- ir. Austur í Laxárdal í Þingeyjar- sýslu fannst álitlegt ritstjóraefni, Jónas Þorbergsson, og sat hann við ritstjóm til ársins 1927. Þórólfur Sigurðsson frá Baldursheimi í Mý- vatnssveit gegndi ritstjómarstörf- um veturinn 1927-1928. Þegar Þórólfur kvaddi Dag og hélt aftur til síns heima í Mývatnssveit tók fyrsti ritsljóri blaðsins, Ingimar Eydal, aftur við ritstjóminni og hafði hana með höndum, ýmist einn eða með aðstoð annarra, allt til ársins 1945. Jóhann Guðmundsson Frímann stýrði blaðinu ásamt þeim Ingimari og Hauki Snorrasyni um tveggja ára tímabil frá 1942, en Haukur starfaði við blaðið allt til ársins 1955. Erlingur Davíðsson tók við af Hauki og gegndi ritstjórnar- störfum samfleytt í 24 ár, eða til ársloka 1979. Hermann Svein- bjömsson tók við 1980 og stóð vakt- ina til miðs árs 1987. Þá tóku nú- verandi ritstjórar við völdum, þeir Áskell og Bragi. 16 manna ritstjórn Áskell sagði í samtali yið Morg- unblaðið að þeir Bragi skiptu með sér verkum. Bragi sæi um allt inn- blaðsefni og skrifaði flesta leiðar- ana, en sjálfur sæi hann um al- mennar fréttir í blaðinu. Hátt í 50 manns starfa við Dag, þar af er 16 manna ritstjóm. Auk blaða- manna starfandi á.Akureyri, hefur Dagur þrjá blaðamenn í nágranna- bæjum Akureyrar, á Húsavík, Sauðárkróki og á Blönduósi. Þá er nýlega tekinn til starfa blaðamaður Dags í Reykjavík og er honum ætl- að að sinna þingfréttum og íþrótta- viðburðum þar syðra auk hinna ýmsu blaðamannafunda er kunna að yekja athygli Norðlendinga. Áskell sagði að ágætlega gengi að halda úti dagblaði á landsbyggð- inni. „Það er alltaf nóg að gerast héma enda nær okkar svæði bæði til Norðurlands eystra og vestra. Við höfum blaðamenn á þessum svæðum og fylgjumst því vel með því sem er að gerast. Fréttaskortur hefur ekki hijáð okkur neitt sér- staklega, en vissulega erum við með aðrar áherslur heldur en sunnlensku blöðin. Við erum þó ekki algjörlega bundnir af Norðurlandi. Til dæmis vorum við með myndasyrpu í blað- inu er Jóhann Hjartarson kom til landsins eftir að hafa sigrað Kortsnoj og fleira mætti telja í þeim dúr. Fyrst og fremst einbeitum við okkur þó að Norðurlandi," sagði Áskell. Framsóknarmálgagn Dagur hefur löngum verið bendl- aður við Framsóknarflokkinn ásamt Tímanum. „Flest blöð hérlendis hafa tengsl við ákveðna stjórn- málaflokka. Ég held að fullyrða megi að fréttaskrif blaðanna séu óbundin pólitík. Ritstjómargreinar - hinsvegar benda á hvar í pólitíkinni viðkomandi fjölmiðill stendur. Við erum fyrst og fremst að selja vöru. Ef varan væri svo áberandi lituð af einstrengingslegri flokkspólitík að það sæist í almennum frétta- skrifum, þá er það gefið mál að sú vara seldist ekki sérstaklega vel,“ sagði Áskell. Áskell sagði að áskrifendum Dags hefði fjölgað verulega eftir að blaðið var gert að dagblaði. „Það eru aðeins tvö dagblöð á íslandi sem þora að vera í upplagseftirliti, Morgunblaðið og Dagur. Prentað upplag hjá okkur er í kringum 7.000 og seld eru um það bil 6.000 eintök daglega. Við tökum þátt í upplags- eftirliti svo að auglýséndur okkar fái upplýsingar frá óháðum aðila um hverjar upplagstölur blaðsins eru í raun.“ Stækkun lengi í deiglunni Broti blaðsins var breytt árið 1919 í þá stærð, sem síðan hefur haldist hvað lengst. Upp úr 1930 var þó alvarlega farið að ræða stækkun á blaðinu. Dagur hafði komið út þetta einu sinni í viku, oftast fjórar síður, stöku sinnum aðeins tvær. Stækkun þurfti þó að bíða betri tíma. Á árinu 1934 kömu út 14S blöð af Degi, en í byijun næsta árs ákvað útgáfustjóm að draga saman seglin vegna fjár- hagsörðugleika. Litlar breytingar urðu á blaðinu þegar Erlingur tók við hvað varðar útlit, magn eða innihald. Langt og farsælt stöðug- leikatímabil gekk í garð. Erlingur lagði áherslu á að gera Dag að málgagni Norðlendinga allra og kom sér smám saman upp nokkuð þéttriðnu kerfi fréttaritara i sveit- um og sjávarplássum. Mismunandi var hve mörg tölublöð komu út frá ári til árs. Blaðið kom.reglulega út einu sinni í viku en oft tvisvar. Lengi mátti sjá í blaðinu smá- klausu: „Blaðið kemur út á miðviku- dögum og á laugardögum þegar ástæða þykir til.“ Sjálfsagt hefur auglýsingamagn ráðið miklu í þess- um efnum, en einnig það hvort ein- hveijar athyglisverðar fréttir var að færa, segir í ágripinu. í eigið húsnæði Á sextugsafmælin flutti Dagur fyrst í eigið húsnæði á Tryggva- braut 12, efri hæð. Árið 1981 gerði útgáfufélag Dags samning við Smörlíkisgerð Akureyrar, til húsa á Strandgötu 31, um makaskipti á eignunum. Prentvél Dags var flutt úr Prentsmiðju Odds Bjömssonar á Strandgötu 31 og önnur starfsemi Dags fylgdi fljótlega í kjölfarið. Húsnæðið þar telur tæpa 600 fer- metra. Miklar framkvæmdir standa nú yfir á lóð Dags við Strandgötuna þar sem núverandi húsnæði Dags er fyrir löngu orðið of lítið. Verið er að reisa nýtt 964 fermetra hús- næði, sem hýsa á ritstjórnina og annað starfslið blaðsins. Jafnframt er verið að auka við húsnæði Dags- prents, sem auk þess að prenta Dag, mun í framtíðinni sinna margvíslegum öðrum verkefnum. Að sögn Áskels hefur framkvæmd- um við nýbygginguna seinkað lítil- lega síðustu daga vegna frosta, en þeir Dagsmenn áætla að flytja í nýja húsið á komandi sumri. Gefur frest til mánudags FLEIRI hafa sótt um frest í ár til að skila inn framtölum sínum heldur en tíðkast hefur undan- farin ár, samkvæmt upplýsingum hjá Skattstofu Norðurlandsum- dæmis eystra. Hinsvegar hefur skattstjóri tekið þá ákvörðun að gefa fólki frest fram á mánu- dagsmorgun til að skila skatt- skýrslum sínum inn. Jón Dalmann Ármannsson skrif- stofustjóri sagði í samtali við Morg- unblaðið að skýrslumar þyrftu að vera komnar í póstkassa skattstof- unnar á mánudagsmorgun. Ef sá frestur nægði hinsvegar ekki, þá þyrftu menn að sækja um skrifleg- an frest til embættisins. Jón sagði að það vildi brenna við að það væru sömu aðilarnir sem sæktu um frest ár eftir ár. Þetta væri orðin árlegur vani hjá þeim nokkrum þó auðvitað væru einstaklingar innan um sem illa stæði á hjá einhverra hluta vegna. Hámarksfrestur, sem veittur er, er til 29. febrúar. Jón Dalmann sagði að nokkuð væri alltaf um það að fólk þyrfti á aðstoð að halda við gerð skýrslna sinna og reyndi starfsfólk skattstof- unnar að veita alla þá aðstoð sem í þeirra valdi stæði. Hinsvegar væri engu aukafólki bætt við þess vegna. Aðallega er eldra fólkið aðstoðað við framtöl sín. Skíðasamband íslands hefur fært Vísa-bikarmót sitt í karla- og kvennaflokkum frá Siglufirði til Akureyrar, þar sem það verð- ur haldið um helgina. Keppt verður bæði í svigi og stórsvigi karla og kvenna og hefst fyrri umferð báða dagana klukkan Alls eru franíteljendur í umdæm- inu um 19.000 talsins. Þar af væru 14.000 árituð framtöl send fram- teljendum. 4.700 væru giftar kon- ur, sem eru á framtali eiginmanns, auk þess sem 1.500 einstaklingar innan 16 ára í umdæminu telja fram. 11.00. Seinni ferðin verður farin klukkan 13.00 báða dagana. í dag, laugardag, verður keppt í stórsvigi karla og svigi kvenna og á sunnu- dag í stórsvigi kvenna og í svigi karla. Verðlaunaafhending og mót- slit verða á Skíðastöðum um kl. 15.00 á sunnudag. Bikarmót skíða- manna á Akureyri Morgunblaðið/GSV Ritstjórar Dags, þeir Áskell Þórisson og Bragi Bergmann. Tómas Lárus Vilberg, einn af þ'ósmyndurum Dags. Morgunblaðið/GSV Blaðamennirnir Vilborg Gunnarsdóttir og Eggert Tryggvason við störf. Úr afgreiðslu Skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra. Skattstofan á Akureyri:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.