Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
Handverk með
hugmyndir
Atli Ingólfsson ræðir við Franco Donatoni
Þegar rætt erum „nýju“ nýju tón-
listina er erfítt að horfa framhjá hlut
ítala í útbreiðslu hennar. Ung ítölsk
tónskáld hafa vakið eftirtekt víða um
lönd og eldri kempur nýrrar ítalskrar
tónlistar voru þegar kunnar að list-
fengi. Af hinum síðamefndu njóta
nú mestra vinsælda Luciano Berio
og Franco Donatoni. Donatoni hefur
látið sér mjög annt um framtíð tón-
listarinnar, og var fyrstur tónskálda
af sinni kynslóð að kenna tónsmíðar
svo einhveiju næmi. Flest hinna
yngri tónskálda á Ítalíu hafa ein-
hvem tíma verið í læri hjá Donatoni
og mun ekki síst honum að þakka
hversu títt er að ungir ítalir vinni
til alþjóðlegra viðurkenninga fyrir
tónsmíðar.
Það var einmitt í miðri kennslu-
stund að við hittum Franco Donatoni
að máli til að skyggnast sem snöggv-
ast í hugarheim hans.
Maðurinn er samanrekinn að ofan-
verðu og þróttmikill í fasi. Röddin
er rám en sterk. Ræðan ein sker úr
um að þama er ekki til dæmis bíla-
mangari á ferðinni. Tal hans er yfír-
lætislaust en öruggt, svo flóknustu
mál hljóma sem hversdagsrabb.
Hann grípur gjaman til kímni, en
af bliki augnanna skilst að kímni
hans er ekki spaugið eitt saman.
Nemandanum M. var ekki sama
þegar „Maestro" sagði: „Það er
merkilegt hvemig hin gamla tón-
hugsun gerir enn vart við sig í ykk-
ur, kynslóð sem ætti að vera búin
að gleyma henni. í verkinu þínu leyn-
ast hin hefðbundnu tónskraut." Hann
brosir. „Ég hef ekkert við það að
athuga, en þetta þarft þú sjálfur að
vita þegar þú vinnur við verkið ..."
AI: Donatoni, kunnugt er að þín
fyrstu verk, á árunum 1950—1955,
sóttu margt til Bartóks, en síðan
kúventirðu og fylktir liði með þeim
sem töldu Webem viðmiðunarpunkt
nýju tónlistarinnár. Er Webem ennþá
sami stólpinn, til dæmis fyrir þá
kynslóð sem nú nemur tónsmíðar?
Donatoni: Það má vera að hvað
tæknina varðar hafi Webem minna
vægi fyrir ungu tónskáldin nú en
áður, en það er þá bara vegna þess
að hugsun hans hefur þróast með
þessum kynslóðum sem eftir hann
komu. Ekkert annað tónskáld á fyrri
hluta aldarinnar hefur sömu mögu-
leika á þróun tónmálsins. Hann var
eina leiðin áfram. Ég tel ólíklegt að
hann muni nokkum tíma verða fast-
ur liður á tónleikaskrám, en yngri
kynslóðir þurfa að hlusta á hann.
Hann er besta mótvægið við hinn
yfírgnæfandi hljóðheim sem óhjá-
kvæmilega loðir við fólk fyrir tilstuðl-
an flölmiðla og iðnaðar. Hann er
sumsé einskonar meðal.
Ástæðulaust er þó að taka hann
inn óblandaðan, best að hafa dálítið
vatn með. Annars lenda menn í list-
rænu tómi eins og því sem mynd-
aðist fyrst eftir að tónskáld fóru að
rannsaka tónlist Webems, og taka
hana of bókstaflega sem fyrirmynd.
AI: Ég hef heyrt þig segja að nú
sé liðið skeið tilraunanna og í seinni
verkum þínum vekur athygli skírleiki
formannsins. Þá em „uppáhaldstón-
bil“ nýju tónlistarinnar, krómatísk
tónsambönd, minna áberandi en áð-
ur. Öðm hveiju finnast líka orðið
þríhljómar í tónlist þinni. Ég sá hvar
maður minntist á endurfund hefðar-
innar, og fannst mér það misskilning-
ur. Hvað fínnst þér?
D: Já, það er villandi að tala um
efnivið tónverka án tillits til notkun-
ar eða virkni hans. Schönberg var
spurður hvert væri efni tónverka
hans og hann svaraði: „Hljóð.“ Það
segir okkur harla fátt en þó til dæm-
is það, að efniviðurinn er ekki tákn-
in, og ekki heldur nótumar. Það sem
skiptir máli er samband hljóðanna.
Þannig er það engan veginn endur-
fundur hefðarinnar þótt þríhljómur
birtist í verki. Annað mál er ef hann
hefur þá virkni sem hefðin gefur
honum, ef samband hans við önnur
hljóð er hefðbundið.
Kannski er í einhveijum skilningi
hægt að tala um að hugmyndin um
hefð standi okkur nær nú^en fyrir
tveimur áratugum. Ég á við að í dag
em menn uppteknir af fúnksjónum,
virkni, í verkum sínum eins og af
dálæti á hinni sterku virkni hefð-
bundinna verka. í hefðbundnu tón-
máli er virknin innbyggð, það er í
raun hún sem kölluð er hefð. í dag
þarf hins vegar hver höfundur að
smíða eigin stíl og finna upp hneigð-
ir hans og virkni með röklegri hugs-
un og innsæi. Á þessu tvennu er ljós
munur.
Tíðarandinn hefur breyst og meiri
ró er að komast á. Annað eins rót
og á 1. og 6. áratugnum er einsdæmi
í tónlistarsögunni og vitanlega er hún
ekki öll þannig.
AI: Rökleg hugsun, já. í Norður-
Evrópu tala sumir um vitsmuna-
hyggju (intellektúalisma) ítala.
D: Nú? Ekki veit ég hyað túlkað
er sem vitsmunahyggja. Á Ítalíu er
sem stendur nokkuð greinileg til-
hneigingtil maníerisma (þ.e. stöðlun-
ar á aðferðum og áherslu á áferð eða
áhrif). Að sjálfsögðu er það þó vits-
munaverk að hefja tónlistina upp á
afstrakt svið, að gera úr henni lista-
verk.
Tónskáldið vinnur með skynhrif,
en upplifír þau að miklu leyti sem
afstrakt, sértæk fyrirbæri. Vinnuna
má kannski frekar kalla formlega
en vitsmunalega. Um er að ræða
eins konar handverk með hugmynd-
ir. Formin eru eins og hlutir í hönd-
um myndhöggvara. Tónskáldið þarf
að höggva til í huganum og að því
leyti er vinnan vissulega vitsmuna-
leg. Þessu má samt ekki rugla sam-
an við röklega vitsmuni eða gáfu-
mennagjálfur.
Sennilegt er að ítölsk verk séu um
margt ólík öðrum evrópskum
tónsmíðum. Ég held að menntun og
geta ítalskra tónskálda sé yfírleitt á
háu stigi. Mikilvægasta ástæða þess
er sennilega ijölgun konservato-
ríanna úr þrettán í um sextíu á 7.
áratugnum. Þar jókst möguleikinn á
föstum launum fyrir tónskáld og
þekking á nýrri tónlist breiddist út.
Ríkið og fjölmiðlar sinna nýrri tónlist
hins vegar sáralítið en tónsmíða-
keppnjr eru sennilega hvergi fleiri
en á Ítalíu. Kannski ýta þær undir
einhvem maníerisma.
Úr
tónlistarlífinu
Sigrún Davíðsdóttir
Umsagnir um Svíþjóðarferð
Blásarakvintetts Reykjavíkur -
I hópi hinna
útvöldu...
og önnur
lofsyrði
Eins og sagt var frá í síðasta
pistli úr tónlistarlífínu, fór Blásara-
kvintett Reykjavíkur í Svíþjóðar-
reisu. Sú ferð gekk ekki aðeins vel,
heldur ægivel, ef marka má umsagn-
ir sænskra tónlistargagnrýnenda um
hópinn. Kemur tæplega á óvart hér,
en alltaf gaman að heyra gott orð-
‘spor frá útlöndum. Á efnisskránni
voru verk eftir Atla Heimi Sveins-
son, norska tónskáldið Ceeile Ore,
Svíann Lars-Erik Larsson og og
Ungveijann Györgi Ligeti.
Tónleikaferðin var skipulögð af
Sænsku ríkiskonsertunum, en sú
stofnun skipuleggur árlega fjölda-
marga tónleika um Svíaríki. Tónleik-
ar kvintettsins voru liður í tónleika-
röð, sem kallast Tónlist á okkar
tímum, þar sem er flutt samtímatón-
list. Það var reyndar það eina, sem
var gagnrýnt í umsögnunum. Einn
gagnrýnandinn hafði orð á, að betur
færi á að flétta saman samtímatón-
list og eldri tónlist... En grípum
aðeins niður í sænsku dómunum . ..
Fyrirsögnin um tónleikana í
Linköping er Tónlistarboðskapur
með lifandi hlýju. Um kvintettinn
segir að hann sé á sama plani og
bestu sænsku kammersveitir og ein-
leikarar. Kvintettinn búi ekki aðeins
yfír mikilli tæknikunnáttu, heldur
geti þeir á innbiásinn hátt komið
tónlistarboðskap sínum á framfæri
á lifandi og hlýjan hátt. Gagnrýn-
andinn kveðst sjaldan hafa heyrt
jafn öruggan homleik og hjá Joseph
Ognibene. Sama megi segja um leik
Einars Jóhannessonar, sem þegar
sé orðinn þekktur í Svíþjóð fyrir stór-
snjallan klarínettleik, sannarlega
áhrifamikinn. Þessum gagnrýnanda
fínnst Ligeti-verkið áhugaverðast og
áhrifamest. Það krefjist mikils af
flytjendum, bæði tækni og tilfinn-
ingu fyrir að ná öjlu út úr verkinu,
sem þar sé að fínna. En það sé svo,
að hvort sem tónleikar séu haldnir
í Linköping, London eða París, þá
fæli svona efnisskrá frá, sem sé
synd. Þó hafí verið metaðsókn, m'ið-
að við aðstæður.
I gagnrýni um tónleikana í Málm-
ey segir að fyrir flestum Svíum sé
ísland hvítur flekkur, sem leiði hug-
ann helst að gömlum sögum og
mörg hundruð ára gömlum handrit-
um. En þar leynist fleira, líka auð-
ugt tónlistarlíf á háu plani. Því hafi
heimsókn kvintettsins verið einkar
spennandi. Meðlimirnir fímm spiluðu
ekki aðeins tæknilega eins og best
varð á kosið. Ekki aðeins að áheyr-
andinn velti því heillaður fyrir sér
hvort hægt væri að komast þar
lengra, heldur var samleikur þeirra
líka einstæður og meira en innantóm
fullkomnunin. Jafnvægi, sem virtist
eitthvað svo sjálfsagt, en kallaði
fram undrun og gleði á stund-
inni ... og fyrirsögnin er Áhrifa-
miklir, íslenskir hljómar.
í umsögn um tónleikana í Stokk-
hólmi er sagt að Ríkiskonsertamir
ættu að huga ögn betur að skipuragi
tónleika sinna, svo að fólk þurfi
Fredagen den 29 januarí 1988 Kulturredaktör: HELENE JACOBSSON
Islanningar som spred vttrme pá Roxy
Fem musiker *v absolut yppers-
ta kvalitet gAstadc Cotland igár
och gav en mycket minnesvard
konsert pá Roxy. Tillsammans bil-
dar de Reykjaviks Blásarkvintett
som har funnits scdan 1981 och
med konserten pá Gotland avslu-
tar de en turná i Sverige, som ett
inslag i serien "Musik i vár tid”.
Ett projckt som stöds av Rikskon-
serter och Nomus.
Klarinettisten Einar JÓhannes-
son presenterade musiken pá ett
avspánt sátt, som skapade en
varm och fin kontakt mcllan musi-
kernaoch publiken.
*— För utt spela den hár musi-
ken krávs tre cgcnskaper: mod,
livslust och koncentration, sade
Einar och det var ett citat frán den
islándske kompositören Atli Hei-
mir Sveinsson (f. 1938) och detta
stámde till varje ton i de tvá satscr-
na ur hans komposition med ti-
teln: ”5 hjládrif (femhjulsfrift).
Första satscn bestod av en láng,
sammanhángande kaskad, en ked-
ja av snabba löpningar med kolos-
sal intensitet dár de olika instru-
mcnten i tur och ordning bröt in
mcd korta solon. Efter denna
energiska sats följde cn kontrast,
mycket lángsam med éffcktfulla
pauser. Musiken var uj
ekki að missa af annarri eins topp-
sveit og Blásarakvintettinn sé. Áuk
þess hafi efnisskráin verið frábær-
lega sett saman og vel flutt af þess:
um hæfíleikaríku Islendingum. I
flutningi sínum á Ligeti-verkinu hafi
þeir sýnt bæði fínlega innlifun og
snilldar kraft. Og þama er kvintett-
inn kallaður „elitenensemble“. Verst
við eigum tæplega orð yfír elítu á
ástkæra ylhýra, fer líklega best á
að tala um hóp hinna útvöldu ...
Ein umsögnin ber yfirskriftina
Andstæðir hljómar. Á tónleikum
sínum hafi kvintettinn boðið upp á
fímm andstæða tónliti, ekki síst
vegna efnisvalsins. Verk Atla Heim-
is bauð upp á ögrandi tónlist, sem
tónlistarmennimir hafí tekið hvat-
lega á. Verk Ores lýsti því, sem tit-
illinn gefi til kynna, spírölum eða
vafningum, og flytjendunum hafi
tekist að gera hlut hvers hljóðfæris
lifandi. í verki Ligetis gafst íslend-
ingunum tækifæri til að sýna yfir-
burði sína, allt frá dýpstu til hæstu
tóna. Flutningurinn varð æ meira
innblásinn, segir að lokum.
Eftir tónleikana á Gotlandi segir
gagnrýnandinn að fimmmenning-
arnir hafí valið viðfangsefni, sem
eins og renni saman í eina heild.
Leikur þeirra og framkoma geri tón-
listina svo enn meira lifandi. Gott
dæmi um hvað það skipti miklu
máli að „sjá“ tónlistina. Einkum
hrífst gagnrýnandinn af hve þeir
skildu vel við tónana í hægu köflun-
um. Af fimmmenningunum hafi
stafað ákefð og næmni en um leið
virðing fyrir hver öðrum, tónlistinni
og áheyrendum. Stórbrotnir og eink-
ar góðir tónleikar, sem margir fleiri
hefðu átt að hlusta á.
Eins og sjá má, hrifust Svíamir
mjög af. Þegar erlend gagnrýni er
lesin, þá er ekki síst gaman að huga
að þeim lýsingarorðum sem eru not-
uð, sannarlega fjölbreytt og
skemmtileg... Verk Atla Heimis
fáum við að heyra á tónleikum
Musiea Nova 28. febrúar, meira um
það þegar þar að kemur.
Sunnudaginn 20. febrúar kemur
kvintettinn fram á tónleikum á Ak-
ureyri. Spilar þar sem kammersveit
af staðnum, vonandi vísir að fastri
hljómsveit. Þar flytja þeir meðal
annars Sinfóníu concertante fyrir
blásara og hljómsveit eftir Mozart.
Blásarakvintett Reykjavíkur kemur
fram á háskólatónleikum bráðlega.
í vor leggur kvintettinn svo upp
í aðra reisu og þá til Bretlands, með
öllu klassískari efnisskrá í fartesk-
inu. Koma fram á tónleikum í Card-
iff í Wales, spila þar í nýju og glæsi-
legu tónlistarhúsi og svo í Tónlistar-
háskólanum í Manchester. Faðir
Bemharðs Wilkinsonar flautuleikara
kvintettsins er kórstjóri, hefur tvo
góða kóra á sínum snærum og BBC.
Annar þeirra, William Byrd Singers,
kemur fram á tónleikum með kvint-
ettinum í Manchester.
Á báðum stöðum fer kvintettinn
í upptökur á vegum klassísku rásar-
innar hjá BBC (hvenær skyldum við
annars eignast slíka rás hér í
RÚV?!). Til þess að komast þar að,
þarf að senda inn spólu með prufu-
spili, sem er athugnð í höfuðstöðvun-
um í London og þar komust þeir í
gegn.
Það er því fréttavon af Blásara-
kvintett Reykjavíkur seinna meir ...
og þeir heyrast líka hér á næst-
unni...
Blásarakvintettinn lék á Got-
landi.