Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
43
Unga fólkið
og fjölmiðlarn-
irtaiaiimmik-
inn snjó
Húsavík.
EINMUNA tíð var á Húsavík fram
á jólaföstu. Auð jörð var og útlit
fyrir rauð jól en margir óskuðu
eftir hvítum jólum og varð þeim
að ósk sinni því á Þorláksmessu
breytti alveg um tíðarfar. Áttin
var norðlæg og á aðfangadag var
hér leiðinda veður með snjókomu
svo að við fengum hvít jól.
Síðan hefur verið hér erfitt tíðar-
far og sett niður dálítinn snjó. Unga
fólkið og fjölmiðlar tala um mikinn
snjó en þeir sem kalla þetta mikinn
snjó muna ekki áratugi aftur í
tímann. Að vísu eru dálitlir skaflar
og hafa sumir þeirra mest myndast
með aðstoð snjómoksturstækja. Þeg-
ar túngirðingar eru ekki í kafi þá
tel ég ekki mikinn snjó.
Fréttaflutningur hefur mörgum
hér þótt harla óábyrgur í sumum
fjölmiðlum. Rás 2 sagði í síðdegisút-
varpinu á þriðjudag að varla sæist
á milli húsa á Húsavík vegna snjó-
komu en þá var hér bjart veður og
bjarmaði af sól í suðvestri. Á þriðju-
dagsmorgun tilkynnti svo svæðisút-
varpið okkur að áætlaðar væru
aukaflugferðir svo tvær ferðir væru
áætlaðar en veðurútlit væri þannig
að það yrði ekkert af þessu flugi.
Þar var bæði sagt rangt frá veðri
og flugáætlun. Fréttir af færð og
veðri eru mjög æskilegar en þær
þurfa að vera ábyggilegar. Þrátt
fyrir þetta leiðindaveður undanfarið
hefur flug gengið vel og alla jafnan
verið á áætlun og sama er að segja
um sérleyfi Bjöms Sigurðssonar,
Húsavík-Akureyri. Veðráttan hefur
verið erfið og lítill afli hefur borist
á land frá áramótum svo ekki hefur
verið stöðug vinna við bolfisk í frysti-
húsinu en rækjuvinnslan hefur verið
svo til óslitin frá áramótum.
— Fréttaritari
Bollubakstur
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Það er langt síðan að menn lögðu
á sig föstu og aðrar píslir í iðrunar-
skyni, til að minnast pínu frelsar-
ans, en bolluát mánudaginn í föstu-
inngangi er enn við lýði. Bollubakst-
ur fluttu þeir með sér til landsins
danskir og norskir bakarar sem hér
settust að á síðari hluta 19. aldar.
Flenging með vendi í morguns-
árið á bolludaginn, aður en menn
komust úr bólinu, mun eiga rót að
rekja til þeirra hirtinga og písla sem
menn undirgengust til að iðrast á
föstunni, en eftir siðaskiptin þróað-
ist þetta hvarvetna smám saman
yfir í gamanmál.
Það er ekki vitað hvort flenging-
ar eru enn mikið tíðkaðar á bollu-
dag, en bolluvendir þykja ómissandi
á þessum degi rétt eins og bolluát.
Bollur, hvort heldur eru gerbollur
eða vatnsdeigsbollur, eru afar vel
þegnar, þær fyrmefndu eru fáan-
legar í bakaríum en er auðvitað
hægt að baka heima, rétt eins og
þær úr vatnsdéiginu.
mínútur þar til stærðin hefur tvö-
faldast. Bollurnar penslaðar með
þeyttu eggi eða mjólk, bakaðar í
miðjum ofni, við 250°C í 10—12
mínútur. Kældar á' rist. Bollurnar
skornar í tvennt eftir miðju, þeyttur
ijómi eða krem sett á milli.
Eggjakrem
2 dl mjólk,
>/2 tsk. vanillusykur,
2 eggjarauður,
l'/2 msk. sykur.
Suðan látin koma upp á mjólk-
inni, eggjarauður og sykur þeytt
og mjólkinni hellt smám saman í.
Blöndunni síðan hellt aftur í pottinn
og hituð upp að suðumarki (má
ekki sjóða) og vanillusykri bætt í
að lokum.
Eggjakrem er gott að smyrja á
annan helming bollunnar þegar
þeyttur rjómi er settur á milli.
Vatnsdeigsbollur
l'/2 dl vatn,
1 tsk. sykur,
75 g smjörlíki,
75 g hveiti,
2 egg.
Vatn, sykur og smjörlíki soðið
saman, hveitinu hrært út í, látið
sjóða og hrært vel í á meðan. Þetta
er síðan kælt áður en eggjunum er
bætt saman við, einu í senn og
hrært vel í á milli. Deigið sett með
teskeiðum á smurða plötu, bakað í
miðjum ofni í ca. 15—20 mínútur.
Ofninn má helst ekki opna meðan
kökurnar eru að hefast. Þeyttur
ijómi settur á milli og brætt súkkul-
aði ofan á.
Bollur með ijóma eru mikið lost-
. æti.
Bolludeig
100 g smjörlíki eða smjör,
4 dl mjólk, •
Ú/2 pk. þurrger,
(selt í 50 g pökkum),
ú/2 dl sykur,
1 tsk. kardemommur (má sleppa),
1 egg,
13—14 dl hveiti.
Smjörlíkið brætt, mjólkin sett út
í og hitað saman svo það verði yl-
volgt. Þurrgerið hrært út í ásamt
sykri, kardemommum og eggi.
Að síðustu er hveiti og vökva
hnoðað saman og deigið látið hefa
sig á hlýjum stað í ca. 40 mínútur.
Eftir það er deiginu skipt í 25—30
hluta, gerðar úr þeim bollur sem
settar eru á smurða plötu. Bollum-
ar látnar hefa sig aftur í ca. 30
Húsavík:
MITSUBISHI COLT ísooglx
— Hagkvæmur í rekstri
— Auðveldur í akstri Veröfrákr. 397.000
MITSUBISHI LANCER 1500 glx
Kostaríkur bíll sem kostar lítiö
Verð frá kr. 498.000
Verðkr. f.015.000
MITSUBISHI SAPPORO
ViðhafnarbtU í sérflokki
— Tölvustýrð innsprautun (ECI)
— Tölvustýrt fjöðrunarkerfi (ECS)
— Læsivörn á hemlum (ABS)
' ■
ÞRJAR STJORNUR FRA
MITSUBISHI
□ Allir meö
□ Allir meö
□ Allir meö
kveikju.
□ Allir meö
□ Allir meö
sæti.
framhjóladrif.
aflstýri.
snertulausa
rafstýröa útispegla.
rúllubílbelti í hverju
□ Allir meö litaðar rúöur.
□ Allir meö tvískipt, fellanlegt
aftursæti.
□ Allir meö dagljósabúnað.
(samkvæmt nýju umferöarlögunum).
BíU frá Mitsubishi
borgar sig
HF
Laugavegi 170-172 Simi 695500