Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
21
ÚTIBÚ
FRÁ VÍTI
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
REGNBOGINN:
HLIÐIÐ - THE GATE ★ V2
Leikstjóri Tibor Tackas. Fram-
leiðandi John Kemeny. Handrit
Michael Nankin. Kvikmynda-
tökustjóri Thomas Wamos. Tón-
iist Michael Hoening. Aðaileik-
endur Stephen Droff, Christa
Denton, Louis Tripp, Kelly Row-
an, Jennifer Irwin. Kanadísk.
New Century Entertainment
1987. U.þ.b. 85 mín.
Næsta lygileg keppni átti sér
stað á aðsóknartöflu Variety á
síðasta ári sem svo sannarlega dró
að sér athygli fleiri en undirritaðs,
allur kvikmyndaheimurinn gapti.
Keppendur voru harla ólíkir; annars
vegar Ishtar, ein dýrasta kvikmynd
síðari ára, og biðu margir í ofvæni
eftir hvemig henni reiddi af, hins-
vegar alóþekkt, kanadísk hryllings-
mynd, b-mynd í ofanálag. Flestir
myndu ætla að fjörutíuogfimmmillj-
óndalaHollywoodferlíkið hefði sigr-
að með miklum yfirburðum, en svo
var ekki, Columbia Pictures til óg-
urlegrar hrellingar. B-myndin steig
nefnilega krappan dans við Ishtar
á toppi listans, vikum saman. Þótti
mönnum hlutskipti báknisins heldur
hlálegt og næsta lygilegt. Og þegar
upp var staðið skilaði smámyndin
af sér stórgróða en Ishtar komst á
blöð kvikmyndasögunnar sem ein
hennar mestu mistök. En slíkt er
gengi kvikmyndanna, þessi pen-
ingafreki iðnaður er ekkert annað
en stærsta happdrætti sem um get-
ur. Smámyndir geta skilað stórfé
og hamslaust bruðl er engin trygg-
ing fyrir aðsókn. Ein mislukkuð
stórmynd getur komið heilu kvik-
myndaveri á kné, sbr. Heaven’s
Gate, sem og eitt kassastykki getur
gert kraftaverk fyrir annað.
En snúum okkur nú aftur að
kanadísku smámyndinni, því hér er
hún komin, undir nafninu Hliðið. í
fljótu bragði verða ekki greindar
ástæðumar fyrir nokkurri vel-
gengni hennar vestan hafs, en sjálf-
sagt eru það þokkalegar brellur sem
hænt hafa unglinga á myndina.
Þeir eru jafnan ginnkeyptir fyrir
ódýrum hrolli. Efnið er fátækleg
eftiröpun á Poltergeist, hér berjast
böm og unglingar við útibú frá
helvíti, sem skyndilega opnar í bak-
garðinum. Nóg um það. Odýr brögð
á lágu plani, en saka engan sem
nennir að sitja jrfir þeim.
Regnboginn hefur greinilega tek-
ið þá stefnu, um sinn a.m.k., að
frumsýna b-myndir í einum minni
salanna og er ekkert nema gott um
það að segja. B-myndir þurfa alls
ekki að vera alvondar og skapa
skemmtilega tilbreytingu frá þeim
fágaða afþreyingariðnaði sem
tröllríður öllum kvikmyndahúsum.
Hér má iðulega hafa gaman af Ié-
legum vinnubrögðum, dæmalausu
efni og efnistökum, eins skjóta af
og til upp kollinum á þessum ódýra
markaði bæði kvikmyndagerðar-
menn og leikarar sem eiga eftir að
gera garðinn frægan og forvitnilegt
er að fylgjast með.
<M> PIOIMEER
HUÓMTÆKi
Bókaormur góður-, í dag er þér
boðiðístórkostiegaveislu: ^
Otsöluverð kr
Var
Otsöluverð kr
Var ________
Við tímans fliót
' I'.' VIIIMM,,
æssssss*™- ___________
. k. 398,- Otsöluverð kr- |o^^ar_
Utsoluverð Vor_________—----------
MálWogmenn‘n9
Síðum*a7-9. Sími688577
fAN/SlA