Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 21 ÚTIBÚ FRÁ VÍTI Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson REGNBOGINN: HLIÐIÐ - THE GATE ★ V2 Leikstjóri Tibor Tackas. Fram- leiðandi John Kemeny. Handrit Michael Nankin. Kvikmynda- tökustjóri Thomas Wamos. Tón- iist Michael Hoening. Aðaileik- endur Stephen Droff, Christa Denton, Louis Tripp, Kelly Row- an, Jennifer Irwin. Kanadísk. New Century Entertainment 1987. U.þ.b. 85 mín. Næsta lygileg keppni átti sér stað á aðsóknartöflu Variety á síðasta ári sem svo sannarlega dró að sér athygli fleiri en undirritaðs, allur kvikmyndaheimurinn gapti. Keppendur voru harla ólíkir; annars vegar Ishtar, ein dýrasta kvikmynd síðari ára, og biðu margir í ofvæni eftir hvemig henni reiddi af, hins- vegar alóþekkt, kanadísk hryllings- mynd, b-mynd í ofanálag. Flestir myndu ætla að fjörutíuogfimmmillj- óndalaHollywoodferlíkið hefði sigr- að með miklum yfirburðum, en svo var ekki, Columbia Pictures til óg- urlegrar hrellingar. B-myndin steig nefnilega krappan dans við Ishtar á toppi listans, vikum saman. Þótti mönnum hlutskipti báknisins heldur hlálegt og næsta lygilegt. Og þegar upp var staðið skilaði smámyndin af sér stórgróða en Ishtar komst á blöð kvikmyndasögunnar sem ein hennar mestu mistök. En slíkt er gengi kvikmyndanna, þessi pen- ingafreki iðnaður er ekkert annað en stærsta happdrætti sem um get- ur. Smámyndir geta skilað stórfé og hamslaust bruðl er engin trygg- ing fyrir aðsókn. Ein mislukkuð stórmynd getur komið heilu kvik- myndaveri á kné, sbr. Heaven’s Gate, sem og eitt kassastykki getur gert kraftaverk fyrir annað. En snúum okkur nú aftur að kanadísku smámyndinni, því hér er hún komin, undir nafninu Hliðið. í fljótu bragði verða ekki greindar ástæðumar fyrir nokkurri vel- gengni hennar vestan hafs, en sjálf- sagt eru það þokkalegar brellur sem hænt hafa unglinga á myndina. Þeir eru jafnan ginnkeyptir fyrir ódýrum hrolli. Efnið er fátækleg eftiröpun á Poltergeist, hér berjast böm og unglingar við útibú frá helvíti, sem skyndilega opnar í bak- garðinum. Nóg um það. Odýr brögð á lágu plani, en saka engan sem nennir að sitja jrfir þeim. Regnboginn hefur greinilega tek- ið þá stefnu, um sinn a.m.k., að frumsýna b-myndir í einum minni salanna og er ekkert nema gott um það að segja. B-myndir þurfa alls ekki að vera alvondar og skapa skemmtilega tilbreytingu frá þeim fágaða afþreyingariðnaði sem tröllríður öllum kvikmyndahúsum. Hér má iðulega hafa gaman af Ié- legum vinnubrögðum, dæmalausu efni og efnistökum, eins skjóta af og til upp kollinum á þessum ódýra markaði bæði kvikmyndagerðar- menn og leikarar sem eiga eftir að gera garðinn frægan og forvitnilegt er að fylgjast með. <M> PIOIMEER HUÓMTÆKi Bókaormur góður-, í dag er þér boðiðístórkostiegaveislu: ^ Otsöluverð kr Var Otsöluverð kr Var ________ Við tímans fliót ' I'.' VIIIMM,, æssssss*™- ___________ . k. 398,- Otsöluverð kr- |o^^ar_ Utsoluverð Vor_________—---------- MálWogmenn‘n9 Síðum*a7-9. Sími688577 fAN/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.