Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 11
11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
FuUtrúar Kvennalistans í stjómarmyndunarviðræðum sl. vor ásamt
fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks.
Frá vinstri: Kristín Halldórsdóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, Kjart-
an Jóhannsson, Friðrik Sophusson, Kristin Einarsdóttir og Þorsteinn
Pálsson.
•V Ift
If
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til
viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardög-
um frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers
kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum
borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma
þessa.
Laugardaginn 13. febrúar verða til viðtals Hilmar Guðlaugsson, formaður bygg-
inganefndar Reykjavíkurborgar og varaformaður stjórnar verkamannabústaða
og Guðrún Zoéga, í skólamálaráði, fræðsluráði og í stjórn veitustofnana.
skilja, að það var að vel yfirveguðu
ráði, sem kvennalistakonur hðfnuðu
aðild að stjómarsamstarfi. Við eygð-
um enga von til þess að geta komið
meginstefnumálum okkar í fram-
kvæmd í því stjómarsamstarfi, sem
okkur bauðst þá og töldum okkur
ekki hafa nægilegan styrk til þess í
þetta sinn að hafa nauðsynleg áhrif.
Við tókum þá ábyrgð að standa við
stefnumál okkar. Svo einfalt var
það.“ Ef ég man rétt þá strönduðu
þær viðræður opinberlega á því að
Kvennalistinn vildi lögbinda lág-
markslaun. Það er í sjálfu sér göfugt
markmið, en ég tel ólíklegt að þær
hafi verið kosnar á þing í þeim til-
gangi einum. Er hugsjónin ekki aðal-
lega fólgin f því að berjast fyrir rétt-
indum kvenna og bama og að reyna
að skapa okkur öllum betra sam-
félag? Og er það ekki einmitt það,
sem þessi ríkisstjóm hefur að mark-
miði sínu, sbr. m.a. upptalningu mína
hér að framan? Auðvitað má alltaf
betur gera, en breytingar taka tíma.
Bam er ekki tekið með keisaraskurði
til þess að flýta fyrir fæðingunni —
þar er farin, ef kostur er, hin hefð-
bundna leið, þótt hún geti verið sárs-
aukafull og erfið. Móðir Náttúra hef-
ur sínar leikreglur rétt eins og lýð-
ræðið. Og var ekki öllu fremur það
líka ástæðan fyrir, að ekki tókst sam-
komulag um samstarf á sínum tíma,
að Kvennalistinn vildi fara aðrar leið-
ir t.d. í skattlagningu? Ennfremur,
að þær hugsjónir þeirra, sem ekkert
viðkoma réttindabaráttu kvenna, svo
sem ríkisforsjá og stóraukin miðstýr-
ing í sem flestum málum, gátu engan
veginn samrýmst stefnu sjálfstæðis-
manna, svo ég nefni dæmi um minn
fiokk.
Hver axlar ábyrgðina?
Persónulega er ég ekki að dæma
Kvennalistakonur fyrir að taka ekki
þátt í stjómarsamstarfi. Það er þeirra
mál. En við skulum kalla hlutina sínu
rétta nafni. Það veit auk þess hvert
mannsbam, sem hefur komið nálægt
„alvöru pólitík", eins og Guðrún kýs
að orða hlutina, að það að eiga aðild
að stjómarsamstarfi er miklum mun
vænlegra til árangurs í þeim tilgangi
að koma stefnumálum viðkomandi
flokks í framkvæmd, heldur en að
vera utan stjómar. En það getur að
vísu dregið vemlega úr líkum fyrir
því, að sá sami flokkur njóti vinsælda
í skoðanakönnunum. Því verður ekki
á móti mælt og ekki síst, þegar við-
komandi fiokkur er í þriggja fiokka
ríkisstjórn.
Ég fylgi Sjálfstæðisflokknum að
málum og það þrátt fyrir það, að
þetta ríkisstjómarmynstur geri hon-
um erfitt um vik í framkvæmd sjálf-
stasðisstefnunnar. Ég tel sjálfstæðis-
menn ekki vera að selja hugsjónir
sínar með þátttöku í þessari ríkis-
stjóm. Það er nú einu sinni þannig,
að einhveijir verða að taka á sig
ábyrgðina, annars yrði landið stjóm-
laust og hvar stöndum við þá?
Guðrún Agnarsdóttir má skamma
einhveija „karla á Tímanum" mín
vegna fyrir að skilja ekki kall tímans.
Ég tel mig hins vegar skilja kall
tímans, enda þótt ég fylgi ekki
Kvennalistanum að málum. I þessu
tilliti tel ég mig mæla fyrir hönd sjálf-
stæðismanna. Því það að vera í ríkis-
stjóm er ábyrgðarhlutverk, og til
þess eru lýðraeðislegar kosningar, að
kjósendur geti dæmt stjómmálamenn
aíf verkum sínum. Orð og loforð og
fagurgali dugir einfaldlega ekki til
lengdar. Þessa ábyrgð hefur Sjálf-
stæðisflokkurínn axlað og það marg-
oft. Kvennalistinn aldréi.
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjavík-
urkjördæmi.
SIMAR 21150-21370
SOLUSTJ LARUS Þ VAIDIMARS
LOGM JOH ÞOROARSON HDl
í sölu er að koma meðal annarra eigna:
Ný úrvals eign í Garðabæ
Einbýlishús á tveimur haeðum, 171,6 fm nettó auk bilsk., 48 fm. Eign-
in er næstum fullgerð. Teikn. á skrifstofunni og nánari uppl.
Stórt og glæsilegt
endaraðh. í smíðum við Funfold. Tvöf. bílsk. Fokh. í haust. Úrvalsfrág.
á öllu. Allt fullgert utanhúss. Byggjandi er Húni sf. Á frábærum útssýn-
isstað rétt við Gullinbrú.
Agæt íbúð við Furugerði
5 herb. á 1. hæð um 100 fm. 4 herb. m. innb. skápum. Sólsvalir.
Ágæt sameign. I kj. er geymsla og vélaþvhús. Úrvalsstaður. Útsýni.
Á 1. hæð við Boðagranda
3ja herb. ib. 76,5 fm nettó. Stórar sólsvalir. Allur búnaður og tæki 1.
flokks. Ágæt sameign. Á jarðhæð er geymsla og vélaþvhús. Ákv. sala.
Á góðu verði við Jörfabakka
3ja herb. ib. á 2. hæð að meðalstærð. Vel skipulögð. Mikið endum.
Laus í maí nk. Verð aðeins kr. 3,8 millj.
Skammt frá Miklatúni
3ja herb. góð ríshæð um 80 fm nettó. Sérhiti. Nýtt parket. Sólsvalir.
Útsýni. Vinsæll staöur. Langtímalán.
Séríbúð við Blönduhlíð
3ja herfo. kjallaraib. 70,2 fm nettó. Nýir gluggar og gler. Hiti og inng.
er sér. Nýl. hurðir. Góð sameign. Laus í mai nk. Ákv. sala.
Á efri hæð við Efstahjalla
3ja herb. glæsil. ib., 79,1 fm nettó. Ágæt sameign. Geymslu- og fönd-
urh. í kj. Mikið útsýni. Ákv. sala.
í tvíbýlishúsi við Hólmgarð
3ja herb. neðri hæð, 80,5 fm nettó. Inng. og hiti er sér. Nýtt eldhús.
Nýtt bað. Nýl. teppi. Langtímalán.
Opið í dag
frákl. 14-18
Ath. breyttan opnunartíma.
ALMENNA
FASTEIGNASALAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
ö\unn\
ú\s
s^umú'a ,2® aryaö'
'a,a-
pe^a . .. að b'ða-
09^aöeLi\\\annaea
V/SA
ve4öw^ut
Síro'S00