Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B OG LESBOK
STOFNAÐ 1913
36. tbl. 76. árg.
LAUGARDAGUR 13. FEBRUAR 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Leiðtogafundur EB-Iandanna:
Skálað í kampavíni
eftir strangan fund
Brussel, frá Krístófer Má Krístinssyni, fréttarítara Morgunbladsins.
LEIÐTOGAR ríkja Evrópubandalagsins funduðu í allan gærdag en á
tólfta tímanum í gærkvöldi var borið til þeirra kampavín og var það
talið til marks um að eitthvert samkomulag hefði náðst. Fundurinn
var að þvi kominn að leysast upp í gær þegar Bretar og Hollending-
ar féllust Ioks á málamiðlun vegna útgjalda til landbúnaðar. Þá sner-
ust Frakkar á hinn bóginn öndverðir og gerðu kröfur fyrir vinbænd-
ur og var það síðasta deilumálið eftir strangar viðræður í tvo daga.
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra Bretlands, og hollenski forsæt-
isráðherrann Ruud Lubbers héldu
stíft fram kröfum sínum um lækkun
á niðurgreiðslum til bænda. Að sögn
stjómarerindreka í Brussel lentu þau
þó bæði í nokkrum vanda vegna
málamiðlunartillögu sem Helmuth
Kohi kanslari Vestur-Þýskalands
lagði fram og hinar þjóðimar tíu
féllust á. Fór svo að lokum að af-
Grönlandsfly
synjað um
áætlunarflug'
Nuuk. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara
Morgunbladains.
í ANNAÐ sinn hefur flugfélagið
önlandsfly fengið synjun frá
k samgönguráðuneytinu um
fi til áætlunarflugs milli Kulu-
súk og Keflavíkur.
I Ástæða þess að Grönlandsfly fær
néitun við beiðninni um leyfí til að
hefja áætlunarflug milli Kuiusuk og
Kéflavíkur er sú, að sögn talsmanns
danska samgönguráðuneytisins, að
ekki er talinn gmndvöllur fýrir því
að tvö flugfélög haldi uppi áætlunar-
flugi milli þessara staða. Helgi Jóns-
son hefur flogið milli Kulusuk og
Kpflavíkur um árabil.
staða þeirra stóð ekki í vegi fyrir
samkomulagi. Þá vildu Frakkar
herða á kröfum í þágu vínbænda og
er talið, að yfirvofandi forsetakosn-
ingar setji svip á afstöðu Frakka en
á fundinum sátu þeir báðir Francois
Mitterrand, forseti, og Jacques
Chirac, forsætisráðherra, sem era
líklegir keppinautar i kosningunum.
Á tólfta tímanum í gærkvöldi var
hins vegar borið kampavín í fundar-
sal leiðtoganna og var sú ályktun
dregin af því, að þeir hefðu komist
að samkomulagi.
Sjá einnig „Pólitískar aðstæð-
ur . . .“ á bls. 30.
. I
♦ro
BPACF
m
■
'
r-
Reutcr
Franskir bændur efndu til mótmæla í París í gær vegna stefnu Evrópubandalagsins í landbúnaðarmál-
um. Plægðu bændurnir upp grundir á Champs de Mars í nágrenni Eiffel-turnsins.
Sovétmenn boða nýtt frumkvæði í afvopnunarmálum:
Þingmenn ræði sam-
drátt á norðurslóðum
Moskvu, Reuter.
I SOVÉTRÍKJUNUM hefur verið
ákveðið að hefja nýtt frumkvæði
í afvopnunarmálum, sem beint
er til þjóðþinga tiltekinna ríkja,
Risajakki
Reuter
Klæðskerar franska fataframleiðandans Bayard komust i metabók
Guinness þegar þeir saumaðu stærsta jakka heims. Jakkinn er fjög-
urra metra hár, vegur 17 kiló og í hann fóru 37 fermetrar af klæði.
að því er sagði í tilkynningu frá
hinni opinberu fréttastofu Tass
í gær. Sagði i fréttinni að ut-
anríkismálanefndir beggja
deilda Æðsta ráðs Sovétríkjanna
hefðu samþykkt á fimmtudag að
senda utanrikismálanefndum
þjóðþinga íslands, Danmerkur,
Noregs, Svíþjóðar, Finnlands,
Kanada og Bandaríkjanna sér-
stakt ávarp þar sem hvatt er til
þess að hafnar verði viðræður
um að draga úr vígvæðingu á
norðurhöfum. Sendiherra Sov-
étríkjanna á íslandi afhenti Eyj-
ólfi Konráð Jónssyni, formanni
utanríkismálanefndar Alþingis,
ávarpið í gær.
í ávarpinu er vikið að „neikvæðri
þróun" vígbúnaðarmála á norður-
slóðum á meðan afvopnunarviðræð-
ur hafí skilað árangri á öðram svið-
um. Segir þar ennfremur að flota-
æfingar Bandaríkjamanna og aðild-
arríkja Atlantshafsbandalagsins á
Norður-Atlantshafí verði sífellt
umfangsmeiri auk þess sem flota-
viðbúnaður fari sífellt vaxandi. Jeg-
or Lígatsjov, annar valdamesti mað-
ur Sovétríkjanna, og Anatólíj
Dóbríjnín, einn helsti ráðgjafi Sov-
étstjómarinnar á sviði utanríkis-
mála, mæltu fyrir tillögunni í
Æðsta ráðinu. En efni hennar er í
samræmi við hugmyndir, sem
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi
kynnti í Múrmansk sl. haust.
í frétt Tass kemur fram að gert
er ráð fyrir að sovéskir þingmenn
og starfsbræður þeirra í ríkjunum
sem nefnd vora hér að framan komi
saman til vinnufunda, haldnar verði
ráðstefnur og komið verði á viðræð-
um fulltrúa ríkjanna í gegnum sjón-
vaip með aðstoð gervihnatta.
í samþykkt Æðsta ráðsins segir
m.a. að „ógnvænlegur eyðingar-
máttur kjamorkuvopna, sem komið
hefur verið fyrir í kafbátum og
skipum" skapi aukna spennu og
dragi úr öryggi þeirra þjóða sem
búa í þessum heimshluta.
Eyjólfur Konráð Jónsson kvaðst
í samtali við Morgunblaðið í gær
hafa tjáð sovéska sendiherranum
að hann myndi skýra forseta sam-
einaðs þings, forsætisráðherra og
utanríkisráðherra frá ávarpinu og
leggja það fyrir boðaðan fund í ut-
anríkismálanefnd á mánudag.
Carrington lávarður, fram-
kvæmdastjóri NATO, segir í viðtali
sem birtist í Morgunblaðinu í dag
að Sovétmenn vinni stöðugt að því
að auka vígbúnað sinn í þessum
heimshluta og greinilegt sé að ís-
lendingar og Norðmenn hafi vax-
andi áhyggjur af þessari þróun.
Víkur hann einnig að tillögum
Gorbatsjovs og segir hinn hemaðar-
lega hluta þeirra tæpast settan
fram í fullri alvöra.
Sjá einnig viðtal við Carring-
ton lávarð á miðopnu blaðsins
og „Sovéskir eldflaugakaf-
bátar. . . á bls. 29.
Frakkland:
Lagt upp í herferð
á hendur hávaða
Parfs. Reuter.
FRANSKA umhverfisvemdarráðuneytið ætlar í dag að hleypa af
stokkunum mikilli herferð á hendur hávaðanum og á hún aldeilis
ekki að ganga hljóðalaust fyrir sig.
óþægindum og jafnvel sársauka
þegar hann fer yfír 120 desíbel.
Hann er traflandi við 60 desíbel,
þreytandi við 80 og hættulegur
heyrninni þegar hann er kominn í
100. í skýrslu frá umhverfisvemd-
arráðuneytinu segir, að algengt sé,
að franskir unglingar hljóti óbætan-
legar heyrnarskemmdir vegna háv-
aðans frá hljómflutningstækjum.
Með herferðinni á hendur hávað-
anum er stefnt að því að gera heim-
ilið, vinnustaðinn og skólann ögn
friðsælli en fyrst og fremst að vekja
Frakka til vitundar um þetta vanda-
mál.
Aróðursherferðin verður Tekin í
útvarpi alla næstu viku og með
aðalhlutverkið fer hraðmæltur og
nefmæltur náungi, sem veit ekkert
jmdislegra en veinið í ryksugunni,
brakið í kaffíkvöminni og mótorhjól
með ónýt púströr. Til að öruggt sé,
að boðskapurinn týnist ekki innan
um annað glamur í útvarpinu, er
hann kynntur hveiju sinni með
langdregnu Tarzanöskri.
Þeir, sem hafa hlýtt á þáttinn,
segja, að nú fari það ekki lengur á
milli mála, að hávaði getur tekið
menn algerlega á taugum.
Hávaði veldur fólki verulegum