Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
Milljónir á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111
Eyþór Hallsson
S.iglufirði - Minning
Fæddur 4. ágúst 1903
Dáinn 4. febrúar 1988
Einn af beztu, hollustu og traust-
ustu vinum mínum frá Sigluijarð-
arárum mínum 1952—1966, sá sem
einna bezt var til að leita, þegar
mikið lá við, Eyþór Hallsson, for-
stjóri og skipstjóri, er látinn á 85.
aldursári. Hann andaðist í Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri 4.
þ.m. en þangað hafði hann verið
fluttur fársjúkur frá Siglufirði ör-
fáum dögum áður þar sem var gerð-
ur á honum hættulegur uppskurður.
Við þennan heiðursmann stend
ég í svo nikilli þakkarskuld, að
ekki má minna vera en að ég minn-
ist hans nú, þótt ekki væri tii ann-
ars en að þakka honum liðnum fyr-
ir tröllatryggð hans og vináttu í
minn garð allt frá upphafi kynna
okkar og tilþrifamikinn stuðning
hans við mig á örlagastundum.
Eyþór Jóhann Hallsson, eins og
hann hét fullu nafni, fæddist á
Hofsósi í Skagafírði 4. ágúst 1903
og voru foreldrar hans Hallur Ein-
arssonar bátaformaður og Friðrika
Karin Jóhannsdóttir, sem þar
bjuggu. Systkini Eyþórs eru Jakob-
ína, ekkja í Borgamesi, Sigurlaug,
sem nú dvelur á dvalarheimili aldr-
aðra á Sauðárkróki, Einar, býr á
Hofsósi, og Kristján, áður kaup-
félagsstjóri á Hofsósi, nú látinn.
Eyþór tók komungur að ámm að
stunda sjóinn, fyrst með föður
sínum og síðan á ýmsum skipum
og var raunar ekki nema 11 ára
þegar sjómannsferill hans, sem varð
langur, hófst. Hann gekk í Stýri-
mannaskólann í Reykjavík og lauk
þaðan fískimannaprófí 1927. Fljót-
lega að prófi loknu gerðist hann
skipstjóri og fór með ýmis skip allt
til ársins 1945, er hann varð að
láta af því starfí vegna tímabundins
heilsubrests. Á árum síðari heims-
styijaldarinnar sigldi hann nær
þrotlaust með afla sinn til Eng-
lands, en á þeim hættutíma yom
slíkar ferðir ekki heiglum hentar,
en aldrei mun Eyþóri hafa verið
bmgðið um heigulshátt — þvert á
móti þótti hann alla tíð djarfur og
áræðinn, áreiðanlega með ósvikið
víkingablóð í æðum.
Eftir að í land kom lagði Eyþór
á margt gjörva hönd, fékkst m.a.
við síldarsöltun, umsjón með skip-
um, erlendum og innlendum, var
um 6 ára skeið forstjóri Bæjarút-
gerðar Sigluflarðar og síðar með-
eigandi og framkvæmdastjóri fyrir
m.s. Siglfirðing um alllangt skeið.
Umboðsmaður Olíufélagsins Skelj-
ungs á Siglufirði gerðist hann svo
haustið 1957 og gegndi því starfí
til dauðadags. Öll þau störf, sem
Eyþór lagði stund á, hvort sem var
á sjó eða landi, leysti hann af hendi
með myndarskap.
Lengst af var Eyþór búsettur á
Siglufirði og þar var hans starfs-
vettvangur. Þá var hann á ámnum
1928—1930 búsettur á Akureyri.
Ég kynntist ekki Eyþóri Halls-
syni fyrr en hann var kominn um
eða yfír miðjan aldur. Hafði ég þó
oft heyrt hans getið, er ég dvaldi
á Siglufírði á summm á námsámm
mínum, sem aflasæls og dugmikils
skipstjóra og útgerðarmanns. — Fór
þá mikið orð af honum sem einum
af „sfldarkóngum" á aflaskipum á
sfldarárunum miklu á Norðurlandi
á 3., 4. og fram á 5. áratug þessar-
ar aldar. Ég minnist þess einnig
að hafa séð Eyþór á Siglufírði á
þessum ámm. Kom hann mér fyrir
sjónir sem fyrirmannlegur og höfð-
inglegur maður, sem allir vildu við
ræða og blanda við geði. — En
skemmst er frá því að segja, að
eftir að ég fluttist til Siglufjarðar
og tók þar til starfa árið 1952 tókst
fljótlega með okkur hinn ágætasti
kunningsskapur sem innan skamms
þróaðist í einlæga og trausta vin-
áttu. Fann ég það fljótlega, að öt-
ulli og ósérhlífnari liðsmaður í hinni
pólitísku baráttu varð naumast
fundinn, maður sem alltaf og hvem-
ig sem á stóð var reiðubúinn til að
„ganga í slaginn", djarfur og harð-
skeyttur baráttumaður, jafnvígur í
sókn og vöm. Minnist ég frá þessu
tímabili margra ánægju- og gleði-
stunda, sem bundnar em við Eyþór
Hallsson. Einnig utan við alla pólitík
minnist ég margra ánægjustunda
með Eyþóri, því að hann var maður
ræðinn og skemmtilegur í viðræð-
um og hafði frá mörgu að segja.
Allt þetta gerir manninn Eyþór
Hallsson mér ógleymanlegan, —
það finn ég bezt nú, er mér er ljóst,
að okkar fundir verða ekki fleiri
héma megin hafsins mikla. Eftir
að ég og fjölskylda mín fluttumst
frá Siglufírði fækkaði fundum okk-
ar mjög — því miður. Jafnan vissum
við þó hvor um annan og fagnaðar-
fundir urðu er fundum okkar bar
saman.
Eyþór Hallsson var maður mynd-
arlegur ásýndum, hár vexti, grann-
ur og spengilegur, bar sig vel og
var hispurslaus og ákveðinn í fram-
göngu allri. Ljós var hann yfirlitum
og hánorrænn á yfirbragð. — Bauð
hann af sér góðan þokka hvar sem
hann kom. Hann var ágætlega
máli farinn og hafði sig talsvert í
frammi á mannfundum. Hrókur var
hann alls fagnaðar á mannamótum,
hnyttinn í tilsvörum, fyndinn og
skemmtilegur í viðræðum, svo sem
áður var frá greint, enda fróður vel
og ágætlega greindur. Eyþór Halls-
son tók allmikinn þátt í félagsmál-
um, aðallega á Siglufírði, og var
oft til kvaddur þar sem ráða þurfti
ráðum sínum, sat t.d. í niðuijöfnun-
amefnd Siglufjarðar um árabil, sat
í stjóm skipstjóra- og stýrimannafé-
lagsins Ægis á Siglufirði um skeið,
var í stjóm Lífeyrissjóðs verkalýðs-
félaga á Norðurlandi vestra frá
1970 til dauðadags, var um skeið
varamaður í stjóm Sfldarverksmiðju
ríkisins og fleira og fleira mætti til
telja. Ræðismaður Norðmanna á
Siglufirði var hann frá 1958—1984
og var sæmdur St. Olavs-orðunni
fyrir þau störf. Einnig var hann á
sínum tíma sæmdur gullpeningi
Sjómannadagsins. Hann var maður
vinnusamur og kunni því lítt að
hafa ekkert fyrir stafni. Var hann
svo lánsamur að geta gengið til
starfa nálega fram á efsta dag. —
Þótt ekki yrði annað á Eyþóri Halls-
syni séð í framgöngu og fasi en að
hann væri allra manna heilsu-
hraustastur svo hress í anda og lífs-
glaður sem hann var, var það þó
svo, að á vissum tímabilum ævi-
skeiðs síns átti hann í höggi við
erfiðan og skæðan sjúkdóm. Honum
tókst þó að vinna bug á þeim sjúk-
dómi og efast ég ekki um, að kjark-
ur hans og bjartsýni hafí átt sinn
þátt í því.
Hann var hreinskiptinn og hrein-
skilinn í samskiptum við aðra menn
og gat, þegar því var að skipta,
sagt hug sinn allan og stundum
tæpitungulaust við hvem sem var,
jafnt háa sem lága. Að jafnaði var
hann þó, ef ekki reyndi á annað,
hlýr og vingjamlegur í viðmóti og
manna sáttfúsastur var hann, ef í
brýnu hafði slegið.
í einkalífí sínu var Eyþór Halls-
son hamingjumaður. Hann kvæntist
árið 1927 Olöfu Jónsdóttur frá Rif-
kelsstöðum í Eyjafírði. Hún var
kona mikillar rósemi og andlegs
jafnvægis. Bjó hún manni sínum
notalegt heimili og rejmdist honum
sú stoð og stytta, sem um munaði
í erilsömum og oft erfiðum störfum
hans bæði á sjó og landi. Síðustu
æviár sín var hún mikill sjúklingur.
Veiktist hún á árinu 1978 og var
eftir það rúmliggjandi í sjúkrahúsi
SigluQarðar. Annaðist Éyþór þá
konu sína sjúka af fágætri um-
hyggjusemi og ástúð. Hún andaðist
í sjúkrahúsi Siglufjarðar 13. febrúar
1984. Varð konumissirinn Eyþóri
mikið áfall og syrgði hann hana
mjög, en það var lán hans að eiga
góða að þar sem voru fósturdóttir
hans og tengdasonur, sem önnuðust
hann, eftir fráfall konu hans, af
mikilli umhyggjusemi og má segja,
að hjá þeim hafi síðan verið hans
Eyþór Hallsson
Eiginkona hans var Ólöf Jóns-
dóttir frá Rifkelsstöðum í Eyjafírði.
Þau ólu upp fósturdóttur.
annað heimili. Þau Eyþór og Ólöf
áttu ekki böm, sem upp komust,
en ólu upp sem dóttur sína af um-
hyggjusemi og kærleika Karólínu
Friðriku Hallgrímsdóttur, sem gift
er Haraldi Amasyni á Siglufírði,
sem verið hefír um árabil sam-
starfsmaður Eyþórs við rekstur
umboðs Skeljungs á Siglufirði og
hægri hönd hans í því starfi. —
Mikið ástríki var einnig með þeim
Eyþóri og Ólöfu, meðan hennar
naut við, og bömum þeirra Karólínu
og Ilaraldar, þeim Ólöfu Þóreyju,
Helgu, Ragnheiði, Áma og Eyþóri.
Dvöldu þau systkinin oft langdvöl-
um á heimili afa sfns og ömmu.
Eyþór Hallsson taldi sig alltaf
fyrst og fremst vera sjómann, enda
hafði hann áratugum saman stund-
að sjóinn að staðaldri og fór aldrei
dult með samúð sína og samstöðu
með sjómannastéttinni. — Eins og
svo margir em, sem lengi hafa ver-
ið á sjó, var hann trúaður maður
og trúrækinn og trúði staðfastlega
á framhaldslíf að lífí loknu hér á
jörð.
Hann hefur nú leyst landfestar
í síðasta sinn og snúið fari sínu til
hafs. Ég óska þessum góða vini
mínum og foma samheija, sem ég
á svo mikið og margt að þakka,
velfamaðar á hinztu siglingu hans
yfír farið tnikla og góðrar heim-
komu á landínu handan hafsins, því
að ég efast ekki um, að honum
hafí orðið að trú sinni og hafi eygt
land fyrir stafni þar sem bíða vinir
í varpa.
Öllum ástvinum hans sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Einar Ingimundarson
Eyþór Hallsson útgerðarmaður
andaðist 4. febrúar sl. og verður
jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju
í dag, laugardaginn 13. febrúar.
Eyþór kvaddi nokkuð snögglega
og hygg ég að það hafí verið honum
að skapi.
Eftir áratuga vináttu vil ég
kveðja hann með nokkmm orðum.
Eyþór fæddist á Hofsósi 4. ágúst
1903, elstur fímm systkina, sonur
Halls Einarssonar útgerðarmanns
og konu hans, Friðrikku Jóhanns-
dóttur. Eyþór sagði mér að hann
hefði snemma byijað að stunda sjó-
inn auk annarra starfa sem fylgdu
því að alast upp á þessum stað og
tíma.
Eignaðist hann komungur sinn
fyrsta bát, sem varla hefur verið
nema prammi. Aflann, sem hann
saltaði og spyrti, seldi hann í vöm-
skiptum við bændur, þannig létti
hann strax undir með heimilinu og
fékk ungur traust og tiltrú á sam-
starf þeirra sem við sjóinn bjuggu
og bændanna í sveitinni. Það sem
ekki gekk út í þessum vömskiptum
keypti Kristján Gíslason kaupmaður
á Sauðárkróki af honum og minnist
hann ætíð þeirra viðskipta með
þakklæti.
Eftir því sem árin liðu og hann
efldist að kjarki stækkuðu bátarpir
sem Eyþór eignaðist, fyrst 4 manna
far, síðan sex manna og loks 12
tonna bát á móti öðmm.
Fór hann með þann bát til Siglu-
íjarðar til línuveiða, en vertíðin
brást og fór hann á „hausinn" eins
og kallað er af þeim sem ekki virða