Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
Hvers vegna laðast
þau að hvort öðru?
Hvers vegna laðast þau að hvort
öðru, maðurinn sem ber kon-
una sína og konan sem lætur það
víðgangast? Og hvers vegna verða
þau svona? í upphafí eru þau bara
yndisleg smáböm, hvað er það sem
gerir þau að þessum manngerðum?
Þessum spumingum hafa sjálfsagt
rrrargir velt fyrir sér. Asdís Skúla-
dóttir, leikstjóri, sem leikstýrir um
þessar mundir leikritinu „Farðu
ekki“ hjá As-leikhúsinu, er ein
þeirra en „Farðu ekki“ Qallar ein-
mitt um hjónaband fólks, þar sem
ofbeldi er ríkjandi þáttur í samskipt-
unum.
Þú þarft ekki að bíða fram
yfir miðnœtfi tii að koniqst
í góða dansstemmningu, því
Skólafell opnar kl. 7 öll
kvöld og hljómsveitin
KASKÓ byrjar kl. 9 í kvöld.
Dansstemmningin er ótrú-
leg ó Skólafelli.
Fritt inn tvrir kl. 9 - Aðganosevrir kr. 280,-
„Leikritið fjallar um svo margt,
hjónabandið, ástina, þá togstreitu
sem getur skapast milli hjóna og
um bömin og þau uppeldisskilyrði
sem þau búa við. Bemskuminningar
þeirra hafa mikil áhrif á þau
seinna," segir Asdís. „Þó að áfengi
sé með í spilinu milli þessara hjóna,
þá er talið að það eigi ekki við nema
milli 30 og 50% tilvika. Það er því
eitthvað mun djúpstæðara sem fær
fólk til að beita ofbeldi, þó áfengi
losi vissulega um hömlur.
„Farðu ekki“ er í raun ofurlítil
dæmisaga. Samskipti milli karls og
konu er einn vinsælasti efniviður
leíkritunar en þetta er í fyrsta skipti
sem leikrit með ofbeldi sem þema
er sett um hérlendis. Það hefur
vakið mikla athygli þar sem það
hefur verið sett upp, einmitt vegna
þessa efnis. Við höfum sýnt fímm
sinnum og aðsóknin hefur verið
góð.“
A sunnudaginn verður áhorfend-
um boðið að sitja eftir og ræða efni
leikritsins. Fulltrúar frá Kvennaat-
hvarfínu munu mæta og í framtíð-
inni er ætlunin að fá menn frá
SÁÁ, heimspekinga, lækna og fé-
lagsfræðinga til að reyna að skapa
umræðu. „Það er alþjóðleg stað-
reynd að obeldi minnkar, því meira
sem um það er fjallað," segir Ásdis.
„Auðvitað vitum við ekki um nema
brotabrot af því ofbeldi sem á sér
stað. Okkar mælikvarði á ofbeldi
eru komur á slysavarðstofu og í
kvennaathvörf og það er einungis
toppurinn á ísjakanum.
Við megum heldur ekki gleyma
þeirri staðreynd að ofbeldi er ekki
háð stéttum. Fyrir nokkrum árum
stóð yfír umræða um kvennaat-
hvarf í bresku iávarðadeildinni og
þá stóð upp ein lafðin og sagði frá
því að hún hefði sjálf verið barin.
Síðast en ekki síst er spumingin
um hvers vegna þau laðist hvort
að öðru? Hana hlýtur að skorta
sjálfsvirðingu, það má segja að hún
sé einfaldlega of góð við hann. Og
því betri sem hún er við hann, því
reiðari verður hann. Víst fara marg-
ar konur frá mönnunum ef þeir
berja þær en hvað er það í uppeldis-
þáttum þeirra sem eru kyrrar sem
veldur því? En hvort konan í „Farðu
ekki“ er ein þeirra, vitum við ekki,
hennar saga er ekki sögð til fulln-
ustu í verkinu."
HREYFIL8HU $ID
Félag harmonikuunnenda verður
með dansleik í kvöld laugardaginn
13. febrúar kl. 21.00.
Allir velkomnir. _ . , .
Stjormn.
Morgunblaðið/Sverrir
„Það er staðreynd að ofbeldi minnkar ef umræða um það hefur átt
sér stað,“ segir Ásdís Skúladóttir.
„Það má eiginlega segja að hún sé of góð við hann...