Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
AF INNLENDUM
VETTVANGI
HELGI BJARNASON
Framleiðslustjómun í alifuglarækt:
Björgunaraðgerðir á kostnað matarbuddu
almennings, segiaNeytendasamtökin
HART hefur verið deilt um fram
leiðslustjórnun og verðlagningu eggja
og kjúklinga að undanförnu, eftir að
landbúnaðarráðherra gaf út
reglugerðina að ósk framleiðenda.
Hörð viðbrögð Neytendasamtakanna
og einstakra verslana hafa haft þau
áhrif meðal annars að sala á eggjum
ogþó sérstaklega kjúklingum hefur
minnkað verulega undanfarnar vikur.
Fréttaflutningur af málinu hefur að
mati blaðamanns verið dálítið
losaralegur. Til dæmis hefur lítið
verið fjallað um aðdraganda
aðgerðanna, en hann er á köf lum
nokkuð reyfarakenndur, og skýringar
stórbændanna á breyttri afstöðu til
framleiðslustjórnunar.
Reglugerðin „um ráðstöfun á sér-
stöku fóðurgjaldi vegna afurða ali-
fugla og svína" sem Jón Helgason
landbúnaðarráðherra gaf út þann 21.
janúar síðastliðinn er að stofni til
reglugerð sem verið hefur í gildi
undanfarin ár. Með þeirri reglugerð
sem í gildi hefur verið var búið að
koma upp ákveðnu endurgreiðslu-
kerfí sem byggist á skýrslum bænda
um framleiðslu og sölu. Breytingin
felst í því að réttur alifuglabænda
(ekki svínabænda) til endurgreiðslu
gjaldsins er takmarkaður við „þarfír
markaðarins". Þá eru sett í reglu-
gerðina ákvæði um hvemig tilkynna
eigi framleiðendum um endur-
greiðsluréttinn.
Framleiðsla eftir
„þörfum markaðarins“
Fóðurgjöld sem innheimt eru
skiptast í tvennt. Annars vegar er
grunngjald sem rennur í ríkissjóð.
Það er nú endurgreitt að mestu til
að draga úr hækkun kjúklingaverðs
vegna söluskatts og að hluta til að
draga úr hækkun eggjaverðs. Hins
vegar er 80% sérstakt gjald sem að
75/80 hlutum hefur verið endurgreitt
framleiðendum en 5/so hlutar renna
í Framleiðnisjóð landbúnaðarins.
Með reglugerð landbúnaðarráðherra
er hætt að endurgreiða sérstaka
gjaldið út á alla framleiðslu. Bændur
fá endurgreiðslurétt samkvæmt
ákveðnum reglum og fá gjaldið að
fullu endurgreitt fyrir framleiðslu
upp að því marki en ekkert þar yfír.
Endurgreiðsla sérstaka fóðurgjalds-
ins er því notuð til að stjóma fram-
leiðslunni, eins og heimilað er í'bú-
vörulögunum frá árinu 1985. í þeim
kafla laganna sem §allar um stjóm-
un búvöruframleiðslunnar segir:
„Heimilt er að endurgreiða framleið-
endum búvara hið sérstaka fóður-
gjald eða hluta þess og skal miða
endurgreiðslur við framleiðslumagn
sem ákveðið er eftir þörf markaðar-
ins fyrir viðkomandi búvöru" . . .
Samkvæmt reglugerðinni eiga sér-
stakar endurgreiðslunefndir fram-
leiðenda í hvorri grein að ákvarða
endurgreiðslurétt einstakra bænda í
samræmi við framleiðslu þeirra á
ákveðnu viðmiðunartfmabili. Síðan
eiga nefndimar að fylgjast með
framleiðslu og sölu og minnka eða
hækka rétt bænda í samræmi við
það og þá alltaf hlutfallslega jafnt.
Guðmundur Sigþórsson skrifstofu-
stjóri landbúnaðarráðuneytisins segir
að rök ráðuneytisins fyrir stjómun
eggja- og kjúklingaframleiðslunnar
séu þessi: „A undanfömum árum er
búið að fjárfesta í þessum greinum
langt umfram þarfír innanlands-
markaðarins. Enn virðist vera tölu-
verð ásælni í að setja fjármagn í
greinamar án þess að sölumöguleik-
ar hafí aukist. Menn hafa ef til vill
verið með of miklar væntingar um
aukningu markaðarins. Þetta er með
öðrum orðum hugsað til að koma í
veg fyrir þá offramleiðslu sem nú
er og kostað hefur framleiðendur
verulega fjármuni í birgðahaldi.
Kostnaðurinn getur ekki leitt til ann-
ars en hækkunar á útsöluverði og
lendir þvi alltaf á neytendum að lok-
um.“ Guðmundur sagði áð gjaldþrot
hefði vofað yfír stómm hluta fram-
leiðenda og hæt.ta á að meirihluti
þeirra kæmist í rekstrarþrot. Það
hefði leitt til skorts á þessum vörum
og að þeir sem eftir væru myndu
stórhækka verðið til að vinna upp
tapið.
Guðmundur sagði að af hálfu
ráðuneytisins væri stefnt að því að
framkvæmd stjómunarinnar væri
sem mest í höndum framleiðenda
sjálfra, með sem allra minnstum af-
skiptum ráðuneytisins.
Hann sagði að álagning fóður-
gjaldanna hefði verið og væri nauð-
synleg, þrátt fyrir að stór hluti þeirra
væri nú endurgreiddur, til að vega
upp á móti niðurgreiðslum á inn-
fluttu komi. Offramleiðsla væri á
landbúnaðarvörum í Evrópubanda-
lagsríkjunum og þrýstingur á að
koma henni úr landi, til dæmis kom-
inu. Ekki væri forsvaranlegt að láta
komið flæða hindrunarlaust inn í
landið því það myndi spilla fyrir inn-
lendri fóðurframleiðslu. Þá væri það
ekki verjandi út frá öryggissjónar-
miðum því menn gætu ekki búist við
að fá komið keypt svona ódýrt til
frambúðar.
Kaupir Framleiðnisjóð-
ur rétt af bændum?
Framleiðsla á kjúklingum á við-
miðunartímabilinu samsvaraði um
2.260 tonnum á ári. Er það töluvert
yfír sölunni og áætla bændur að
heildarkvótinn þurfi að fara niður í
1.700—1.800 tonn á þessu ári þann-
ig að kvóti hvers og eins verður að-
eins um 80% af framleiðslunni eins
og hún var á viðmiðunartímanum.
Margir eru þegar búnir að draga
framleiðsluna saman þannig að skell-
urinn verður ekki jafn mikill hjá öll-
um.
Offramleiðslan hefur verið minni
í eggjaframleiðslunni. Eggjabændur
áætla að framleiðslan hafí verið um
það bil 220 tonn á mánuði á viðmið-
unartímanum og áætla að offram-
leiðslan sé um það bil 10%. Ein-
hveijir bændur framleiða umfram
kvóta sinn og þegar þeir hafa dregið
saman telja forsvarsmenn bænda
hugsanlegt að offramleiðslan verði
úr sögunni og ekki þurfí að skerða
kvótann um þessi 10%.
1 reglugerð landbúnaðarráðþerra
er veitt heimlld til búgreinafélaganna
að ráðstafa hluta sérstaka fóður-
gjaldsins „til sameiginlegra verkefna
í þágu búgreinarinnar" í stað þess
að greiða það hveijum framleiðanda
fyrir sig. Þannig má ráðstafa V3 til
2/3 hluta af 75% fóðurgjaldinu. Hug-
myndir hafa verið um það meðal
eggjabænda að nota þessa heimild
þannig að V3 hluti sérstaka fóður-
gjaldsins fari til Framleiðnisjóðs og
sjóðurinn notaði peningana til að
kaupa upp eða leigja framleiðslurétt
einstakra framleiðenda þannig að
aðrir eggjabændur þyrftu þá minna
að draga saman. Morgunblaðinu er
kunnugt um að einstaka bændur
hafa sýnt áhuga á .að losna út úr
framleiðslu með þessum hætti og sjá
fram á að geta greitt skuldir sínar
á fyrsta ári og átt síðan náðuga
daga í tvö ár til viðbótar á kostnað
Framleiðnisjóðs. Það skal tekið fram
að formaður Framleiðnisjóðs land-
búnaðarins, Jóhannes Torfason,
sagði aðspurður að þessi hugmynd
hefði ekki komið til tals í stjórn sjóðs-
ins;
í reglugerð landbúnaðarráðherra
eru einnig heimildir fyrir tilflutningi
á endurgreiðslurétti á milli framleið-
enda. Munu einhveijir af eigendum
stórbúanna hafa sýnt áhuga á að ná
meiri hagkvæmni í rekstri búa sinna
með því að kaupa eða leigja fram-
leiðslurétt af öðrum sem vildu hætta.
En framleiðslu- og sölumálin skýr-
ast betur á næstu mánuðum þegar
endurgreiðslunefndimar hafa traust-
ari gögn í höndunum um framleiðslu
og sölu.
Umskipti hjá
„ftjálshyg-gjubændum“
Allir helstu framleiðendur eggja
og kjúklinga í landinu voru til
skamms tíma mjög andvígir fram-
leiðslustjómun. Brugðust þeir harka-
lega við hvers kyns hugmyndum um
kvóta á atvinnugreinamar. Var og
gmnnt á því góða á milli fylgis-
manna og andstæðinga kvóta í ali-
fuglaræktinni. Kom það því mörgum
á óvart þegar allt í einu var komin
svo til fullkomin samstaða hjá fram-
leiðendum um málið, þeir búnir að
undirrita eigin kvóta og óska eftir
því að landbúnaðarráðherra nýti
heimild sina í búvömlögum til stjórn-
unar.
En hvað olli þessum umskiptum?
Flestum framleiðendum sem blaða-
maður ræddi við bar saman um að
þeir hafí gefíst upp vegna erfiðrar
fjárhagsstöðu eftir langvarandi of-
framleiðslu og geysihart verðstríð
sem staðið hefur í 2*/2 ár og ekkert
útlit var fyrir að linnti.
Aðdragandinn var þó nokkur. Um
mitt ár 1985 var heildsöluverð á
eggjum um 160 krónur og algengt
útsöluverð 178 krónur. Um haust.ið
lækkaði einn framleiðandi eggjaverð-
ið 0g hinir fylgdu á eftir en verðið
náði sér ekki upp aftur, heldur hélt
áfram að lækka þar til heildsöluverð-
ið var komið niður í 38 krónur í febrú-
ar 1986. Eftir það náðu framleiðend-
umir að hækka það aftur upp í 135
krónur og var algengt útsöluverð þá
148 krónur. En enn var offram-
leiðsla og heildsöluverðið lækkaði í
raun þar sem framleiðendur juku
afslátt sinn við kaupmenn. í nóvem-
ber 1987 hrundi verðið aftur. Ein
verslun lækkaði útsöluverðið til sam-
ræmis við afslátt framleiðenda, eða
niður í 98 krónur, þrátt fyrir að skráð
heildsöluverð væri enn 135 krónur
og við það snarlækkaði verðið. Fór
það niður í 40 krónur í heildsölu og
í þeirri stöðu myndaðist samstaða
framleiðenda um að hækka verðið
jafnframt því sem þeir gáfust upp á
frelsinu.
Reyndar hafði verið starfandi
nefnd á vegum eggjabænda um
framleiðslumálin en menn urðu ekki
á eitt sáttir um nauðsyn aðgerða
fyrr en á þessum tímapunkti. Ymsar
fleiri hliðar eru á þessu máli. Fyrir
nokkrum árum stofnaði Samband
eggjaframleiðenda eggjadreifíngar-
miðstöðina ísegg og í upphafí var
ætlunin að í gegn um þessa dreifing-
armiðstöð færi öll eggjaframleiðslan.
Hörð andstaða var við þessar fyrir-
ætlanir, ekki síst hjá stærstu eggja-
framleiðendunum sem sögðu sig úr
SE og stofnuðu Félag alifuglabænda.
ísegg fékk ekki einokunaraðstöðu
en margir af smærri bændunum
lögðu egg sín þar inn og keppti fyrir-
tækið við risana á markaðnum. Síðar
kom í ljós að ekki var grundvöllur
fyrir rekstrinum og stöðvaðist hann
fyrir um það bil ári.
Misreiknuðu styrk
smærri framleiðenda
Bændumir sem lögðu inn í íseggj
20—30 talsins, komu þá inn á mark-
aðinn hver fyrir sig, hungraðir í að
selja framleiðslu sína eftir hrakfalla-
sögu íseggs þar sem þeir töpuðu
margra mánaða framleiðslu. Virðast
þeir hafa náð góðum árangri í söl-
unni, dæmið snerist við og birgðirnar
fóru að safnast upp hjá þeim stóru.
Litlu eggjakarlamir áttu betra með
að komast í viðskipti vegna persónu-
legra sambanda við kaupmenn og
vom sneggri í snúningum en á með-
an þeir vom saman í íseggi. Á síðasta
ári var mikil barátta um markaðinn
og kom það oft fyrir að eggjabændur
snem bílunum við á leiðinni í bæinn
til að verðmerkja eggjabakkana upp
á nýtt vegna þess að einhver hafði
lækkað verðið eftir að eggjabíllinn
var lagður af stað. Einn eggjabóndi
Iýsir þessu þannig að menn hafí elt
hver annan svo stíft í verði að kaup-
menn hafí í raun ráðið verðinu. Kom-
ið hafí fyrir að einstaka kaupmenn
hafí náð verðinu niður með því að
segjast geta fengið egg á lægra verði
en þeir áttu kost á.
Eigendur stærri búanna viður-
kenna það fúslega að þeir hafí van-
metið styrk íseggsmannanna, miklu
auðveldara hefði verið að keppa við
ísegg en hvem og einn bónda. Það
hefur því greinilega komið eigendum
stórbúanna í koll að ganga svo hart
fram í að drepa ísegg eins og þeir
gerðu.
I nóvember, þegar verðið fór síðast
niður, komu eggjaframleiðendur
saman til frægs fundar í þeim til-
gangi að ná samstöðu um að hækka
verðið aftur. Þá sögðu ýmsir fulltrú-
ar smærri eggjabændanna: Við erum
tilbúnir til að láta verðið vera í 40
krónum eins lengi með þarf til að
koma málunum í lag, jafnvel fram-
yfír páska. Þeir eru sumir í þeirri