Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B
44. tbl. 76. árg.
ÞREÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Yitzhak Shatnir, forsætisráðherra Israels:
Herteknu svæð-
unum ekkí skilað
Jerúsalem, Tel Aviv, Reuter.
YITZHAK Shamir, forsætisráðherra ísraels, hét í gær að berjast gegn
öllum þrýstingi og hugmyndum um að skila aftur einhverjum hluta
herteknu svæðanna en Shimon Peres utanríkisráðherra sagði á sunnu-
dag, að það væri nauðsynlegt til að friður kæmist á.
Shamir sagði á fundi varnar- og
utanríkismálanefndar þingsins, að
Israelsstjóm ætti aldrei að afsala sér
herteknu svæðUnum, sama hve hart
væri að henni lagt. „Hvar fyrirfínnst
það ríki, sem vill láta land sitt af
hendi orðalaust? Aðrar þjóðir hlægju
að slíkri uppástungu," sagði Shamir
og var það svar hans við þeim um-
Eistland:
Hvatt til
stíllingar
Moskvu. Reuter.
KUNNIR Eistlendingar hafa
skorað á landsmenn sína, ör-
yggislögregluna jafnt sem al-
menning, að sýna stillingu á
morgun, 24. febrúar, en þá
minnast Eistlendingar þess, að
70 ár eru liðin frá þvi þeir
urðu fijáls þjóð um skamma
stund.
Fjörutíu og átta manns undir-
rituðu áskorunina, sem birtist í
blaðinu Sovetskaja Estonia, þar
á meðal menntamenn, sem hafa
verið yfirvöldunum óþægur ljár
í þúfu. Var henni ekki síður beint
til öryggislögreglunnar en eist-
nesks almennings og fólk hvatt
til að leggja ekki andstæðingum
umbóta lið með mótmælum. Var
sagt, að þau yrðu aðeins til að
hjálpa „stalínískum hópum til að
sölsa undir sig það, sem þeir
hefðu misst".
Eystrasaltsríkin, Eistland,
Lettland og Litáen, voru undir
Rússakeisara um aldaraðir en
voru sjálfstæð á árunum 1918-40
þegar Sovétmenn4nnlimuðu þau.
I þeim öllum þremur hefur kom-
ið til mótmæla að undanfömu.
mælum Peresar utanríkisráðherra á
sunnudag, að óhjákvæmilegt væri
að skila aftur einhveijum hluta her-
teknu svæðanna til að unnt reyndist
að semja frið við araba.
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, kemur til ísraels eft-
ir þijá daga til viðræðna um friðartil-
lögur Bandaríkjastjómar og er mik-
ill viðbúnaður í Jerúsalem vegna
komunnar. Shamir sagði í gær, að
engin ástæða væri til að óttast
versnandi samskipti við Bandaríkja-
stjóm þótt ísraelar höfnuðu tillögun-
um en þær gera ráð fyrir, að her-
teknu svæðunum verði skilað gegn
friðarsamningum við arabaríkin.
Verkamannaflokkurinn í ísrael styð-
ur þessa hugmynd en Likud-flokkur
Shamirs telur Israela hafa guðlegan
rétt til landsins.
Sjá „Ráðamenn ..." á bls. 29.
Mm
Reuter
Míkhail Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, býður George Shultz, utanríkisráðherra Bandarikjanna,
veikominn í Katrinarsalinn í Kreml þar sem þeir ræddust við nokkra stund. Að baki þeim er Anatolíj
Dobrynin, fyrrum sendiherra Sovétmanna i Washington.
Fækkun langdrægra kjarnorkuflauga:
Samningshorfur glæð-
ast í Moskvuviðræðum
Moskvu. Reuter.
SOVÉSKIR og bandarískir embættismenn kváðust í gær vongóðir um,
að samningur um verulega fækkun langdrægra kjarnorkuflauga yrði
tilbúinn til undirritunar fyrir fund þeirra Ronalds Reagans Bandarikja-
forseta og Mikhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Búist er við, að hann
verði í maílok eða byijun júní. Viðræðum utanrikisráðherranna, þeirra
Georges Shultz og Eduards Shevardnadzes, verður haldið áfram í
Washington 22.-23. mars.
Shultz, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sagði á blaðamannafundi
í Moskvu í gær, að loknum tveggja
daga viðræðum við sovéska ráða-
menn, að nú mætti sjá hilla undir
samning um langdrægar kjamorku-
flaugar og tók Shevardnadze, ut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna, undir
það með honum. Nokkur afturkippur
virtist um tíma vera kominn í við-
ræður stórveldanna um þessi vopn
en ráðherrunum og öðrum embættis-
mönnum bar saman um, að nú hefði
greiðst úr. Shultz tók þó fram, að
enn sem fyrr væri ágreiningur um
geimvamaáætlunina bandarísku.
Shultz, sem fer í dag til Brussels
til að skýra utanríkisráðherrum Atl-
antshafsbandalagsins frá viðræðun-
um, gaf í skyn, að lítið hefði miðað
í viðræðum um Afganistan. Kvaðst
hann ekki efast um, að Sovétmenn
vildu fara á brott frá landinu með
her sinn en framvindan myndi ráð-
ast í viðræðum afgönsku og pakis-
tönsku stjómarinnar í Genf 2. mars
nk.
Shevardnadze sagði á frétta-
mannafundi, að helstu ágreinings-
efnin í viðræðunum um langdrægu
flaugamar væm framtíð Gagneld-
flaugasáttmálans (ABM), eftirlit
með framkvæmd, stýriflaugar um
borð í skipum og flugvélum, færan-
legar flaugar og hvaða vopn skuli
undanskilja í fyrsta áfanga.
Reuter
Heimtir úr helju
Suður-kóreskt fiskiskip, Dong Chung 3, sökk í fyrradag um 50 km
vestur af Norðurey í Nýja Sjálandi en hið versta veður var þá á þeim,
slóðum. Komust skipveijar í björgunarbát en honum hvolfdi undir
þeim og em þrír taldir af. Hinir komust upp á bátinn öfugan og
gátu haldið sér þar uns áhöfnin á áströlsku herskipi bjargaði þeim.
George Vassiliou kjörinn forseti Kýpur:
Kýpur-Tyrkir taka illa
áskorun um sameiningfu
Nikósíu. Reuter.
GEORGE Vassiliou, sem kjörinn var forseti Kýpur i síðari umferð
forsetakosninganna á sunnudag, skoraði í gær á landa sína, Tyrki sem
Grikki, að taka höndum saman og binda enda á skiptingu eyjarinnar.
Vassiliou, sem er nýgræðingur í
stjómmálum, bauð sig fram sem
óháður en naut stuðnings kommún-
istaflokksins og einnig sósíalista í
síðari umferð kosninganna. And-
stæðingur hans var Glafkos Cleri-
des, frambjóðandi hægrimanna, og
sigraði Vassiliou með aðeins 10.600
atkvæða mun en alls vom á kjörskrá
363.000 Kýpur-Grikkir.
í ræðu, sem Vassiliou flutti í
gær, hét hann því að gera allt, sem
í hans valdi stæði, til að sameina
landið en Kýpur hefur verið skipt á
milli Grikkja og Tyrkja síðan 1974.
Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-
Tyrkja, kvaðst vilja hitta Vassiliou
að máli en sagði, að sér virtist hann
ætla að feta í fótspor fyrirrennar-
ans, Spyros Kyprianou. „Yfir mig
kom ræðan eins og köld gusa,“ sagði
Denktash og ítrekaði fyrri kröfur
um sambandsríki tveggja rétthárra
samfélaga.
Kjöri Vassilious hefur yfirleitt
verið vel tekið og ekki síst af kaup-
sýslumönnum, sem flestir gera lítið
úr tengslum_ hans við kommúnista-
flokkinn. í kosningabaráttunni
kvaðst Vassiliou vera eindreginn
stuðningsmaður nýlegs tollabanda-
lags við Evrópubandalagið en
kommúnistaflokkurinn hefur hins
vegar farið hamfömm gegn því.
Hann er hagfræðingur að mennt,
rekur alþjóðlegt markaðskönnunar-
fyrirtæki og er vellauðugur. Hann
er einlægur stuðningsmaður fijáls
markaðskerfis, vill auka iðnað og
erlenda fjárfestingu og gera Kýpur
að miðstöð fjármálalífsins við aust-
anvert Miðjarðarhaf.
Sjá „Vonir bundnar...“ á bls. 26.