Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 Hvað segja þeir um stöðu frystingarinnar og mögulegar úrbætur' Tapreksturinn að sliga fry stinguna REKSTRARSTAÐA frystingarinnar í landinu er mikið til umræðu nú, meðal annars í ljósi yfirstandandi kjarasamninga og þess að nýtt fiskverð á að taka gildi um næstu mánaðamót. Þjóðhagsstofnun metur tap frystingarinnar meira en nokkru sinni fyrr og eru menn almennt sammála um að tapið sé 10 til 15% af tekjum. Aðalorsök erfiðleika í frystingunni er talin lækkun dollars, fast gengi og innlendar kostnaðarhækkanir. Fulltrúar fiskvinnslunnar segja að dæmið gangi ekki upp, þegar aukning tekna er heft með föstu gengi á meðan kostnaður innanlands sé 20 til 30% á ári. Þá er mikil andstaða meðal þeirra gegn núverandi vaxta- stefnu. Þeir telja að ástandið lagist ekki nema með ákveðnum aðgerðum stjórnvalda, leiðrétt- ingu á gengi, lækkun vaxta og lækkun ýmiss tilkostnaðar við framleiðslu freðfisksins. Hér fara á eftir viðtöl við 8 framkvæmdastjóra frystihúsa viðs vegar um landið. Þeir voru inntir eftir mati þeirra á rekstrarstöðunni, hvers vegna í óefni væri komið og hvað þyrfti að gera. Þeir voru ennfrernur spurðir hvort þeir teldu að um o ffjárfestingu væri að ræða í frystiiðnaðinum og hvort frystihúsin væru nægilega vel rekin. Tryggvi Finnsson, Húsavík: Spurningum búsetu í landinu „ÉG vona að á næstu dögum og vikum verði gerðar ráðstafanir, sem gera okkur kleift að halda frystingunni gangandi áfram. Það er ekki bara það, að fiskiðn- aðarfyrirtækin séu í vandræðum og hættu, heldur byggðin í landinu líka. Byggðin þrífst ekki nema þessi fyrirtæki séu í gangi. Hætti frystíhúsin útí á landi að geta greitt fyrir aðfðng sín og gjalda ekki sveitarfélaginu það, sem þess er, hefur það gífurleg keðjuverkandi áhrif og heilu byggðarlögin komast í þrot fáum vikum eftir að Iykilfyrirtækin bregðast. Við erum því ekki að tala um það að bjarga einhveij- um vesælum frystihúsamönnum, við erum að tala um það að hvort búa eigi um allt land eða hvort allir eigi að búa umhverfis Kringluna," sagði Tryggvi Finns- son, framkvæmdastjóri Fiskiðju- samlags Húsavikur. „Staðan er almennt erfíð. Menn tala um að hallinn á frystingunni sé á milli 10 og 15% og það lætur sjálfsagt mjög nærri. Það er auðvit- að svolítið breytilegt eftir því inn á hvaða markaði menn framleiða, en lægri talan á kannski við það, þeg- ar menn einbeita sér fyrst og fremst að því, sem er hagkvæmast. Sú hærri á þá við, þegar menn eiga, einhverra ástæðna vegna, ekki kost á því að fara hagkvæmustu leiðina. Þessi staða er fyrst og fremst til komin vegna þess að 10 til 15% minna fæst fyrir dollarinn í dag en hann fyrir um tveimur árum síðan. Á sama tíma hefur verðbólga hér verið að meðaltali um 25% á ári. Ég er hræddur um að stórmarkað- amir myndu veina, ættu þeir að selja komfleks-pakkann á sama verði f dag og fyrir tveimur árum, en allur tilkostnaður hefði hækkað á móti. Það er kannski lausin að snúa þessu við, hafa gengið laust og innflutningsverðið fast. Þá kæm- ist innflutningurinn í sömu stöðu og útflutningurinn er f í dag. Það er sjálfsagt ekki til nein ein einföld lausn á þessu máli. Það þarf að skoða alla þá hluti, sem gætu leitt til lækkunar framleiðslu- kostnaðar. Þar má nefna vexti og fleira, sem ekki vegur hvert fyrir sig mjög þungt, en getur þó létt undir. Þegar það er búið, stendur örugglega eftir einhver mismunur enn og hann verður að lagfæra með breyttu gengi krónunnar. Til þess að breytt gengi skili árangri verður að nýta til fullnustu alla möguleika á lækkun framleiðslukostnaðar. Á sfðasta ári hækkuðu vextir veru- lega. Það em til vextir, sem hafa meira en tvöfaldazt og dráttavextir hafa hækkað um nálægt 80%. Vext- ir af afurðalánum hafa íeyndar hækkað mun minna. Þetta er feit- asti bitinn í þessu, en menn tala líka um endurgreiðslu á söluskatti, um að létta undir með lengingu lána og slíkt. Auðvitað hjálpar það til, en dugir ekki. Ég þekki ekkert fyrirtæki, þar sem efíaust má ekki gera betur. Það á ömgglega ekki síður við um fískiðnaðinn en aðrar atvinnugrein- ar. Það er kannski fátt erfíðara að reka en fiskvinnslufyrirtæki vegna þess að breytileikinn í aðföngunum, hráefninu, er svo mikill. Þar er miklu erfiðara að vera með mikla óg stöðuga festu í rekstri. Við verð- um þó að halda því fram, að menn reyni að aðlaga sig aðstæðum hveiju sinni og hafí tekizt það furðu vel. Það má benda að menn hafa getað framleitt á sama gengi í nokkuð mörg ár á sama tíma og kostnaðurinn innan lands hefúr hækkað um 20 til 30%. Það er af- rek út af fyrir sig og bendir ekki til þess að um umtalsverða óráðsfu sé að ræða. Fjárfesting í fiskiðnaði hefur ekki verið mikil á undanfömum ámm. Hún var töluverð á síðasta áratug. Sú uppbygging var öll á verð- tryggðum lánum og var mjög brýn. Fjárfesting á síðustu ámm hefur verið lítil, en nýting hennar er eflaust ekki nógu góð víða. Að því leyti má segja að afkastagetan í landinu sé meiri en hún þurfi að vera, að minnsta kosti hluta ársins. Sveiflur í aflabrögðum em miklar og þess vegna em menn með van- nýtta ijárfestingu á milli toppanna í vinnslunni. Menn hafa því mikið leitað leiða til að jafna þetta, en lenda þá kannski á sama tíma í óvæntri samkeppni við erlendan fískiðnað með útflutningi á ísfiski. Á mörgum stöðum hefur þetta skert nýtingu frystihúsanna. í dag er mikið unnið að endurbótum á vinnslukerfum og innviðum frysti- húsanna. Ég held að á næstu mán- uðum muni það koma í ljós, að þar emm við að gera hluti, sem skila árangri," sagði Tryggvi Finnsson. Jóhann A. Jónsson, Þórshofn: Fer að heyra sögunni til „STAÐAN eins og hún blasir við okkur er sú að frystingin fer að heyra sögunni til, eigi þetta að ganga svona lengur. Saltfiskur- inn hefur verið heldur betri og þvi hefur verkunin beinst í æ meira mæli f söltunina. Við höf- um lítið fryst undan farna mán- uði og engin breyting verður á því miðað við sama ástand. Hins vegar hafa menn veigrað sér við við að loka fiskverkunarhúsun- um hér og þess vegna hafa þess- ir fiskar verið saltaðir," sagði Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. „Það er verið að tilraunakeyra nýtt þjóðfélag í landinu, hálffíjálst þjóðfélag, þar sem ákveðnir aðilar hafa fíjálsa verðmyndun á afurðum sfnum. Bakaramir hafa það á brauðunum og bankamir á vöxtun- um. Síðan em einhveijir aðrir aðil- ar, eins og þeir, sem em í útflutn- ingi, sem em bundnir af skráningu gengisins og ákveðnum tekjum. Við getum ekki velt innlendum kostnað- arhækkunum út á erlenda markaði. Ef ætlunin er að keyræ þetta þjóð- félag svo, með föstu gengi, verður að vera skilningur á því að hver einasta verðhækkun innan þess, er aðeins ávísun á gengisbreytingu síðar meir. Stjómvöld hafa aðgerð- arlaus horft á alla gjaldaliði okkar hækka, hvort sem það em vextir, rafmagn eða annað og óbreyttar tekjur með tapi eiginfjár og skulda- söfnun. Það hefði betur verið tekið á þessum málum í tíma. Eigi að halda föstu gengi, verður að hamla gegn innlendum kostnaðarhækkun- um, annars gengur þetta aldrei. Við stöndum frammi fyrir því núna að stjómvöld boða ftjálst þjóð- félag og að verðmyndun eigi að ráðast af ftjálsu framboði og eftir- spum. Það gengur ekki lengur að talað sé um lausn á vanda físk- vinnslunnar með endurgreiðslu söluskatts og niðurfellingu launa- skatts, við verðum að fá að taka þátt í frelsinu. í dag er það bara fyrir aðra, einkanlega þá, sem ekki vinna að gjaldeyrisöflun. Við verð- um að fá verðmyndun í samræmi við framboð og eftirspum á tekjum okkar, gjaldeyrinum. Ég tel enga lausn felast í því að vera með ein- hveijar reddingar til að koma rekstrinum upp í núllið og he§a síðan sama leikinn aftur með inn- lendum verðhækkunum og föstu gengi. Við verðum að fá sömu starfsskilyrði og aðrir hafa í þessu blessaða þjóðfélagi. Ég hef ekki trú á almennri offjár- festingu í frystingunni. Hugsanlega má fínna einhver dæmi um hana. Menn verða að gá að því, að séu menn ekki vel vakandi yfir því, sem er að gerast og taki sífellt inn þá nýjustu tækni, sem völ er á, verða menn ekki samkeppnisfærir, búa ekki yfír þeirri tækni ogþeim mögu- leikum fyrir hendi em. Sé rékstur sjávarútvegsfyrir- tækja borinn saman við rekstur annarra fyrirtækja á íslandi, er aðhald og aukin hagkvæmni hvergi mikil eins og í sjávarútveginum. Það er kannski fyrst og fremst vegna þess, að það hefur svo oft kreppt að vinnslunni að stjómendur hennar hafa oftar en aðrir þurft að endurskoða reksturinn og leita leiða til úrbóta. Það er sífellt verið að gera betur og betur," sagði Jó- hann A. Jónsson. Finnbogi Jónsson, Neskaupstað: Fyrirtækin neydd til að gefa gjaldeyrinn „STAÐA sjávarútvegsins í heild, ekki bara frystíngarinnar, er nú í febrúar margfalt lakari, en hún var á fyrri hluta árs 1987. Frá þvi á miðju síðasta ári hefur af-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.