Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 59
Samkomulag um greiðslu- kortaviðskipti: MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 59 Ferðaskrifstofur falla frá álagi Morgunblaðið/Júlíus Eins og jafnan safnaðist talsverður hópur fólkssaman við brunastað- inn. Reykjavík: Eldur í þríbýlishúsi Talið að kviknað hafi í út frá standlampa SAMKOMULAG hefur tekist milli greiðslukortafyrirtækj- anna og ferðaskrifstofa um mismunandi túlkun samkomu- Iags aðila frá 12. febrúar 1988 varðandi greiðslumáta í leigu- flugi og skipulögðum hópferð- um. í framhaldi af því hefur riftun samstarfssamninga verið afturkölluð. í samkomulaginu fellst það helst að ferðaskrifstofurnar falla frá sérstöku álagi á kortgreiðslur og korthafar njóta staðgreiðslukj- ara í sólarlandaferðum ef greiðsla berst áður en ij'órar vikur eru til brottfarar. Ferðaskrifstofurnar munu tilgreina verð sín í leigu- flugi og skipulögðum hópferðum með tvennum hætti, annars vegar almennt verð og hins vegar verð Dómkirkjan: Helgistundir á föstu HELGISTUNDIR verða nú á föstunni eins og sl. ár á hverju þriðjudagskvöldi í Dómkirkjunni og hefjast kl. 20.30. Lesið verður úr píslarsögu Krists, fluttar bænir og fyrirbænir fyrir sjúkum, sé þess óskað. Jafnframt verða passíusálmamir lesnir og oft með undirleik á orgel. Fyrsta helgi- stundin verður í kvöld. Sr. Þórir Stephensen flytur hana. Þeir sem óska fyrirbæna geta beðið um það í dag og eftirleiðis í síma 12113. Hver helgistund tekur u.þ.b. hálfa klukkustund og er safnaðar- fólk hvatt til að koma og eiga kyrrð- arstundir í hinni fögru kirkju sinni. (Fréttatilkynning) Leiðrétting í samtali við Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra í Morgunblaðinu á laugardaginn misritaðist lækk- un vísitölu byggingarkostnaðar, sem varð hálft prósent á tveimur mánuðum. Sama misritun varð í hækkun lánskjaravísitölunnar, sem hækkaði um hálft prósent á milli febrúar og mars. Þá stóð í samtalinu „alda verk- falla“, þar sem átti að standa alda- verðhækkana. Leiðrétting’ í grein um Don Giovanni eftir Lisu von Schmalensee lektor í Morgunblaðinu á laugardag féll niður að tvær eftirfarandi tilvitn- anir eru frá Sören Kirkegaard: Don Juan gerir meira en ganga í augun á stúlkum, hann gerir þær hamingjusamar — og óhamingju- samar. En svo furðulegt sem það má nú heita var það einmitt það sem stúlkumar vildu. Og varla var sú stúlka með stúlkum sem kaus ekki fremur að verða óhamingju- söm, svo fremi henni hefði áður hlotnazt að vera hamingjusöm með Don Juan. ( . . . ég er líkt og ungpía, ást- fanginn af Mozart, ég verð að hafa hann mestan, hvað sem það kostar!) ' Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. með staðgreiðsluafslætti eða stað- greiðsluverð. Með staðgreiðsluverði er átt við þegar verð ferðar er greitt með reiðufé, peningum eða ávísunum. Ef fullnaðargreiðsla er innt af hendi með greiðslukorti þannig að andvirði hennar berst ferða- skrifstofu sannanlega innan þess frests, sem almennir ferðaskilmál- ar Félags íslenskra ferðaskrifstofa áskilja, það er fjórum vikum fyrir brottför, skulu korthafar njóta þess afsláttar sem fellst í stað- greiðsluverði. Ferðaskrifstofumar áskilja sér rétt _til að innheimta hækkanir, sem kunna að hafa orðið á verðskrám frá því að greiðsla var innt af hendi með greiðslukorti og þar til andvirði hennar berst frá greiðslukortafyr- irtæki. Til að fyrirbyggja misskilning árétta aðilar, að verð í samræmi við verðskrár flugfélaga gildir, ef um er að ræða sölu á farseðlum í áætlunarflugi. SLÖKKVILIÐINU í Reykjavík var tilkynnt um eld í íbúð í þríbýlishúsi við Stigahlíð klukk- an rúmlega 3 á laugardag. Enginn var heima í ibúðinni þegar eldsins varð vart og logaði glatt þegar slökkviliðið kom á staðinn. Reykkafarar fóru inn í húsið og slökktu eldinn á um það bil hálftíma. Miklar skemmdir urðu á íbúðinni, mestar í sjón- varpsherbergi en öll íbúðin er mikið skemmd af eldi, hita og sóti. Einnig urðu einhverjar reyk- skemmdir í öðrum íbúðum. Að sögn Helga Daníelssonar yfírlögregluþjóns hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins er talið að elds- upptök megi rekja til standlampa í sjónvarpsherbergi. ICYSILD DEMANTSÍLD í FRÁBÆRUM GÆÐAFLOKKI! Sérvalin, stór og falleg Demantsíld frá Austfjörðum. Síld sem verkuö er af fagmönnum með áratuga þekkingu á síldarsöltun. HEILDSÖLUDREIFIN G: W DUGGUVOGUR 1B - 104 REYKJAVlK SÍMI 687441 & SACHS Högg deyfar V-þýsk gæðavara SUÐURLANDSBRAUT 8 84670^^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.