Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988
Hestamannafélögm við
Ejrjafjörð segja sig úr LH
ÖLL hestamannafélögin við Eyjafjörð hafh ákveðið að segja sig úr Landssambandi hestamannafé-
laga. Aðalfundir þriggja félaga, Léttis á Akureyri, Funa í Eyjafirði og Þráins á Grenivík, voru haldn-
ir samtímis á sunnudag á þremur mismunandi stöðum þar sem ákvörðun um úrsögn var tekin hjá
félögunum. Aður hafði hestamannafélagið Hringur á Dalvík ákveðið að segja sig úr LH. Funi og
Þráinn hafa jafnframt ákveðið að breyta félögum sínum í hestaiþróttafélög og hyggjast sækja um
inngöngu í Ungmennasamband Eyjafjarðar. Aðalfundur UMSE verður haldinn um aðra helgi þar sem
málið verður væntanlega tekið fyrir. Innan Léttis starfar íþróttadeild, sem sótt hefur um inngöngu
í íþróttabandalag Akureyrar og þar með aðild að ÍSÍ. Innan ÍSÍ stendur til að stofna sérsamband
hestaíþróttafélaga og taldi Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri ÍSÍ ekki fráleitt að af þvi gæti
orðið fyrir sumarið.
Á aðalfund Funa í Sólgarði í
Saurbæjarhreppi mættu 30 manns
af 70 félagsmönnum. Fundarmenn
voru allir sammála um úrsögn að
einum undanskildum, fráfarandi
formanni félagsins Gunnari Thor-
steinssyni, sem jafnframt sagði sig
úr Funa og sagðist hafa umboð frá
konu sinni um úrsögn einnig. í
ályktun frá Funa segir að úrsögn-
ina megi rekja til vinnubragða
meirihluta stjómar LH við val á
næsta landsmótsstað. „Fundurinn
telur að stjóm LH hafí sýnt félög-
unum í Eyjafírði, á Norðurlandi
öllu og stjóm LH, sem sat árið
1980, fádæma lítilsvirðingu. Fund-
urinn telur að engin ásættanleg
ástæða hafí verið til að sniðganga
viljayfírlýsingu „Varmahlíðarfund-
arins“ 8. júní 1980. Við afgreiðslu
þessa máls hefur meirihluti stjómar
viðhaft vinnubrögð'’ sem hesta-
mannafélagið Funi getur ekki sætt
sig við og hefur grafíð undan sam-
starfí hestamannafélaganna á
Norðurlandi og á landinu öllu.“
Þá segir jafnframt í ályktuninni
um bréf það er stjóm LH sendi
hestamannafélögunum við Eyja-
flörð þann 5. febrúar sl. þar sem
stjómin hugðist setja á laggimar
nefnd til að gera framtíðaráætlun
um mótshald: „Einn af félagsmönn-
um Funa flutti tillögu á ársþingi
1986 að skipuð yrði sams konar
nefnd og fjallað er um í umræddu
bréfí. Þessi nefnd var skipuð og
var þáð okkar von að hún víkkaði
sjóndeildarhring manna um þessi
mál. Funi átti einn fulltrúa í þess-
ari nefnd, Jónas Vigfússon, flutn-
ingsmann tillögunnar. Þegar Jónas
sagði formanni stjómar LH á öðr-
um fundi nefndarinnar að hann
hefði lagt til að nefndin skilaði áliti
fyrir 1. maí svo stjómin hefði álit
hennar þegar kæmi að vali á lands-
mótsstað, þá sagði formaðurinn að
álit nefndarinnar myndi engin áhrif
Eining með
verkfalls-
heimild
Verkalýðsfélagið Eining á
Akureyri aflaði sér verkfalls-
heimildar á almennum félags-
fundi sl. föstudagskvöld.
Rúmlega 80 félagar komu á
fundinn og var tillagan sam-
þykkt samhljóða.
Bjöm Snæbjömsson vara-
formaður Einingar sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að félaga-
tala í Einingu væri um 3.300
manns, flskvinnslufólk, bygg-
ingamenn, hafnarverkamenn
auk annars almenns verkafólks.
á EyjaQarðarsvæðinu, allt frá
Ólafsfirði til Grenivíkur. „Nauð-
synlegt er að hafa verkfalls-
heimild f höndunum til að knýja
á um samninga og getum við
nú boðað verkfall með vikufyrir-
vara ef samningar dragast á
langinn," sagði Bjöm.
hafa á val landsmótsstaðarins.
Milliþinganefndin skilaði áliti og
átti framtíð stórmóta að verða aðal-
mál ársþings LH 1987. Með álitinu
vom látnir fýlgja með vinnupunkt-
ar unnir af Jónasi, þar sem veh
er fyrir sér flölgun landsmóta. Á
þinginu sá stjómandi mótanefndar
til þess að ekki yrði rætt um þess-
ar hugmyndir Jónasar. Við sjáum
því ekki hvað ný nefnd sem ijalla
á um sömu hluti ætti að leysa,
nenia e.t.v. til að láta stjóm LH
líta eitthvað betur út í augum.þeirra
sem lítið þekkja til.“
Á Varmahlíðarfundinum svokall-
aða árið 1980 var samþykkt vilja-
yfírlýsing fulltrúa eyfírsku hesta-
mannafélaganna og fulltrúa úr
stjóm LH þess efnis að eðlilegt
teldist að næsta fjórðungsmót á
Norðurlandi yrði haldið á Melgerð-
ismelum í Eyjafírði og að næsta
landsmót hestamanna er kæmi í
hlut Norðlendinga eftir árið 1982
yrði einnig þar. Jónas Vigfússon
sagði í samtali við Morgunblaðið
að sáttayfírlýsing þessi hefði hins-
vegar verið sniðgengin að fullu.
„Við myndum sætta okkur við lýð-
ræðislega teknar ákvarðanir, en
brot á viljayfírlýsingum sættum við
okkur ekki við.“
Aðalfundur Léttis var haldinn í
Lundarskóla þar sem saman vom
komnir 86 atkvæðisbærir félags-
menn. Tillaga um úrsögn var sam-
þykkt með leynilegri atkvæða-
greiðslu, en tveir seðlar vom auðir.
I ályktun Léttis segir: „Hesta-
mannafélagið Léttir getur ekki og
vill ekki taka þátt í samstarfi með
•þeim aðilum sem meta ekki töluð
orð og skrifuð meira en raun ber
vitni. Hestamannafélagið Léttir
lýsir fullri ábyrgð á hendur meiri-
hluta stjómar LH vegna afstöðu
þeirra í þessu máli og tillitsleysi
þeirra gagnvart samþykkt sem
fyrri stjóm LH stóð heilshugar að
og ætti að vera siðferðislega bind-
andi. Með athæfí sínu hefur meiri-
hluti stjómar LH orsakað þá sundr-
ungu innan vébanda samtakanna
sém nú ríkir. Hefur hún ekki sýnt
neina raunhæfa viðleitni til að leysa
þessa deilu, heldur sýnt óbilgimi
sem endurspeglar einungis hve hún
’er vanhæf og hefur ekki þann fé-
lagsþroska til að bera sem þarf í
fíjálsum félagsskap. Meðan haldið
er á málum með þessum hætti,
telur Léttir sig þjóna betur hags-
munum félaga sinna og hesta-
mennskunni í heild, utan slíkra
samtaka."
Á aðalfundi Þráins á Grenivík
mættu 22 félagsmenn og var tillaga
um úrsögn úr LH samþykkt sam-
hljóða.
Jón Andri Sigurðarson 16 ára sigraði í plötusnúða-
keppni Dynheima og Hljóðbylgjunnar sem fram
fór á laugardagskvöldið frá 18 til 21. Hér er út-
varpssljóri Hljóðbylgjunnar Ómar Pétursson að
afhenda Jóni Andra Hljóðbylgjubikarinn, en þetta
er annað árið sem keppnin er haldin.
Morgunblaöið/GSV
Inga Lilja Ólafsdóttir 14 ára með verðlaunabikarinn.
Stóð ekki í fæturna lengur
— segir Inga Lilja Ölafsdóttir maraþonmeist-
arí 1988 eftir að hafa dansað í 28 tíma
INGA Lilja Ólafsdóttir, 14 ára nemi í 8. bekk F við Gagnfræða-
skóla Akureyrar, sigraði í hinni árlegu maraþondanskeppni Dyn-
heima, sem fram fór um helgina. 54 keppendur skráðu sig til leiks
og sex voru enn uppistandandi þegar yfir lauk, 28 tímum síðar.
Keppnin hófst kl. 10.00 á laugardagsmorgun og henni lauk kl.
14.00 á sunnudag.
að dansa og fer á böll yfirleitt einu
sinni í viku, annaðhvort í Dyn-
heimum eða á „gagga“-böll. Ég
er hinsvegar hætt að dansa í svona
maraþonkeppnum að svo stöddu,"
sagði hún að lokum.
Helgar-og
viðskiptaf erðir til
Reykjavíkur
Ótrúlega hagstætt verð
Verðfrákr. 6.859,-
Ferðaskrifstofa Akureyrar,
Ráðhústorgi 3, sími 25000.
Horft af brúnni
Frumsýning 4. mars.
Forsala aðgöngumiða hafin.
MHJASALA
iA
96-24073
10KFÉLAG AKU06YHAR
Bjóðum fullkomna viðgerðarþjónuutu á
sjónvarpstœkjum, útvarpstœkjum, ste-
ríomögnurum, plötuspilurum, segul-
bandstækjum, bfttækjum, talstöðvum,
fiskilertartækjum og siglingartækjum.
ísetning á bfttækjum.
Sími (96) 23626 Glérárgötu 32 - Akureyri
U-BIX
Konica
Telefaxtæki
BÓKVAL
Sími 96-26100
Á klukkutímafresti fengu kepp-
endur að hvíla sig í fjórar mínútur
og sagði Inga Lilja í samtali við
Morgunblaðið í gær eftir að hafa
sofíð í nær sólarhring að vinkonur
sínar hefðu nuddað vel á sér fæt-
uma í hvíldunum og því átt góðan
þátt í sigrinum. „Ég undirbjó mig
ekkert sérstaklega fyrir keppnina
nema hvað ég fór út að skokka á
kvöldin viku fyrir keppni og fram
á síðasta dag. Ég átti alls ekki von
á því að sigra. Ég var mjög spennt
kvöldið fyrir keppnina og gat ekki
sofnað fyrr en klukkan ellefu,"
sagði hún.
Inga Lilja tók þátt í maraþon-
dansinum á síðasta ári, en gafst
þá upp eftir 20 klukkutíma á dans-
gólfinu. Sem sigurvegari nú fékk
Inga Lilja farandbikar, 5.000 krón-
ur, fjóra boðsmiða í Dynheima og
blóm í verðlaun auk viðurkenning-
arekjals eins og aðrir keppendur.
„Ég reyndi að dansa jafnt og þétt
allan tímann svo ég missti ekki
niður stig. Mér fínnst mjög gaman
Tilleigu
verslunarhúsnæði ímiðbæ
Akureyrar.
Upplýsingar í síma 96-23464.