Morgunblaðið - 23.02.1988, Síða 60

Morgunblaðið - 23.02.1988, Síða 60
ÞEGAR MESTÁ REYNIR ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Gámafiskur: Takmörkun á útflutn- -ingi í athugun Utanríkisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um útflutn- ing- fisks í gámum og hugsanlega takmörkun hans. Fyrsti fundur hópsins fór fram í gær, en ekki ’er hægt að segja hvenær niður- stöður hans liggja fyrir, að sögn Steingrims Hermannssonar, ut- anríkisráðherra. í starfshópnum sitja fulltrúar frá utanríkis- og sjávarútvegsráðuneyt- inu, Landssambandi íslenskra útvegs- manna og Fiskifélaginu. „Sú lína sem ég hef gefíð er að reyna að hafa þetta eins fijálst og frekast er unnt en að koma þó á þeirri stjóm, í sam- ráði við sjávarútvegsráðuneytið og hagsmunaaðila, að hægt sé að koma í veg fyrir slys af því tagi að menn ausi þama inn físki sjálfum sér til stórtjóns," sagði utanríkisráðherra. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði að útvegsmenn hefðu kynnt mönnum í utanríkisráðuneyt- inu, sem nýlega hefði tekið við ut- anríkisverslun, sín sjónarmið í sam- bandi við gámaútflutning. „Þetta er ekki einfalt mál, en hvemig sem á þvi verður tekið þá má þetta ekki ganga svona áfram, við höfum enga ; ástseðu til að gefa Þjóðveijum físk,“ sagði Krislján Ragnarsson. Morgunblaðið/Þorkell Reykjavíkurskákmótið hefst í dag: Polgarsystur tilbúnar í slagmn í hópi erlendra skákmanna, sem komu til íslands í gær til að keppa á Reykjavíkurskákmótinu, voru Polgarsystumar frá Ungveijalandi, þær Zsuzsa, Sofia og Judit. Systumar eru allar í hópi fremstu skákkvenna heims þótt þær séu aðeins 11, 13 og 18 ára gamlar. Á myndinni eru systumar með foreld- rum sínum, sem komu með þeim til Islands. Reykjavíkurskákmótið hefst í dag á Hótel Loftleiðum klukkan 17. Félagsmálaráðherra staðfesti Kvosarskipulagið: Frekari kynning verði á skipulagi ráðhússreits Borgarstjóri segist ánægður með að þessum þættí málsins sé lokið JÓHANNA Sigurðardóttir félags- málaráðherra staðfesti i gær deili- skipulag að miðbæ Reykjavíkur, Kvosinni. Ráðherra beindi jafn- framt þeim tilrnælum til Davíðs Oddssonar borgarstjóra, að fram fari kynning á skipulagi ráðhúss- reits og skuli henni lokið fyrir miðjan april næstkomandi. Borg- arstjóri hefur fallist á þessi til- mæli og sagði Davíð Oddsson í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að hann væri ánægður með að þessum þætti málsins væri lok- ið. Ráðhúsbyggingin væri þegar „mjög vel kynnt, þannig að hann teldi allar athugasemdir fram komnar og frekari kynning myndi ekki breyta því. Félagsmálaráðherra hugðist taka ákvörðun í málinu á föstudaginn, en Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra óskaði eftir fundi áður en til þess kæmi. Var sá fundur haldinn á laug- Rjúpur í húsag’örðum MIKIÐ er af rjúpu hér á Egilsstöð- um nú. Flögra þær um inn á milli húsa og eru orðnar hinar gæfustu. Kippa sér ekkert upp við bílaum- ferð og lítið við umferð gangandi vegfarenda. Bæjarbúar hafa hina mestu ánægju af þessum gestum sínum ■ ekki síður en af hreindýrunum sem hér eru við bæjardymar. Bjöm ardag. Jóhanna segir að ekki hafi verið staðið lögformlega að kynningu ýmissa þátta á ráðhússreitnum og að grundvallarupplýsingar varðandi byggingareitinn hafí ekki legið fyrir þegar kynning fór fram. Öðru máli gegni hvað varðar byggingu á al- þingisreit. Þar hafí allar upplýsingar legið fyrir við kynningu en þrátt fyr- ir það sjái borgaryfirvöld ástæðu til að áskilja sér rétt til að íjalla sérstak- lega um þann reit síðar. Davíð Öddsson borgarstjóri segist vera ánægður með að þessum þætti málsins sé lokið. Hann hafí fallist á að fara að tilmælum ráðherra um frekari kynningu. Engin framkvæmd á vegum borgarinnar hafí þegar fengið jafnmikla kynningu og vænt- anleg ráðhússbygging enda hafí borgin alltaf verið opin fyrir kynning- um. Telur hann að allar athugasemd- ir vegna ráðhússins séu þegar komn- ar fram, og að frekari kynning breyti þar engu um. Einungis væri verið að uppfylla formsatriði. Guðrún Jónsdóttir fulltrúi í skipu- lagsstjóm ríksins, sem á sínum tíma gerði athugasemd varðandi meðferð skipulagstillögu Kvosarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að niðurstaða ráðherrans væri í fullu samræmi við þær athuga- semdir, sem hún hefði sett fram. Sjá ummæli á bls. 33. Byggðastof nun: Um 20 láns- umsóknir frá útgerðar-og fiskvinnslu- fyrirtækjum „ÞAÐ ER óvenju mikið af um- sóknum um lán vegna fjárhags- legrar endurskipulagningar hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækjum,“ sagði Guðmundur Malmquist, forsljóri Byggða- stofnunar í samtali við Morgun- blaðið í gær. Um 20 lánsumsóknir af þessu tagi hafa borist stofnun- inni síðan í desember sl., og lætur nærri að þær hljóði samanlagt upp á u.þ.b. 400 milljónir króna. Aðeins ein þessarra umsókna hef- ur verið afgreidd, þegar Hrað- frystihúsi Patreksfjarðar var veitt 35 milljón króna lán í byrjun mánaðarins. Guðmundur sagði að umsóknimar væru frá fískvinnslufyrirtækjum um allt land, en hann sagðist ekki geta gefíð upp hvaða fyrirtæki það væru. Lánsbeiðnimar væm mjög misháar, frá 5-50 milljónir króna. „í þessum tölum er eingöngu um að ræða lán vegna fjárhagslegrar endurskipu- lagningar,“ sagði Guðmundur, „en auk þeirra liggja einnig fyrir margar umsóknir um lán frá útgerðar- og fískvinnslufyrirtækjum vegna fjár- festingar og endurbóta." Aðspurður sagði Guðmundur að engin von væri til þess að Byggða- sjóður gæti orðið við öllum þessum beiðnum um lán vegna fjárhagslegr- ar endurskipulagningar. Byggða- stofnun gerði ráð fyrir að sam- þykkja nýjar lánveitingar að upphæð um þúsund milljónir króna og miðað við reynslu undanfarinna ára mætti reikna með um 400-450 milljónum til útgerðar og fiskvinnslu, og þá bæði vegna fjárfestinga og fjár- hagslegrar endurskipulagningar. Nú þegar væri búið að ráðstafa um 400 milljónum í lán og af þeim 600 millj- ónum sem eftir væru væru 100 millj- ónir ætlaðar til skipasmíða. Þá væri ljóst að erfitt yrði að finna veð hjá sumum fyrirtækjanna og þá væri ekki unnt að veita þeim lán. Guð- mundur sagði að fjallað yrði um þessar lánsumsóknir nú í vikunni en ekki væri að búast við neinum stór- um ákvörðunum I bráð. Meirihluti allsherjarnefnd- ar flytur nýtt bjórfrumvarp Líklegra en oft áður að málið komi til lokaafgreiðslu MEIRIHLUTI allsherjarnefnd- ar neðri deildar Alþingis lagði í gær fram nýtt „bjórfrumvarp" og er áætlað að það komi til fyrstu umræðu í deildinni í dag. Meirihlutann skipa þeir Ólafur G. Einarsson (S/RN), Jón Kristj- ánsson (F/AI), Sighvatur Björg- vinsson (A/Vf) og Guðni Ágústs- son (F/Sl). Ólafur G. Einarsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi að þetta myndi ekki tefja fyrir málinu og að nú væri líklegra en oft áður að bjór- frumvarp kæmist til lokaaf- greiðslu. Nefndin hefur undanfarið haft til meðferðar frumvarp til breyt- ingar á áfengislögum sem hefði falið í sér að fella úr gildi bann við innflutningi á bjór. I öðru lagi að leyfí til bruggunar bjórs fari samkvæmt lögum um vörugjald, svo og að framleiðslugjald af slíku öli skuli ákveðið í lögum um vöru- gjald. Nefndarmenn voru sammála um að þessi ákvæði frumvarpsins séu ekki hin heppilegustu burtséð frá þeim grundvallarágreiningi hvort yfirleitt eigi að leyfa inn- flutning og sölu á bjór. „Ástæða þess að við flytjum nýtt frumvarp er að nefndin var sammála um að réttara væri að taka þetta mál einfaldari tökum,“ sagði Ólafur G. Einarsson, formað- ur allheijamefndar neðri deildar, í samtali við Morgunblaðið. „{ stað þess að vísa til laga um vörugjald er gert ráð fyrir að farið verði eft- ir lögum um verslun ríkisins með áfengi og tóbak, enda er bjór ekk- ert annað en áfengi. Þá þurfti í samræmi við þetta að breyta nokkrum greinum áfengislaga. Gildistími laganna er einnig færður til 1. mars á næsta ári þar sem við töldum það vera nauðsynlegan aðlögunartíma. Þó að frumvarpið þurfi nú að fara aftur til fyrstu umræðu tel ég ekki að þetta eigi eftir að tefja fyrir meðferð málsins þó að málið þurfí að taka fyrir á einum fundi hjá okkur í nefndinni. Ég trúi því að þingmenn séu ekki að halda uppi málþófi heldur vilji að frum- varpið komi til efnislegra af- greiðslu þingsins. Ég held að það sé líklegra en oft áður að þetta frumvarp komi til afgreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.