Morgunblaðið - 23.02.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.02.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 71. BUNAÐARÞING SETT I GÆR Trúin á framtíðarmöguleika sveitabúskapar er óbiluð - sagði Hjörtur E. Þórarinsson formaður Búnaðarfélags íslands BÚNAÐARÞING var sett í 71. sinn í gaer að viðstöddum forseta ís- lands, Iandbúnaðarráðherra og öðrum gestum. Hjörtur E. Þórarinsson formaður Búnaðarfélags íslands setti þingið og Jón Helgason land- búnaðarráðherra flutti ávarp. Þingstörf hófust eftir hádegi með kosn- ingu varaforseta, ritara og starfsnefnda. Þá var skýrsla búnaðarmála- stjóra um framvindu mála frá síðasta Búnaðarþingi lögð fram auk fjölda mála. Hjörtur E. Þórarinsson formaður Búnaðarfélags íslands minntist þriggja fyrrverandi þingfulltrúa sem látist hafa frá því síðasta Búnaðar- þing var haldið. Þeir voru Bjami Óskar Frímannsson Efri-Mýrum í Engihlíðarhreppi, Guðmundur Jónas- son Ási í Vatnsdal og Ketill Sigurður Guðjónsson Finnastöðum í Hrafna- gilshreppi. í ræðu sinni sagði Hjörtur meðal annars að heyrst hefðu þær raddir sem draga í efa að Búnaðarfélag ís- lands sé að öllu leyti í takt við tímann óg að starfsaðferðir þess séu fallnar til að skila bestum árangri. Sagði hann að starfsmenn Búnaðarfélags Islands nefðu hlustað á þessar radd- ir. Búnaðarþing hefði gengið á undan með samþykkt sinni á hátíðarfundi síðastliðið sumar þar sem ályktað var að gaumgæft skyldi rækilega hvort eða hvaða breytingar bæri að gera á leiðbeiningaþjónustunni hjá félaginu og samsvarandi þjónustu sem fram fer hjá Búnaðarsamtökunum úti í héruðum landsins. Þá gat hann þess að ráðunautar félagsins hafa sjálfir sett á fót starfs- hóp til að gera tiilögur um hugsanleg- ar breytingar á skipan verkefna þeirra á milli og samstarfí við aðra. „Það vantar því ekki viljann til að líta í eigin barm ef það mætti verða til að finna leiðir til að bæta afrakst- ur þjónustunnar," sagði hann. „Efasmendir um skipulag eða gildi leiðbeiningaþjónustunnar og vinnu- brögð Búnaðarfélags íslands hljóta að vera fyrir hendi hjá einhveijum hluta stjómvalda landsins. Þær efa- semdir birtast í þvi að fjárveiting til hinnar hefðbundnu þjónustu félagsins hefur verið skert all verulega. Þetta er nokkuð nýtt í sögunni og til þess fallið að vekja ugg í bijósti manna um framtíð Búnaðarfélags íslands. Við þessu á félagið ekkert gott svar í bráð og einhvers konar niðurskurð- ur á þjónustu virðist óhjákvæmilegur. Við vitum ekki á þessari stundu hvað að baki þessari nýbreýtni býr eða hvað fastmótuð stefna þar liggur til grundvallar." Hjörtur minntist einnig hinnar Halldór E. Sigurðsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sameinaðs þings, frú Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, Jón Helgason landbúnaðarráðherra og kona hans Guðrún Þorkelsdóttir við setningu Búnaðarþings. Á innfeldu myndinni er Hjörtur E. Þórarinsson formaður Búnaðarfé- lags íslands. UNIX KYNNING Á HOLIDAYINN 25. FEBRÚAR Hewlett-Packard á íslandi , býður alla áhugamenn um UNIX stýrikerfið velkomna á UNIX kynningu á Holiday Inn hótelinu, fimmtudaginn 25. febrúar, frá kl. 13-17. Innlendir og erlendir sérfræðingar verða með fyrirlestra. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 671000. < 1 2 HEWLETT PACKARD HEWLETT PACKARD A ISLANDI HÖFÐABAKKA 9, SlMI 671000 Þingfulltrúar hlýða á ræðu landbúnaðarráðherra. Morgunbiaíið/Bjami miklu umræðu í sambandi við gróður- vemd og endurheim landgæða. Sagði hann það vera fagnaðarefni að al- menningur vill nú og telur sig geta bætt tjónið og er reiðubúinn að kosta því til sem til þarf. „Bændur landsins hljóta að viður- kenna að gróðureyðing er nátengd búskap, sem var og er fyrst og fremst kvikfjárrækt samkvæmt eðli lands- ins. Þeir skilja líka mætavel að endur- heimt gróðurgæða er tómt mál nema góð samvinna þeirrá komi til. Þeir viðurkenna ekki að landið þurfí endi- lega að verða aftur viði vaxið milli flalls og flöru ’líkt og í upphafí sög- unnar. Vissulega viljum við I öllum stétt- um sjá betur búið ísland með vænum skógum sem við höfum í seinni tlð lært að græða og trúa á að hægt sé að rækta til venjulegra skógamytja. En samborgarar okkar, meðeigendur landsins, hlóta að skilja þetta mikla og vandasama verkefni, sem komandi kynslóðir íslendinga fá vonandi að glfma við í friði og farsæld, snertir bændur meir og á annan hátt en alla aðra og grípur inn í líf þeirra og starf á allt annan hátt en annarra. Hér er um að ræða nálega óendanlegt framt- íðarverkefhi sem verður að vinnast í sátt milli bænda og búleysingja og það verður að ætla sér nægan tíma, enda er framtfðin löng.“ Ekki taldi Hjörtur að deyfð setti svip sinn á sveitabúskapinn í nokkr- um skilningi, eins og heyrst hefur. Sagði hann að eftirspum bænda eftir fjárfestingalánum úr Stofnlánadeild landbúnaðarins væri nokkur mæli- kvarði á það. Hún væri jafn mikil nú og hún hefur áður verið mest. Hins vegar hefur lánsumsóknum til hefðbundinna gripahúsa fækkað og nær því lagst niður um sinn en umsóknum til nýbúgreina og fram- kvæmda sem miða að betri nýtingu verðmæta og spamaði í rekstir hefur flölgað að sama skapi. „Trúin á framtfðarmöguleika sveitabúskapar er óbiluð. Viljinn til að standa í atvinnurekstri í stijálbýli er enn fyrir hendi." Jón Helgasons landbúnaðarráð- herra sagði meðal annars f ræðu sinni að samningur milli ríkisins og Stétt- arsambands bænda um afurðamagn mjólkur og kindakjöts sem gerður var fyrir tæpu ári skipti tvímælalasut mestu máli í framleiðslumálum bænda. Ráðherrann minntist á ráðu- nautafundi Búnaðarfélags íslands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins fyrr í þessum mánuði. Þar hefði með- al annars komið fram að nýir kyn- bættir stofnar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins þroskuðust allir í fræ- ræktarstöðinni í Svíþjóð á síðastliðnu sumri á sama tíma og sænskir stofn- ar náðu því ekki vegna erfíðs tíðar- fars. Sagði hann að þegar rannsókna- störfin leiddu til slíks árangurs þyrfti aðkoma því sem fyrst á framfæri, bæði til að svo mikilvæg þekking komi strax að notum, og einnig til að sú starfsemi njóti sannmælis og fái nægan stuðning til að leysa ný verkefni og mæta þannig nýjum þörf- um. Til að stuðla að því sagðist ráð- herrann hafa skipað fímm manna nefnd á síðastaliðnu hausti til að setja fram hugmyndir um hvemig æskilegt væri að haga skipan leiðbeiningaþjón- ustu f þágu landbúnaðarins. Mun nefndin skila áliti síðar f þessari viku: Jón Helgason fjallaði einnig um að miklu skipti að vemda og auka gróðurlendi og væri sívaxandi áhugi á þvf og samstaða hjá þjóðinni. Hjá Landgræðslu ríkisins f Gunnarsholti ætti á næstunni að koma upp aðstöðu fyrir húðun á fræi til dreifíngar, svo að hægt verði í vaxandi mæli að nota fslenskt fræ af túnvingli, ber- ingspunti og lúpfnu ásamt melkomi til uppgræðslustarfa á gróðurlausum landsvæðum. Ráðherrann sagði að því miður virðist sumum ekki nægilega ljós tengsl lands og þjóðar. „Þvf er nú tekist á um það af hveiju við eigum að lifa hér f þessu landi,“ sagði hann. „Bændastéttin þarf að treysta sjálfri sér, því hún þarf fyrst og fremst að treysta á sig sjálfa, þó að sjálfsögðu þurfi að leita skilnings og samstöðu með öðrum öflum f þjóð- félaginu," sagði landbúnaðarráð- herra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.