Morgunblaðið - 23.02.1988, Side 12

Morgunblaðið - 23.02.1988, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 Morgunblaðið/Sverrir AF INNLENDUM VETTVANGI STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON Umbótasinnar og vinstrí menn sameinast í stúdentapólitíkiiiiii: Er Röskva nýtt afl eða hræðslubandalag vinstri manna gegn V öku? Morgunblaðið/Sverrir Stúdentar í Háskóla íslands ganga til stúdentaráðskosninga 15. mars nk. í vetur hafa þar verið við völd vinstrimenn og umbótasinnar en Vaka verið í minnihluta. Það bar svo til tíðinda fimmtudaginn 11. febrúar að á baksíðu Þjóðviljans var tilkynnt um myndun nýs félags, Röskvu, samtaka félagshyggjufólks í Háskóla íslands. Fyrirsögn fréttarinnar var „Sameining til vinstri“ en að félaginu standa Félag umbótasinnaðra stúdenta (FUS) og Félag vinstri manna (FVM). Stofnfundur félagsins var síðan haldinn daginn eftir í Stúdentakjallaranum og var Þórunn Sveinbjarnardóttir kosin formaður félagsins. Ástæða þessa framboðs er að sögn formanna FUS og FVM að lítili sem enginn málefnaágreiningur hafi verið á milli félaganna í vetur og hafi þau því ákveðið að gera með sér málefnasamning og láta núverandi meirihluta bjóða sameiginlega. Markmiðin hefðu verið þau sömu og menn talið óþarfa að vera að eyða kröftunum á tveimur stöðum. Einnig mun hafa verið lítill vilji meðal umbótasinna að bjóða fram í nafni FUS. Ef þetta samstarf gangi ekki upp sé aftur á móti ekkert sem komi í veg fyrir að „gömlu“ félögin bjóði fram sitt í hvoru iagi í næstu kosningum. Vökumenn telja aftur á móti að hér sé á ferðinni auglýsingabragð hjá vinstri mönnum. Meirihlutinn hafi litlu fengið áorkað í vetur og reyni að breiða yfir þá staðreynd með myndun Röskvu. Ætlunin sé að láta kosningabaráttuna snúast um hvað hið nýja félag ætli að gera í stað þess hvað núverandi meirihluti hafi gert. Að sögn forystumanna Vöku eru þeir staðráðnir í að láta kosningabaráttuna snúast um hvað meirihlutinn haf i verið „máttlítill“ og hvað Vaka hyggist gera til úrbóta. Umbótasinnar — Stígandi — Röskva Til að átta sig betur á þessu er vert að rýna nokkuð aftur í tímann. Félag umbótasinna var stofnað 1981 og var Finnur Ingólfsson, sem nú gegnir stöðu aðstoðarmanns heil- brigðisráðherra, helsti hvatamaður- inn að stoftiun félagsins. Aðalstefnu- mál félagsins var að gera stúdenta- ráð ópólitískt og einbeita sér þess í stað að hagsmunamálum stúdenta. Félag vinstrimanna hafði árin á und- an haft tögl og hagldir í Stúdenta- ráði og var það gagnrýnt af mörgum á þeim tíma að Stúdentaráð væri virkur þátttakandi í pólitískri bar- áttu vinstriaflanna. Fylgi Vöku var oftast nokkuð minna en fýlgi Vinst- rimanna. Við stofnun Félags um- bótasinna missti Félag vinstrimanna meirihluta sinn og samstarf tókst með Vöku og hinu nýja félagi, sem átti eftir að vara næstu ár að einu undanskildu. Vorið 1986 urðu hins vegar mikil tímamót í sögu umbótasinna. Lang- varandi viðræður höfðu átt sér stað milli fulltrúa Vöku og FUS í Stúd- entaráði og málefnasamningur náðst. Andstæðingar þessa sam- starfs innan félagsins undu þessu ekki og felldu samstarfíð á félags- fundi. Fjórir af fimm fulltrúum fé- lagsins í Stúdentaráði gengu þá úr félaginu og stofnuðu nýtt félag; „Stúdentafélagið Stígandi". Stígandi hóf meirihlutasamstarf við Vöku, undir forystu Eyjólfs Sveins- sonar, þáverandi formanns Vöku. í kosningunum í fyrra vann Vaka nokkum sigur, bætti við sig einum stúdentaráðsliða og jók fylgi sitt í 43%, eða svipað og áður en Félag umbótasinna var stofnað. Stúdenta- félagið Stigandi bauð ekki fram í þessum kosningum, en þeir sem eft- ir voru í Félagi umbótasinna buðu fram og náðu tveimur fulltrúum. Vinstrimenn misstu hins vegar einn fuiltrúa. FUS og FVM mynduðu síðan meirihluta í stúdentaráði með 17 fulltrúa gegn 13 fulltrúum Vöku. Það er síðan í iqölfar þessa meiri- hlutasamstarfs sem ákveðið var að stofna Röskvu, samtok félags- hyggjufólks. Sameinmg1 fyrst reif- uð í haust „Aðdragandinn að stofnun Röskvu var langur og má segja að þessi mál hafi fyrst verið reifuð í haust," sagði Þórunn Sveinbjamar- dóttir, formaður Röskvu, í samtali við Morgunblaðið. „Málin voru síðan rædd óformlega og í desember vom settar á stofn nefndir til þess að kanna hvort þetta væri raunhæfur möguleiki. Það gekk alveg ótrúlega vel að ná saman. Munurinn á mönn- um var ekki meiri en milli einstakra manna í sama félagi. Við ákváðum því að setja á stofn þetta nýja félag og FUS og FVM drógu sig til baka og lýstu yfir stuðningi við Röskvu." Þómnn sagði meirihlutann í stúd- entaráði í vetur vilja halda áfram að vinna saman.að þeim málum sem hann hefði náð fram og með þessari sameiningu fengjust skýrari kostir í komandi kosningum. Stúdentar gætu valið á milli Vöku annarsvegar og Röskvu hins vegar. Sagði Þómnn að sér fyndist heiðarlega að málum staðið að gera þetta svona. Þegar Þómnn var spurð hver hefði verið helsti ávinningur núver- andi samstarfs nefndi hún fyrst byggingasjóðina. „Ég tel bygginga- sjóðina vera gott mál ef við ætlum að reisa hjónagarðana. Einnig má nefna Námsmannaútvarpið og Rót sem var mikið deilumál á sínum tíma en hefur reynst vel. Þetta gefur fé- lögum námsmanna og almennum námsmönnum tækifæri til þess að nota þetta tæki sem útvarpið er. Það hefur líka á ýmsu gengið í lánamál- um. Það er nú orðið ljóst hver stað- an er í meðlagsmálinu með áiiti Lagastofnunar háskólans og bréfi menntamálaráðherra til stjómar Lánasjóðsins. Það er beinlínis ólög- legt að telja meðlög til tekna.“ Ekkert slæmt að fá vinstrí stimpil Þórunn sagði þetta nýja félag vera hagsmunasamtök fyrir stúd- enta sem byggði á hugsjón félags- hyggju. „Félagshyggja hefur alltaf verið flokkuð til vinstri og ég sé ekkert slæmt í því að fá einhvem vinstri stimpil á okkur. Menn verða að standa við það sem þeir segja og gera. Ég held að þessi samtök eigi eftir að rúma breiðan hóp fólks." I stefnupunktum Röskvu segir í kaflanum um utanríkismál: „Félagið styður baráttu námsmanna fyrir jafnrétti til náms, réttinum til mann- sæmandi lífs og öðrum sjálfsögðum mannréttindum, hvar sem er í heim- inum.“ Og í kaflanum um þjóðmál segir: „Stúdentar eru hluti adf samfélaginu og hagsmunabaráttu þeirra er því ekki hægt að slíta úr tengslum við aðra baráttu í þjóðfélaginu. Félagið leggur áherslu á þau þjóðmál sem tengjast hagsmunabaráttu stúd- enta.“ Morgunblaðið spurði Þórunni hvað átt væri við með þessu. „Ég held að við verðum að meta það í hvert og eitt skipti fyrir sig,“ sagði Þórunn. „Kjarabarátta kennara og fóstra er hlutur sem kemur okkur við. En það er spuming hvort við eigum að gefa yfirlýsingar um ut- anríkismál sem ekki koma hags- munabaráttu stúdenta við. Við eig- um líka að standa á bak við náms- mannahreyfingar sem eiga erfitt uppdráttar. Það eru til hreyfingar sem stjómvöld eru að kúga. Við hljótum þó alltaf að spyija okkur fyrst hvort það sem við erum að gera þjóni hagsmunum stúdenta. Fólk getur kannski orðið sammála um það en leiðimar að markmiðinu geta orðið deiluefhi." Vinstri meirihlutinn lítið áberandi „Þetta er svo sem ckkert nýtt,“ sagði Benedikt Bogason formaður Vöku í samtali við Morgunblaðið. „Þessi félög hafa nú myndað með ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR, formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks í Háskóla íslands: „Félagshyggja hefur alltaf verið flokkuð tíl vinstri og ég sé ekkert slæmt í því að fá einhvem vinstri stimpil á okkur. Menn verða að standa vtð það sem þeir segja og gera. Ég held að þessi samtök eigi eftir að rúma breiðan hóp fólks.“ sér kosningabandalag en gömlu fé- lögin eru áfram til. Það mátti búast við þessu miðað við þá sem hafa stjómað umbótasinnum undanfarin ár. Þetta gerir bara kostina skýrari." Benedikt sagði vinstrimeirihlut- ann í Stúdentaráði hafa yerið frekar lítið áberandi í vetur. „Árangur af starfi meirihlutans hefur verið mjög lítill. Helsta baráttumál þeirra um leiðréttingu námslána hefur ekki náð' í gegn, engar úrbætur hafa verið gerðar í dagvistarmálum stúdenta og útgáfustarfsemi gengið treglega. Auk þessa hefur meirihlutinn tekið nokkrar mjög umdeildar ákvarðanir, m.a. keypt hlutabréf í Utvarpsfélag- inu Rót og dregið úr stuðningi við félagslíf í Háskólanum um tæp 40%. Eina sviðið þar sem árangur hefur náðst er rekstur Félagsstofnunar stúdenta, sem lotið hefur stjóm full- trúa Vöku, Óskars Magnússonar, og fjármögnun Hjónagarða, en Tryggvi Áxelsson, fulltrúi Vöku, hefur veitt byggingarsjóði stúdenta forstöðu í vetur.“ Benedikt sagði að í ljósi þess að erfitt hefði verið fyrir vinstrimeiri- hlutann að bera gerðir sínar undir dóm stúdenta, hefðu þeir dottið á gott ráð til þess að beina allri at- hygli og umræðu annað. „Þeir stofn- uðu einfaldlega nýtt félag og reyna að láta líta svo út að þar sé nýtt afl á ferðinni og ræða síðan um það sem þetta nýja afl ætlar að gera í stað þess að skýra frá því hvað hafi ver- ið gert.“ Ekki vilji til að bjóða fram í nafni umbótasinna „Félag umbótasinna og Félag vinstrimanna höfðu starfað saman í meirihluta síðan í fyrra og gerðu með sér málefnasamning þar sem komið var með skýra steftiu og sagt hvemig ætti að vinna að henni,“ sagði Ágúst Ómar Ágústsson, form- aður FUS, við Morgunblaðið. Sagði hann þetta hafa legið í loftinu í nokk- um tíma og verið gert til að fá fram skýrari og sterkari steftiu. Hvorugt félagið væri lagt niður með þessu heldur væri þetta tilraun til þess að bjóða fólki upp á nýjan valkost og kröftunum ekki eytt á tveimur stöð- um. Aðspurður sagði Ágúst Ómar að málefnaágreiningur milli FUS og FVM hefði ekki verið mikill. Aðal-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.