Morgunblaðið - 23.02.1988, Síða 51

Morgunblaðið - 23.02.1988, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 51 íslendingakórinn í Hamborg söng undir stjórn Hilmars Agnarssonar. Sigrún Wensauer og dætur hennar Kristín og Katrín voru á upphlut á þorrablótinu. Séð yfir hluta gesta á þorrablóti Islendingafélagsins í Hamborg. Þorri blótaður í Hamborg Islendingafélagið í Hamborg skipulagði þorrablót undir stjórn Helga Sigurðssonar og lét til skarar skríða laugardaginn 13.febrúar. Þá blótuðu um 60 Is- lendingar þorra með hefðbundn- um hætti. Eftir að etin höfðu ver- ið svið, hákarl og fleira góðgæti var boðið upp á fjölbreytta þorra- dagskrá. Haldnar voru ræður, fluttir leikþættir og mikið sungið. I lokin var dansað fram yfir mið- nætti við tónlist blótsveitarinnar. SIEMENS Hún er smá en samt svo kná! Fjölhæf: Kraftmikil: Hrærir, hnoðar, blandar, þeytir, brytjar, rffur, raspar, tætir og sker. 400Wstöðugtafl. Fyrirferðarirtil: Þarf aðeins rými sem er 28x20 sm. Hún er f rá SIEMENS og heitir compqct Smith & IMorland Nóatúni 4, sími 28300 Chen hélt því til Ameríku, en foreldrar hennar eru nú starfandi læknar í Kalifomíu. Þar las hún upphaflega inn á auglýsingar og fékk öðru hvoru smáhlutverk í þátt- um eins og Miamy Vice og Mike Hammer. Hún lék svo stórt hlut- verk í Ari drekans eftir Michael Cimino og þá tóku hjólin að snú- ast. Kvikmyndaframleiðandinn Dino De Laurentis fékk Chen hlut- verk í myndinni Taipan og í kjölfar- ið fylgdi Sfðasti keisarínn. í Síðasta keisaranum segir Ital- inn Bertilucci sögu Pu Yi sem krýndur var keisaratign árið 1908 í Hinni forboðnu borg í Kína, aðeins þriggja ára gamall. Pu Yi flúði til borgarinnar Tients- in árið 1923, ellefu árum eftir að Kína varð lýðveldi. Hann stundaði hið ljúfa líf í nokk- ur ár með tveimur eiginkonum sínum. I mynd Bertoluccis missir önnur þeirra, keisaraynjan, heils- una sökum ópíumneyslu og er þar með úr sögunni. Aður en yfír lauk mátti Pu Yi þola sitt hvað fleira sem hér verður ekki rakið, en honum voru gefnar upp sakir eftir tfu ára fangelsisvist árið 1959. Pu Yi lést fyrir 21 ári. Kvikmyndin Sfðasti keisarinn hlaut í síðastliðinni viku hvorki meira né minna en níu útnefningar til Óskarsverðlauna, meðal annars fyrir bestu myndina. Öll stærstu kvikmyndaverin í Hollywood höfn- uðu hins vegar myndinni á sínum tíma. Hún vakti ekki áhuga þeirra og efast var um að kostnaðaráætl- unin, sem hljóðaði upp á 25 doll- ara, myndi standast. Kvikmyndun á Sfðasta keisaranum fór fram í Hinni forboðnu borg, í Peking. Aukaleikarar í myndinni voru 19.000 talsins. 3 NU SPÖRUMVIÐ FENINGA BJÖRNINN HF Borgartún 28 — simi 621566 — Reykjavík. Og nú erum vid í Borgartúni 28

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.