Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988
félk í
fréttum
Fallnar fegnrðardísir,
Sue Bolich og Jolene
Stavrakis.
SIÐGÆÐI
Fingralangar
fegurðardísir
Eins og kunnugt er þurfa menn
að vera því sem næst alveg
syndlausir til þess að geta orðið
forsetar, hæstaréttardómarar eða
sjónvarpsprestar í Bandaríkjun-
um. Nú þurfa fegurðardísir í Guðs
eigin landi líka að standast kröfur
um flekklaust lífemi til að geta
borið titla sína, eins og hún Sue
Bolich, ungfrú Mínnesota, fékk
að reyna um daginn.
í janúar var Sue gripin í fata-
verslun þar sem hún reyndi að
hnupla klæðnaði fyrir 15.000
krónur og var hún neydd til að
segja af sér fyrir vikið. Fegurð-
ardísin sem lenti í öðru sæti i
keppninni, Jolene Stavrakis, var
þá skipuð Ungfrú Minnesota og
sór hún og sárt við lagði að hún
hefði aldrei gerst sek um sömu
ávirðingar og forvera hennar. En
blóðhundar blaðanna voru komnir
á slóðina og ekki leið á löngu
þangað til það uppgötvaðist aö
Jolene hafði verið tekin fyrir búð-
arþjófnað árið 1986. Að sjálf-
sögðu sagði hún einnig af sér og
sú þriðja, Julie Nelson að nafni,
tók við titlinum. Þegar síðast
fréttist var hún enn með hreinan
skjöld, en Fólk í fréttum mun að
sjálfsögðu láta lesendur vita ef
eitthvað vafasamt finnst í fortlð
stúlkunnar.
— Já. Svínka og Froskurinn eru með.
Baksað við gfnu sem íklædd er kjól úr klæðaskáp fyrrum
forsetafrúar á Filippseyjum. _____________________
Hver fer þar nema skósafnarinn kunni, frú
Imelda Marcos.
UPPBOÐ I AMERIKU
Plastávextir og skór
ór eigu Imeldu Marcos
Hraukur plastávaxta og fimm
pör af samkvæmisskóm úr
eigu Imeldu Marcos, fyrrverandi
forsetafrúar á Filippseyjum, var
seldur á uppboði í New York ný-
lega. Alls fengust 500 dollarar eða
19.000 krónur fyrir herlegheitin.
Imelda Marcos hafði þá áráttu
að safna skótaui og sögur hérma
að hún hafi átt 3000 pör af skóm.
Gylltir og silfraðir leðurskór með
gervidemöntum voru keyptir af
óþekktum ungum manni fyrir upp-
hæð sem svarar tæpum sjö þúsund-
um króna. Uppboðshaldarar urðu
fyrir nokkrum vonbrigðum með að
ekki hafi fengist hærra verð fyrir
góssið.
Ungi maðurinn sem keypti
„gullskóna" kvaðst ætla að gefa
móður sinni þá. „Hún hefur lengi
verið hrifín af þjóðsögunni um
Imeldu Marcos og ótrúlegt skó- og
fatasafn hennar. Ég sagðist ætla
að gefa henni eitthvað alveg sér-
stakt, en líklega bjóst hún bara við
peysu," sagði óþekkti kaupandinn
um hina lánsömu móður sína.
COSPER
Kinverska leikkonan Joan Chen
fer með stærsta kvenhlutverkið
í mynd Bemardos Bertolucci.
Margir leikarar fara með hlut-
verk Pu Yi, en John Lone leikur
hann sem fullorðinn mann.
Hinn gamalreyndi Peter O’Toole
leikur kennara Pu Yi sem pilt-
ungs.
Jafnvel Kína
varð of lítið fyrir hana
Kínverska leikkonan Joan Chen,
sem lék hið dapurlega hlutverk
keisaraynjunnar í mynd Bertoluecis,
Síðasta keisaranum, yfirgaf ætt-
land sitt með gullhanann -
kínversku óskarsverðlaunin - í far-
teskinu. Hún var valin úr hópi
skólafélaga sinna, Qórtán ára göm-
ul, af útsendurum kvikmyndavers
í Shanghai.
Skömmu síðar var Chen þekkt
um gervallt Kína og áður en hún
náði átján ára aldri var gullhaninn
hennar. Eftir að hafa leikið í tveim-
ur myndum hlaut hún kosningu sem
vinsælasta leikkona Kínveija og
þremur myndum síðar var ekki eft-
ir meiru að slægjast fyrir hana í
heimalandinu.
Imelda Marcos átti þessa glitrandi skó.