Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 Paata Burchjuladze Sinfónían og Burchjuladze Megi sálin góðan endihljóta . . . Tönlist Jón Ásgeirsson Paata Burchjuladze er stórkost- legur söngvari svo sem vel kom fram á tónleikum Tónlistarfélags- ins fyrir nokkrum dögum en þá flutti hann eingöngu rússneska tónlist. Nú var á efnisskránni auk verka eftir Tsjajkovskí og Mus- sorgskí, §órar aríur úr ýmsum óperum eftir Verdi. I efnisskrá er aðeins sagt „Aría úr...“ og er það í raun óhæft að ganga svo frá efn- isskrá. Auk þess að tilgreina ekki einu sinni nafn aríunnar er ekki Úallað um efni hennar í megin- texta efnisskrár. Ef svona er geng- ið frá efnisskrá er hún að mestu gagnslaus áheyrendum, eða í besta falli aðeins fróðleg lesning, sem undirrituðum virðist vera tekin úr almennum umsögnum um aðdrag- anda að gerð viðeigandi óperu- verka. Tónleikamir hófust á Polovts- ian-dönsunum eftir Borodin, þá kom „aría“ úr Jevgení Onegín eft- ir Tsjajkovskí, er Burchjuladze söng með glæsibrag. Þriðja verkef- nið var inngangur og vals úr sömu óperu en þar eftir Eintal Borisar úr Boris Godúnov eftir Mus- sorgskí. Verdi-„aríumar“ voru teknar úr Simon Boccanegra, Att- ila, Makbeð og Don Carlos, en hljómsveitin bætti við forleiknum að Vespri Sicilianni. Sem millispil var Intermezzo úr Manon Lescaut eftir Puccini. Hljómsveitin undir stjóm Páls P. Pálssonar stóð sig með prýði og söngur Paata Burchjuladze var stórkostlegur og í raun er ekkert hægt að segja annað, því slíkum söng verður veiklega lýst með orð- um. Voldug rödd, mikil söng- tækni, sterk og músíkölsk túlkun Burchjuladze, er eitthvað sem menn verða að heyra og á þessu byggist frægðin, sem stefnir mönnum saman til að upplifa það sem frægt er af sögum og frásögn- um þeirra sem reynt hafa. Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Herranótt MR: Frumsýning í Tjamarbæ: Góða sálin í Sesúan eftir Bertolt Brecht Þýðandi: Þorsteinn Þorsteinsson. Leikmynd: Grétar Reynisson; hugmynd og holl ráð. Lýsing: Vilhjálmur Hjálmarsson Þýðing á söngvum og eftirmála: Bríet Héðinsdóttir. Tónlist: Paul Desau o.fl. Leikstjóri: ÞórhaUur Sigurðsson. Þrír guðir í rannsóknarleiðangri um plánetuna jörð að leita að ær- legri manneskju, þar eð himnafaðir- inn er orðinn örvæntingarfullur yfir spillingu hugarfarsins og vonsku mannanna. Og það þarf þvi ekki að koma sendiboðunum á óvart að það reynist hægara ort en gjört að finna þó ekki væri nema eina góða mann- eskju. Hún finnst að lokum í Sesúan og er ung gleðikona, Sén Te. Það virðist ráða úrslitum um hvort hún er góð eða ekki að hún skýtur skjóls- húsi yfir sendiboðana þijá. Skírskot- un til annarrar gamallar sögu, kannski? Unga stúlkan elur með sér þá drauma að opna litla búð og það gengur ekki þrautalaust fyrir sig, þvi að allir virðast ætla að leggja stein í götu hennar og þvi verður hún að bregða sér í gervi karlmanns öðru hveiju. Því að hver tekur mark að konustrái? Auk þess er nú góða sálin í Sesúan bara mannleg, hún er ekki algóð sem betur fer, en það er i gervi frændans, karlmannsins, sem hún fær útrás fyrir hörku sína. Hún kemst í kynni við atvinnulausan flugmann og fær á honum ofurást, þótt efnaður rakarínn sýni henni að hann gæti hugsað sér að eiga hana. En flugmaðurinn er ekki allur þar sem hún heldur hann vera, bamar þessa góðu stúlku, hefur út úr henni fé og allt er í molum. Þá er ekki (, annað til ráða en verða karlmaður á ný og reyna að spjara sig og dylja á þann veg ásigkomulag sitt. Það má lesa margt út úr hverri persónu í þessu leikriti, þótt góða sálin sé að sönnu fyrirferðarmest. Eins og Brecht er von og vísa eru líkingar og skírskotanir á hveiju strái. Sjálfsagt er niðurstaðan sú, að það sé ekki á færi neins að vera algóður, enda brýtur það gegn venju- legri skynsemi og því geta guðimir líka sætt sig við að maðurinn sé ekki fullkominn. Svo fremi sem hann reyni að vera dálítið góður. Litríkt og mannmargt mannlíf í verkinu er svo til þess fallið að gefa sem flestum nemendum tækifæri að koma á svið, enda verkið að hluta valið með tilliti til þess. Eins og Guðni rektor bendir á í leikskrá hef- ur og metnaður leiknefndar löngum verið til fyrirmyndar og fjölbreytni í leikritavali nemenda hreint ótrúleg. Þórhallur Sigurðsson hefur þurft að leysa margan vanda við uppsetn- ingu verksins hér. Hann hefur með sér fjörutíu manna leikarahóp að sönnu, en fæstir þeirra hafa stigið á svið áður. Það er nokkuð oft ansi þröngt á sviðinu, hlaupin fram em auðvitað augljóslega nauðsynleg lausn við þessar aðstæður en heppn- ast ekki alltaf sem skyldi. Staðsetn- ingar eru þó að mestu leyti nokkuð góðar og framsögn sumra leikara eftirtektarverð. Þá eru aðstæður f Tjamarbæ varla neitt óskaland og þar með hefur Grétar Reynisson einnig orðið að greiða úr býsna flóknum málum. Ég viðurkenni fúslega að ég hef ekki nokkra hugmynd um, hvemig hefði átt að leysa leikmyndarmálið, en það hefði kannski ekki þurft að vera al- veg svona óhijálegt. Hilmir Snær Guðnason í hlut- verki Jang Súns. Þýðingin er kjamgóð og „brechtsk". Stytting leikritsins hefur ekki alltaf tekizt nægilega vel. Ýmsir leikaranna standa sig með prýði. Marta Nordal sem Sén Te sýndi öryggi og hafði nokkuð góða framsögn. Flugmaðurinn fiáráði sem fer þó skánandi var f höndum Hilmis Snæs Guðnasonar og hann sýndi töffaraheit, tvöfeldni og ástríður bara ágætlega. Kári Gíslason var óömggur í fyrstu sem lögregluþjónn en honum óx ásmegin. Lín Tó smið- ur er lítið hlutverk, en var vel og dálítið fagmannlega unnið. Ekkjan Sín er í höndum Eddu Jónsdóttur, prýðileg frammistaða. Vang vatns- sali er dálítið sérstæð persóna af hendi höfundar og leikstjóra og Dan- íel Ágúst Haraldsson virtist ráða við hana. Sýningar Herranætur hafa alltaf verið viðburður í menningarlífinu, þótt meira sé nú í boði. Brecht og Herranótt standa fyrir sínu eins og áður, oftast og fyrrum. Úr Góðu sálinni f Sesúan. Mjolkursamsalan > Ferskar dögum saman -enda / loftskiptum umbúöum. Eigendur og útgefendur skuldabréfa Vegna mikillar eftirspumar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Sparifjáreigendur! Við kappkostum að bjóða örugg skuldabréf með góðri ávöxtun. Lánstími við allra hæfi. Skuldabréfin eru auð- seljanleg ef nota þarf fé bundið í þeim fyrir gjalddaga. Skuldabréfin eru því í reynd óbundin. Við bjóðum varðveislu og innheimtu keyptra skuldabréfa án endurgjalds. Ávöxtunin er því öll ykkar! Allar nánari upplýsingar í Bankastræti 7, 3. hæð. © 91-20700 VEBÐBRÉFflwmsKiPTi fjármál eru V/ samvinnubankans okkar fag Sinfóníu- tónleikar Tönlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Smetana, Moldá; Mozart, Sin- fónia Consertante K. 297b; Bart- ók, Tvær myndir op. 10; Kodaly, Dansar frá Galanta. Einleikarar: Kristján Þ. Stephensen, óbó; Einar Jóhannesson, klarinett; Joseph Ognibene, hom; Hans P. Franzson, fagott. Stjómandi: Thomas Koncz. Trúlega er það ekki alls kostar vel ráðið að setja á efnisskrá Sin- fóníuhljómsveitar íslands svokölluð vinsæl tónverk, eins og t.d. Moldá eftir Smetana. Bæði er að hlustend- ur hafa mjög líklega heyrt það verk oftar en mörg önnur tónverk og einnig þá flutt af afburðahljóm- sveitums svo að samanburður gæti orðið SI óhagstæður. Svo var þó ekki að þessu sinni, því Moldá var mjög þokkalega flutt, þó heldur væri áin vatnsminni en vanalega. Annað verkefnið á efnisskránni er vafasamt að telja vera eftir Moz- art, að minnsta kosti hefur ekkert fundist sem sannar það. Gerð verks- ins er hvað stíl snertir nákvæmlega eins og menn sömdu á þessum tíma, tóntegundaskipan þáttanna ólík því sem gerist hjá Mozart, svo og hljóm- skipan og tóntegundaskipti. Best
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.