Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 35 Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli: 51 milljónar tekjuafgangur í SKÝRSLU utanríkisráðherra tíl Alþingis kemur m.a. fram að tekjuafgangur af rekstri Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar var 51 m.kr. á síðasta ári. Hreinn hagn- aður fríhafnar var um 240 m.kr. en velta fríhafnarinnar hafði aukist milli ára um 57%. Einnig segir i skýrslunni að árið 1987 gefi ekki rétta mynd af rekstri byggingarinnar þar sem hún var tekin i notkun í áföngum. Flugstöðin var tekin í notkun 15. MMflGI apríl 1987 og hefur allur rekstur millilandaflugs haft aðsetur þar síðan. Farþegasalir, verslanir og önnur nauðsynleg aðstaða fyrir flugrekstur voru að mestu frágeng- in þegar byggingin var tekin í notk- un. í skýrslu utanríkisráðherra seg- ir að reynslan hafi leitt í ljós að innra skipulag byggingarinnar upp- fyllir þær kröfur sem gerðar voru. Hins vegar hafí komið í ljós að bíla- stæði eru allt of fá, þótt þau séu tvöfalt fleiri en við gömlu flugstöð- ina eða samtals 500. Um áramótin má heita að nær allt húsnæðið hafi verið komið í notkun. Gengið hefur verið frá leigusamningum við alla þá sem aðstöðu hafa í byggingunni nema Amarflug. Enn er óráðstafað um 50 fermetrum af skrifstofuhúsnæði og tæpum 200 fermetrum af geymslum í kjallara. Komið hafa í ljós nokkur byggingartæknileg vandamál. Má þar nefna dragsúg í innritunarsal og komusal á neðri hæð. Utanríkisráðherra segir að árið 1987 gefí ekki rétta mynd af rekstri byggingarinnar þar sem hún hafí verið tekin í notkun í áföngum. Tekjur á árinu reyndust vera tæpar 79 m.kr. og gjöld tæpar 28. m.kr. Tekjuafgangur nemur því um 51 m.kr. Samkvæmt fjárlögum 1988 er gert ráð fyrir að tekjur stöðvar- innar standi undir reksturskostn- aði, fjármagnskostnaði og afborg- unum af lánum. Heildarvelta fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli var um 880 m.kr. árið 1987 og hafði aukist milli ára um 57%. Hreinn hagnaður fríhafnar var um 240 m.kr. og skil í ríkissjóð 165 m.kr. eða 20 m.kr. meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Morgunblaðið/Sverrir Nýir þingmenn TVEIR nýjir þingmenn tóku sætí á Alþingi í gær. Vilhjálmur Egilsson kom inn í stað og Pálma Jónssonar (S/Nv) og Unnur Sólrún Bragadóttír i stað Hjörleifs Guttormssonar (Abl/Ne). Þau hafa hvorugt setíð áður á Alþingi. Skýrsla utanríkisráðherra: Samið um þjálfun íslenskra starfsmanna Ratsjárstofnunar STEINGRÍMUR Hermannsson, utanríkisráðherra, lagði í gær fram hina árlegu skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis. í skýrsl- unni kemur m.a. fram að samið hefur verið við bandaríska fyrir- tækið Rayethon Service Company um tímabundinn rekstur rat- sjárstöðvanna á Miðnesheiði og Stokksnesi og um þjálfun íslenskra starfsmanna Ratsjárstofnunar. Nú er gert ráð fyrir að Islending- ar taki við rekstri stöðvarinnar á Stokksnesi í október nk. og stöðvarinnar á Miðnesheiði í október á næsta ári. Utanríkisráðherra víkur í skýrslu sinni að afvopnunarmálum og segir miklar vonir bundnar við það ár sem er framundan. Steingrímur segist hafa látið þess getið, þar sem hann hefur rætt um þessi mál á alþjóða- vettvangi, að aukin áhersla Sovét- manna á afvopnunarmálin tengist efnahagserfíðleikum m.a. eftir ára- tuga kostnaðarsamt og umfangs- mikið vígbúnaðarkapphlaup. „Það er skoðun mín að þessi nýja afstaða sé tengd þeim breytingum sem virð- ast vera að eiga sér stað í Sovétríkj- unum. Fagna ber viðleitni leiðtoga Sovétríkjanna til að stuðla að bætt- um samskiptum austurs og vesturs. Þó verður ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að Sovétríkin ráða yfir gífurlegum herstyrk. Því ber að knýja á um skjótar og árangursrík- ar viðræður um afvopnun og tak- mörkun vígbúnaðar. ísland verði miðstöð vandamáiaumræðu Utanríkisráðherra segir í kaflan- um um takmörkun vígbúnaðar á norðurslóðum að það sé áhyggjuefni ef fækkun kjamavopna á landi muni leiða til fjölgunar kjamavopna á hafinu. Okkur beri að beita okkur fyrir því hvar sem við getum að svo fari ekki og að fækkað verði kjama- UMRÆÐUM um skýrslu utanrík- isráðherra um umframkostnað við byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar lauk i sameinuðu þingi í gær. Umræðan hófst síðasta mánudag en tókst ekki að ljúka henni þá. í máli Steingríms Hermannssonar ut- anríkisráðherra kom m.a. fram að 241 m.kr. vantar til að fram- kvæmdum verði lokið að fullu. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, sagðist hafa látið vopnum í og á hafínu umhverfis okkur. Steingrímur segist telja að ræðan sem Gorbatsjov hélt í Mur- mansk sl. október sé athyglisverð. Þar hafi leiðtogi Sovétríkjanna t.d. boðið upp á viðræður um Norður- heimskautið og norðurhöfín og að þær viðræður yrðu ekki aðeins milli landa sem ættu beinna hagsmuna að gæta á þessum slóðun heldur einnig milli Atlantshafsbandalags- ins og Varsjárbandalagsins. „Ég er þeirrar skoðunar að við íslendingar getum og eigum að beita okkur sem mest og best í þessum málum. Við getum beitt okkur innan samtaka sem við störfum í, t.d. Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalags- ins. Ég hef látið þá skoðun í ljós að ísland geti orðið miðstöð umræðu um ýmis vandamál heimsins." Kjarnorkuvopnalaus svæði á Norðurlöndum A fundi utanríkisráðherra Norð- urlandanna sem haldinn var í Reykjavík 25.-26. mars á síðasta ári ákváðu utanríkisráðherramir, að settur yrði á laggimar vinnuhópur forstöðumanna stjórnmáladeilda ut- anríkisráðuneytanna. Bæri hópnum að kanna forsendur fyrir kjarnorku- vopnalausu svæði á norðurslóðum. Til grundvallar skyldu liggja skuld- gera úttekt á viðbótarkostnaði við flugstöðina til þess að framkvæmd- um yrði lokið að fullu. Ef allt væri tínt til væri heildarfjárvöntun 241 m.kr. Þama inni í væru ákveðnir stórir liðir sem yllu honum áhyggj- um s.s. frágangur við hitaveitu og samningar við listafólk sem standa þyrfti við. Ekki væri hægt að ganga frá þessum hlutum með þeim íjár- veitingum sem fyrir lægju. Stein- grímur sagði að heildarkostnaður við flugstöðina, bókfærður en ekki framreiknaður, væri 2.574 m.kr. bindingar þær sem þjóðirnar hafa í öryggis- og vamarsamstarfi við aðr- ar þjóðir, samþykktir þjóðþinga á Norðurlöndunum um öryggis- og afvopnunarmál, svo og skýrslur og athuganir, sem gerðar hafa verið á þessu sviði. Niðurstöður þessarar könnunar verða lagðar fyrir ut- anríkisráðherra Norðurlandanna til að auðvelda þeim frekara mat á þessum málum. Vinnuhópurinn hefur komið sam- an fjórum sinnum, síðast 12. febrú- ar sl. í Osló. í samræmi við ályktun Alþingis frá 23. maí 1985 hefur verið lögð á það áhersla, segir ut- anríkisráðherra, að slík ákvörðun, sem tekin kynni að verða af Norður- löndunum sameiginlega, nái einnig til hafsvæðanna á norðurslóðum. Aukin aðild að mikilvægum ákvörðunum í kaflanum um Atlantshafs- bandalagið segir utanríkisráðherra að hann hafi lagt á það áherslu að auka aðild íslendinga að ýmsum mikilvægum ákvörðunum sem tekn- ar væru innan NATO. Þetta tengd- ist ekki síst þeim breyttu viðhorfum sem fylgdu samkomulagi Sovét- manna og Bandaríkjamanna um skamm- og meðaldrægar eldflaugar og bættum samskiptum milli aust- urs og vesturs. Fastafulltrúi og varafastafulltrúi íslands hjá Atlantshafsbandalaginu sátu ráðherrafund kjarnorkuáætl- unamefndar bandalagsins sem var haldinn í Kalifomíu 3. og 4. nóvemb- er sl. Þetta er í fyrsta sinn sem fs- land tekur þátt í störfum kjam- orkuáætlunamefndarinnar. Nefndin var sett á stofn 1967 og er það hlut- verk hennar að fjalla jöfnum hönd- um um þau pólitísku og hertækni- legu mál sem tengjast kjarnorku- vopnaherafla bandalagsins, bæði hvað varðar uppbyggingu og end- umýjun hans og afvopnun og fækk- un kjamavopna. Utanríkisráðherra segir að _af þessum sökum sé mikil- vægt að íslendingar taki þátt í störf- um nefndarinnar og hafi þannig áhrif á þær ákvarðanir sem banda- lagið tekur í þessum málum. „Ég vil ítreka að ég er þeirrar skoðunar að við íslendingar eigum að vinna að því á alþjóðavettvangi að kjama- vopnum verði fækkað. Þetta em atriði sem ég legg áherslu á innan kjamorkuáætlunamefndarinnar. Inna'n Atlantshafsbandalagsins vinnum við að því að þoka málum á betri veg.“ Friður og frelsi í kaflanum „Öryggis- og vamar- mál" segir Utanríkisráðherra að meginmarkmið okkar íslendinga í öryggis- og vamarrriálum séu friður og frelsi. Við viljum tryggja sjálf- stæði okkar og lýðræði og eiga frið- samleg samskipti við allar þjóðir. Þátttaka okkar í vamarsamstarfí vestrænna þjóða innan Atlantshafs- bandalagsins og vamarsamningur- inn við Bandaríkin em homsteinar í öryggismálum okkar. Tilgangur þess samstarfs er. og hefur ætíð verið að tryggja frið í okkar heims- hluta. Utanríkisráðherra segir tengsl annarra ríkja Atlantshafsbanda- lagsins við vamarliðið hafa verið treyst á undanfömum ámm og starfí nú liðsforingjar frá Kanada, Danmörku, Hollandi og Noregj við yfirstjórn vamarliðsins og til athug- unar sé að breskur liðsforingi komi einnig til starfa þar. Hollensk flug- sveit hefur nú starfað með vamar- liðinu á .annað ár og náin samskipti em reglulega milli vamarliðsins og bandalagsþjóða okkar í Evrópu um kafbáta- og skipaeftirlit. Ef til átaka kæmi þyrfti vamar- liðið aukinn liðsafla. Hersveit í vara- liði bandaríska landhersins hefur verið þjálfuð og búin að koma til landsins á hættu- eða ófriðartímum. Hluti hennar tók þátt í umfangs- miklum heræfíngum í Kanada í sumar og fylgdust fulltrúar varnar- málaskrifstofu með þeim æfíngum. „Til að slík þjálfun komi að fullu gagni er nauðsynlegt að íslensk stjómvöld hafi hönd í bagga og tryggi að allar vamaráætlanir séu í sem bestu samræmi við íslenska hagsmuni og staðhætti. Samræmis þarf að gæta milli almannavamaá- ætlana okkar og skipulags lögreglu og landhelgisgæslu, og þessara vamaráætlana. Að því hefur verið unnið en eðli málsins vegna verður ekki greint frá þvi.“ Greiðslur varnarliðsins 5672 m.kr. Heildarupphæð greiðslna varnar- liðsins til íslendinga vegna reksturs vamarliðsins á árinu 1987 námu 153,3 milljónum dollara eða 5672 m.kr. Þar af nam launakostnaður til íslenskra starfsmanna vamarliðs- ins 1436 m.kr. Greiðslurtil íslenskra fyrirtækja og einstaklinga vegna launa, verktöku, vöminnkaupa og þjónustu námu 4237 m.kr. Aætlað er að eigin innkaup varnarliðs- manna og fjölskyldna þeirra á íslensku landbúnaðarafurðum hafi numið 40,7 m.kr. í samræmi við samkomulag sem gert var við Bandaríkin árið 1985, er nú unnið að endumýjun ratsjár- kerfís vamarliðsins. Byggingar- framkvæmdir við stöðvarhús á Bola- fyalli og Gunnólfsvíkurfjalli gengu vel á árinu. Upphaflega var áætlað að rekstur þessara tveggja nýju ratsjárstöðva hæfíst í árslok 1987 eða á árinu 1988 og að notast yrði við bráðabirgðabúnað sem Banda- ríkjamenn legðu til í byrjun. Nú hefur verið horfið frá því að setja upp bráðabirgðabúnað, en þess í stað lögð áhersla á að hraða upp- setningu varanlegra ratsjárstöðva af fullkomnustu gerð. Reiknað er með að starfræksla þessara stöðva hefjist í ársbyijun 1990. Endumýjun stöðvanna á Miðnesheiði og Stokk- nesi á að vera lokið seint á árinu 1989 og I byijun árs 1990 og verða þær þá teknar í notkun með nýjum tækjabúnaði. Samið um rekstur ratsjárstöðva I maí á síðasta ári var formlega gengið frá samningi við Bandaríkja- menn um rekstur og viðhald ratsjár- stöðvanna fjögurra, og í kjölfar hans sett á laggimar ný íslensk stofnun, Ratsjárstofnun, sem annast mun rekstur og viðhald stöðvanna fyrir hönd íslenskra stjómvalda. íslend- ingar hafa nú tekið við rekstri gömlu ratsjárstöðvanna á Miðnesheiði og Stokksnesi. í sumar gekk Ratsjár- stofnun frá samningum yið banda- ríska fyrirtækið Rayethon Service Company um tímabundinn rekstur^- ratsjárstöðvanna á Miðnesheiði og Stokksnesi og um þjálfun íslenskra tæknimanna Ratsjárstofnunar. Starfsmenn Raytheon reka ratsjár- stöðvamar þar til íslensku starfs- mennimir hafa hlotið þjálfun til að geta annast reksturinn. Nú er gert ráð fyrir að íslendingar og íslenskir starfsmenn taki við rekstri stöðvar- innar á Stokksnesi í október og á Miðneshéiði í október á næsta ári. Frumvarp um Ratsjárstofnun í undirbúningi Þann 1. september 1987 var gengið frá ráðningu fyrstu átján tæknimannanna til Ratsjárstofnun- ar og í mars verða ráðnir tíu tækni- menn til viðbótar. Þjálfun fer fram í Bandaríkjunum og á íslandi. Rekstrarkostnaður Ratsjárstofnun- ar er áætlaður tæpar 309 m.kr. á þessu ári og munu Bandaríkjamenn greiða allan kostnað af rekstrinum. I undirbúningi er frumvarp að lög- um um Ratsjárstofnun. Á árlegum fundi með byggingar- deild sjóhersins, sem haldinn var í Norfolk í október sl., vom ákveðnar framkvæmdir á þessu ári.Áætlað er að heildarkostnaður við fram- kvæmdir á árinu verði um 55,2- milljónir dollara saipanborið við 59 milljónir dollara árið 1987. Endan- legt verð ræðst af samningum verk- takans og sjóhersins. Nokkuð hefur dregið úr umfangi framkvæmda og segist utanríkisráðherra sjálfur hafa frestað um sinn framkvæmdum við einn áfanga olíubirgðastöðvarinnar í Helguvík. Flugstöð Leifs Eiríkssonar; Heildarfjárvöntun 241 milljón króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.