Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 47 Minning’: * * Armann Oskarsson, Kjartansstaðakoti Vinur minn og tengdafrændi, Armann í Koti — þannig var hann jafnan nefndur meðal kunnugra — hafði dvalist á Héraðssjúkrahúsi Skagfirðinga rúmt ár, þegar kvaðn- ingin, sem ekki verður undan vikist að gegna tafarlaust, barst honum hinn 27. nóvember 1987. — Útför hans var gerð frá Sauðárkróks- kirkju þann 5. desember að við- stöddu íjölmenni og sýndi það, sem raunar var vitað, að hann var vin- margur, enda var hann hlýr í við- móti og kynningu, traustur vinur og einlægur. Legstað kaus hann sér að gömlu sóknarkirkjunni sinni að Glaumbæ. Armann fæddist 1. janúar 1914 að Hamarsgerði í Lýtingsstaða- hreppi og var því tæplega 74 ára, er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Hallgrímsdóttir og Oskar Þorsteinsson, valið sæmdar- fólk, sem hvergi máttu vamm sitt vita og ólu böm sín upp í guðsótta og góðum siðum, og þar vó þyngst á metum trúmennska, heiðarleiki og drengskapur í hvívetna. Þessu bar Ármann fagurt vitni alja tíð. Fimm ára gamall fluttist Ármann með foreldrum sínum og systkinum að Kjartansstaðakoti á Langholti og átti þar heimili upp frá því, óslit- ið má segja, þar til hann fluttist til Sauðárkróks fyrir fáum árum. Kynni okkar Armanns hófust fyrir sex áratugum og rekjast til þess, að systir hans gerðist stjúp- móðir mín. Því var löngum sam- gangur milli heimilanna og Ármann var oft við störf um lengri eða skemmri tíma á æskuheimili mínu. Og kynnin þau leiddu til vináttu, og kirlqukórinn bera þar hæst. Hún gekk í Kvenfélag Hafnarfjarðar- kirkju eftir að hún fluttist þangað, en eftir lát manns síns flutti hún til Hafnarfjarðar, eignaðist fallega litla íbúð þar og hreiðraði um sig á sinn heillandi hátt. Hún var glöð og ánægð og trúði fast á Guð hins góða, elskaði söng og músík og undi vel við sitt. Um- fram allt bar hún umhyggju fyrir bömum sínum, tengdasonum og bamabömum, vinaföst og trygg og fús til að fóma sér. En þá kom kallið, og því verða allir að hlýða. Og nú við þáttaskipti þökkum við systkinin henni samfylgdina, óskum henni góðrar heimkomu og biðjum Guð að blessa hana og ást- vini hennar. Jesús sagði: „Ég lifí og þér mun- uð lifa. Trúið á Guð og trúið á mig. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi." Allt hennar líf var í þeim anda, sem leiðir til ljóss og lífs. Blessuð sé minning hennar. Með ástkærri kveðju frá systkin- um. Hrefna Samúelsdóttir Tynes sem entist, uns „maðurinn með ljá- inn“ kom til skjalanna. Fyrir hálfu öðm ári veiktist vinur minn, og við rannsókn og skurðað- gerðir uppgötvaðist, að vágestur hafði „tekið hús á honum“ og kom- ið ár sinni svo fyrir borð, að honum varð ekki „byggt út“. Við þessum tíðindum brást Armann með fá- dæma æðruleysi og hetjulund, og ekki varð þess vart í fasi hans, að hann nú væri dæmdur til „að sitja við gluggann og bíða“. Ævinlega tók hann á móti heimsóknargesti með brosi á vör og hýru í augum, ræddi um alla heima og geima og landsins gagn og nauðsynjar, eins og hann stæði enn alheill í önn dagsins. Þessara stunda naut hann sannarlega — svo og gesturinn — og í lok þeirra kvaddi hann gestinn með geislandi brám og einlægu þakklæti. Góðu heilli varð ögur- stundin milli lífs og dauða ekki löng hjá honum, og ekki kveið hann vistaskiptunum, því að það var hon- um bjargfost trú og vissa, að hinum megin biðu hans „vinir í varpa". Armann Óskarsson helgaði krafta sína lengstum landbúnaðar- störfum, framan af ævi í vistum, ýmist sem vetrarmaður, kaupamað- ur eða daglaunamaður og síðar mörg ár sem bóndi á sjálfseignar- jörð, þar til hann fluttist til Sauðár- króks sem fyrr getur. Þótt hann stundaði önnur störf tímabundið, svo sem vegavinnu, átti skagfírsk gróðurmold og búsmali hug hans allan. Og til undirbúnings kjörstarf- inu dreif hann sig í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófí. Það gerð- ist mitt í kreppunni miklu í upphafí ijórða áratugar aldarinnar, á þeim tímum þegar jaftivel stórbændur áttu ekki einu sinni tíu krónur í reiðufé, hvað þá stráklingar vaxnir upp í stórum bamahópi fátækra foreldra í bændastétt. Það var nefnilega í stórræði ráðist á þeim árum að fara i skóla, þótt ekki væri nema um tveggja ára nám að ræða. í þann tíð komu skólasveinar ekki akandi einkabílum í hlað á skólasetrum, þótti gott, ef þeir komu damlandi á afsláttardróg, sem hægt var að leggja á borð með sér. Ekki minnist undirritaður þess, að svartsýni og barlómsvæl ein- kenndi æskufólk þessa tíma, þvert á móti var það bjartsýnt og tókst á við erfíð lífskjör af festu og með trú á „betri tíð með blóm í haga“. Með þessu hugarfari réðst vinur minn í búnaðarskólagöngu og sýnir það glöggt, hvert hugur stefndi. í föðurgarði hlaut Armann góðan skóla í búfjárhirðingu, enda reynd- ist hann afbragðs skepnuhirðir, fylgdist grannt með líðan og ásig- komulagj búpeningsins, kastaði hvergi til höndum í umhirðunni og taldi ekki eftir tíma né fyrirhöfn. Bú hans var aldrei stórt, en gagn- samt var það, bæði fé og hross. Hjá honum var ekki bláköld efnis- hyggjan ráðandi í búfjárræktinni, Antík, föt, skart o.fl. Litlum peningum vel varið - gjörið svo vel! VESTURGÖTU3 OPIÐ: 12-6 OG LAUGARD. 11-4 þar var einnig væntumþykjan jafnsnar þáttur. Ármann var bæði hesthneigður og hestelskur, og sérlega laginn var hann að gæfa ungviðin. Fátt gladdi hann meira en umgengnin við hrossin, virða þau fyrir sér í eldi við stallinn, eða fylgjast með þeim í gróindunum á vorin, þegar þau léku sér um grund og bala með „storm og frelsi í faxins hvin“. Ekki síst gladdist auga hans við tilþrif folaldanna. Á slíkum stund- um birtist hugljómunin í sólskins- ásjónu. Hæst steig fagnaðarbylgjan er komið var á bak gæðingi, sem fangreistur og leikandi við tauminn þuldi töltið eða fór á hrífandi kost- um. Hross sín ræktaði Ármann af gaumgæfni, svo að þau urðu eftir- sótt, og sum þeirra komust í fremstu röð góðhesta. Maður er manns gaman, segir í Hávamálum, og hefur reynst eitt sígildra sanninda úr þeim sjóði, og það sannaðist á Ármanni. Hann var að eðlisfari félagslyndur, jafnan glaður og reifur, sótti talsvert mannfundi, átti auðvelt með að blanda geði við náungann og tók þátt í umræðum af fjöri og áhuga. Eftirlætisumræðuefni hans var hestar og hrossaræktarmál. Þar hafði hann ákveðnar skoðanir sem og á öðrum málum og þegar hæst fór, sindraði af augum. Ekki var Ármann við konu kenndur og átti því enga afkomend- ur, en mikill var hann bamavinur, sem umgekkst smáfólkið af nær- gætni og fullri virðingu og skildi, að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Eftir að hann fluttist á Sauðár- krók, varð hann heimilisvinur hjá okkur á Hólaveginum, kom oft, mikill aufúsugestur og alltaf glaðn- aði yfír ranni, þegar Armann birtist. Nú söknum við vinar í stað, en með okkur geymist minningin, hlý og heið, um genginn drengskapar- mann. Við hjónin þökkum Armanni innilega fyrir traustu vináttuna og samskipti öll, meðan samferð entist. Nú er hinsta hestaskálin tæmd og vinur minn stiginn á bak Sóta sínum og þeysir á vit þeirra heim- kynna, „þar einskis manns velferð er volæði hins né valdið er takmarkið hæst og sigurinn aldrei er sársauki neins en sanngimi er boðorðið æðst“. Friðrik Margeirsson Hlýlegra og betra Ijós í nýrri peru frá PHILIPS Eqqjasalat oq reyktur silungur. Mjólkursamsalan Notaðu símann þinn betur! Hringdu í Gulu línuna og fáðu ókeypis upplýsingar um vörur og þjónustu. DÆMI: Arkitekt, arinhleðslu, antikvörur, ákiæði, áismiði, baðherbergisvörur, baðtækni, barnavörur, bilavarahluti, bilaviðgerðir, bókhaldsþjónustu, blóm, borðbúnaðarleigu, bókbind- ara, bruggefni, byssuviðgerðir, byggingavörur, danshljómsveit, dráttarbeisli, dúklagningamenn, dúkkuviðgerðir, eldhústæki, farsima, fatabreytingar, fiskvinnsluvélar, flisalagnir, frystihólf, förðun, föndur- vörur, gardínur, gardínuhreinsun, gámaþjónusta, ginur, gler, gluggaút- stillingar, gullsmið, gúmmibát, gúmmifóðrun, húsasmið, húsgagna- smið, hljóðfæraviðgerðir, hótelvör- ur, húsgagnasprautun, innanhúss- arkitekt, innheimtuþjónusta, innflutningsaðstoð, innrömmun, jámsmiði, kennslu, kúnststopp, leð- urhreinsun, lekaviðgerðir, Ijósmynd- un, toftræstikerfi, lögfræðing, markaðsráðgjöf, málverkaviðgerðir, mótorhjólakennslu, múrara, mynd- bandsþjónustu, orgelviðgerðir, oliuúðun, peningaskápa, pianóstill- ingar, pipulagningamenn, plexigler, prentþjónustu, raftækjaviðgerðir, rafvirkja, reykskynjara, ritvinnslu, ryðvöm, ræstingu, samkomusal, saumakonu, silkiprent, sjónvarps- viðgerðir, sjónvörp, skallameðferð, skattaaðstoð, skemmtikraft, skjala- þýðanda, skrifstofuvélar, sknfstofu- húsgögn, skrifstofuþjónustu, • skósmið, snjóbræðslukerfi, snyrt- ingu, sorplúguhreinsun, stálvaska- slipun, stiflulosun, svefnherbergis- húsgögn, skerpingar, teikningu, tiskuvörur, tollskýrslugerð, trésmið, tölvuskráningu, úrbeiningu, útgáfu- þjónustu, varahluti, vatnsrúm, veit- ingar, veitingahúsavörur, verka- menn, verkfæri, vélaþvott, vélritun, vélsmiðju, vinnugalla, þjófavarnar- kerfi, þúsundþjalasmið, þýðingar, ökukennara. 62 » 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.