Morgunblaðið - 23.02.1988, Page 22

Morgunblaðið - 23.02.1988, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 Eru hæfnisdómar Hæstaréttar marklausir? Opið bréf til dómsmálaráðherra eftír ÓlafRagnar Grímsson Hæstvirtur dómsmálaráðherra, Jón Sigurðsson. Á fyrstu dögum þessa árs var Morgunblaðið vettvangur umræðna okkar um þróun Hæstaréttar og aðferðir við val á dómurum í rétt- inn. Í svari við áramótaspumingu blaðsins og í sérstakri grein Qallaði ég um jiauðsyn þess að ræða breyt- ingar á því hvemig nýir hæstarétt- ardómarar era valdir. Koma þyrfti í veg fyrir að annarleg sjónarmið, pólitísk eða persónuleg, ráði því hveijir skipa æðsta dómstól þjóðar- innar. Slík umræða væri sérstak- lega brýn í ljósi þess að Hæstiréttur er í æ ríkara mæli að verða mót- andi um skilning á eðli og innihaldi lagasetningarinnar. í svöram þínum við spumingum blaðsins og í sér- stakri grein bentir þú á að ráðherra væri ekki einráður um skipan dóm- ara. Hann yrði að fara eftir umsögn og hæfnisdómum Hæstaréttar um umsækjendur. Fýrir skömmu var skipaður nýr dómari í Hæstarétti og er það ann- ar dðmarinn sem þú setur í réttinn þótt skammur timi sé liðinn síðan þú tókst við embætti dómsmálaráð- herra. Ég ætla ekki í þessu opna bréfí að ræða um þann einstakiing sem varð fyrir valinu. Hins vegar vora vinnuaðferðir Hæstaréttar við mat á umsækjendum slíkar að þær velqa upp margar alvarlegar spum- ingar. Það er því miður óhjákvæmi- legt að heíja opinbera umræðu um það hvort hæfnisdómar Hæstarétt- ar um dómaraefnin séu marklausir og hvort réttarfarið og þar með lýðræðið í landinu séu komin inn á hættulegar brautir. Vegna þessara síðustu atburða og umræðna okkar um Hæstarétt hér í Morgunblaðinu í janúar hef ég ákveðið að skrifa þér þetta opna bréf og bera fram nokkrar spum- ingar. Sumar þeirra era þó þess eðlis að nauðsynlegt er að þú flytjir þær áfram til Hæstaréttar og krefjir dómarana um formleg svör. Það er óhjákvæmilegt að opinber umræða fari fram um vinnubrögð Hæsta- réttar í þessu máli og dómaramir geri ítarlega grein fyrir verkum sínum ásamt því að þú sem dóms- málaráðherra skýrir nánar hvort þú gerðir athugasemdir við þessi vinnubrögð dómaranna og hvers vegna þú taldir þér fært að skipa nýjan dómara, í réttinn á grand- velli svo hæpinnar málsmeðferðar. Umsögn Hæstaréttar Föstudaginn 22. janúar komu dómarar Hæstaréttar saman til fundar i dómshúsinu. Rúmum sólar- hring áður hafði þeim borist bréf frá þér þar sem „óskað er umsagn- ar Hæstaréttar um dómaraefni, sem sótt hafa um embætti hæstaréttar- dómara sbr. 3. mgr. 5. gr. laga um Hæstarétt fslands" eins og segir í gerðabók réttarins. Síðan er til- greint að samkvæmt bréfí dóms- málaráðherra hafi 9 lögfræðingar sótt um embættið. Þeir vora: Bene- dikt Blöndal, hæstaréttarlögmaður; Gísli G. ísleifsson, ýfírlögfræðingur; Hjörtur Torfason, hæstaréttarlög- maður; Jóhann H. Nielsson, hæsta- réttarlögmaður; Jóhannes L.L. Helgason, hæstaréttarlögmaður; Jón Oddsson, hæstaréttarlögmaður; Sigurður Helgason, sýslumaður; Skúli Jón Pálmason, hæstaréttar- lögmaður, Sveinn Snorrason, hæstaréttarlögmaður. I afriti úr gerðabók Hæstaréttar sem mér hefur borist í hendur — og er það einnig birt hér lesendum til fróðleiks — kemur fram að dóm- arar Hæstaréttar meta strax á þess- um fundi hæfni þessara 9 umsækj- enda þótt aðeins rúmur sólarhring- ur sé liðinn síðan tilkynning barst um hveijir hafí sótt um embættið. Má í því sambandi minna á að iðu- lega tekur marga mánuði að meta hæftii umsækjenda um prófess- orsembætti við lagadeild og aðrar deildir Háskólans og era umsækj- endur þar þó oftast mun færri. Dómarar Hæstaréttar töldu sér hins vegar fært að meta 9 umsækj- endur á rúmum sólarhring og af- greiða málið á einum fundi. Grand- völlur matsins er hins vegar bæði óljós og loðinn. Honum er lýst á þennan hátt í gerðabók Hæstarétt- an „Þegar starfsreynsla umsækj- enda er virt og það, hvers konar reynsla nýtist best í Hæstarétti við núverandi aðstæður, svo og annað, er hér skiptir máli telur rétturinn æskilegt að skipaður verði einn úr hópi þessara þriggja umsækjenda. En þeir era: Benedikt Blöndal, Hjörtur Torfason, Sveinn Snorra- son.“ Flóknari er hæfnisdómurinn ekki. Um þijátíu orð til að komast að niðurstöðu um feril og hæfni 9 umsækjenda. Síðan koma undir- skriftir sex dómara í Hæstarétti. Það era Magnús Torfason, Bjarni K. Bjamason, Guðmundur Skafta- son, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafti Bragason og Þór V/iIhjálmsson. Gerðabók Hæstaréttar greinir hins vegar frá því að dómarar voru ekki allir sammála. Einn þeirra, Guðmundur Jónsson, var andvígur þessari niðurstöðu. Hann taldi alla umsækjendur hæfa. í gerðabókinni segir. „Guðmundur Jónsson óskaði bók- að að hann teldi alla umsækjendur fullnægja skilyrðum laga til að gegna embætti hæstaréttardóm- ara.“ Nánari grein er ekki gerð fyrir þessum ágreiningi innan Hæsta- réttar. Nokkra síðar skipaðir þú svo Benedikt Blöndal í embættið. Flýtisverk — Óljós rök Þeir sem starfað hafa í dóm- nefndum um hæfni umsækjenda, til dæmis þegar um er að ræða prófessorsembætti við Háskóla ís- lands, vita að þar er um tímafreka og vandasama vinnu að ræða. Er rétt að vekja athygli á því í þessu sambandi að prófessorar við laga- deild Háskólans starfa sem 'vara- dómarar við Hæstarétt. Hæfnisdómur um umsækjendur til prófessorsembætta í lagadeild er því í reynd dómur um setu í Hæstarétti. Störf dómnefnda við lagadeild taka marga mánuði og niðurstöður þeirra era settar fram í ítarlegum álitsgerðum þar sem lýst er nákvæmlega mati á sér- hveijum umsækjenda. Hæstiréttur afgreiðir mat á 9 umsækjendum hins vegar rúmum sólarhring eftir að umsóknir berast og engin grein er gerð fyrir úr- skurði um einstaka umsækjendur. Þeim er bara skipt í tvo hópa og grandvöllur þeirrar skiptingar er vægast sagt mjög sérkennilegur. Vísað er til „reynslu" sem „nýtist best í Hæstarétti við núverandi aðstæður" og talað er um „annað er hér skiptir máli“-án þess að gera nokkra grein fyrir því hvað það sé. í ljósi þessa era fyrstu spuming- ar mínar eftirfarandi: 1. Hvemig telur Hæstiréttur sér fært að meta 9 umsækjendur aðeins rúmum sólarhring eftir að umsóknir berast? Hvemig stendur á því að Hæstiréttur þarf bara einn dag til að meta þennan hóp umsækjenda þegar lagadeild Háskólans þarf iðu- lega marga mánuði tii að kveða upp úrskurð um hæfni enn færri umsækjenda? 2. Hveijar eru þessar „núverandi aðstæður“ sem talað er um í niðurstöðum réttarins og hvemig gátu þrír umsækjenda breytt þeim en hinir sex ekki? Hvað er það „annað sem skipt- ir máli“ og greinilega hefur orðið til þess að meirihluti Hæstaréttar taldi sex umsækj- endur óhæfa þótt einn dómar- anna teldi þá alla hæfa? Hvem- ig ér hægt að velja menn í æðstu stofnun íslenska réttar- kerfísins á svona óljósum og loðnum grundvelli? Próf — Starfsreynsla Þegar einkunnir umsækjenda á lögfræðiprófí — og reyndar einnig einkunnir núverandi dómara við Hæstarétt — era skoðaðar og litið er yfír starfsferil umsækjenda þá er ómögulegt að greina nokkurt samhengi í því hvers vegna þrír vora taldir hæfír en sex ekki. Sumir umsækjenda sem taldir vora óhæfír vora reyndar með mun hærri einkunn á lögfræðiprófi en ýmsir þeirra núverandi dómara í Ólafur Ragnar Grímsson „í Bandaríkjunum tek- ur það marga mánuði að fjalla um hæfni eins mannstílaðgegna embættí hæstaréttar- dómara. Sú umræða er algerlega fyrir opnum tjöldum og eru lagðar fram ítarlegar álits- gerðir sem allir geta kynnt sér. Fjölmiðlar hafa á undanförnum mánuðum flutt ná- kvæmar fréttir af þeirri málsmeðferð. A Islandi virðist hins veg- ar duga einn fundur rúmum sólarhring eftir að níu umsækjendur hafa sótt um starfið til að komast að niður- stöðu og rökstuðning- urinn er bara fjórar vélritaðar línur.“ Hæstarétti sem kváðu upp dóminn um hæfnisskort hinna. Þess vegna era næstu spuming- ar: 3. Var ekkert tillit tekið til prófa ENDURRIT OR CERDABOK HHSTARtTTAR Benedikt Blöndal Hjörtur Torfaoon Sveinn Snorroaon Ar 1988, föatudeginn 22. janúar konu tíámarar Hcata- Roykjovik, 22. janúar 19B8 Magnúa Thoroddeen (aign.) Fyrir wor tekifit BJarni K. Bjarnoaon (oign.) 1° Lagt vor Troo bréf dóoaoáloráöherrB daga. 20. Guðmundur Skaftaaon (oign.) þ.n., þar aem óakað er umaagnar Heataráttar um dómara- Cuörún Crlendadóttir (aign.) efni, aom aótt hofa uo eobetti heaterétterdóenro abr. 3. Hrofn Ðragooon (oign.) •gr. 5. gr. lega ue Heatarétt lalanda. bór Vilhjálmaaon (oign.) Umaekjendur eru eftirtaldir 9 1ögfreöingar: Benodikt Biöndoi, heotoréttorlögmaöur Cuömundur Jónaoon óakar bókaö, aö hann tolji alla Cioll C. Isleifaaon, yfírlogfreöingur uesekjendur fullnegjo akilyrðum laga til að gegna embetti HJÖrtur Torfaoon, heataréttorlögmoöur heotoréttsrdómaro. Jóhonn H. Nielsaon, heataréttarlögmaöur Cuðmundur Jónooon (oign.) Jóhsnneo L. L. Helgaapn, heataréttarlögmnður Jón Oddaaon, ,healoróttarlögmaöur Rétt eridurrit atoðfeatir. ^^2/ i'i Slguröur Helgooon, oýolumoöur Skúli Jón Pélmaaon, hestaréltarlögmaður Svetnn Snorreaon, heataréttor1ogmaöur Þegar a t a r f a r e yno 1 a umaekjendo or wirt n.j ttvera U Dóma- og kirkjumálaráöuneytið Arnarhvoli Reykjevlk. konor reynola nýtiot beat i Hvstarétti viö nuverandi ■ öoteöur, avo og annaö, er tiér akiptii muli lelur rétturinn eakilogt, að akipnður verði eiun ur hópi þeoaare þrlggja umaekjenda. tn þe i r erm við mat á hæfni umsækjenda eða skiptir frammistaða á lög- fræðiprófí engu máli þegar velja á dómara í Hæstarétt? 4. Hvaða þættir í starfsferli um- sækjenda réðu því að Benedikt Blöndal, Hjörtur Torfason og Sveinn Skúlason vora taldir hæfir en starfsferill hinna sex — Gísla G. ísleifssonar, Jó- hanns H. Nielssonar, Jóhannes- ar L.L. Helgasonar, Jóns Odds- sonar, Sigurðar Helgasonar og Skúla Jóns Pálmasonar — var það lélegur eða takmarkaður að þeir vora óhæfír? Hvemig fóra dómarar Hæstaréttar að því að meta starfsferil hæsta- réttarlögmannanna? Var sá dómur byggður á skriflegum gögnum, fjölda unnina mála og á öðram formlegum þáttum eða var um persónulegt og munnlegt mat að ræða? Hæfir eða óhæfir í áliti meirihluta Hæstaréttar um hæfni umsækjenda vora sex dæmd- ir úr leik án þess að sagt væri beint út að þeir væra „óhæfír". í staðinn var notað loðið orðalag um nýtingu „við núverandi aðstæður" og vitnað í „annað sem hér skiptir máli“. í séráliti Guðmundar Jónssonar kem- ur fram að hann telur alla umsækj- endur „fullnægja skilyrðum laga til að gegna embætti hæstaréttardóm- ara“. Þar með má gagnálykta að meirihluti Hæstaréttar hafí ekki talið þessa sex fullnægja þessum skilyrðum og þar með óhæfa. Hins vegar talar meirihluti dóm- aranna ekki skýrt og þess vegna kann að vera hæpið að ráðherra sé bundinn af því að velja milli þeirra þriggja sem rétturinn tók út úr. Þess vegna era næstu spumingar orðaðar á eftirfarandi hátt: 5. Fólst í orðalagi meirihluta Hæstaréttar að aðeins þrír umsækjendanna væra hæfír til að gegna þessu tiltekna dóm- araembætti og hinir sex óhæf- ir? 6. Var ráðherra þar með bundinn og gat eingöngu valið milli þriggja eða gat hann valið milli allra níu ef hann mat nýtingu við „núverandi aðstæður" og hið óljósa „annað“ öðravísi en meirihluti réttarins? 7. Hvers vegna segir meirihluti Hæstaréttar ekki ótvírætt hvort allir umsækjenda „full- nægi skilyrðum laga“ en það er orðalagið sem minnihluti réttarins nataði. Var ágreining- ur innan Hæstaréttar um sjálf- an grandvöll matsins? Umræður — Agreiningiir Það er ljóst á séráliti Guðmundar Jónssonar og mismunandi orðalagi sem meirihluti og minnihluti Hæstaréttar notar til að lýsa niður- stöðum sínum að ágreiningur hefur verið innan réttarins um matið á umsækjendum. Su staðreynd knýr fram eftirfarandi spumingar: 8. Hvemig vora umræður um mat á umsækjendum undirbúnar? Fóra þær eingöngu fram á þeim eina fundi sem tilgreindur er í gerðabók eða var niður- staðan undirbúin utan fundar og hveijir ræddu þá óformlega um málið sín á miili? Hvað var fundur dómaranna langur? Var ágreiningurinn milli Guðmund- ar Jónssonar og hinna dómar- anna ræddur ítarlega? Var far- ið yfír sérhvem umsækjanda fyrir sig og hvað var sú um- fjöllun ítarleg? 9. Vora allir dómaramir í meiri- hlutanum sammála um hver þessi „reynsla" var sem réttinn skorti og er hún nú fengin með tilkomu hins nýskipaða dómara í réttinn? Verða næstu umsækj- endur dæmdir á grandvelli ann- ars konar reynslu? Hvemig hefur þetta „reynslu-ftort“ sem beitt er á Hæstarétt þróast eða er það bara tiltölulega ný upp- götvun? Hver era rök Guð- mundar Jónssonar fyrir að hafna þessu „reynslu“-mati hinna dómaranna og hafa farið fram ítarlegar umræður um þennan ágreining innan réttar- ins?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.