Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 Flýttu þér að klára súpuna áður en hún mengast! Með morgxmkaffinu Það er augljóst, auli. Ég er svona miklu betri en þú. HÖGNI HREKKVISI Waldheim-málið: Að vera sekur Til Velvakanda. Um þessar mundir eru tvö ár síðan gyðingar hófu ófrægingaher- ferð sína gegn Waldheim forseta Austurríkis og fyrrum fram- kvæmdastjóra SÞ og hefur þessu haldið áfram linnulaust síðan og ekkert lát er á nema síður sé, fyötdi manna hefur unnið baki brotnu við að reyna að grafa eitthvað upp til þess að geta kennt Waldheim um stríðsglæpi. Waidheim, eins og þús- undir annarra Austurríkismanna, var í þýska hemum og þá vitanlega komungur maður. Þeir er nú leggja fram sínar „skýrslur" hafa ekkert getað sannað á Austurríkisforseta og verða að láta sér nægja að segja að hann hljóti að hafa vitað um stríðsglæpina og því beri hann sið- ferðilega sök á þeim. Strax og óhróðurinn gegn Waldheim hófst vom margir fljótir til og dæmdu manninn sekan þegar í stað, þegar fjölmiðlar hefla gegndarlausan áróður gegn einhveijum eða ein- hveiju þá fer fólk að trúa. Margur maðurinn hefur verið brotinn niður og líf hans lagt í rúst af svona óheiðarlegum vinnubrögðum, það er vitanlega alger óhæfa að dæma menn af líkum, enginn er sekur fyrr en óhyggjandi sannanir eru fyrir sekt hans og séu þær til stað- ar þá á að sjálfsögðu að dæma við- komandi miskunnarlaust. Enginn heilvita maður neitar því að nasistamir frömdu slík voðaverk að alveg með ólíkindum er og aldr- ei fæst skýring á því hvernig það gat gerst að hluti af gáfuðustu og duglegustu þjóð veraldar breyttist í slíka óþverra. Tvískinnungurinn og hræsnin í öllu þessu Waldheims- máli er alveg yfirgengilegur, þeir, sem hvað mest hafa sig þar í frammi eru einmitt mennimir er ekkert sjá athugavert við fjölda- morðingja í ísrael, Begin, Sharon og Shamir svo aðeins séu nefndir nokkrir af alverstu föntunum, ekki aðeins hafa þessir menn líf þúsunda palestínskra karla, kvenna og bama á samviskunni og það í bókstaf- legri merkingu heldur og líf hundr- uða breskra her- og lögreglumanna frá tímum breskra yfirráða í Pal- estínu er náðu hámarki er hryðju- verkasveitir þeirra sprengdu hótelið Davíð konung í loft upp og drápu um 100 manns enda vom tveir þeirra fyrmefndu þegar á þessum áram eftirlýstir sem mjög hættuleg- ir hryðjuverkamenn, nefndur Begin fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir nokkram áram. Já, hún birtist í ýmsum óhugnanlegum myndum vitfirring heimsins. Aðeins aftur að Waldheim. Eins og vænta.mátti era Bandaríkjamenn fremstir í röðum andstæðinga hans, enda gyðingar §ölmennir þar í landi og mjög áhrifamiklir, Austurríkisforseti er þar á svörtum lista og fær ekki að koma til landsins, en til dæmis Wemer von Braun, aðalmaðurínn á bak við VI- og V-2-flugskeytin, sem skotið var á England í seinni heims- styijöldinni og ollu dauða fjölda Breta, hann fór til Bandaríkjanna strax í stríðslok og vann dyggilega fyrir þarlenda allt til dauðadags fýrir nokkram áram. Enginn talaði um að sækja þennan mann til saka eða að hann bæri siðferðilega sök á einu eða neinu, það er samræmi í þessum hlutum eða hitt þó held- ur, einn er dæmdur vegna þess að hann hlýtur að hafa verið með eða að minnsta kosti að hafa vitað um eitthvað skuggalegt, annar er sak- laus enda þótt staðreyndimar segi allt annað, samanber stjómarherr- ana í ísrael, nýjasta tómstunda- gaman ísraelsku dátanna er að grafa palestinska unglinga lifandi. Hvað lengi enn ætlar heimurinn að horfa aðgerðarlaus upp á djöfulæði þessara manna? Guðjón V. Guðmundsson Vísa vikunnar Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra: Mistök að leggjast gegn heim- sókn forseta í lok mánaðarins Segist hafa lagt fram bókun sína á ríkisstjórnarf und- inum en hún hafi ekki verið lesin þar upp MÉg gerði grein fyrir málinu á ríkÍMtjóre&rfundi í morgun, þannig að það hegi ijóst fyrir og þar lét ég bóka að vegna híniia miklu viðskiptahags- Engaryfír- lýsingar - segirJónSig- urðsson, dóms- málaráðherra mÉG VIL engar yfirlýsingar um muna sem við eigum að gœta þaroa teldi ég það mistök að leggjast gegn þvi að úr þeaa- arri opinberu heimsókn yrði 1 lok mánaðarins,M sagði Steingrimur Hermannaaon, ut- anríkiaráðherra, i aamtali við Morgunblaðið i gser. nÉg gerði foruetisráðherra grein fyrir minni afatöðu á laugardaginn, avo að hún lá tfóa fyrir.“ Steingrimur aagöist hafa viljað foröast að rœða málið, þar sem það varðaði foreetann, en þjá því yrði ekki komist þar sem frá þvi hefði verið skýrt í Qölmiðlum. Hann sagði að á ríkisstjómar- fundi á fímmtudaginn hefði verið samþykkt að þiggja boðið, en leita eftir öðnim tima. Sovétmenn Steingrimur Hen Guðmundur dúllarí dögum á fyrr dvaldi hjá höfðingjum mikið. Því finnst mér óþarfur stormur og styr um hann Steingrím og mal hans og prikið. Hákur Víkverji skrifar Raymond Keene, stórmeistari í skák, ritar um skáklistina í breska vikuritið The Spectator. í því hefti, sem dagsett er 13. febrú- ar, birtir hann frásögn af viðureign þeirra Jóhanns Hjartasonar og Viktors Kortsnojs í Saint John í New Branswick í Kanada á dögun- um. Þótt ýmsum finnist kannski að verið sé að bera í bakkafullan lækinn með því að endursegja það, sem fram kemur hjá Keene, ætlar Víkveiji samt að gera það. Þeir sem ekki hafa áhuga á skák eða átökum á skákmótum geta þá snúið sér að öðra efni í blaðinu. Keene segir eftir að hafa lýst Jóhanni sem óreyndum og sagt að flestir hefðu talið hann auðvelda bráð fyrir hinn gamalreynda Kortsnoj: „Hjartarson skapaði stærsta at- burðinn á mótinu með því að vinna Kortsnoj tvisvar í skákum 1 og 4 en í skákum 2 og 3 varð jafntefli. Við svo búið tók sá gamalreyndi sig á og vann 5. og 6. skák, en beið að iokum lægri hlut gagnvart hinum viðbragðsfljóta ungliða í seinni af aukaskákum þeirra. ís- lenska sjónvarpið varði 75.000 doll- uram (2,8 milljónum ísl. króna) í þijár sendingar beint með gervi- hnetti til Reykjavíkur frá þeim skákum, sem gátu skipt sköpum fyrir Hjartarson. Tvisvar sinnum vora þeir óheppnir og fóra í loftið í þann mund sem hetja þeirra var að gefast upp, en íslendingar höfðu heppnina með sér í þriðja skiptið og slógu þannig met í áhorfenda- §ölda.“ XXX Keene heldur áfram í The Spec- tator. „A Islandi er auðvitað skákæði, einkum eftir að Fischer og Spasskíj háðu þar einvígi sitt 1972. Það var sungið, dansað og drakkið á götum úti þegar Hjartarson náði foryst- unni og næstum þjóðarsorg, þegar hann tapaði forskotinu. Einvígið einkenndist líka dálítið af þeirri heift, sem er nýnæmi fyrir íslend- inginn en er sérfag Kortsnojs. Það var deilt um, hvar skákborðið ætti að standa á sviðinu, kvartað undan því að Kortsnoj hallaði sér yfir and- stæðing sinn til að drepa í sígarett- ustubbum og almenn óánægja var yfir því hjá íslensku sendinefndinni (sem var undir forystu hins fræga Friðriks Ólafssonar) að Kortsnoj væri að breyta sviðinu í raunvera- lega eftirmynd af íslensku eldfjalli með keðjureykingum sínurn." Víkveiji hefur engu við þessa lýsingu Raymonds Keenes að bæta. En sérfræðingar Víkveija í skákí- þróttinni hafa upplýst hann um það, að á sínum tíma hafi Keene verið aðstoðarmaður Kortsnojs, upp úr þeirri samvinnu slitnaði og sé nú kalt á milli þeirra. XXX Ilok frásagnar sinnar af þessu skákmóti í Saint John birtir Ke- ene lokaskákina á milli þeirra Jó- hanns og Kortsnojs. En hann segir einnig, að þeir muni næst leiða sam- an hesta sína í baráttunni um heimsmeitaratitilinn Jóhann Hjart- arson og Jusupov. Man Víkveiji ekki betur en því hafi verið haldið á loft, að næst ætti Jóhann að tefla við Karpov. Segir Keene að Karpov eigi að tefla við Spraggett frá Kanada, sem kom veralega á óvart í Saint John með því að sigra An- drei Sokolov frá Sovétríkjunum. Loks segir Keene að áhugi manna á Vesturlöndum á að standa sig vel í keppninni um heimsmeist- aratitilinn í skák hafi stórlega vax- ið á dögunum, þegar vestur-þýskt tölvufyrirtæki tilkynnti að það myndi gefa 1 milljón svissneskra franka eða tæplega 27 miiljónir íslenskra króna til þess Vestur- landabúa sem yrði fyrstur til að öðlast rétt til að beijast við heims- meistarann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.