Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 19
koman faríð versnandi með
hverjum mánuðinum, sem hefur
Uðið. Sá rekstrarafgangur sem
var hjá fyrirtækjum í sjávarút-
vegi fyrrí hluta árs 1987, var að
stórum hluta étinn upp á seinni
hluta ársins. Staðan núna er ein-
faldlega sú, að mörg fiskvinnslu-
fyrirtæki eru að stöðvast. Staðan
í öðrum útflutningsgreinum en
sjávarútvegi er sizt betrí eins og
við höfum heyrt og séð í fréttum
að undanfömu," sagði Finnbogi
Jónsson, framkvæmdastjórí
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
„Meginástæða slakrar stöðu er
sú, að innlendur kostnaður hefur
hækkað um 20 til 30% að meðal-
tali meðan útflutningstekjur hafa
staðið í stað. Ríkisstjómin hefur
stuðlað að gífurlegri hækkun vaxta
á innlendum fjármagnsmarkaði
með kaupphlaupi við aðra um láns-
fé, gjaldskrár opinberra fyrirtækja
svo sem rafmagnsveitna hafa stór-
hækkað eða um allt að 40%, þjón-
ustugjöld bankanna, og eru ríkis-
bankamir þar ekki undan skildir,
‘Tiafa stórhækkað. Nýir skattar hafa
verið lagðir á fyrirtækin. Stórfram-
kvæmdir á vegum ríkisins og
Reykjavíkurborgar hafa skapað
miída umfram eftirspum eftir
vinnuafli og Qármagni. Það eina,
sem gert hefur verið til að halda
verðbólgunni í skefjum, er að halda
meðalgenginu stöðugu. Afleiðing
þessa birtist okkur í verðbólgu, sem
er margfalt meiri en í viðskiptaríkj-
um okkar, þrátt fyrir stöðugt gengi
og algerlega óviðunandi rekstrar-
skilyrði fyrir útflutningsatvinnuvegi
þjóðarinnar.
I fyrsta lagi þarf að grípa til al-
mennra efnahagsaðgerða til að
koma í veg fyrir bullandi viðskipta-
halla á þessu ári. í öðm lagi þarf
að grípa til sértakra aðgerða fyrir
sjávarútveginn. Þessar aðgerðir
gætu meðal annars verið eftirfar-
andi; Að afnema 'verðtryggingu á
lánum og setja þak á útlánsvexti.
Það gengur ekkert hagkerfi til
lengdar með einn rekstrarþátt verð-
tryggðan eftir innlendum kostnað-
arhækkunum á sama tfma og út-
flutningstekjur standa í stað og
fyrirtækin eru neydd til að gefa
gjaldeyrinn; Taka upp markvissa
Qárfestingastjóm, sem miði að því
að fresta fyrirhuguðum stórfram-
kvæmdum á vegumn ríkis, sveitar-
félaga og fyrirtækja í að minnsta
kosti tvö ár, nema sýnt sé að þær
skapi umtalsverðar útflutningstekj-
ur eða séu beinlínis bráðnauðsyn-
legar af öðmm ástæðum. Að mínu
mati er hvergi í heiminum jafnauð-
velt að stjóma ^árfestingum og hér
á íslandi, þar sem allir stærstu
bankamir og fjárfestingalánasjóð-
imir em í höndum hins opinbera;
Aðlaga þarf gengi að raunvemleik-
anum. Sú aðlögun gæti að mínu
mati verið í lágmarki, yrði tekið á
vaxtadæminu og jafnframt gripið
til sérstakra aðgerða fyrir sjávarút-
veginn svo sem að endurgreiða sölu-
skatt af aðföngum, hætta við launa-
skatt á fískvinnslu og útgerð og
með því að tryggja útgerðinni olíu
á heimsmarkaðsverði og fískvinnsl-
unni raftnagn á sama verði og
helztu samkeppnisaðilamir, til
dæmis Norðmenn og Kanadamenn
njóta.
Ég tel að um ákveðna offjárfest-
ingu sé að ræða, bæði í fiskvinnslu
og útgerð. Við leysum hins vegar
engan vanda i dag með þvi að benda
á að við séum með of mörg fiski-
skip, of maigar loðnuverksmiðjur
og of margar rækjuverksmiðjur.
Að þessu þarf þó að hyggja vegna
framtíðarinnar, en ég held hins veg-
ar að sú offjárfesting, sem þegar
er fyrir hendi, minnki ekki nema
ríkið aðstoði fyrirtækin við að hætta
rekstri skipa eða verksmiðja með
einum eða öðmm hætti.
Mörg frystihús eru mjög vel rek-
in, önnur eru ekki eins vel rekin.
Við, sem stjómum þessum fyrir-
tækjum, emm aðvitað sífellt að
spyija okkur hvað við getum gert
betur. Margt af því, sem við gætum
gert, kostar hins vegar peninga.
Þeir peningar em ekki fyrir hendi
í dag. Það er dýrt að vera fátæk-
ur,“ sagði Finnbogi Jónsson.
Signrður Einarsson,
V estmannaeyjum:
Gengislækkun
ein leysir ekki
málið
„í DAG er meðalfyrirtæki í físk-
vinnslu rekið með halla. Hann er
mismikill eftir þvf hvaða físktegund
er verið að vinna og eftir því á
hvaða markaði fyrirtækin em að
vinna, en að meðaltali er um halla-
rekstur að ræða. Ástæður þessa em
fyrst og fremst þær, að verðbólga
hér á landi hefur verið miklu meiri
en í markaðslöndum okkar og okk-
ur hefur ekki tekizt að selja erlend-
um neytendum innlendar kostnað-
arhækkanir," sagði Sigurður Ein-
arsson, framkvæmdastjóri Hrað-
frystistöðvar Vestmannaeyja.
„Það er margt, sem þarf að gera,
en fyrst og fremst þarf að vinda
ofan af þessum kostnaðarhækkun-
um, sem hafa skollið á vinnslunni
allt síðasta ár. Það er alveg ljóst
að tekjur vinnslunnar hafa rýmað
með lækkun dollarsins og það
stenzt hún ekki til lengdar. Það
þarf að endurgreiða fiskvinnslunni
söluskattinn með sama hætti og
gert var, hún þarf að njóta sam-
bærilegs rafmagnsverðs og býðst í
nágrannalöndunum, vextir þurfa
einnig að vera sambærilegir og
aðrir kostnaðarliðir þurfa að lækka.
Gengislækkun ein og sér leysir ekki
þessi mál. Það þarf að koma fíeira
til, framleiðslukostnaðinn verður að
lækka eða auka tekjumar með
bættum rekstri.
Það má segja að um offjárfest-
ingu sé að ræða í frystihúsunum
eins og á svo mörgum öðmm svið-
um á Islandi. Það var í haust talað
um að nægilegt væri að vera með
8 til 10 sláturhús, en þau em á
milli 30 og 40. Það var líka talað
um, að nægilegt væri að vera með
6 loðnuverksmiðjur, en þær em 25
og fer fjölgandi. Allir þekkja ofQár-
festinguna í fískiskipaflotanum,
sem haldið hefur áfram alveg fram
eftir siðasta ári og það er fjárfest
um of í hótelbyggingum og svona
er þetta á fleiri sviðum hjá okkur
íslendingum. Það er því ósann-
gjamt að taka fiskvinnsluna út eina
fyrir sig og segja að ástæðan fyrir
stöðunni sé offjárfesting. Það er
ljóst að færri fyrirtæki gætu fram-
leitt það, sem við emm nú að fram-
Nýr metsölubíll með
fimm ára ábymð.
Hyundai (borið fram hondæ) er í dag einn
mest vaxandi bílaframleiðandi heims og sel-
ur nú bíla í 65 þjóðlöndum. Hyundai Excel
hefur verið mest seldi innflutti bíllinn, bæði
í Bandaríkjunum og Kanada, síðustu 18 mán-
uði.*
Þennan árangur má þakka þeirri einföldu
staðreynd að Hyundai er rétt byggður og
rétt verðlagður.
Hyundai Excel er fyrsti bíllinn á íslenskum
markaði með 5 ára ábyrgð**. Hann er gerð-
ur til að endast, viðhaldið er í lágmarki og
þú getur verið áhyggjulaus í 5 ár.
Excel er sterkbyggður og hannaður til að
þola rysjótt veðurfar og misgóða vegi. Einnig
hefur verið séð til þess að bílarnir séu
aðlagaðir viðkomandi markaði, t.d. eru allir
bílamir sem seldir eru hér á landi búnir
styrktu raíkerfi og með sérstakri ryðvörn.
Excel er með framhjóladrifi og sjálfetæðri
íjöðrun á hverju hjóli, 1,5 lítra kraftmikilli
vél og hægt er að velja um 4 eða 5 gíra bein-
skiptingu eða 3 stiga sjálfskiptingu. Öryggi
farþeganna gleymist heldur ekki. Hyundai
Excel er með styrktarbitum í hurðum og
öryggisstuðurum.
Hyundai Excel kostar frá 428 þúsund
krónum og er betur búinn en gengur og ger-
ist með bíla í sama flokki. Excel er bíll fyrir
skynsamt fólk sem vill eiga vel hannaðan,
öruggan og endingargóðan bíl, án þess að
þurfa að kosta allt of miklu til.
’Wards Automative Reports ** Kynnið ykkur ábyrgðarskilmála Iscan hf.
HYunoni
í Framtíð við Skeiíuna. Sími 685100.
BÍLBELTl ERU SKYNSAMLEG.