Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 Samvinnubankinn lækkar vexti líka Samvinnubankinn hefur ákveðið að lækka vexti óverð- tryggðra lána í samræmi við breytta lánskjaravísitölu 1. mars 1988. Vaxtalækkunin verður á bilinu 3 til 6%. Geir Magnússon bankastjóri Samvinnubankans kvaðst í samtali við Morgunblaðið vilja taka fram, vegna frétta um að Samvinnubank- inn hygðist ekki lækka vexti, eins og aðrir bankar, að þar sem vaxta- breytingar byggðust á lánskjara- vísitölu þeirri sem tekur gildi 1. mars næstkomandi, hefði verið ta- .lið rétt og eðlilegt að starfsmenn bankans fengju nokkra daga til að reikna út forsendur vaxtabreytinga mismunandi lána. Sjá Peningamarkaðinn bis. 32. Kirkjuráð: Ekki hægt að færa til uppstigningardag KIRKJURÁÐ er sammála um að ekki sé hægt að breyta eða færa til Uppstigningardag, en eins og fram hefur komið í fréttum er samkomulag um það milli Verka- mannasambands íslands og vinnuveitenda, að frídagar á Uppstigningardag og Sumardag- inn fyrsta, sem alltaf bera upp á fimmtudag, verði teknir næsta mánudag á eftir. Þetta sam- komulag er bundið því skilyrði að tvö önnur landssambönd inn- an ASÍ séu sammála þessari breytingu. Biskupinn yfír íslandi, herra Pét- ur Sigurgeirsson, sagði í samtali við Morgunblaðið að engin tilmæli eða beiðni hefði komið til Kirkju- ráðs eða Biskupsstofu um þessar breytingar. Einu upplýsingarnar sem hann hefði um þetta væru fregnir í fjölmiðlum. Þetta hefði verið rætt á fundi Kirkjuráðs í gær og þar hefði fyrrgreind skoðun komið fram, þó ekki hefði verið gerð þar um sérstök bókun. Herra Pétur Sigurgeirsson sagði að lög um almannafrið á helgidög- um þjóðkirkjunnar væru frá árinu 1926. í ákvæði þar væri bönnuð öll vinna úti og inni, sem hefði há- vaða í för með sér með þeim hætti að hún raskaði friði helgidagsins. Undanþágur væru gerðar vegna brýnna starfa, sem ekki mættu falla niður. Uppstigningardagur væri einn af helgidögum þjóðkirkjunnar og því yrði að breyta lögunum. Það væri á hendi löggjafans. Hann sagði að á Kirkjuþingi 1986 hefðu lögin frá 1926 verið endurskoðuð og sam- þykkt frumvarp til laga um helgi- dagafrið. Þar væri Uppstigningar- dagur talinn með öðrum helgidög- Bílatrygging- arræddarí ríkisstjórn GUÐMUNDUR Bjamason trygg- ingaráðherra mun á fundi rikis- sljórnarinnar í dag leggja fram drög að greinargerð Trygginga- eftirlitsins varðandi hækkun á iðgjöldum bifreiðatrygginga, en samkvæmt mati Samstarfsnefnd- ar bifreiðatryggingafélaga þurfa grunntaxtar lögboðinna ábyrgðatrygginga að hækka um 59,7%. Ráðherrann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hér væri fyrst og fremst um kynn- ingu að ræða, en hann hefði tal- ið rétt að ríkisstjórnin fjallaði um málið þar sem hækkanimar væru mun meiri en almennt gerð- ist um verðhækkanir hér á landi. Guðmundur kvaðst ekkert vilja segja um hvort ríkisstjómin gripi til einhverra ráðstafanna vegna þessa máls, en ef svo færi yrði það þá þá líklega með þeim hætti að endurskoða ákvæði nýju umferð- algaganna um sjálfsábyrgð og ábyrgðartryggingar enda væri rök- stuðningur fyrir hækkunarbeiðni tryggingarfélaganna að hluta sótt- ur til þeirra laga. Ráðherrann kvaðst ekki eiga von á að neinar ákvarðanir yrðu teknar í þessum efnum á ríkisstjómarfundinum í dag. * * Samningaviðræður VMSI, VSI og VMS á krossgötum: Sljóm Sambands fískvinnslu- stöðvanna heldur fund í dag STAÐAN í samningaviðræðum Verkamannasambands Islands, Vinnuveitendasambands Islands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna er mjög óráðin og óvíst hvað gerist á samninga- fundinum sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. Það er þó ljóst að mjög fljótlega hlýtur að draga til úrslita. Eftir samningafund sem lauk um miðnættið í fyrrinótt var talið líklegt að viðræðum yrði jafnvel slitið á fundinum í gær. Það vora einkum kröfur Verkamannasam- bandsins um allt 20% aldurs- hækkanir eftir 9 ára starf, sem hleyptu viðræðunum í hnút, en vinnuveitendur era ekki tilbúnir til þess að samþykkja meiri starfsald- Hörmulegur atburður í Keflavík: Hjón fundust látin * a heimili sínu Keflavfk. Sá hörmulegi atburður átti sér stað I Keflavík aðfaranótt sunnudags að 27 ára gamall sjó- maður réð eiginkonu sinni bana, að talið er fullvíst, með byssu og svipti sig lífi að því búnu. Þau áttu tvær dætur, 5 og 10 ára gamlar, og dvöldu þær hjá ættingjum þessa nótt. Maðurinn hét Tryggvi Örn Harðarson og kona hans hét Rósa Harðardótt- ir og var grænlensk. Þau voru 27 ára, fædd 1961. Hringt var til lögreglunnar kl. 3.35 um nóttina og óskað eftir aðstoð við Suðurgötu 29. Lög- reglumaðurinn sem svaraði hring- ingunni spurði hvort þetta væri í Sandgerði eða Keflavík og svaraði karlmaður, sem hringdi, að þetta væri í Keflavík. Síðan heyrðist skothvellur og dynkur. Lögreglu- menn hröðuðu sér þegar á vett- vang og urðu að bijóta rúðu í úti- dyrahurð til að komast inn. í íbúð- inni fundu þeir konuna í svefn- herberginu, en maðurinn var frammi í gangi við símann. Þau vora með skotsár og bæði látin þegar að var komið. Hjónin höfðu verið á dansleik í Glaumbergi í Keflavík og er vitað um ferðir þeirra frá því snemma um kvöldið. Samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar í Keflavík virtist fara vel á með þeim og allt vera með felldu. Þau höfðu verið í heimahúsi fyrr um kvöldið og fóra þaðan á dansleikinn ásamt fleira fólki. Um nóttina héldu hjónin heim um kl. 2.30, eða um 30 mínútum áður en dansleiknum lauk. Vín mun hafa verið haft um hönd, en leigubifreiðarstjórinn, sem ók hjónunum heim, sagði við yfírheyrslu hjá lögreglunni að hann hefði ekki orðið var við neitt óvenjulegt í fari þeirra. Að sögn lögreglunnar sáust engin merki um átök í íbúðinni, utan þess að svefnherbergisgluggi hafði verið brotinn. Kona á efri hæð hússins vaknaði við fyrri skot- hvellinn og vakti eiginmann sinn. Skömmu síðar heyrðu þau hvell og eftir stutta stund var lögreglan komin á vettvang. Einskota hagla- byssa númer 12 af rússneskri teg- und fannst við hlið mannsins. Maðurinn hafði farið á námskeið í meðferð skotvopna og fengið leyfi fyrir byssunni árið 1985. -B.B. urshækkanir en samdist um í Vest- fjarðasamningunum, þ.e. mest 7% eftir 15 ára starf. Þess má geta að um helmingur félaga í VMSÍ nýtur allt að 20% starfsaldurs- hækkana, þ.e.a.s. aðrir en þeir sem era á lægstu kauptöxtunum, en þeirra á meðal er fískvinnslufólk. Stjóm Sambands fískvinnslu- stöðvanna kemur saman til fundar kl. 14 í dag og þar verða einnig fulltrúar frystihúsa Sambands íslenskra samvinnufélaga. Á fund- inum verður fjallað um rekstrar- vanda frystihúsanna, stöðuna í kjarasamningum og áframhald- andi þátttöku fískvinnslunnar í þeim. Þar verður einnig tekin af- staða til þess hvort tímabært sé að knýja á um skýr svör frá stjóm- völdum um aðgerðir vegna stöðu vinnslunnar. Á samningafundinum í gær var látið hjá líða að ræða starfsaldurs- hækkanir og kauptölur og þess í stað rætt um og gengið frá nokkr- um smærri atriðum. Þar má nefna yfírlýsingu aðila um að kannaðar verði nýjar hugmyndir um framT leiðniaukandi launakerfí í físk- vinnslu, sem hefur það að mark- miði að auka verðmæti framleiðsb unnar, laun og starfsánægju. í yfírlýsingunni er lagt til að komið verði á samstarfi starfsmanna og stjómenda á hveijum vinnustað til að fjalla um leiðir að þessu marki. Þá er einnig samkomulag ummeð- ferð orlofsfjár með tilkomu nýrra laga þar að lútandi í vor. Það ber að greiða inn til viðurkenndrar bankastofnunar, sem ábyrgist greiðslu fjárins. Einnig tókst sam- komulag um hvemig fara ber með tjón á munum starfsfólks sem verða á vinnustað og einnig miðaði í átt til samkomulags í viðræðum um fæðispeninga. Verkakvennafélagið Snót í Vestmannaeyjum lagði fram kröfugerð sína í gær, en það hefur ekki afsalað sér samningsumboði til VMSÍ. Kröfugerð félagsins er nokkra hærri en Verkamannasam- bandsins, meðaj annars er gerð krafa um að starfsaldurshækkanir verði mestar 24%. Sambandið hefur ekki lækkað verð á þorskblokkinni í dag ÍÞR&mR ICELAND Seafood, dótturfyr- irtæki SÍS í Bandaríkjunum hefur ekki lækkað verð á þorsk- blokk og er ekki ákveðið hvað fyrirtækið gerir f nánustu framtíð, að sögn Benedikts Sveinssonar, aðstoðarforstjóar sjávarafurðadeildar Sambands- ins. Coldwater, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar Hraðfrystihú- sanna, lækkaði verð á þorsk- blokk úr 200 sentum i 190 sent í fyrri viku. Benedikt sagði að honum skild- ist að verð á þorskblokkinni væri veikt, eins og lækkunin hjá Cold- •water benti reyndar til, en menn biðu eftir nánarí upplýsingum áður en nokkur ákvörðun um verð- breytingu yrði tekin. Iceland Se- afood miðaði sitt verð við sk. Bos- ton Blue Sheet, þar sem skráð væri verð á ýmsum vörum í Banda- ríkjunum, en þar væri verð á fro- sinni þorskblokk enn skráð á 200 sent. MwKhestrt Ct«y gegn Uuorpool BLAO B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.