Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988
BREYTINGAR Á
UMFERÐARLÖGUM
Talsverðar breytingar verða á
umferðarlögum 1. mars næst-
komandi. Vegna þessara breyt-
inga starfrækir lögreglan sér-
stakan upplýsingasima fram að
mánaðamótum, 623635, alla
virka daga milli kl. 14 og 16.
Morgunblaðið mun á næstunni,
í samvinnu við lögregluna, birta
svör við spurningum vegna þess-
ara breytinga.
Númer óskoðaðra bíla
— Hefur lögreglan heimild til
þess að taka skráningamúmer
af óskoðuðum bílum samkvæmt
nýjum umferðarlögum?
Svar: 69. gr. nýju umferðarlag-
anna svarar til_ 1. mgr. 21. gr.
gömlu laganna. í staðinn fyrir lög-
reglustjóra kemur lögreglumaður,
en það er gert til þess að heimila
einnig bifreiðaeftirlitsmönnum að
banna notkun ökutækis. Greinin í
nýju lögunum er svona: „Nú kemur
f ljós, að skráningarskylt ökutæki
er til hættu fyrir umferðaröryggi
eða er eigi fært til skoðunar þegar
krafist er, og getur þá löggæslu-
maður tekið af því skráningar-
merki."
Kynning’ á nýju lögunum
— Verða nýju umferðarlögin
ekki kynnt markvissara fyrir
þjóðinni en verið hefur? Ég hef
séð það f þessum upplýsingum
ykkar í Morgunblaðinu að ýmis
fleiri nýmæli og breytingar eru
frá gömlu lögunum en ég hef
áður talið.
Svar: Nýju umferðarlögin fela í
sér ýmsar breytingar um nýmæli
frá gömlu lögunum. Lögreglunni
er kunnugt um að þessi ákvæði
verða kynnt allítarlega fyrir þjóð-
inni á næstu vikum og mánuðum.
Dómsmálaráðherra skipaði sér-
staka nefnd til þess að annast m.a.
þennan þátt málsins í samvinnu
við Umferðarráð og Fararheill.
Nefndin hefur unnið að undirbún-
ingi þessa máls og er sú vinna
þegar farin að skila sér. Allmikil
umfjöllun um nýju umferðarlögin
hefur verið að undanfömu í flöl-
miðlum og virðist sem fólk almennt
geri sér nokkuð glögga grein fyrir
í hverju nýmæli og breytingar lag-
anna séu fólgin. Sá þáttur, sem
fólk hefur haft mestar áhyggjur
af, eru ákvæði 10. gr. varðandi það
atriði að fólk eigi að geta gert upp
sín mál eftir minniháttar umferð-
aróhöpp á eyðublöð, sem trygging-
arfélögin útvega. Sá ótti ætti að
vera ástæðulaus, en skiljanlegur
að mörgu leyti.
Fjölmiðlar hafa verið áhugasam-
ir um nýju umferðarlögin og hafa
almennt komið upplýsingum varð-
andi þau til skila til fólks. Um-
ferðarmálefni eru þess eðlis að þau
eru stór hluti af tilverunni og því
nauðsynlegt að hver og einn skilji
og geri sér grein fyrir þeim reglum,
sem gilda á hveijum tlma. Væn-
legst til árangurs er að hver og
einn kynni sér ákvæði laganna og
einsetji sér að virða þau. Þannig
getum við í sameiningu stefnt að
•ákveðnu marki, okkur öllum til
fararheilla. Lögreglan mun leggja
sitt af mörkum til þess að svo
megi verða.
Að fjarlægja bíla
með kranabíl
— Er einhver heimild til lög-
reglunnar í nýju lögunum til
þess að geta flutt bíla á brott
með kranabíl, t.d. ef þeir standa
ólöglega, en valda engri teljandi
hættu að öðru leyti?
Svar: í 110. gr. nýju laganna
er fjallað um brottflutning öku-
tælg'a. Þar segin „Heimilt er lög-
reglu að flytja eða láta flytja á
brott ökutæki, sem stendur þannig
að bijóti í bága við reglur um stöðv-
un eða lagningu ökutækja, eða að
öðru leyti þannig að það valdi trufl-
un á umferð, snjómokstri eða vinnu
við veg. Sama á við um skráningar-
skylt ökutæki, sem skilið hefur
verið eftir án skráningarmerkja,
og ökutæki, sem telja verður að
eigandi hafí yfírgefið að fullu. Enn-
fremur ökutæki, sem stendur á
einkalóð eða opinberri lóð þannig
að valdi eiganda eða umráðamanni
hennar tjóni eða óþægindum eða
gegn banni hans. Standi ökutæki
á svæði, sem ekki er ætlað til al-
mennrar umferðar, skal það því
aðeins flutt á brott, að eigandi eða
umráðamaður lóðar kreflist þess.“
Samkvæmt þessu hefur lögregl-
an heimild til þess að flytja eða
láta flytja á brott ökutæki með
kranabifreið ef það stendur ólög-
lega. Hugtakið hætta er afstætt.
Ef bíl er ólöglejga lagt, stendur t.d.
að hluta til upp á gangstétt, en er
ekki fyrir að öðru leyti, er hann
sjáandi fólki einungis til óþæginda,
en getur skapað blindu fólki eða
sjóndöpru nokkra hættu. Krana-
bílnum verður beitt í ríkara mæli
í framtíðinni gagnvart þeim öku-
tækjum, sem lagt verður ólöglega.
í 5. mgr. 19. gr. nýrrar lögreglu-
samþykktar fyrir Reylq'avík er
kveðið á um flutning númerslausra
bíla, en þar segir: „Heimilt er að
flytja burtu og taka I vörslu borgar-
innar bifreiðir, sem standa án
skráningamúmera á götum og al-
mennum bifreiðastæðum."
Ef haldið er áfram með ákvæði
110. gr. nýju umferðarlaganna seg-
ir m.a. um flutninginn: „Ökutæki
skal færa til geymslu á tryggan
stað, sem lögreglan vísar á, nema
ökumaður eða eigandi (umráða-
maður) sé viðstaddur og flytji það
þegar á brott eða vísi á annan
geymslustað. Er geymsla ökutæk-
isins á ábyrgð eiganda. Kostnað
vegna flutnings og geymslu skal
ökumaður greiða. Ef ökumaður er
óþekktur, eða greiðir ekki þrátt
áskorun þar um, ber eigandi (um-
ráðamaður) ökutækis jafnframt
ábyrgð á greiðslu kostnaðarins,
nema ökumaður hafí notað öku-
tækið I algeru heimildarleysi.
Heimilt er að halda ökutæki í
geymslu til tryggingar greiðslu
kostnaðar. Kostnað má innheimta
með lögtaki.
Lögreglustjóri skal tilkynna eig-
anda ökutækisins um flutning þess,
hvenær hann fór fram og hvar
ökutækið er í geymslu. í tilkynn-
ingunni skal jafnframt koma fram,
að verði ökutækið eigi sótt innan
tiltekins frests og áfallinn kostnað-
ur greiddur verði það selt. Ef eig-
andi er óþekktur má selja ökutæk-
jð einum mánuði eftir að það var
fjarlægt.
Að lokum fresti samkvæmt 3.
mgr. skal selja ökutækið á opin-
beru uppboði eða til niðurrifs, ef
ætla má að hærra verð fáist þann-
ig. Söluandvirði rennur I ríkissjóð.
Eigandi ökutækisins getur þó, inn-
an árs frá því að sala fór fram,
krafíst greiðslu á söluandvirðinu,
að frádregnum kostnaði við flutn-
ingj geymslu og sölu ökutækisins.
Akvæðin um geymslu og sölu
ökutækjanna gilda, eftir því sem
við á, um önnur ökutæki í vörslu
lögreglu eða bifreiðaeftirlits."
Má bjóða upp bifreið
ef sekt er ekki greidd?
— Segjum að ég fengi sekt
fyrir ólöglega stöðu bifreiðar
minnar og að ég greiddi ekki
sektina. Getur verið að hægt sé
að sækja bifreiðina í framhaldi
af þessu og bjóða hana síðan
hæstbjóðanda á uppboði?
Svar: í 109. gr. nýrra umferðar-
laga er gert ráð fyrir að gjald vegna
stöðu- og stöðvunarbrota njóti lög-
veðs í hlutaðeigandi ökutæki. í 1.
og 2. mgr. greinarinnar segir:
„Gjald, sem lagt hefur verið skv.
1. mgr. 108. gr. (varðandi stöðu-
og stöðvunarbrot), hvílir á þeim,
sem ábyrgð ber á stöðvun ökutæk-
is eða lagningu. Eigandi ökutækis
eða umráðamaður ber einnig
ábyrgð á greiðslu gjaldsins, ef það
greiðist ekki innan tilskilins frests,
nema sannað verði, að ökumaður
hafí notað ökutækið í algeru heim-
ildarleysi. Gjaldið nýtur lögtaks-
réttar og lögveðs í viðkomandi öku-
tæki. Lögveð þetta gengur fyrir
öllum öðrum réttindum í ökutæk-
inu, en fellur niður við eigenda-
skipti, hafi hinn nýi eigandi hvorki
vitað né mátt vita um lögveðið.
Lögveðið gengur þá á eftir kröfum
um opinber gjöld, sem tryggð eru
með veði í ökutækinu, hafí veðinu
verið þinglýst áður en gjaldið var
lagt á.
Verði álagt gjald ekki greitt inn-
an tilskilins frests skal senda eig-
anda ökutækisins eða umráða-
manni, á sannanlegan hátt, tii-
kynningu um, að málið verði, að
tilteknum tíma liðnum, sent til
meðferðar fógetaréttar eða upp-
boðsréttar, enda hafí greiðsla eigi
verið innt af hendi. Einnig skal
honum gefínn kostur á að koma
að mótbárum eða vörnum innan
sama tíma.“
Besta ráðið gegn því að til ofan-
ritaðs þurfí að koma er að virða
stöðu- og stöðvunarbann.
Ljósabúnaður
— Ég hef séð að fyrirtæki
hefur verið að auglýsa búnað til
þess að tengja ljósabúnað þannig
að aðalljósin kvikni þegar start-
að er og slokkni þegar drepið
er á bílnum. Er þetta löglegt
samkvæmt nýjum umerðarlög-
um?
Svar: Ekki er að sjá að búnaður
sem þessi, sé hann þannig tengd-
ur, sem lýst er, sé ólöglegur. Hann
ætti reyndar að auka líkumar á
að aðalljós bifreiða verði notuð eins
og lög gera ráð fyrir.
Radarvarar ekki bannaðir
— Er nokkuð kveðið á um
radarvara I nyju umferðarlög-
unum? Ég veit að þeir eru bann-
aðir í mörgum löndum.
Svar: Engin ákvæði eru í nýju
umferðarlögunum varðandi radar-
varana sérstaklega. Þeir myndu að
öllum líkindum heyra undir ákvæði
laga um fjarskipti. Lögreglunni er
ekki kunnugt um að í þeim lögum
séu sérákvæði um radarvara.
Það er rétt að radarvarar eru
bannaðir I mörgum löndum og er
það yfirleitt byggt á fyrrgreindum
lögum. Lögreglan sem slík hefur
ekki beitt sér gegn notkun radar-
vara hér á landi, enda hafa þeir
sáralítii áhrif á radarmælingar lög-
reglunnar. Ratsjár lögreglunnar
hér á landi eru þannig búnar að
hægt er að sjá við þessu tæki, enda
hefur iðulega komið fyrir að öku-
menn, sem teknir hafa verið fyrir
of hraðan akstur á götum borgar-
innar, hafa haft radarvara í bílum
sínum, án þess að þeir hafí skilað
því hlutverki, sem þeim var ætlað.
Hins vegar getur lögreglan haft
ákveðin not af radarvörum í bílum
vegna markmiðs hennar við að
stemma stigu við ökuhraða á
ákveðnum stöðum og virka þeir þá
eins og nokkurs konar „vekjara-
klukka". Einstaka ökumaður þarf
á slíkri „vekjaraklukku" að halda.
Öðrum nægja þau skilningavit, sem
guð gaf þeim.
Morgunblaðið/Bæring Cesilsson
Regnbogasilungi slátrað á mánudag.
Regnbogasilungi
slátrað hjá Snælaxi
SNÆLAX hf. slátraði um einu
tonni af regnbogasilungi úr
kvíum sínum í Hellnafellsvík í
Grundafirði i síðustu viku.. Er
regnbogasilungi slátrað vikulega
þjá Snælaxi, einu til þremur
tonnum í einu, og sendur á mark-
að í Boston í Bandaríkjunum.
Fyrirhugað er að byija að slátra
laxi um næstu mánaðamót og
standa nú yfír viðræður við Frakka
og Bandaríkjamenn um kaup á lax-
inum.
Svanur Guðmundsson sagði að í
kuldakastinu undanfarið hafi eitt-
hvað af fiski drepist. Ekki er ljóst
hve mikið af fiski drapst en þessa
dagana er verið að kanna það.
Aðalfundur hestamannafélagsins Fáks:
Landsmótíð 1990 verði
á Melgerðismelum
AÐALFUNDUR hestamannafé-
lagsins Fáks, sem haldinn var sl.
fimmtudag, telur að réttur fé-
laga, sem standa að mótahaldi á
Melgerðismelum, til að halda
næsta landsmót hestamanna þar
sé ótvíræður. Stjórn Landssam-
bands hestamanna, sem ákveður
hvar landsmótin eru haldin, hélt
fund með hestamannafélögunum
í Skagafirði og Eyjafirði í
Varmahlíð í Skagafirði árið
1980. Þar var samþykkt að lands-
mót hestamanna árið 1982 skyldi
haldið á Vindheimamelum í
Skagafirði og á Melgerðismelum
í Eyjafirði árið 1990, að sögn
Birgis Rafns Gunnarssonar
formanns Fáks.
í fyrrasumar spurði stjóm LH
hestamannafélögin í Skagafirði og
Eyjafirði hvar þau vildu að lands-
mótið 1990 yrði haldið og valdi
meirihluti þeirra Vindheimamela.
Stjómin ákvað síðan í fyrrasumar
að mótið skyldi haldið þar. Hesta-
mannafélagið Hringur í Svarfað-
ardal sagði sig nýlega úr Landssam-
bandi hestamanna vegna þessa
máls og önnur hestamannafélög í
Eyjafírði hafa fylgt í kjölfarið.
Aðalfundur Fáks samþykkti eft-
irfarandi ályktun: „Aðalfundur
Fáks, haldinn 18. febrúar 1988 í
félagsheimili Fáks, lýsir áhyggjum
sínum yfir því ástandi sem nú er
að skapast í Landssambandi hesta-
manna. Aðalfundurinn lýsir ábyrgð
á hendur þeim meirihluta innan
stjómar LII sem gekk í gegn því
samkomulagi sem gert var á fundi
í Varmahlíð árið 1980 um tilhögun
landsmóta á Norðurlandi. Fundur-
inn telur að réttur félaga, sem
standa að mótahaldi á Melgerðis-
melum, til að halda landsmótið árið
1990 þar sé ótvíræður.
Fundurinn lýsir einnig áhyggjum
sínum yfír þeim vinnubrögðum
stjómar LH að víkja ritnefnd Hests-
ins okkar frá störfum vegna skoð-
anaágreinings. Fundurinn skorar á
stjóm LH að leita nú þegar eftir
sáttum sem tryggi einingu allra
íslenskra hestamanna. Ef stjóm LH
treystir sér ekki til að leysa þetta
verkefni ber henni að boða til auka-
þings LH.“
Eftir aðalfundinn er stjóm Fáks
þannig skipuð: Birgir Rafn Gunn-
arsson formaður, Geir Þorsteinsson
gjaldkeri, Kristján Gunnlaugsson
ritari, Viðar Halldórsson meðstjóm-
andi, Katrín Briem varamaður og
Hjalti Pálsson varamaður.