Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 25 Hæstiréttur: Dæmdur fyrir að blanda áfengi sam- an við önnur efni HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Guttorm Pétur Einarsson forstjóra Bjór- samlagsins Ámunnar í 50.000 króna sekt fyrir brot á áfengislögunum. Einnig verða gerðir upptækir 125 lítrar af áfengi með ílátum auk ann- arra tækja. Guttormi-er gert að greiða 25.000 krónur í áfrýjunarkostn- að og saksóknaralaun og 25.000 krónur í málsvarnarlaun. í niðurstöðum dómsins segir að Guttormur Pétur Einarsson hafi staðið fyrir því að tekið var við áfengisflöskum sem menn höfðu keypt í Áfengis- og tóbaksverslun nkisins á vegum Bjórsamlags Ámunnar. Var áfengið notað til að blanda því saman við önnur efni þar á meðal bjór, sem ekki náði styrk- leikanum 2,25% af vínanda og var því ekki áfengi eftir lögum nr. 82/1969. Greitt var fyrir þennan bjór og önnur efni auk þjónustu sem þeim var veitt. Þá segir orðrétt: „Drykkurinn, sem þeir síðan fengu afhentan, hafði sérstaka eiginleika, aðra en þá sem hið framlagða áfengi hafði, og þau efni sem ákærði sá um að útvega. Var sú staðreynd grundvöllur þess- arar starfsemi á vegum ákærða. í málflutningi sínum taldi saksóknari, að það skipti mestu um skýringu á því ákvæði, sem hér er fjallað um, að í raun hefði verið um nýjan drykk að ræða. Af hálfu ákærða var aftur á móti lögð á það áhersla, að enginn vínandi hefði verið framleiddur heldur aðeins farið fram blöndun, og væri þess vegna eigi unnt að tala um að áfengi hefði verið bruggað eða búið til. Myndi og að áliti ákærða, ef svo yrði talið, margs konar algeng vínblöndun á veitingahúsum og á heimilum, svo og önnur algeng notk- un áfengis, svo sem við matargerð fela í sér brot á 7. gr. 1. mgr. áfengi- slaga, en sú niðurstaða sé fjarstæð." Þá segir í dómsniðurstöðunum að skýring eftir orðanna hljóðan bendi til að fyrri skýringin sé rétt, „því að á vegum ákærða var áfengur drykk- ur búinn til.“ Og síðar: „Það fær ekki hnekkt þessari niðurstöðu, að ýmiss konar vínblöndun og notkun áfengis við veitingar og annað, verður ekki felld undir lagaákvæði það, sem hér er til meðferðar. Skilur þar á milli að ákærði vann að því að búa til áfeng- an drykk í atvinnuskyni en ekki á ánn hátt, sem bersýnilega eftir eðli máls og langri lagaframkvæmd fell- úr utan hins umdeilda lagaákvæðis." Ákærði er dæmdur fyrir brot á 1. málsgrein 7. greinar áfengislag- anna, en þar segir: „Bannað er að brugga á Islandi eða búa til áfenga drykki eða áfengisvökva og gera drykkhæft það áfengi, sem er eða gert hefur verið óhæft til drykkjar.“ Hann er einnig dæmdur fyrir brot á 18. grein áfengislaganna sem kveður á um að öllum sé óheimilt að veita, selja eða láta af hendi áfengi til annarra manna gegn því, að gjald eða annað verðmæti komi fyrir. Samkvæmt 8. grein laganna er fallist á kröfu um upptöku á 125 lítrum af áfengi ásamt ílátum. Málið dæmdu hæstarréttardómar- arnir Þór Vilhjálmsson og Bjami K. Bjamason og Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður. Guðmundur Ingvi skilaði sérat- kvæði. I greinargerð með sératkvæðinu segir m.a.: „Tilbúningur áfengis (bmggun) er lífefnafræðilegur þró- unarferill sem felur í sér gerjun ákveðinna efna, sem breytir sykri (sykurtegundum) í alkóhól og kol- sým (öl, vín), en við eimingu þessa vökva, sem þannig verður til, verður til sterkt áfengi. Einnig þekkist efnafræðileg framleiðsla alkóhóls. Samkvæmt þessu getur blöndun áfengisvökva við önnur efni, svo sem annan áfengisvökva, vatn, gos- drykki, óáfengan bjór o.s.frv., ekki verið tilbúningur áfengis (bmggun). Hvergi í lögum er slík blöndun áfengra drykkja bönnuð. Ákærði blandaði tveim tegundum áfengis við óáfengan bjór, auk þess sem hann setti út í blönduna bragð- og fyllingarefni. Þetta er ekki tilbún- ingur áfengis samkvæmt því sem lýst hefir verið, heldur blöndun..." Guðmundur Ingvi telur að sýkna beri ákærða af þeim hluta ákæmnn- ar er lýtur að broti á 7. grein laga nr. 82/1969. Forsenda fyrir upp- tökukröfunni í ákæmnni samkvæmt 8. gr. 1. nr. 82/1969 er sakfelling samkvæmt 7. gr. laganna. Þar sem slíku er ekki til að dreifa beri að sýkna ákærða af upptökukröfunni. Viðskipti þegna með áfengi eru settar þröngar skorður í lögum og em háðar leyfum. Þar sem ákærði hafði ekkert slíkt leyfi og blöndunar- starfsemi hans tengdist áfengi og afhendingu þess lýsir Guðmundur Ingvi sig samþykkan atkyæði meiri- hlutans um að ákærði hafi brotið gegn 18. gr. 1. nr. 82/1969. I dómsorði segir hann að refsing ákærða Guttorms Péturs Einarsson- ar skuli niður falla en að hann skuli greiða sakarkostnað. Dómurmn á ekkert skylt við lögfræði SKIN HINN BJARTI TÓNN - segir Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. verjandi Guttorms Einarssonar „ÉG ER hættur að skilja lögfræði og- lögfræðileg sjónarmið ef þessi dómur getur gengið,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður, verjandi Guttorms Einarssonar, er Morgunblaðið innti hann álits á dómnum. Jón Steinar sagðist álíta að það gæti ekki staðist að Guttormur væri dæmdur fyrir að brjóta áfengislögin. Hann sé dæmdur fyrir að búa til áfengi með því að blanda áfengi sam- an við óáfengan drykk. Sagði hann að þetta vera algjör- lega óskiljanlega niðurstöðu hjá Hæstarétti. Einnig taldi hann dóms- forsendumar vera mjög óvenjulegar því þar væri tekið fram að þótt kom- ist sé að þessari niðurstöðu þýði það ekki það að venjubundin vínblöndun sé ólögmæt. „Það bendir til þess að dómaram- ir hafi áttað sig á að menn myndu skilja þetta þannig, enda er það al- veg hliðstætt," sagði Jón Steinar. „Þeir reyna að gera grein fyrir hvað skilur á milli og það em hlutir sem koma tilbúningi áfengis ekkert við. Þeir segja einnig að Guttormur hafí gert þetta í atvinnuskyni. Það kemur málinu heldur ekkert við, enda er áfengi blandað í atvinnuskyni úti um allan bæ. Þá er tilgreint að að ríkissaksókn- ari hafi talið að hér væri um að ræða nýjan drykk. Ég spyr: Verður ekki alltaf nýr drykkur þegar tveim- ur vökvum er blandað saman? Að mínu áliti á þessi dómur ekk- ert skylt við lögfræði. Sem betur fer, því lögfræðin er ekki svona," sagði Jón Steinar Gunnlaugsson að lokum. gefur þér tilefni til að breyta skammdeginu. Þú málar bara yfir það! HÖRPUSKIN fæst í HÖRPUSKIN ný innanhússmálning með 10% gljástigi sem gerir hana áferðarfallega og auðvelda í þrifum. HÖRPUSKIN skaltu nota á herbergin og stofurnar. Hún er afar einföld í notkun og þekur mjög vel. t. 10 björtum staðallitum en litamöguleikarnir eru mun fleiri. Skiptu um lit á skammdeginu - með HÖRPUSKINI. HÖRPUSKIN - líttu á björtu hliðarnar. HARPA lífinu lit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.