Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 Waldheim skyldur Bretadrottninffu Messerschmidt segir að Waldheim ætti að segja af sér London. Reuter. KURT Waldheim, forseti Aust- urríkis, er skyldur brezku kon- ungsfjölskyldunni, að sögn Har- olds Brooks-Baker, sem er sér- fræðingur i ættfræði brezku konungsfjölskyldunnar. Waldheim er af ættum Habs- borgara sem voru tengdir Hannoverættinni, konungsætt, sem var við völd á Englandi 1714-1901. Þeir voru forfeður Elísabetar. George fimmti, sem var konungur 1910 til 1936, afsalaði sér og fjölskyldu sinni í júlí árið 1917 öilum þýzkum titlum og tók upp ættarnafnið Windsor í stað Hannover. verða einnig um Franeois Mitt- errand, Frakklandsforseta, og Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seta, sem einnig eru fjarskyldir Bretadrottningu. Manfred Messerschmidt, Vest- ur-Þjóðverji sem átti sæti í sagn- fræðinganefndi sem rannsakaði fortíð Kurts Waldheim, segist þeirrar skoðunar að Waldheim ætti að segja af sér. Brezk sjón- varpsstöð átti viðtal við Messerschmidt og spurði hann um rannsóknina. í ljósi þeirra upplýs- inga, sem nefndin aflaði, sagðist hann þeirrar skoðunar að Wald- heim ætti að láta af embætti. Hann sagðist álíta að fleiri skjöl um Waldheim væri að fínna í Júgó- slavíu,- sem varpað gætu frekara ljósi á framgöngu hans sem liðs- manns í herjum nasista. Átök á Nýju Kaldedóníu Aðskilnaðarsinnar á eynni Nýju Kaledóníu í Suður-Kyrrahafi réðust í gær á franskt herlið fyrir utan sjúkrahús í bænum Noumea. Þeir tóku 10 franska hermenn i gíslingu en slepptu þeim síðar. Hér sést einn af frönsku hermönnunum sem særðust í átökunum. Verið er að bera hinn særða út úr þyrlu hersins. „Það er þó í mesta lagi að eitt- hvað af erfðavísum Waldheims og Elísabetar séu eins. Skyldleiki Waldheims við Filippus prins gegnum hertogafjölskylduna í Slésvík og Holtsetalandi er meiri.“ Að sögn Brooks-Baker verður sérstakur kafli um Waldheim í bók, sem Burke’s forlagið gefur út á þessu ári og nefnist „Þjóðar- leiðtogar af konungakyni". Kaflar Líbanon: Mannræningjar senda mynd- band með kröfum sínum Beirút, Líbanon. Mannræningjar Williams Higg- ins ofursta sendu í gær frá sér myndband þar sem bornar eru fram kröfur þeirra. Þar má sjá Higgins lesa í þremur liðum skil- yrði fyrir þvi að bann verði látinn laus. Kröfur mannræningjanna eru þessar: Allt ísraelskt herlið verði dregið til baka úr Líbanon. Allir líb- anskir og palestínskir Mujahidínar (baráttumenn) verði játnir lausir úr Khiam-fangelsinu í ísrael og öllum öðrum fangelsum innan „valdasvæð- is Zíonistastjómarinnar". í þriðja lagi að Bandaríkin hætti afskiptum sínum af Líbanon og hætti að manna sendinefndir til Miðausturlanda, sem „ætlað sé að vinna gegn íslömsku byltingunni í hemuminni Palestínu". Þetta eru sömu kröfur og bomar voru fram í yfirlýsingu mannræn- ingjanna á föstudag. Myndbandið sem barst til frétta- stofu í Beirút í gærmorgun þótti mjög greinilegt. Higgins var niður- dreginn að sjá og órakaður en virt- ist að öðru leyti vel á sig kominn. Hann var klæddur í dökkgræna peysu. Svo virtist sem Higgins læsi texta sem honum hefði verið feng- inn. „Reagan verður að taka afleið- ingum gjörða sinna gagnvart hinum kúguðu á svæðinu," var eitt af því sem heyra mátti Higgins lesa á 70 sekúndna löngu myndbandinu. Mannræningjamir sem kalla sig „Samtök kúgaðra í heiminum" létu Reuter William Higgins sést hér á mynd- bandi sem ræningjar hans sendu frá sér í gærmorgun. Kýpur: Vonir bundnar við að Vassiliou fái meiru áorkað en Kyprianou Nikósíu. Reuter. GEORGE Vassiliou, sem óvænt var kjörinn forseti Kýpur- Grikkja á sunnudag, hafði engin afskipti haft af stjórnmálum fyrir ári síðan. Hann er 56 ára milljónamæringur, er hagfræð- ingur að mennt og rekur fyrir- tæki, sem sérhæfir sig í mark- aðsrannsóknum. Vassiliou sagði I gær að hafíð væri nýtt skeið í sögu Kýpur. „Við þurfum nýjan kraft til þess að færast fram á við. Við verðum að fara nýjar leiðir í stjómmálum," sagði Vassiliou. Hann sagðist þó myndu að öðru leyti bíða með að skýra frá hvaða málum hann hygð- ist hrinda í framkvæmd og hvem- ig- Vassiliou er vinstrimaður en bauð sig fram sem óháður. Flokkar vinstrimanna lýstu þó stuðningi við hann fyrir kosningamar, kommúnistaflokkurinn, Akel, og jafnaðarmannaflokkurinn, Edek. Hann sagði að sitt fyrsta verk yrði að skipa sérstakt þjóðarráð til þess að vinna að lausn Kýpur- deilunnar. Hann hefur sagst reiðu- búinn að fara til fundar við Rauf Denktash, leiðtoga Kýpur-Tyrkja, og reyna að semja við hann um sameiningu Kýpurbúa í eitt ríki. Tyrkneski herinn réðst inn á Kýp- ur árið 1974 og hefur landið verið klofíð síðan. Aðeins stjómin í Ank- ara-viðurkennir stjóm Denktash. Vassiliou segist tilbúinn til við- ræðna við Denktash án nokkurra skilyrða, en Kyprianou vildi ekki ræða við Denktash nema tyrk- nesku sveitimar yfírgæfu eyjuna áður. Af þeim sökum breyttist ástandið ekki neitt í tíð Kypriano- us. Vonir eru bundnar við að Vas- siliou fái meiru áorkað. Forsetinn nýkjömi hefur tekið undir tillögur Sovétmanna um al- þjóðlega ráðstefnu um Kýpurdeil- una. Bandarikjamenn hafa verið afhuga þeirri hugmynd og kallað hana bragð af hálfu Sovétmanna til þess að seilasta til áhrifá á eyj- unni. Tyrkir hafa sagt tillöguna vera hreina ögrun. Talið var að tengsl Vassilious við kommúnistaflokkinn ogjafnað- armannaflokkinn myndi há honum í kosnsingunum. Glafkos Clerides, keppinautur hans, hélt þessu á lofti í síðustu viku. Þeir urðu efstir í kosningum fyrra sunnudag, en þá féll Spyros Kyprianou, forseti, úr ieik. Clerides sagði að atkvæði greidd Vassiliou væru ávísun á Reuter Georg-e Vassiliou óg kona hans fagna úrslitum forsetakosning- anna á Kýpur á sunnudagskvöld. kommúnisma. í gær játaði Clerides ósigur sinn og hvatti þjóðina til að standa saman um hinn nýja forseta. Blöð á Kýpur spáðu því þó í gær að Vassiliou ætti örðuga daga framundan, einkum í samein- ingarmálum, vegna hins nauma kosningasigurs. Hann sver emb- ættiseið næstkomandi sunnudag, 28. febrúar. yfirlýsingu fylgja myndbandinu og var hún vélrituð á arabísku. í yfirlýs- ingunni er Higgins sakaður um að vera njósnari. Einnig er þess krafíst að Amal, önnur stóra fyiking shíta í Líbanon, hætti að leita að Higgins og „geri sér grein fyrir hlutverki hans sem njósnara". Þrír skeggjaðir menn rændu Higgins á miðvikudag í síðustu viku nærri hafnarbænum Tyre í Suður- Líbanon. Hann var yfírmaður Líban- onsdeildar Friðargæslustofnunar Sameinuðu þjóðanna. Áður hafði hann starfað sem aðstoðarmaður á skrifstofu Caspars Weinbergers, fyrrum vamarmálaráðherra Banda- ríkjanna. Fyrr í mánuðinum var tveimur starfsmönnum SÞ, báðum Norðurlandabúum, rænt í Líbanon. 28 útlendinga er nú saknað í landinu. Þar af em 10 af bandarísku þjóðemi. Amal, hófsamari fylking shíta, hóf strax mikla leit að Higgins. Forystu- menn hennar óttast að Hizbollah (Flokkur guðs), hin meginfylking shíta, sé að reyna að koma undir sig fótum í Suður-Líbanon þar sem Amal hefur ráðið ríkjum. Amal sem nýtur stuðnings Sýrlendinga hefur löngum átt í útistöðum við Hizbollah sem studdur er af írönum. Greinir fylkingarnar á um hvorir séu sannir fulltrúar shíta. Hermenn Amals tóku nokkra menn höndum um helgina og til átaka kom milli þeirra og fylg- ismanna Hizbollahs. Nabih Berri, leiðtogi Amals, segir ránið á Higgins vera ógnUn við sína menn, öryggi Suður-Líbanons og starfsemi Sam- einuðu þjóðanna á svæðinu. Hiz- bollah hefur lýst yfír samúð með mannræningjum Higgins en neitað því staðfastlega sem margir trúa að fylkingin hafi á sínu valdi 28 erlenda gísla í Líbanon. „Samtök kúgaðra í heiminum“ lýstu á sínum tíma einnig á hendur sér ábyrgð á ráni bandarískrar far- þegaþotu frá Trans World Airlines. Það var árið 1985 og þá voru 40 manns teknir í gíslingu og vélinni flogið til Beirút. Gísjamir fengust ekki lausir fyrr en ísraelar höfðu lofað að láta mörg hundruð líbanska og palestínska fanga lausa. Það gerðu þeir tveimur mánuðum síðar, þó þeir hafí aldrei viðurkennt opin- berlega að hafa gengið að kröfum flugræningjanna. Spurningin er nú hvort vilji sé fyrir hendi hjá ísraelum og Bandaríkjamönnum að koma til móts við kröfur mannræningjanna. Orðrómur er á Jcreiki í Líbanon um að ræningjamir séu fyrst og fremst á höttunum eftir peningum og láti sér ríflegt lausnargjald nægja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.