Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 3 Davíð Oddsson um Aburðarverk- smiðju ríkisins: Ammóníak aðeins til daglegra þarfa BORGARRÁÐ hefur fengið til umfjöilunar umsókn Áburðar- verksmiðju ríkisins um bygg- ingarleyfi fyrir nýjan ammóní- akgeymi í stað þess sem fyrir er. Umsóknin hefur ekki verið afgreidd í borgarráði. Davíð Oddsson borgarstjóri segir, að ef nýr geymir verði byggður, en það tekur 16 til 18 mánuði, þá mun þess verða krafist, að í verksmiðjunni verði ekki geymt ammóníak nema til daglegra þarfa. Davíð sagði, að aðalatriðið væri að í skýrslu, sem starfshópur á vegum félagsmálaráðherra vann og birt hefur verið, sé fullyrt að fjöldi manna muni deyja innan 10 mínútna ef eitthvað kemur fyrir geyminn, sem nú er í notkun. „Jón Baldvin Hannibalsson lýsti því yfir á sínum tíma _að það kæmi til greina að selja Áburðarverk- smiðjuna," sagði Davíð. „Eg benti á að hann yrði að gera sér grein fyrir, að ef hann hyggðist selja þá mundi ég væntanlega reyna að kaupa verksmiðjuna og þá til þess að leggja hana niður. Skuld- færa upphæðina á milli ríkisins og borgarinnar. Hann var eitthvað hikandi við það. Þetta er verksmiðja, sem ekki veltir nema 6 til 700 milljónum króna á ári, fær niðurgreitt raf- magn, heldur uppi áburðarverði í landinu, safnar skuldum í ríkissjóð og er auk þess orðin ljót í um- hverfinu. Ég tel að einungis sé um tvo kosti að velja, annars vegar að halda henni áfram eða leggja hana niður. Enda orkar það mjög tvímælis að það sé hagstætt fýrir þjóðina að reka hana. Ríkisstjórnin hefur að minni beiðni ákveðið að láta fara fram athugun á þjóð- hagslegu gildi verksmiðjunnar en ég held að ekkert hafi gerst í því máli. Þegar sú athugun fer fram þá ætlast borgaryfirvöld til að fá að taka þátt í henni.“ Loðnuskip að veiðum við Eyjar. Ljósmynd/Sigurgeir Fiskimjölsverksmiðjurnar í Vestmannaeyjum: Unnið við bræðslu í dagvinnu ef til yfirvinnubanns kemur Heilsugæslustöðin í Árbæ: Opinber rannsókn á sjúkraskrám Ríkissaksóknari hefur fyrir- skipað opinbera rannsókn á sjúkraskrám Heilsugæslustöðv- arinnar í Árbæ. Þessi ákvörðun var tekin eftir að ríkisendur- skoðun hafði óskað eftir opin- berri rannsókn á ákveðnum at- riðum. Mál þetta er í raun framhald af deilu ríkisendurskoðunar og lækna við Heiisugæslustöðina. Um miðjan janúar sl. fór ríkisendur- skoðandi þess á leit við borgarfóg- eta að starfsmenn ríkisendurskoð- unar fengju aðgang að sjúklinga- bókhaldi stöðvarinnar til að sann- IBM skákmót barna og ungl- inga, 16 ára og yngri með um 500 þátttakendum hefst i dag föstudag 11. mars og stendur fram á sunnudag. Er þetta stærsta og fjölmennasta skák- mót, sem haldið hefur verið hér á landi og er talið að áhugan megi rekja til frammistöðu Jó- hanns Hjartarsonar í einvíginu við Kortsnoj og sigri Jóns L. Ámasonar í Reykjavíkurskák- mótinu. í frétt frá IBM á íslandi segir, að mótið sé haldið í samstarfi við Taflfélag Reykjavíkur og Skák- samband íslands og er tilkomið vegna fyrirheits við setningu IBM ofurmótsins á síðasta ári, um að bjóða æskunni til skákhátíðar í ár. Upphaflega var þátttakan opin öllum, sem áhuga hafa á skáklist og var reiknað með á annað hund- rað þátttakendum en nauðsynlegt reyndist að takmarka aðsókn þeg- ar fjöldinn var kominn í 500. reyna reikninga fyrir læknaverk. Þessari kröfu hafnaði fógeti og sagði að heimild skorti *i lögum um ríkisendurskoðun til að veita slíkan aðgang. Að fengnum úr- skurði fógeta ákvað ríkisendur- skoðandi að áfrýja úrskurðinum ekki. Hins vegar óskaði hann eftir því við ríkissaksóknara, að opinber rannsókn færi fram á sjúkraskrám stöðvarinnar. Málið er nú í höndum Rann- sóknarlögreglu ríksins. Þar feng- ust þau svör í gær, að rannsókn væri ekki hafin og ekki væri rétt að gefa upplýsingar um málið að svo stöddu. Reyndist nauðsynlegt að fá töfl að láni hjá skáksamböndum og félögum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Meðal keppenda eru m.a. ýmsir unglingar, sem skarað hafa fram úr í skáklistinni á und- anförnum árum. Teflt verður í þremur aldurs- flokkum á tveimur stöðum, í skák- heimili Taflfélags Reykjavíkur við Grensásveg og í Breiðagerðis- skóla. Skákmótið hefst með skrán- ingu keppenda. Yngsti flokkurinn 6 til 9 ára mætir kl. 17:30 í Breiða- gerðisskóla, annar flokkur 10 til 12 ára mætir kl. 18:30 á sama stað og elsti flokkurinn, 13 til 16 ára kl. 18:30' í skákheimilið við Grensásveg. Tefldar verða níu umferðir, þrjár á dag og hefst sú fyrsta að lokinni skráningu. Skák- stjóri verður Ólafur H. Ólafsson og honum til aðstoðar verða full- trúar frá Taflfélagi Reykjavíkur og Skáksambandi Islands. Keppt verður samkvæmt Monrad-kerfi og verða sex efstu Verkalýðsfélag Vestmanna- eyja hafnaði sl. þriðjudag beiðni fiskimjölsverksmiðjanna tveggja í Vestmannaeyjum um undan- þágu vegna yfirvinnubanns sem taka á gildi klukkan 17 nk. þriðjudag. Viktor Helgason, framkvæmdastjóri Fiskimjöls- verksmiðjunnar, og Bogi Sig- urðsson, verksmiðjustjóri Fiski- mjölsverksmiðju Einars Sigurðs- sonar, sögðu í samtali við Morg- unblaðið, að ef til yfirvinnubanns kæmi'yrði unnið í verksmiðjun- um í dagvinnu við að bræða þá loðnu sem eftir yrði í þrónum, samtals 8 til 12 þúsund tonn. Bogi Sigurðsson, verksmiðju- stjóri Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar, sagði að verksmiðjan væri hætt að taka á móti loðnu í bili vegna yfirvinnubannsins. „Við eigum 6 þúsund tonn af loðnu í þróm núna og 2 til 3 þúsund tonn verða eftir ef og þegar yfirvinnu- bannið skellur á,“ sagði Bogi. „Það verður reynt að bræða loðnuna í dagvinnu en það er hins vegar ill- mögulegt því afköstin færu að öll- keppendur í hveijum flokki leystir út með veglegum verðlaunum. í aldursflokki 13 til 16 ára eru 1. verðlaun 30.000 króna fararstyrk- ur á skákmót erlendis en 2. til 3. verðlaun eru fararstyrkir að upp- hæð 20.000 krónur hvor. Þeir sem lenda í 4. til 6. sæti verða leystir út með 5.000 króna úttekt á ská- kvörum í Skákhúsinu. í yngri aldurshópnum fá kepp- endur í þremur efstu sætunum vandað tafl og taflborð og 4. til 6. verðlaun verða tafl og venjulegt taflborð. Skákmótinu verður slitið með verðlaunaafhendingu að lok- inni keppni á sunnudag. í tilefni skákmótsins hefur IBM á íslandi gefíð út þijá skákbækl- inga með skákþrautum fyrir börn og unglinga. Þeir heita Endatöfl, Leikfléttur og Áætlanir í leik. Meðal þeirra sem lögðu hönd á plóginn við gerð bæklinganna eru Jóhann Hjartarson, Margeir Pét- ursson og Helgi Ólafsson. um líkindum niður í 150 til 200 tonn á dag. Loðnan í þrónum er hins vegar ekki rotvarin til langs tíma því við bjuggumst ekki við þessu yfírvinnubanni," sagði Bogi. Viktor Helgason, framkvæmda- stjóri Fiskimjölsverksmiðjunnar, sagði að erfitt yrði að .loka verk- smiðjunni með hálffullar þrær og því yrði unnið í dagvinnu ef til yfir- RÁÐIST var á mann og hann rændur á Grettisgötu í Reykjavík síðdegis í gær. Skömmu síðar handtók lögreglan mann, sem gnmaður er um verknaðinn. Maðurinn, sem er um fertugt, var að gangi við Grettisgötu 87 um kl. 16.45, þegar ungur maður kom aftan að honum og sló hann á öxl- ina. Þegar maðurinn sneri sér við var hann sleginn niður. Árásarmað- urinn greip seðlaveski mannsins og hljóp á brott. Skömmu síðar handtók lögreglan mann í Skipholti, við Nóatún. Var þar kominn 22 ára maður, sem hefur komið við sögu lögreglunnar áður. Skammt frá staðnum, þar sem maðurinn var handtekinn, fannst seðlaveskið og var innihald þess ósnert. Sá grunaði var fluttur á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Mað- urinn, sem fyrir árásinni varð, var Reykjavík: 400 þús. í snjómokst- ur á dag KOSTNAÐUR vegna snjómokst- urs þá daga sem þess hefur þurft með, er um 400.000 krónur á 'dag, að sögn Inga Ú. Magnússon- ar gatnamálastjóra. „Gangur mála er sá, að byijað er að moka aðalgötur og þá sérstak- lega strætisvagnaleiðir," sagði Ingi. „Síðan taka við tengibrautir og loks húsagötur.“ Bifreiðastæði önnur en opinber stæði, sem borgin sér um, eru ekki mokuð og verða íbúar sjálf- ir að sjá um mokstur á þeim. vinnubanns kæmi. „Það er hins vegar hálf lélegur vinnumáti að vinna eingöngu við bræðsluna í dagvinnu því loðnan fellur í súr og lækkar í verði,“ sagði Viktor. „Það eru allar þrær fullar af loðnu hjá okkur en ef og þegar til yfirvinnu- banns kemur verða 2 til 3 þrær fullar en í hverri þró eru 3 þúsund tonn,“ sagði Viktor. fluttur á slysadeild til rannsóknar, en meiðsli hans munu ekki vera mikil. Neytendasamtökin: Opið bréf til landbúnaðar- ráðuneytisins í UMFJÖLLUN um 190% jöfnun- argjald á kartöflum að undan- förnu er haft eftir fulltrúa land- búnaðarráðuneytisins að niður- greiðslur landbúnaðarafurða í vestrænum löndum geri starfs- skilyrði fyrir íslenska fram- leiðslu erfiða. Enn fremur að niðurgreiðslur í Efnahagsbanda- laginu séu forsenda fyrir jöfnun- argjaldinu. Hafa Neytendasam- tökin af þvi tilefni sent opið bréf til Guðmundar Sigþórssonar, skrifstofustjóra í landbúnaðar- ráðuneytinu og farið fram á að hann svari nokkrum spurning- um. Spurt er Eru kartöflur niður- greiddar í löndum EBE ? Ef svo er, í hvaða löndum og hversu mikið ? Eru franskar kartöflur niður- greiddar í þeim löndum sem inn- flutningur er leyfður frá til íslands ? Ef svo er, hversu mikið ? í bréfi Neytendasamtakanna segir, að fullyrðingar lanbúnaðar- ráðuneytisins stangist á við þær upplýsingar, sem innflytjendur og Neytendasamtökin hafa fengið og því skipti miklu máli að fá uppiýst hvaðan þær séu komnar. Sérstak- lega þar sem landbúnaðarráðherra hafi að undanförnu notað fullyrð- ingar um niðurgreiðslur í nágranna- löndunum á villandi hátt að mati Neytendasamtakanna. Um 500 ungir skák- menn á skákhátíð IBM Ráðist á mann og hann rændur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.